Morgunblaðið - 05.04.1990, Síða 15

Morgunblaðið - 05.04.1990, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990 15 Beint dagflug með Veröla til Costa del Sol - og frábær fararstjórn Veröld býöur þér vikulegar brottfarir í sólina á Costa del Sol í dagflugi. Þannig getur þú ferðast óþreyttur á besta tíma dagsins og notið ferðarinnar. Samhentur hópur fararstjóra, Hemmi Gunn, Sigurlaug, Jens, Kristín og Hrafnhildur, tryggja þér frá- bæra þjónustu í fríinu og við höfum valið vönduðustu gististaðina fyrir farþega okkar. Sunset Beach Veröld býður þér frábært verð í júlí á þenn- an glæsilega gististað. Fyrir 2 í íbúð þann 12. júlí í 2 vikur kostar aðeins kr. 52.900,- pr. mann. Benal Beach Veröld býður farþegum sínum sérvaldar íbúðir á Benal Beach í sumarleyfinu með glæsilegum aðbúnaði, bæði stúdíó og íbúðir með einu svefnherbergi. Verð fyrir 4ra manna fjölskyldu, 12. júlí í 2 vikur, kr. 162.600,- HJA VERÖLD FÆKÐL MFIKA FYRIR PENINGANA n .> la>l AUSTURSTRÆT117,101 REYKJAVIK. SIMI: (91X622011 & 622200. ■HMFARK«RT [fif] Opið bréf til Olínu Þorvarðardóttur eftir Matthías Eggertsson í 3. tbl. búnaðarblaðsins Freys 1990 var að ósk sr. Halldórs Gunn- arssonar í Holti birt greinargerð sem þú sendir útvarpsráði í tilefni af bréfi nokkurra starfsmanna Bún- aðarfélags íslands vegna viðtals þíns við Gunnar Bjarnason, fyrrver- andi ráðunaut, í þættinum „Fólkið í landinu" 18. nóvember sl. í sjónvarpsviðtalinu heldur Gunn- ar Bjarnason því m.a. fram að hann hafi verið rekinn úr starfi skóla- stjóra Bændaskólans á Hólum vegna þess hve ástand staðarins var slæmt þegar hann tók við hon- um. í greinargerð þinni tekur þú eindregið undir þetta sjónarmið. Atburðir þeir sém hér um ræðir gerðust árin 1961 og 1962 þegar þú varst í frumbernsku og hafðir þar af leiðandi engin tök á að fylgj- ast með hvað þarna gerðist. Þegar þú fjallar um þessi mál í greinar- gerð til útvarpsráðs 28 árum síðar lætur þú þér nægja að kynna þér málin einungis frá einni hlið, sjónar- hóli Gunnars Bjarnasonar. Þó að málflutningur Gunnars sé ógeð- felldur, þar eð hann reynir að fegra málstað sinn á kostnað forvera síns á Holum, Kristjáns Karlssonar, þá er hann skiljanlegur. Það er mann- legt að reyna að réttlæta sjálfan sig. Það er hins vegar óskiljanlegt að þú skulir gera þennan málstað Gunnars Bjarnasonar að þínum í greinargerð þinni til útvarpsráðs. Þar örlar ekki á því að þú reynir að kynna þér Hólamál Gunnars Bjamasonar af neinni yfirsýn held- ur tekur enn dýpra í árinni en Gunn- ar við að koma höggi á Kristján Karlsson. Með þessu afhjúpar þú dómgreindarleysi þitt. Sú rök- semdafærsla þín að málflutningur Gunnras Bjarnasonar standist þar sem honum hafi ekki verið svarað bætir þar ekki um. Það skal tekið fram að þú leyfðir sjálf að greinar- gérð þín yrði birt og kaust þar með að hún kæmi fyrir almenningssjónir til umfjöllunar. Út af fyrir sig er hveijum frjálst að fljúga eins og hann er fjaðrað- ur. Það leyfist margt í nafni skoð- ana- og tjáningarfrelsis. Hins vegar hefur þú nú nýlega ákveðið að sækj- ast eftir að verða leiðtogi fyrir sam- tökum félagshyggjumanna í stjórn Matthías Eggertsson „Það leyfist margt í nafiii skoðana- og tján- ingarfrelsis.“ Reykjavíkurborgar eftir næstu kosningar. Ég fagna því ef sjónar- mið félagshyggju fá þar aukin áhrif. Til að standa í forystu þeirrar baráttu þarf margháttaðan hæfi- leika, þar á meðal bæði sterka dóm- greind og jafnvægi hugans. Mér sýnist að þú hafir hvorugt til að bera. Höfundur er ritstjóri Búnaðarblaðsins Freys. rtma'j V^MORAy AUÐSTILLT MORATEMP blöndunar- tækin eru með auðveldri einnar handar stillingu á hitastigi og vatnsmagni. MORA sænsk gæðavara fyrir íslenskar aðstæður. Fást í byggingavöruverslunum. ^ meiri ánægja^ Úr gagnrýni Ó.G. Þjv. „Tók áhorfendur með trompi.... slíkur var krafturinn..." J.Á. Mbl. „Kórinn...sem fyrr stórkostlega góður. (Um söngvara)„...mjög góður...“....af glaesibrag..." „...frábærlega vel (sungið og leikið)" .að bera í bakkafullan lækinn að lofa isl. óp. fyrir þessa frábæru sýningu, en það verður að segjast...“. Á.M. DV. „Fagnaðarlátum áheyrenda ætlaði aldrei að linna...“ Sig. St. Tíminn „...tóku sýningunni forkunnarvel...“„klöppuðu...stöppuðu og hrópuðu. Ég mæli með þessari sýningu..." ÍSLENSKA OPERAN ____iiiii —..KraHaverkastofnunin" Sig. St. Tím. PAGLIACCI ..erenn einn listsigur." J.Á. Mbl. CARMINA BURANA „Sem sagt. konungleg skemmtun" Ó.G. Þjv. Föstudag 6. apríl Næstsíðasta sýning Laugardag 7. apríl Síðasta sýning Sýningar kl. 20.00 Miðasala opin alla daga frákl. 15.00-19.00, sýningardaga til kl. 20.00. Sími 11475. Miðaverð kr. 2.400,- 16 ára og yngri kr. 1.200,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.