Morgunblaðið - 05.04.1990, Side 11

Morgunblaðið - 05.04.1990, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990 11 _________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Musica Nova stóð fyrir tónleik- um í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar sl. þriðjudag en þar komu fram Elísabet Waage hörpuleikari og Peter Verduyn Lunel flautu- leikari og fluttu verk eftir Henk Badings, Robert Dick, Bernard Andrés, Willem F. Bon, Isang Yun og frumfluttu „Næturljóð á hörpu“, en svo heitir nýtt verk sem Jón Nordal samdi sérstaklega fyrir Elísabetu. Næturljóð á hörpu er þokka- fullt verk þar sem m.a. bregður fyrir stefjabrotum úr íslensku þjóðlagi, svona til að minna á að á liðnum tíma var koma hörpu tilhlökkunarefni ekki síður en nú. Elísabet lék verkið á sannfær- andi máta en hún tekur miklum framförum sem einleikari og hef- ur eflst að krafti og skerpu svo sem vera ber hjá góðum tónlistar- manni. Þetta kom best fram í Ballöðu Henks Badings og gam- ansömu „myndskoðunarverki", Narthex, eftir Bernard Andrés, en ekki síst í ágætu tónverki, „Novelette" eftir Isang Yun. Flautuleikarinn Peter Verduyn Lunel er feikna góður á flautuna sína og leikur sér með alis konar tónblæbrigði og hefur á valdi sínu ótrúlegan styrkleikamun, eins og kom fram í einleiksverki fyrir flautu, „Afterlight“, eftir Robert Dick. Það má endalaust ræða um það hvort tæknilegar tilraunir, t.d. með tónmyndun, geti í sjálfu sér þjónað sem listrænt markmið eða hvort þær eigi að vera tæki til að túlka eitthvað sem er æðra og utan við það venjubundna. Þarna er „blindgata" sem margir hafa ratað í en oftlega ekki komist út úr og nú leita mörg nútímatón- skáld aftur til liðins tíma, því hugsanlegt er að í leit eftir nýj- ungum hafi eitthvað mikilvægt gleymst, eitthvað sem ekki liggur í augum uppi, eitthvað sem ekki verður lært eða skilgreint, aðeins lifað. Þessi hugleiðing varðar inntak tónlistarinnar en flutningur Elísa- betar og Lunels var mjög góður, enda eru hér á ferðinni sérlega efnilegir og þegar góðir lista- menn. JÓNAS SEN ________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Fjórðu tónleikar Evrópusam- bands píanókennara (EPTA) voru haidnir í Bústaðakirkju sl. mánu- dag. Þetta voru aðrir tónleikar Jónasar Sen, en á efnisskránni voru verk eftir Brahms, Skijabín og Liszt. Fyrstu tvö verkin voru rapsódíur eftir Brahms, sú fyrri í h-moll en seinni í g-moll. Rapsód- íurnar voru vel leiknar en helst til í of miklum hraða, einkum sú fyrri og fyrir bragðið var fjarri sá syngjandi tignarleiki og alvara, sem gefur tónlist Brahms sér- stakan blæ. Annað verkið var 3. sónatan eftir Sktjabín. Þijár fyrstu sónö- turnar þykja með ýmsum hætti slakar og í þeirri þriðju hafði Skijabín átt í nokkrum vandræð- um með hugmyndir. Það var í fjórðu og fimmtu sónötunni sem honum tekst að ná valdi á því tónmáli er síðar blómstraði í síðustu sónötum, sem eru í raun dulræn tónaljóð. Jónas iék sónötuna mjög vel en það var í verkunum eftir Liszt sem Jónas lék af glæsibrag. Tón- verkin voru Vallée d’Oberman, þriðja æfingin úr „yfirnáttú'rulegu æfingunum" og „Dante-sónatan“. Jónas hefur mikla tækni og leikör- yggi og sterka tilfinningu fyrir formskipan, sem hann útfærði mjög fallega í Liszt. Án þess að nokkru verði spáð í ókominn tíma, má ætla að Jónasi Sen takist að ná því sæti, er margur vildi helga sér, að vera mestur meðal jafn- ingja. Þessir EPTA-tónleikar munu verða endurteknir næstkomandi Jónas Sen mánudag í tónleikasal Garðabæj- ar, Kirkjuhvoli, og mun Jónas þá leika á hinn nýja „Fazioli“-flygil þeirra Garðbæinga. Kammersveit Reykjavíkur: Fjórðu og síðustu tónleikar vetrarins ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga DÁLKAHEIT barnagögn föt 1 2 húsgögn 3 heimilistæki 4 tölvur 5 hjói 6 atvinna 7 húsnæöi 8 bækur 9 safnarar 10 farartæki 11 dýrahald 12 íþróttir 13 tónlist 14 ýmislegt 15 okkar á milli 16 Blaðið kemur út á hverjum miðviku- degi, kostar 90 kr. og fæst á blaðsölustöð- um. Ef þú hringir til okkar fyrir sunnudag, þá kemst auglýsingin þín í næsta blað. Ef fólk vill ekki, ein- hverra hluta vegna, gefa upp síma í aug- lýsingum sínum, þá getum við tekið við til- boðum og upplýsing- um í pósthólf okkar nr. 8925. Geta þá aug- lýsendur haft samband við okkur eftir birtingu og fengið póst sinn afhendan á skrifstofu okkar eða sendan heim gegn greiðslu póst- burðargjalds. Pósthólf okkar er 8925 Klippift út og sendift til okkar EYÐUBLAÐ - ókeypis auglýsing fyrir einstaklinga Sími 625-444, allan sólarhringinn Búnaðarbankinn hefur til sölu verð- tryggð skuldabréf Lýsingar hf. sem er í eigu Búnaðarbanka íslands, Landsbanka íslands, Vátiyggingafélags íslands hf. og Sjóvá-Almennra hf. , Morgunblaðið/Sverrir Á myndinni eru, talið frá vinstri: Hlíf Sigurjónsdóttir, iíðluleikari, Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari, Sarah Buckley, lágfiðluleikari, Gary McBretney, sellóleikari, og Jóhanna V. Þórhallsdóttir, söngkona. NÆSTKOMANDI sunnudag, 8. apríl, mun Kammersveit Reykjavíkur halda fjórðu og síðustu tónleika sína í Reykjavík á þessum vetri. Tónleikarnir verða haldnir í Gamla bíói og heflast þeir kl. 15. Á efiiisskránni verða þrjú verk: „Á gleðistundu" eftir Atla Ileimi Sveinsson, „Tengsl“ eftir Hjálmar H. Ragnarsson við ljóð Stefáns Harðar Grímssonar og „Silungakvintettinn" eftir Schubert. Atli Heimir samdi verk- ið „Á gleðistundu" l'yrir Kammer- sveitina til fiutnings við vígslu Borgarleikhússins í október sl. Verkið er skrifað fyrir 10 hljóð- færaleikara og stjórnar Guðmund- ur Óli Gunnarsson ilutningi verks- ins. „Tengsl" Hjálmars voru samin 1988. Kammersveitin flutti þetta verk meðal annars á tónleikaferð sinni á Bretlandi sl. liaust. Ein- söngvari í þessu verki er Jóhauna V. Þórhallsdóttir. Tónleikar Kammersveitarinnar í vetur hafa einkennst af verkum Schuberts og lýkur þeirri röð með flutningi hins vinsæla Silungakvint- etts. Píanóleikari verður Selma Guð- mundsdóttir, en aðrir flytjendur í kvintettinum eru: Rut -Ingólfsdóttir, fiðluleikari, Sarah Buckley, lágfiðlu- leikari, Gary McBretney, sellóleikari, og Valur Pálsson, kontrabassaleik- ari. Að loknu starfsárinu í Reykjavík hyggst Kammersveitin ferðast um landið og leika meðal annars Silung- akvintettinn fyrir tónlistaráhugafólk fyrir austan og vestan. (Fréttatilkynning) Hvert bréf er að nafnvirði 100.000 kr. og er selt með afföllum, sem tryggja kaup- endum 7,5% ársávöxtun umfram verð- bólgu. Til sölu eru tveir flokkar: 1. flokkur A 1990 - Til greiðslu 15. október 1993. Lýsirig hf. i. flokkur B 1990 Til greiðslu 15. október 1994. BÚNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.