Morgunblaðið - 05.04.1990, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 05.04.1990, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRIL 1990 19 Samtökin Barnaheill: Frá og með 5. apríl 1990 verða á vegum Veður- stofu íslands og Pósts og síma teknir í notkun nýir símsvarar, þar sem landsmönnum öllum er í sömu símanúmerum og fyrir sama gjald boðið upp á eftirfarandi upplýsingar: S. 990600: KYNNING OG ALLIR VALKOSTIR. S. 990601: Veður og veðurhorfur fyrir landið í heild. S. 990602: Veðurspá fyrir einstök spá- svæði á landi og miðum. S. 990603: Veður og veðurhorfur á höf- uðborgarsvæðinu. S. 990604: Veðurlýsing fyrir valdar er- lendar veðurstöðvar. S. 990605: Flugveðurskilyðri yfir íslandi að degi til. Símsvarinn s. 17000 verður tekinn úr notkun. Sjóður stofnaður til að bæta hag íslenskra barna SAMTÖKIN Barnaheill hafa stofti- að sjóð, sem nota á til að bæta hag íslenskra barna. Hægt er að styrkja sjóðinn með heillaóska- kortum, sem menn geta sent vin- um og vandamönnum með kveðju á aftnælisdögum og öðrum merkis- dögum þeirra. Samtökin Barna- heill voru stofiiuð á degi Samein- uðu þjóðanna, 24. október síðast- liðinn, til að vinna að bættum hag barna og fjölskyldna þeirra og hafa áhrif á viðhorf til barna í þjóðfélaginu, að sögn Páls As- geirssonar yfirlæknis og formanns samtakanna. Fyrsti félagi Barnaheilla var for- seti íslands, frú Vigdís Finnboga- dóttir. Félagsmenn eru nú á fjórða hundrað talsins og nokkur fyrirtæki og félög styrkja samtökin með reglu- legum fjárframlögum. Skrifstofa Barnaheilla er í Lág- múia 5 í Reykjavík og skrifstofu- stjóri er Hanna Dóra Þórisdóttir. Hægt er að kaupa heillaóskakort Barnaheilla á skrifstofu samtakanna, svo og hjá flestum umbpðsmönnum Happdrættis Háskóla íslands um land ailt. Til styrktar samtökunum verða haldnir tónleikar í Borgarleik- húsinu 11. apríl næstkomandi, þar sem leikin verður bæði klassísk og létt tónlist. Páll Asgeirsson og Hanna Dóra Þórisdóttir sögðu í samtali við Morg- unblaðið að samtökin stæðu fyrir málþingi 27. apríl næstkomandi, sem hefði yfirskriftina „Börn á íslandi". Baldur Kristjánsson sálfræðingur flytur þar erindi um börn og stjórn- völd og rannsóknir á börnum og Sigr- ún Júlíusdóttir félagsráðgjafi ræðir um könnun, sem hún hefur gert á aðstæðum íslenskra fjölskyldna. Morgunblaðið/Bjami Páll Asgeirsson formaður samtakanna Barnaheill og Hanna Dóra Þórisdóttir skrifstofusljóri samtakanna. Samtökin standa einnig fyrir tveimur málþingum í haust, þar sem fjallað verður um umboðsmann barna og fóstrun. Einnig er hugsanlegt að málþing um slys á börnum verði haldið næsta vetur. Að sögn Páls og Hönnu Dóru hafa tvö frumvörp verið lögð fram á Al- þingi um umboðsmann barna en þau hafi ekki náð fram að ganga. Mál- efni barna séu hins vegar næst- stærsti málaflokkurinn, sem umboðs- maður Alþingis fær til meðferðar. Páll og Hanna Dóra sögðu að íslenskir fósturforeldrar gætu ekki fengið nægilegan stuðning frá fé- lagsmálastofnunum vegna fjárskorts og manneklu hjá þessum stofnunum. Einnig vantaði hér meðferðarheimili fyrir um 20 börn, sem ættu við mik- il félagsleg vandræði og geðræn vandamál- að stríða. Þau sögðu að slys á börnum væru algengari hér en í nágrannalöndum okkar og til dæmis þyrfti að kanna hverjar orsak- irnar væru fyrir því. I lögum samtakanna Barnaheill segir meðal annars að þau vinni að öllu, sem geti orðið börnum, bæði hérlendis og erlendis, til hagsbóta hvað varðar þroska, menntun, heil- brigði og félagslega aðstöðu. Einnig styðji þau rannsóknir, forvarnir, menntun og útgáfustarfsemi, sem stuðlað geti að bættum kjörum barna hérlendis og beiti sér fyrir hvers konar fjáröflun til að stuðla að fram- gangi þessara verkefna. í lögum samtakanna segir einnig að þau hafi það að stefnumarki að vera málsvari barna í samfélaginu, meðal annars með því að fá ríki, sveitarfélög og félagasamtök til að auka velferð barnanna, hafa áhrif á lagasetningu og gera almenning og stjórnmálamenn betur meðvitaða um börn og aðbúnað þeirra. Samtökin taki þátt í alþjóðlegu samstarfi Save the Children Alliance og vinni með hliðstæðum samtökum á öðrum Norðurlöndum. Barnaheill muni einnig stuðla að því að koma upp félagsdeildum í byggðarlögum lands- ins og styðja starfsemi þeirra. Galdurinn við góðan dag er að byrja hann með hollum og góð- um mat. Skólajógurt er kjörin fyrir þó, sem vilja nó órangri í leik og starfi. Fóðu þér skólajógurt alltaf þegar þig langar f eitthvað gott. Skólajógurt er ekki bara bragð- góð heldur líka nœrandi og styrkjandi. Pú getur valið um skólajógurt með súkkulaði- og jarðarberja- bragði eða ferskjum, allt eftir því hvað heimilisfólkið þitt vill. I leik og starfi Cr^+h i el/AI/*'iiAm ir+ dfc+ /4 ir»nl/m inn- ÞÓRHILDUR/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.