Morgunblaðið - 05.04.1990, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 05.04.1990, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990 21 Hvar eru nátt- úruverndarar? eftir Sigrúnu Helgadóttur Skrifað í tilefni greinar Guðmundar P. Olafssonar, Til varnar öræfunum, í Morgunblaðinu 8. febrúar. Guðmundur, þarftu að vera að raska ró minni þar sem ég sit í hægu sæti, meira að segja erlendis, sem uppgufaður náttúruverndari? Grein þín kælir mig svo hressilega niður, að ég þéttist á stundinni pg fell niður á jörðina í dropatali. Ég sveiflast á milli gremju, yfir því að fá ekki að vera uppgufuð í friði við að temja mér afskiptaleysi, og ham- ingju yfir því að það skuli þó enn vera til maður á íslandi, sem skrif- ar grein eins og þessa þína ágætu grein. Ég þakka fyrir. Hverjir voru þeir? Hveijir eru þessir mætu menn sem þú segir að hér á árum áður hafi risið upp með öflugri andstöðu þegar stóriðja og orkufrekur iðnað- ur voru nefnd? Eru það t.d. þeir sem sprengdu upp Láxárvirkjun, stóðu að stofnun náttúruverndarfélag- anna, SÍN og Landverndar eða unga námsfólkið sem gaf út Nátt- úruverk á ' attunda áratugnum með mörgum greinum hugsjónafólks gegn stóriðju? Hvert fóru þeir? Það er von að þú spyijir hvað hefur orðið um allt þetta fólk. Kannski hefur það aðallega farið þijár leiðir og samkvæmt því megi skipta því í þrjá hópa. 1. „Tækifærissinnar." Sumt þetta fólk hefur gleymt hugsjónum sínum í lífsins streði og fengið önn- ur áhugamái. Kannski ristu hug- sjónirnar aldrei mjög djúpt, á þess- um árum var tíska að vera náttúru- verndarsinni. 2. „Raunsæisfólk." „Kerfið“ gleypti margt af þessu fólki, gerði það hluta af sér og samábyrgt. Það fékk vinnu hjá einhveiju ráðinu, stofnuninni eða fyrirtækinu, t.d. við að rannsaka og meta áhrif fram- kvæmda og hvernig þau áhrif geta orðið sem minnst. Líklega trúir flest þetta fólk því, að það sé að gera góða hluti, kerfið muni seinna meir virða og fara eftir þeirra niðurstöð- um, enda þótt hingað til hafi aðeins peningar og hentistefna ráðið. Fyr- ir þessa vinnu sína fær fólkið laun, og peninga þarf það. Það er dýrt og erfitt að lifa og hin mesta nauð að missa vinnuna. Gæti það orðið til þess að hugmyndir náttúrfræð- inga og verndara hneigðust til að vera „raunhæfar", þ.e. að strax í tillögum sínum taki þeir mið af óskum kerfisins, þeirra sem eiga peningana og hafa valdið? (Meira að segja Háskólinn sýnist vera orð- inn háður því að fá peninga frá Landsvirkjun og öðrum fram- kvæmdaaðilum, getur hann þá tal- ist óháður?) Ég hef þá trú, að mörg- um í þessum hópi líði ekki of vel. Undir niðri blunda hugsjónirnar og geta jafnvel blossað upp. Til að koma í veg fyrir það, þarf stöðugt að herða skrápinn og sýna raun- hæfnina. Líklega er ekki rétt að segja, að sumt það fyrrverandi nátt- úruverndarfólk, sem þennan flokk fyllir, hafi gufað upp, nær að það hafi fallið í fasa fasts efnis, stein- runnið, og orðið klafi á framgangi náttúruverndar meðvitað eða ómeð- vitað, vegna eiginhagsmuna, met- orðagirndar, pólitísks frama eða bara hreinlega til að hafa út á grautinn og hús yfir höfuðið. 3. „Sérvitringar.“ Einstaka sér- vitringa virðist ekki vera hægt að kaupa eða láta gleyma sér í vinnu. Þeir láta ekki af hugsjón sinni og þráhyggju. Slíkum seigildum skyrp- ir kerfið út úr sér og ælir helst yfir þau um leið og útatar, og eftir það á það sér vart viðreisnar von. Áróðurinn er sá, bæði sterkur og lúmskur, að þetta sé ofstækisfólk sem ekkert mark sé á takandi. Það þýðir lítið fyrir þessa sérvitringa að reyna að segja eitthvað eða hafa áhrif eftir það. Ekki er endalaust hægt að beija höfðinu við steininn, best að reyna bara að gufa upp og hverfa, jafnvel hin þéttustu efni gufa upp sé nóg blásið og hitað. „Eitthvað af þessu gamla hugsjónafólki gæti hafa fiindið hug- myndum sínum farveg í starfi Kvennalistans.“ Kvennalistinn Að lokum má svo benda á, að eitthvað af þessu gamla hugsjóna- fólki gæti hafa fundið hugmyndum sínum farveg í starfi Kvennalistans. Sú stjórnmálahreyfing hefur alltaf verið á móti stóriðju og haldið um það miklar ræður á þingi og annars staðar. í stefnuskrá Kvennalistans í landsmálum frá 1987 segir t.d. í Sigrún Helgadóttir kaflanum um atvinnumál, bls 22: „Kvennalistinn hefur frá upphafi haft þá sérstöðu að hafna stóriðju. Stóriðjuþráhyggja stjórnvalda hef- ur leitt til ótímabærra virkjana- framkvæmda og skuldasöfnunar erlendis. Stóriðja er alltof dýr, mengandi, náttúruspillandi og veitir fáum vinnu.“ Þar með er ég rignd niður í dropatali í bili, kannski streymi ég um stund áður en ég gufa upp að nýju með hækkandi sól. Skrifað í íþöku, New York, 17. febrúar 1990. Höfundur er náttúrufræðingur og varnþingmaður Kvennalistans í Reykjavík, en fyrrverandi starfsmaður Náttúruverndarráðs. Veitingastaðir með nýjum, ferskum blæ Lónið - Blómasalur - Koníaksstofa Lónið - morgunn, hádegi, sfðdegi. Klukkan 5 að morgni, meðan borgin sefur enn, minnir and- rúmsloft Lónsins um margt á liflegt veitingahús í erlendri stórborg. Morgunverðarhlaðborðið svignar undan Ijúffeng- um morgunkrásunum sem hótelgestirá faraldsfæti notfásra sér óspart af, td. áður en haldið er til Keflavíkur. Mllli kl. 7 og 10 er Lónið öllum opið. Árrisulir borgarbúar koma hér gjarnan við, fá sér góðan morgunverð eða bara kafíi, og líta í dagblöðin áður en vinnudagur hefst í hádeginu kveður svo við annan tón. Hádegishlaðborðið, með heitum og köldum réttum, íslenskum sem alþjóðleg- um, laðar að fólk úr öllum áttum. Fólk úr viðskiptalífinu með lítinn tíma jafnt og fólk sem vill njóta góðrar máltíðar í ró og næði. Síðdegis breytir enn um svip. Ilmur af ítölsku espressokafíi, tilheyrandi hviss kaffivélanna og lágvært en þægilegt skvald- ur gesta, á mörgum tungum, Ijær Lóninu örlítið af þeim heimsborgarblæ sem einkennir kafíihús stórborganna. Það er sama hvenær þú kemur, þér mætir alltaf elskulegt við- mót okkar ágæta starfsfólks. Koníaksstofan - fyrir eða eftir máltíð. í eilítið ,#ristókratísku“ andrúmslofti Koníaksstofunnar, sem minnir um margt á breskan klúbb, er notalegt að tylla sér niður í djúpa leðursófana með glas í hönd eða kaffibolla, ræða málin eða líta í íslensk eða erlend blöð og tímarit í Koníaksstofunni gefst einnig gott tóm til að líta á matseðil og vínlista Blómasalarins fyrir kvöldverðinn. Blómasalur - þegar kvölda tekur. í rómantísku andrúmslofti Blómasalarins er sannariega hægt að njóta kvöldsins. Þar blómstrar fleira en nýafskorin blómin á borðunum. I eldhúsinu blása ferskustu straumar mið-evrópskrar matargerðariistar og þar blómstra hæfí- leikar metnaðarfullra matreiðslumeistara okkar. Vínlistinn er forv'itnilegur kapítuli út af fyrir sig og gefur góða hug- mynd um þá faglegu þjónustu sem við veitum og þann metnað sem við höfum. Viðhafnar- og veislusalir. Viðhafnar- og veislusalir okkar, fyrir 10 eða 250 manns, standa þér ávallt til boða. Hafðu samband og nefhdu óskir þínar - við uppfyllum þær. Síminn okkar er 91-22322 FLUGLEIDIR léTEL LIFTIEIBIK MIKLU MEIRA EN GOTT HÓTEL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.