Morgunblaðið - 05.04.1990, Síða 34

Morgunblaðið - 05.04.1990, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRIL 1990 Miðbær; Fjórarlausar lóðir auglýstar BÆJARSTJÓRN hefiir heimilað að auglýstar verði til umsóknar lausar lóðir í miðbæ Akureyrar, en alls er um að ræða fjórar lóðir. Lóðirnar sem um er að ræða eru við Skipagötu 16, sunnan Al- þýðuhússins, og þá verða veittar þrjár lóðir vestan Drottningar- brautar og sunnan Kaupvangs- strætis. Lóðirnar verða auglýstar innan tíðar. Framsóknar- og vinstri menn; Valdimar efstur á fram- boðslistanum Framboðslisti framsóknar- manna og vinstri manna til bæjarstjórnarkosninganna á Dalvík hefur verið birtur. í fyrstu sjö sætunum eru: Valdi- mar Bragason, bæjarfulltrúi, Guð- laug Björnsdóttir, bæjarfulltrúi, Rafn Arnbjörnsson, frjótæknir, Einar Arngrímsson, málari, Inga Ingimarsdóttir, snyrtifræðingur, Símon Páll Steinsson, útgerðar- maður, og Helga Eiríksdóttir, bankamaður. ■ JAFNAÐARMANNAFÉLAG Dalvíkur hefur gengið frá fram- boðslista sínum fyrir kosningar til bæjarstjórnar í vor. í fyrsta sæti er Jón Gunnarsson framleiðslu- stjóri, Símon Ellertsson fram- kvæmdastjóri er í öðru sæti, Þóra Rðsa Geirsdóttir kennari er í þriðja ;æti, Halldór Guðmundsson for- stöðumaður í fjórða og Ólafúr Árnason rekstrarstjóri í fimmta. í sjötta sæti er Helga Matthíasdótt- ir húsmóðir, Einar Emilsson um- sjónarmaður í sjöunda, Helga Árnadóttir skrifstofumaður í átt- unda, Bjarni Gunnarsson sjómað- ur í níunda og í tíunda sæti er Grétar Kristinsson verkamaður. Myndin er tekin á æfingu á Fátæku fólki og sýnir þegar verkamenn fóru í fyrstu 1. maí kröfiigönguna sem farin var hér á iandi. Leikfélag Akureyrar: „Fátækt fólk“ frumsýnt Verkið er byggt á endurminningabókum Tryggva Emilssonar LEIKFÉLAG Akureyrar frumsýnir nýtt íslenskt leikrit, Fátækt fólk, eftir viku, miðvikudaginn 11 apríl. Fátækt fólk er leikgerð Böðvars Guðmundssonar af endurminningabókum Tryggva Emilssonar; Fá- tæku fólki og Baráttunni um brauðið. Yfir 40 leikendur taka þátt í sýningunni, auk hljóðfæraleikara, en í verkinu er mikið sungið af baráttusöngvum. Áhorfendur kynnast æskuárum Tryggva í Öxnadal, baráttu hans og fjölskyld- unnar fyrir lífsviðurværi á tímum atvinnuleysis og þrenginga. Þar er barist upp á líf og dauða við fá- tækt, hungur, óblíð náttúruöfl, misrétti, ójöfnuð, mannskæða sjúk- dóma og jafnvel drauga. Frá því er sagt hvernig bláfátækur sveita- drengur, sem aldrei missir trúna á hið besta og fegursta í lífinu gerir sér smám saman grein fyrir að hann býr ekki aðeins við harðræði almættis og höfuðskepna heldur einnig óréttlæti mannanna. Tryggvi gerist verkamaður á Akureyri, atvinna er lítil og misk- Morgunblaðið/Rúnar Þór Ingvar Már Gíslason, leikur Tryggva ungan. Árni Tryggva- son er sögumaður. unarleysi kreppunnar algjört. Þessi fyrri hluti verksins nær yfir árin 1921-30, en í síðari hlutanum, frá 1930-33 dregur til tíðinda, þegar verkamenn bindast samtökum og skipulögð verkalýðsstarfsemi með verkföllum og pólitískum stórat- burðum ryðja brautina fyrir réttlát- ari skiptingu auðsins. Sviðsettir eru margir atburðir úr sögu Akur- eyrar, afdrifarík kröfuganga 1. maí 1931 og Novu-slagurinn þegar verkfallsmenn börðust við hvítliða- sveit bæjarstjórnar svo lá við „borgarastyijöld“. Leikstjóri er Þráinn Karlsson, leikmynd og búninga gerir Siguijón Jóhannsson, lýsingu hannar Ingvar Björnsson og tónlist og áhrifshljóð semur Þorgrímur Páll Þorgríms- son. Árni Tryggvason fer með hlut- verk sögumanns, en með hlutverk smala og verkamanns (Tryggva Emilssonar) fara þeir Sigurþór Al- bert Heimisson, Ingvar Már Gísla- son og Arnar Tryggvason. Bygginganeftid VMA: Vantar 30 millj. til að ljúka við fímmta áfanga skólans UM 30 milljónir króna vantar upp á svo unnt verði að koma austurhluta 5. áfanga A við Verkmenntaskólann á Akureyri í gagnið. Bygginganefhd VMA fór fram á við bæjarstjórn að hún beitti sér fyrir því að tekið yrði 30 milljóna króna lán til byggingaframkvæmda svo hægt verði að standa við þær áætlanir að nemendum verði sköpuð félagsaðstaða fyrir næstu haustönn. Bæjarráð hafn- aði tillögu bygginganefiidar á fundi sínum í síðustu viku, en á fundi bæjarstjórnar í fyrradag var ákveðið að vísa málinu aftur tjl umQöllunar í bæjarráði. Magnús Garðarsson sem umsjón hefur með byggingu skólans sagði að vissulega væri brýnt að ljúka þessum áfanga, menn horfðu til þess með skelfingu ef 250 nemend- ur bættust við í skólann upp á Eyralandsholti á næstu haustönn án þess að félagsaðstaða yrði bætt. í 5. áfanga A er um að ræða aðal- sal skólans og aðstöðu fyrir nem- endur. Áætlanir um byggingu VMA gerðu ráð fyrir að bóknámsálma 6. áfanga og 5. áfangi A, yrðu full- gerðá haustönn 1990, en með þeim ijárveitingum sem ætlaðar eru til framkvæmda við skólann verður unnt að ljúka 6. áfanga, en um 30 milljónir vantar upp á að hægt verði að koma austurhluta 5. áfanga A í nothæft ástand. Að þessum tveim- ur áföngum loknum er alls lokið við byggingu 60-70% af heildar- byggingum \’ið skólann, að sögn Magnúsar. ■Stefnt er að því að nemendur i tréiðnaðardeild og á hússtjórnar- sviði komi inn í skólann á Eyra- landsholti, en þeir stunda nú nám sitt í gamla Iðnskólahúsinu og í húsmæðraskólanum. Þá hefur skól- inn haft til umráða fjórar kennslu- stofur í íþróttahöllinni og er reiknað með að í haust verði hægt að flytja nemendur sem þar hafa verið upp á holtið. Á fundi bæjarstjórnar í fyrradag var samþykkt að vísa lántöku vegna Arskort seld í sund- laugarnar FYRIRHUGAÐ er að taka upp sölu árskorta í sundlaugar bæjar- ins og einnig munu öll kort sem keypt eru gilda jafiit í báðar laug- arnar. Sigbjörn Gunnarsson formaður íþróttaráðs sagði að sala árskorta myndi að líkindum hefjast á næst- unni og myndi það gilda hvort held- ur sem er í Sundlaug Akureyrar eða sundlaug við Glerárskóla. Þá yrðu öll kort sem keypt yrðu einnig sam- eiginleg í báðar laugar. „Ég vona að þetta fyrirkomulag verði til hags- bóta fyrir þá sem iðka sundíþótt- ina,“ sagði Sigbjörn. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í fyrradag hækkun á verðskrá sundlauganna og kostar nú 100 krónur fyrir fullorðna í sund og 45 krónur fyrir börn. Kort með tíu mið- um fyrir fullorðna hækkar úr 750 krónum í 800 og fyrir börn úr 230 krónum í 260 krónur. Hækkunin er í samræmi við samþykkt fjárhagsá- ætlunar Akureyrarbæjar. byggingaframkvæmda við VMA aftur til bæjarráðs, en í fyrri viku hafnaði bæjarráð erindi bygginga- nefndar skólans og var það gert með tilliti til þess að menntamála- ráðuneytið hafði upplýst að kostn- aður af hugsanlegri lántöku muni að fullu falla á bæinn. Sauðárkrókur: Yerulegur bati í rekstri kaupfélagsins Sauðárkróki. Á fundi sem Þórólfúr Gíslason, kaupfélagsstjóri, hélt nýlega með fréttamönnum, kom fram að á síðastliðnu ári varð verulegur bati í rekstri Kaupfélags Skagfirðinga. Heildarvelta félagsins jókst um 22,5% miðað við árið 1988, og varð 2,323 milljónir króna. Af einstökum rekstrarþáttum varð mest veltuaukning í verslun, eða tæp 30%. Heildarvelta KS að meðtalinni veltu Fiskiðjunnar var 2,8 milljarðar 1989, sem er um 33% aukning miðað við fyrra ár. Unnið var að hagræðingu í rekstri á árinu og má þar nefna sameiningu kjörbúðar við Skagfirðingabraut og Skagfirðingabúðar, breytingar á skipulagi og vöruvali í Varmahlíð og fleira. Af rekstrareiningum sem bættu verulega rekstur sinn á árinu má nefna útibúið í Varmahlíð, Skagfirð- ingabúð og Mjólkursamlagið. Eigið fé KS í árslok var 629,1 milljón og hafði aukist um 122 millj- ónir frá. árinu 1988. Hlutfall eigin fjár af heildarfjármagni er tæp 36%. Fjármunamyndun í rekstri var 97,2 milljónir 1989 samanborið við 37,2 milljóna tap 1988. Hagnaður varð af rekstrinum 16,7 milljónir samanborið við 36,8 millj- óna tap 1988. Heildarfjárfesting fé- lagsins var rúmlega 80 milljónir á árinu og þar af um 55 milljónir vegna hlutafjáraukningar í sjávarútvegi. - BB. Umhverfisneftid: Tekur jákvætt í erindi um að sleppa fiski 1 Leirutjörn UMHVERFISNEFND hefur tek- ið jákvætt í erindi frá Ferðaskrif- stofu Akureyrar um að koma á laxveiði í Leirutjörn. Leitað hef- ur verið álits landbúnaðarráðu- neytis og Veiðifélags Eyjafjarðar vegna málsins og sjá þessir aðil- ar ekkert því til fyrirstöðu að fiski verði sleppt I tjörnina, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um frárennsli. Umhverfisnefnd leggur til að leyfið verði veitt til tveggja ára og að framkvæmdir verði í samráði við umhverfisstjóra. Gísli Jónsson framkvæmdastjóri sagði að snjór- inn hefði torveldað mjög allar rann- sóknir sem gera þyrfti á tjörninni áður en fiski yrði sleppt út í hana og ekki ljóst á þessari stundu hvort hægt yrði að stunda veiðar við tjörnina í sumar af þeim sökum. Ef unnt verður að framkvæma umræddar rannsóknir, m.a. á skil- yrðum í tjörninni tímanalega, sagði Gísli að ætlunin væri að sleppa laxi og urriða í hana í svo miklum mæli sem hún þyldi. Þá væri ætlun- in að selja veiðileyfi, sem jafnt heimamenn og ferðafólk gætu nýtt sér.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.