Morgunblaðið - 05.04.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.04.1990, Blaðsíða 9
9 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990 Upplýsingar til þeirra sem gefa fer mingar gj afir í ár Því ekki að leggja grunninn að framtíðarsparnaði fermingarbarnanna í ár og færa þeim að gjöf verðbréf í fallegri gjafamöppu. ★ Einingabréfin okkar eru þannig uppbyggð, að hægt er að kaupa þau fyrir hvaða upphæð sem er, allt niður í 1.000 krónur. ★ Gengi eða verð hverrar einingar hækkar síðan daglega og þar með verðbréfaeignin. ★ Það eina sem þarf við kaupin er nafn, kennitala og heimilis- fang fermingarbamsins. ★ Sala og innlausn Einingabréfa fer fram hjá Kaupþingi hf. í Reykjavík, Kaupþingi Norðurlands hf. á Akureyri og hjá sparisjóðum um land allt. Allar frekari upplýsingar um Einingabréf og önnur verðbréf gefa ráðgjafar Kaupþings hf. í síma 68-90-80. EININGABRÉF 2 ERU EIGNARSKATTSFRJÁLS Á SAMA HÁTT OG SPARISKÍRTEINIRÍKISSJÓÐS Einingabréfasjóður 2 er eingöngu ávaxtaður með kaupum á spariskírteinum ríkissjóðs, húsbréfum og öðrum verð- bréfum með ábyrgð ríkissjóðs. Skv. lögum, sem sam- þykkt voru á Alþingi 22. desember sl„ er mönnum heim- ilt að draga frá eignum sínum hlutdeildarskírteini verð- bréfasjóða, sem eingöngu er myndaður af slíkum verð- bréfum. Sölugengi verðbréfa 5. apríl 1990: EININGABRÉF 1 4.792 EININGABRÉF 2 2.625 EININGABRÉF 3 3.155 SKAMMTÍMABRÉF 1.629 Kringlunni 5, 103 Reykjavík, sími 91-689080 Framtíðarsýn í fyrradag efndu Samtök fiskvinnslu- stöðva til ráðstefnu um mótun fiskveiði- stefnu. Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda, var meðal frummæl- enda og velti fyrir sér, hvar íslenzk fisk- vinnsla kynni að standa árið 2000, eða að 10 árum liðnum. Vitnað er til orða hans í Staksteinum í dag. Island og um- heimurinn Magnús Gunnarsson sagði m.a.: „Árið 2000 verða fs- lendingar vonandi búnir að jafna ágreining sinn við Evrópubandalagið og tollmúrar bandalagsins á saltfiski, ferskum flökum, síld og öðrum sjávaraf- urðum verða horfhir. Fríverzlun með fisk verð- ur orðin raunveruleiki hvað tolla varðar. Eg tel ólíklegt að íslendingar verði orðnir aðilar að Evrópubandalaginu Jiar sem ég held m.a. að bandalagið hafí ckki áhuga fyrir fullri form- legri aðild smáríkja. Norðmemi munu hins vegar verða komnir inn i bandalagið með fulla aðild. Almennt mun hafa náðst árangur í Gatt-við- ræðum um tolla- og ríkis- styrki á landbúnaðar- og sjávarafurðum og aðrar viðskiptahindranir. Sam- keppnisskilyrði munu því batna hvað þetta snertir. Arangurinn af umræð- unni um hagkvæma verkaskiptingu milli þjóða mun hafa skilað sér og við getum stytt leiðina milli lramleiðenda og neytenda. Núverandi stefiiu- mörkun um nýtingu fiski- stofiia mun hafa skilað árangri svo við munum veiða á íslandsmiðum heildaráfla sem er heldur mciri en við veiðum í dag eða trúlega um 1.900 þúsund lestir. Botn- fiskaflinn gæti verið um 700 þúsund toim og mögulega veiðum við 200 þúsund tonn af sild og milljón af Ioðnu. . í viðbót við þann afla sem veiddur er umhverf- is landið mun fiskeldi skila á land umtalsverðu magni af laxi, silungi, lúðu, þorski og ýmsum öðrum tegundum. íslcnzka fiskvinnslan mun á þessum tíma kaupa inn nokkra tugi þúsunda tonna af ýmsum sjávarafúrðum til frarn- haldsvinnslu af erlendum aðilum. íslenzkur sjávar- útvegur mun því haía til ráðstöfimar og sölu um og yfir 2 milljónir tonna af fiski árið 2000. Með úreldingu og end- urskipulagningu á flotan- um mun hafe tekizt að minnka hann um 30%. Við munum sjá meira af frumvmnslunni færast um borð í skipin, vinnslu- skipum mun fjölga og jafíiframt mun skipum sem stunda orkuspar- neytinn veiðiskap flölga. Við munum á þessum tíma sjá íslenzk skip við veiðar fyrir eða í sam- starfi við erlendar þjóðir á fjarlægum miðum og I íslendingar munu starfa við fiskvinnslu víða um heim með aukinni þátt- töku okkar í ráðgjafe- starfsemi á þessu sviði.“ Ráðstöfim aflans Magnús Gunnarsson hélt áfram: „Grundvallarbreyting- in sem mun hafa átt sér stað árið 2000 er að flot- inn, frystitogarar sem aðrir, mun _ leggja afla siim upp á íslandi. Ekki vegna opinberra fyrir- mæla heldur vegna þess að íslenzka fiskvinnslan verður fyllilega sam- keppnisfær við erlenda fiskvinnslu um verðið á fiskinum og mun kaupa hajm til frágangs og end- urvhmslu á Islandi. Verðlagning sjávar- fengs mun verða fijáls og mun verðið ráðast af gæðum og frágangi afl- ans frá fiskiskipum. Öll meðhöndlun aflans mun því miðast við að há- marka gæðin. Islenzka fiskvinnslan mun verða samkeppnisfær þar sem tollamúrarnir verða úr sögunni og styrkir til sjávarútvegs samkeppn- islandaima munu hafa dregizt verulega saman. Þannig mun íslenzka fiskvimislan geta nýtt sér t.d. fcrskfiskmarkaðina að fullu og þá á ég ekki við ferskfískmarkaðina í Hull, Grimsby, Cuxhaven og Bremerhaven lieldur neytendamarkaði í Lon- don, Manchester, Frank- fiirt og Miinchen, svo dæmi séu nefiid. Niðurfelling tolla- hindrana mmi hafa í fdr með sér þá breytingu á samkeppnisskilyrðum að íslenzka fiskviimslan mun geta í auknum mæli þjónað neytendamarkaði hvað varðar ferskan fisk, ekki með 10-15 daga gömlum ísfiski heldur nýjum flökum sem flogið verður með daglega til neytenda. Árið 2000 munu á hverju kvöldi fljúga flugvélar frá Keflavík, Akureyi-i og nýjum varaflugvelli hlaðnar nýveiddum fiski, ferskum flökum og lif- andi fiski til Evrópu, Jap- ans og Bandaríkjanna. Á sama tíma mun flutn- inga- og geymslutækni auðvelda flutninga á ferskum sjávarafurðum með skipum. Af botnfiski, skeldýr- um og eldisfiski árið 2000 mun um 20% verða flutt út lifandi, 25% flutt út í formi ferskra flaka og meiri hlutinn af því sem eftir er i pakkningum sem henta neytendum, veitingahúsum eða stofn- unum. Aðeins lítill hluti verður fluttur út sem ísfiskur í núverandi mynd eða sem hálfunnin vara.“ TOYOTA NOTAÐIR BILAR 44144 - 44733 TOYOTA NÝBÝLAVEGI 6-8, KÓPAVOGI, S.:91 44144 * TOYOTA LANDCRUISER II '88 Drapp/brúnn. 5 gíra. 3ja dyra. Rafmagn í rúðum. Centrallæsingar. Ekinn 44 þús/km. Verð kr. 1.600 þús. NISSAN SUNNY ’89 Hvítur 5 gíra. 4ra dyra. Ekinn 13 þús/km. Verð kr. 820 þús. TOYOTA CELICA 2,0 GTI '88 Grár. 5 gíra. 3ja dyra. Ekinn 54 þús/km. Verð kr. 1.290 þús. MMC LANCER 4 x 4 ’88 Drapp. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 52 þús/km. Verð kr. 900 þús. FORD ESCORT CL '87 Hvítur. 5 gíra. 3ja dyra. Ekinn 26 þús/km. Verð kr. 560 þús. FORD ORION GL ’87 Grár. 5 gira. 4ra dyra. Ekinn 54 þús/km. Verð 580 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.