Morgunblaðið - 05.04.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.04.1990, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRIL 1990 Dr. Loftur Reimar Gissurarson ■ LOFTUR Reimar Gissurar- son hefur varið doktorsritgerð í sálfræði við Edinborgarháskóla. Ritgerðin fjallar um niðurstöður til- rauna sem hann gerði og fólust í mælingum og hugsanlegri þjálfun á ímyndun og áhrifum ímyndunar á hugmegin. Loftur Reimar er fæddur í Reykjavík árið 1961. Að loknu stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð nam hann sálfræði við Háskóla Islands og lauk þaðan BA prófi í nóvember- 1984 með hæstu meðaleinkunn sem gefin hafði verið við deildina. Sum- arið 1985 var hann við rannsókna- stofnun J.B. Rhines í Durham í Bandaríkjunum en tók uppeldis; fræði ti! kennsluréttinda við HÍ áður en hann hóf doktorsnám í Edinborg haustið 1986. Því'iauk hann á þremur árum. Loftur hefur jafnhliða náminu unnið að ýmsum rannsóknum í sálfræði og birt greinar í alþjóðlegum vísindaritum. Nýlega kom út í bókarformi sér- hefti/við breskt tímarit um efnismið- ilsfyrirbrigði Indriða Indriðasonar sem Loftur skrifaði ásamt dr. Er- lendi Harldssyni. Unnið er að þýð- ingu þess á norsku og frönsku. Núna vinnur Loftur að rannsóknum á vilja og viljastyrk við Edinborgar- háskóla. Móðir og stjúpfaðir Lofts Reimars eru hjónin Þórhalla Lofts- dóttir og Sigurður Ásgeirsson. Hann er kvæntur Jóhönnu Margr- éti Thorlacius sem stundar fram- haldsnám í jarðfærði og verða þau búsett í Edinborg um sinn. ■ NEMENDUR og kennarar Myndlista- og handíðaskóla ís- lands, Leiklistarskóla íslands og Tónlistarskólans í Reykjavík ætla að minna stjórnvöld á að nýbygging Sláturfélags Suðurlands í Laug- arnesi er éitt af þeim húsum sem komið hafa til greina fyrir listaskól- ana. Safnast verður saman kl. 10 á morgun, föstudag, á Arnarhóli og flutt hvatningarræða. ■ ALÞJÓÐLEG keppni ungra jazztónlistarmanna verður haldin í annarri viku septembermánaðar næstkomandi. Keppnin er skipulögð af samtökunum Jazz Hoeilaart International í Belgiu og fer fram í nágrenni Brussel. Keppnin er opin öllum jazztónlistarmönnum 30 ára og yngri. í boði eru vegleg verð- laun bg ýmis tækifæri til að koma fram. Nánari upplýsingar eru veitt- ar á skrifstofu Félags íslenskra hljómlistarmanna, Rauðagerði 27. ■ SAMKIRKJULEG samkoma verður hljóðrituð í dag kl. 20.30 í Herkastalanum, Reykjavík en út- sending fer fram á skírdag kl. 11. Forstöðumaöur Fíladelfiusafnað- arins, Hafliði Kristinsson, prédik- ar og fulltrúar kirkjudeildanna flytja ritningarlestra eða ávörp, A capella-kvartett Sjöunda dags að- ventista syngur undir stjórn Jans Guðmundssonar og Hersöng- sveitin undir stjóm kapteins Anne Marie Réinholdtsen. Lautinant Erlingur Níelsson stjórnar samko- munni en hún er þáttur í starfi samstarfsnefndar kristinna trúfé- laga á íslandi. ■ HINN 28. mars sl. afhenti Helgi Ágústsson, sendiherra, hennar hátign Beatrix drottningu trúnaðarbréf sitt, sem sendiherra ísiands í Hollandi með aðsetri í Lundúnum. MÚSÍKTILRAUNIR MÚSÍKTILRAUNlRTónabæjar hafa löngu unnið sér sess sem hljómsveitakeppni fyrir unghljómsveitir víða af landinu. Fyr- irkomulag keppninnar hefur alla tíð beinst að því að auðvelda sem flestum að taka þátt, sama hvaða tónlist hljóm- sveitin leikur, svo framarlega sem hún geti flutt þrjú frumsamin lög. Verðlaun í keppninni hafa alltaf verið hljóðverstímar og til viðbótar ýmis búnaður sem auð- veldar hljómsveitum sína iðkan. í kvöld hefjast Músíktilraunir Tónabæjar í átt- unda sinn, að þessu sinni í samvinnu Tónabæjar og Fbsar 2. Að þessu sinni hafa 24 sveitir skráð sig til leiks og einhverjar eru á biðlista. Dreifing sveita um landið er jafnari nú en oft áður, þó enn sem fyrr sé hljóm- sveit af Vestfjörðum fjarri góðu gamni. Flestareru sveitirnar úr Reykjavík, sem vonlegt er, en þaðan koma átta sveitir. Þrjár sveitir koma af Austurlandi, af Skaganum koma tvær sveitir, en Skaga- menn hafa jafnan verið áberandi í Músíkt- ilraununum, Borgnesingar senda tvær sveitir, ein sveit kemur úr Vestmannaeyj- um, ein frá Akureyri, ein frá Húsavík, ein úr Hafnarfirði, ein úr Kópavogi, ein af Selfossi, ein frá Hellu/Hvolsvelli, ein frá Hólmavík og ein er af óljósum uppruna. Eins og jafnan leika gestahljómsveitir á meðan gestir eru að koma sérfyrir í sætum og síðan meðan atkvæði eru tal- in. Fyrsta kvöldið verður gestasveitin Ný dönsk, þá Sykurmolarnir, svo Todmobile og úrslitakvöldið leikur Síðan skein sól. Verðlaunin eru ekki af verri endanum nú sem endranær, en fyrstu verðlaun eru 40 hljóðverstímar í Stúdíó Stemmu, einu fullkomnasta hljóðveri landsins. Önnur verðlaun eru svo 30 tímar í sama hljóð- veri. Samantekt: Árni Matthíasson Fyrsta hljómsveit Músíktilrauna að þessu sinni er Siggi hennar Önnu úr Reykjavík. Hana skipa Siggeir Kolbeinsson bassaleikari, Garðar Hinriksson söngvari, Bjarki Rafn Guðmundsson trommuleik- ari, Þór Sigurðsson hljómborðsleikari og Baldvin gítarleikari. Siggi hennar Önnu spilar „bara rokk“, en meðalaldur sveitarmanna er sautján ár. Morgunblaðið/Þorkell ____________________Nerdir______________________ Nerdir er hljómsveit úr Reykjavík, en sveitarmeðlimir óskuðu þess sérstaklega að nöfn þeirra kæmu hvergi fram. Það má þó geta þess að í sveitinni eru sjö meðlimir, þar á meðal söngkona, og meðalaldur er um tuttugu ár. Bérir að ofan fylgja Fröken Júlíu á svið, en þá sveit skipa sex piltar úr Reykjavík, þeir Karl Jóhann Bridde, sem syngur, Ágúst Orri Sveinsson, sem leikur á trommur, Agnar Már Magnússon, sem leikur á hljómborð, Óttar Guðnason, sem leikur á bassa, Pétur Valgarð Pétursson, sem leikur á gítar, og Gunnar Þór Möller, sem leikur einnig á gítar. Meðalaldur sveitarmeðlima er um sautján ár. Berir að ofan spila meiraogminna rpkk, dansrokk. Sérsveitin Sérsveitin tekur nú öðru sinni þátt í Músíktilraunum. Sveitina skipa Gísli Jóhann Sigurðsson hljómborðsleikari, Rósa Lind Gísladóttir söngkona, Davíð Þór Hlynsson gítarleikari, Ingólfur Júlíusson bassa- leikari og Heiðar Kristinsson trommuleikari. Sérsveitin leikur íslenska popptónlist og meðalaldur sveitarmeðlima er tæp tuttugu ár. Akureyringiir efstur í stærð- fræðikeppni Þátttakendur stærdiræðikeppni framhaldsskólanema ásamt dómnefnd. Morgunblaðið/Þorkell FROSTI Pétursson, nemandi í Menntaskólanum á Akureyri, varð hlutskarpastur í stærð- fræðikeppni framhaldsskóla- nema veturinn 1989-1990. Keppnin var í tveimur hlutum. Fyrri hluti keppninnar fór fram þriðjudaginn 31. október 1989. Hann var í tveimur stigum: Neðra stig, sem ætlað var nernendum á fyrri tveimur árum framhaldsskól- anna, og efra stigi, sem ætlað var nemendum á seinni tveimur árum framhaldsskólanna. Alls tóku 488 nemendur úr 16 skólum þátt í keppninni, þar af tóku 208 nemend- ur þátt í efra stigi og 280 í neðra stigi keppninnar. Seinni hluti keppninnar var úr- slitakeppni, haldin laugardaginn 31. mars 1990 í Háskóla íslands. Þátttakendur voru 17. Dómnefnd ákvað að veita þremur hæstu kepp- endunum peningaverðlaun. í níu efstu sætunum urðu: 1. Frosti Pétursson, Menntaskólanum á Akureyri, 2. Ólafur Örn Jónsson, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, 3. Birgir Arnarson, Menntaskólanum á Akureyri, 4. Ásgeir Loftsson, Menntaskólanum í Reykjavík, 5.-6. Gunnar Pálsson, Menntaskólanum á Akureyri, 5.-6. Höskuldur Hauks- son, Menntaskólanum í Reykjavík, 7. Daníel Sigurgeirsson, Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti, 8. Pétur Matthíasson, Menntaskólanum við Hamrahlíð, 9. Þórður Magnússon, Menntaskólanum við Hamrahlíð. Níu efstu keppendunum verður boðið að taka þátt í fjórðu norrænu ólympíukeppninni í stærðfræði, sem verður haldin í skólum keppenda í dag, fimmtudaginn 5. aprfl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.