Morgunblaðið - 05.04.1990, Side 39

Morgunblaðið - 05.04.1990, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRIL 1990 39 Á homaboltavelli himnasjólans Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóborgin: Draumavöllurinn — „Field of Dreams“ Leikstjóri og handritshöfundur Phil Alden Robinson. Tónlist James Horner. Kvikmyndataka John Lindley. Aðalleikendur Kevin Costner, Amy Madigan, James Earl Jones, Ray Liotta, Burt Lancaster, Gaby Hoffman. Bandarísk. Universal 1989. Myndir um jákvæða bjartsýnis- menn sem láta draumana rætast eiga ekkert sérstaklega uppá pall- borðið hjá framleiðendum í dag, að maður tali ekki um ef þær íjalla um framliðna og lifendur í bland — og þeir látnu ekki zombíar, draugar eða drísildjöflar heldur hinir við- kunnaniegustu hornaboltagarpar liðins tíma. Það má því segja að efni þessarar ágætismyndar sé harla óvenjulegt. Bóndinn Costner fær köllun útá miðjum kornakrinum, sem stendur í blóma og sællegur bíður síns upp- skerutíma, hann á að ryðja völlinn og byggja í staðinn hornaboltavöll á frjósömu akurlendinu. Hann hristir höfuðið, en röddin þagnar ekki. Og í óþökk vina og vanda- manna og bankans, náttúrlega, fer hann að skipununum að handan, og viti menn, ótrúlegir hlutir fara að gerast á velli kornbóndans. Löngu brottgengnir hornabolta- menn fára að tínast inná völlinn og fyrr en varir fækkar efasemdar- mönnum.. . Hér svífur andi meistara Capra og fleirri góðra kvikmyndagerðar- manna frá fyrri hluta aldarinnar, yfir vötnunum. Því óneitanlega minnir Draumavöllurinn á hugljú- far gamanmyndir þess tíma þegar menn voru ósmeykir við að fjalia um dálítið yfirskilvitlega hluti, allt í þágu þess að göfga aðeins manns- andann um leið og áhorfendur skemmtu sér hið besta. Og nýliðinn Robinson gerir betur, hann skapar oft slíkt andrúmsloft hlýju og kær- leika að manni líður vel á sál og líkama að mynd lokinni sem minnir þannig á Ekið með Daisy, annað hljóðlátt, athyglisvert verk á þess- um Rambótímum. Robinson, sem sýnir gott hand- bragð í handritsgerð og nokkrum eftirminnilegum atriðum — þar sem yfirlið dótturinnar og koma föður- ins rísa hvað hæst — og hrífandi heildarmynd, fær ómetanlega hjálp frá valinkunnum listamönnum. Costner gerir hinni ólíklegu per- sónu bóndans svo trúverðug skil að maður á erfitt með að sjá fyrir sér myndina ef hans hefði ekki notið við. Madigan er nokkuð há- stemmd en dóttir þeirra er leikin af snilld af Gaby Hoffman. Aukal- eikararnir eru ekki af verri endan- um, Liotta og einkum gömlu, traustu Lancaster og Jones, gefa Draumavellinum traustara og trú- verðugra svipmót/ Tónlist Horners á ríkan þátt í að gera myndina eftirminnilega sömuleiðis kvik- myndataka Lindleys. Hér er komin hugdjörf, skemmtileg og mannbæt- andi mynd sem enginn ætti að láta fara framhjá sér. Frönsk kvikmyndavika: ENDURFÆÐING MANIKU Manika Leikstjóri Francois Villiers. Aðalleikendur Julian Sands, Stéphane Audran. „Þetta voru allt saman fjalla- menn, drengur minn,“ sagði hann mér í bernsku, hann Doddi á Dag- verðará, þar sem við vorum á ein- hveiju lúðumiðinu útaf Jökli og stirndi á sprökuna þar sem hún lá, nýinnbyrt og ilmandi í kjalsoginu. Þessi sjóbarða kempa, skáld, mál- ari, aflakló, refabani, heimsborg- ari, og ég veit bara ekki hvað, kom mér nefnilega fyrstur í sanninn um trúarbrögð mannkyns og hefur sú kennsla staðist tímans tönn betur en flest það sem ég hef numið síðan. Ijallamennirnir voru náttúr- lega Jesús Kristur, Múhammeð, Búdda, Móses og þeir ágætu menn aliir. Á einfaldan og rökréttan hátt skellti hann þeim undir samnefnara háfjalla og heiðríkju - allir höfðu þeir haldið til ijalla að nálgast Guð sinn, safna orku og fyllast hollustu og sannfæringu. „Þetta er okkur öllum ljóst sem stundað höfum fjöll- in,“ kvað hin lífsreynda refaskytta og heimspekingur, hans var einn alheimsguð. Þessar minningar rifjast upp undir sýningu lítillar, ljúfrar, franskrar myndar að nafni Manika. Eins sagan af úlfhundinum Bokka, í Óbyggðirnar kalla e. London, sem fyrst fræddi mann um framhaldslíf og endurfæðingu. Myndin fjallar nefnilega um þetta tvennt, árekstra trúarbragða — ef menn kannast ekki við „Fjallamannakenninguna" og endurfæðinguna. Manika er ungur nemandi í Jes- úítaskóla á suðurströnd Indlands undir handleiðslu Sands. Hún telur sig muna næsta líf sitt á undari - hér hefur ekki lokast hurðin á milli tilverustiga og fyrir tilstuðlan Sands leitar hún uppi fyrri fjöl- skyldu og umhverfi. En kaþólikk- inn Sands kemst að sjálfsögðu í skömm fyrir hliðhollustu við villu- trú er hann heldur með þennan uppáhaldsnemanda á vit fyrra til- verustigs með þeim árangri að hann aðhyllist ekki lengur bókstaf- inn og gengur til liðs við frjálslynd- an trúarsöfnuð á fjöllum uppi. Enginn rembingur né fyrirferð í þessari kvikmyndagerð og útkom- an einkar viðkunnanleg án umtals- verðrar reisnar. Efnið sjálft er eilíf- lega forvitnilegt og því eru gerð heiðarleg skil. Hér líðast engar trú- arkreddur heldur sívakandi end- urnýjun. Manika er laglega gerð í flesta staði, það er helst Sands sem ergir áhorfandann vegna reisnarlítillar framkomu og raddbeitingar. Ind- versku leikararnir standa sig hins vegar með ágætum, einkum telpan sem leikur Maniku, og Audran, sem bregður fyrir í smáhlutverki. FULLBUÐ AF VORVÖRUM: gardeur dömufatnaður DIVINA — pils/blússur'sett SEIDENSTICKER — blússur Þýskar og ítalskar peysur Herrabuxur — ull/polyester riflað flauel Herraskyrtur — OSCAR of SWEDEN UÓuntu. verslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi Opið daglega frá kl. 09.00-18.00 Laugardaga f rá kl. 10.00-14.00 SIEMENS Ódýrir útvarpsvekjarar! m II R6 283 • FM og miðbylgja. • Vekur með útvaxps- dagskrá eða síhækkandi suði. • Blundhnappur. • Svæfir (upp í 119 mín.). • Verð: 2850 kr. RG 281 • FM og miðbylgja. • Vekur með útvarps- dagskrá eða síhækkandi suði. • Blundhnappur. • Svæfir (upp í 119 mín.). • Verð: 3490 kr. SMITH&NORLAND ■ fv- NÓATÚNI 4 • SlMI 28300 MEÐ HJÓLUM „ FYRIR PARKITT OG DÚK Bakvörð f fermingargjöf Fessi stóll styður vel við bakið og gætir þess að þú sitjir rétt. Hann er með léttri hæðastillingu, veltanlegu baki, fimm arma öryggisfæti og með hjólum fyrir parkett og dúk. Þetta er góö fermingargjöf cama Hallarmúla 2 Sími 83211 Söluaöili Akureyri, Tölvutœki — Bókval.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.