Morgunblaðið - 05.04.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.04.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRIL 1990 Eykur lagabreyting á misrétti til náms? eftir Bergsvein Auðunsson Um áramót breyttust lög um rekstrarkostnað grunnskóla þegar ný lög voru sett um verkaskiptingu milli ríkis og sveitaríelaga. I stuttu máli taka sveitarfélögin á sig allan kostnað við rekstur grunnskólanna, nema að greiða kostnað við kennslu og stjórnun auk starfa á skóla- safni. Þá greiða sveitarfélög allan stofnkostnað þeirra, nýjar bygging- ar, viðhald, búnað, kostnað við heimavist o.s.frv. Hafa smærri sveitarfélög bolmagn til þess að reka grunnskóla sína sómasamlega? Ástæða þess að ég vek athygli á ■ þessu máli er sú, að ég óttast að breytingin verði til þess að auka á misrétti bama þessa lands til náms. Að fámenn og fátæk sveitarfélög hafi ekki bolmagn til þess að reka skólana sómasamlega. M.a. vegna þess að oft þurfa einmitt þessi sveit- arfélög að annast mikinn akstur með nemendur til og frá skóla. Áður bar ríkissjóður 85% kostnaðar við skólaakstur, en nú fellur hann að öilu leyti á sveitarfélögin. Við skólann, þar sem ég þekki best til, lítur dæmið þannig út, að skólaakst- m' kostar um 2,4 milljónir á ári, eða rúmar 18.000 kr. á nemanda. Áður greiddi sveitarfélagið 400.000 kr. og ríkissjóður 2.000.000 kr. Nú Scandinavian- Japan Sasakawa sjóðurinn: Islandsdeild undiijbúin með 100 millj- óna stoftifé JAPANSKUR auðkýfingur, stofn- andi Scandinavian-Japan Sa- sakawa sjóðsins, hefiir boðist til að stofina sérstaka deild hér á landi. Sjóðurinn starfrækir deildii' á fjórum öðrum Norðurlöndum. Fyrirhugað er að leggja fram á annað hundruð milljónir íslenskra króna til íslandsdeildar sjóðsins. Sonur mannsins, ásamt fleirum, kom hingað til lands í fyrra og kynnti málið fyrir forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Að sögn Kornelíusar Sigmundssonat' forseta- ritara sendi hún ríkisstjórninni málið til umfjöllunar. Scandinavian-Japan Sasakawa sjóðurinn hefur veitt styrki m.a til fræðimanna, námsmanna, ritstjóra og listamanna sem hafa viljað dvelja í Japan um nokkurra mánaða skeið til að fræðast um ýmis rnál þar í landi. Tilgangur sjóðsins er að efla og styrkja tengsl Norðurlandaþjóð- anna og Japana. Kornelíus sagði að forsetanum hafi verið falið að koma á framfæri vilja'og þakklæti íslenskra stjórn- valda. Hann sagði að málið væri á frumstigi og ætti eftir að setja regl- ur um sjóðinn og skipa stjórn hans. Hann sagðist þó gera ráð fyrir að sjóðurinn gæti tekið til starfa hér á landi um næstu áramót.. ■ NEYTENDASAMTÖKIN efnn tíl fundar að Borgartúni 6, um EB-EFTA og neytandinn. Setn- ingu annast Jóhannes Gunnars- son, formaður Neytendasamtak- anna. Ávörp flytja Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, Benedicte Fed- erspiel, forstjóri danska Neytend- aráðsins, Ólafúr Davíðsson, fram- kvæmdastjóri Félaga íslenskra iðnrekenda og Sólrún B. Jens- dóttir, deildarstjóri í Menntamála- ráðuneytinu. Þeir sem áhuga hafa á að sækja fundinn eru vinsamleg- ast beðnir um að tilkynna þátttöku sína fyrir kl,12 ámorgun, föstudag. „Ég óttast að breyting- in verði til þess að auka á misrétti barna þessa lands til náms.“ fellur allur kostnaðurinn á sveitar- félagið og er rúmur fjórðungur af öllu framlagi þess til skólamála á árinu! Þá er einnig hætta á að skólarnir verði útundan vegna vin- sælli verkefna og mála sem betur eru til atkvæðaveiða fallin. Mjúku gildin víki fyrir þeim harðari. Þessi atriði geta orðið til þess að sterk sveitarfélög laði að sér Bergsveinn Auðunsson fólk sem hin veikari hafa síst efni á að missa. Stuðli enn frekar að ójafnvægi í byggð landsins — en tæpast er það ætlunin? Ljóst er, að þeir fpreldrar, sem telja hag barna sinna best borgið með góðum og öflugum skólum, ákveða búsetu með tilliti til þess að þeir séu fyrir hendi. Öflugir skólar eru hornsteinar Rétt er að geta þess, að sveitarfé- lög fá tekjustofna sem geta vegið upp á móti þessum auknu útgjöld- um. En nota þau þá til þess? Ég hef rökstuddan grun um að svo sé ekki í öllum tilfellum, heldur þvert á móti veit ég til þess, að sum sveit- arfélög nota tækifærið til þess að þrengja fast að rekstri skólanna. Má þar nefna' minnkuð framlög til félagsmála nemenda, minni framlög til kaupa og umsjónar og eftirlits með tækjum skólanna, lækkun á framlögum til almenns reksturs þeirra o.s.frv. Ég vil því alvarlega brýna almenning, starfsmenn skólanna og forystumenn kennara- ______________________________17 samtakanna til að standa þétt sam- an og gæta dyggilega hagsmuna barna landsins. Að sjá til þess að staðið verði við þær væntingar lög- gjafans að skólarnir dragi ekki úr gæðum sínum og þjónustu við nem- endur, mesta auð þjóðarinnar, með tilkomu hinna breyttu laga. Nú um stundir er mikið rætt um vímuefnaneyslu unglinga. í mínum huga eru þróttmiklir, lifandi skólar, reknir í anda mannræktar, eitt sterkasta vopnið í baráttunni gegn vímuefnaneyslu barna og unglinga. Því má ekki skammsýni og sofanda- háttur verða til þess að draga úr skólunum kraft og þor til mikilla átaka í ræktun lands og lýðs. Öflug- ir skólar eru hornsteinar góðra og geðþekkra samfélaga, þar sem fijáls, skapandi hugsun og kærleik- ur ríkir. Höfundur er skólasljóri í Stóru-Vogaskóla. TOSHIBA VAL ÞEIRRA VANDIATII! Gerd V39 CD: • Magnari 140 DIN wött • FM/LW/MW útvarp meö 29 stööva minni og sjálfleitara • Tvöfalt kassettutæki með „Dolby" • Sjálfvirkur reimdrifinn plötuspil- ari • 5 banda tónjafnari • 3 geisla spilari meö 32 laga minni • „surround sound system“ • 2 þrefaldir hátalarar • 42 liða fjarstýring og margt fleira. Verð kr. 93.900 eöa kr. 87.300 stgr. Gerð V29 QD: • Magnari 90 din wött • FM/LW/MW útvarp með 29 stöðva minni og sjálfleitara • Tvöfalt kassettutæki með „Dolby“ • Sjálfvirkur reimdrifinn plötuspil- ari • 5 banda tónjafnari • 3ja geisla spilari meö 32 laga minni • „Surround sound system“ • 2 þrefaldir hátalarar • 25 liða fjarstýring og margt fleira. Fullt verö kr. '76:900 Tilboðsverð kr. 69.200 eða kr. 65.700 stgr. í tilefni ferminga á næstunni bjóö- um viö nú 2 nýjustu gerðirnar af TOSHIBA hljómtækjasamstæðum á sérstöku tilboösveröi. Ýmsar aðrar gerðir eru að auki fáanlegar með eða án geislaspilara. Nýju T0SHIBA hljómtækin hafa hlotið frábærar viðtökur og einróma lof fagmanna í erlendum fagtímarit- um. Betri hljómgæði en nokkur sinni fyrr, nýtt glæsilegt „professional" útlit, og hagstætt verð gera því T0SHIBA að vali þeirra vandlátu í dag! Gerö SL 3149: • Magnari 40 múslkwött • FM/LW/MW útvarp með 18 stööva minni • Tvöfalt kassettutæki • Hálfsjálfvirkur reimdrifinn plötuspilari • 3 banda tónjafnari • 3 geisla spilari með 32 laga minni • „surround sound system'' • 2 tvöfaldir há- talarar og margt fleira. Einar Farestveit & Co hf. Borgartuni 28 - “2 16995 og 622900 Fullt verð kr. 55.900 Tilboðsverð kr. 49.900 eðakr. 47.40C I stgr. Ángeislaspilarakr 24.60C I stgr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.