Morgunblaðið - 05.04.1990, Page 51

Morgunblaðið - 05.04.1990, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990 51 GRUNDARFJORÐUR Einn stóll frá hverjum skipverja Ahöfnin á togaranum Kross- nesi færði Fellaskjóli, dval ar- og hjúkrunarheimili aldraðra í Grundarfirði, 100 þúsund krón- ur að gjöf í byijun marsmánaðar. „Einn stóll frá hveijum skip- veija,“ sagði Hafsteinn Garðars- son 1. stýrimaður á Krossnesinu þegar áhöfnin afhenti Guðmundi Smára Guðmundssyni gjaldkera Fellaskjóls gjöfina. Féð er úr áhafnarsjóði skipveija og verður varið til kaupa á húsgögnum í borðsal ásamt fé sem safnaðist með sölu á ijómabollum en bollu- dagurinn er að verða fastur fjár- öflunardagur Fellaskjóls. Nú er liðið rúmt ár frá því Fellaskjól var tekið í notkun og gengur starfsemin vel. Er það ekki síst vegna hlýhugs heima- manna til sjós og lands sem hafa séð til þess að aldrei hefur verið keyptur fískur né ýmislegt ann- að. Auk þessa hafa margar stærri gjafir borist, nú síðast vegleg gólfklukka til minningar um Sigurð Stefánsson, fyrsta vistmann Fellaskjóls en hann lést í desember. . - Ragnheiður Morgunblaðið/Ragnheiður Gunnarsdóttir Hafsteinn Garðarsson afhendir Guðmundi Smára Guðmundssyni gjöf frá áhöfh Krossness. Á myndinni er einnig hluti af áhöfninni á Krossnesi og Eygló Guðmundsdóttir starfsmaður Fellaskjóls. Séð yfír sal í óperuhúsinu í Wiesbaden meðan hlé stóð yfir á sýningunni WIESBADEN Tveir íslenskir óperu- söngvarar í Don Giovanni Kristinn Sigmundsson og Viðar Gunnarsson sungu föstudag inn 30. mars saman á sýningu á óperunni Don Giovanni eftir Mozart í Operunni í Wiesbaden í Vestur- Þýskalandi. í framhaldi af því hefur Viðari bo rist tilboð um starf við óperuna, en þar hefur Kristinn Sig- mundsson starfað sem fastráðinn söngvari sl. ár. Blaðamaður Morgunblaðsins sá umrædda sýningu og ræddi við íslensku söngvarana á eftir. Krist- inn er fyrsti íslenski söngvarinn sem ráðinn hefur verið að Óperunni í Wiesbaden og kvað hann það heldur óvenjulegt að tveir íslenskir söngv- arar syngu saman í sýningu erlend- is. Að sögn þeirra Kristins og Við- ars var það nánast einber tilviljun Kristinn Sigmundsson og Viðar Gunnarsson að lokinni sýningu á Don Giovanni COSPER II174. COSPER Hann er bara afbrýðisamur. Hann vill að þú kyssir sig líka. sem olli því að Viðari hefur nú bor- ist tilboð um starf í Wiesbaden. Þegar hann var á ferð í Þýskalandi fyrir skömmu gisti hann hjá Kristni. Á sama tíma var haldið söngpróf fyrir umsækjendur um störf við Óperuna í Wiesbaden, sem er nú raunar heldur óvenjulegur tími til slíks að sögn Kristins. Viðar ákvað að taka þátt í þessu söngprófi og fór eftir það rakleiðis til Noregs þar sem hann var búinn að ákveða að syngja fyrir, eins og það er kallað. Rétt eftir að hann fór var kallað í Kristin og hann beðinn að ná tafar- laust sambandi við Viðar. Einn af söngvurum óperunnar hafði skyndi- lega forfallast. Með hjálp konu Við- ars tókst Kristni að hafa upp á Viðari í þann mund sem hann var að stíga um borð í flugvél sem var á leið til Islands. Með harðfylgi tókst honum að ná farangri sínum og snúa við til Þýskalands og kvöld- ið eftir söng hann á fjölum Ópe- runnar í Wiesbaden hlutverk föður Elvíru og hlutverk styttunnar sem tortímir Don Giovanni í lok ópe- runnar. Kristinn og Viðar hlutu mjög góðar viðtökur á sýningunni í Wies- baden sl. föstudagskvöld. Blaða- maður fékk sæti í stúku þaðan sem hann gat fylgst vel með lófaklappi og húrrahrópum sýningargesta. I stúkunni hinu megin sátu forráða- menn óperuhússins til að fylgjast með frammistöðu Viðars. Hún var slík að honum barst tilboð um starf en hefur ekki enn svarað því. Þess má geta að Viðar var ekki einn gestasöngvari þetta umrædda kvöld. Finnskur söngvari gekk al- veg fyrirvaralaust inn í hlutverk Laporello og söng það af miklu öryggi. Samleikur og samsöngur Kristins og hins finnska söngvara var með þvílíkum ágætum að eftir- minnilegt er. ERT ÞU AÐ LEITA?! Höfum fengið aftur hinar vinsælu spólur með æfingum frá Louise Hay ★ FeelingFineAffirmations ★ AngerReleasing ★ Chancer, DiscoverYourhlealing Power ★ Forgiveness/Love Your Inner Child ★ Morning and Evening Meditations ★ You Can Heal Your Life ★ Self Healing/Loving Yourself ★ What I Believe/Deep Relaxation ★ Dissolving Barriers Michael bækurnar: ★ Messages From Michael ★ Michael'sCastof Characters ★ Michael’sGemstone Dictionary ★ The World According to Michael ★ Michael Handbook ★ EarthtoTao ★ TaotoEarth Bækur Joan Grant: ★ Winged Pharoah ★ FarMemory ★ Return to Elysium ★ LifeasCarola ★ BlueFaience Hippopotamus ★ LordoftheHorizon Bækur um stjörnuspeki, kristalla og heilun v) Bækur um makrobiotik og heilsufæði Úrval af spólum með slökunartónlist Tarot spil í góðu úrvali MONDIAL armbandið - skartið sem bætir Sérstæðar gjafavörur og skartgripir Reykelsi, ilmolíur, veggspjöld, tímarit Við höfum í umboðssölu stjörnukort eftir Gunnlaug Guðmundsson stjörnuspeking: ★ PERSÓNULÝSING ★ FRAMTÍÐARKORT ★ SAMSKIPTAKORT Afgreidd á meðan beðið er eða send í póstkröfu. Pantanasímar: (91)62 33 36 og 62 62 65. Mondial ambandid er áhrifamikió skart fyrirplús- og mínusorku líkamans Tvær milljónir Evrópubúa nota nú Mondial daglega. Virkni MONDIAL armbandsins felst í pólunum sem eru hlaðnir 6 millivolta spennu og talið er að hafi áhrif á plús- og mínusorku líkamans í átt til jafn- vægis og eykur þannig vellíðan. Fjöldi fólks hérlendis og erlendis lofar áhrif þess, sérstaklega varðandi streitu og svefnleysi. Armbandið er fallegt skart, bæði fyrir konur og karla. MONDIAL er framleitt í þremur útlitsgeröum: i fyrsta lagi silfurhúðað, í öðru lagi silfurhúðað með 18k gullhúðuðum pólum og í þriðja lagi með 18k gullhúð. VERÐIÐ ER HAGSTÆTT Silfur.........kr. 2.590,- Silfur/gull...kr. 2.590,- Gull ..........kr. 3.690,- becRMip VERSLUN í ANDA NÝRRAR ALDAR Laugavegi66- 101 Reykjavík '^■^'Símar: (91)623336-626265 Póstkröfuþjónusta - Greiðslukortaþjónusta Pantanasímar: (91) 62 33 36 og 62 62 65

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.