Morgunblaðið - 05.04.1990, Page 59

Morgunblaðið - 05.04.1990, Page 59
59 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990 KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNIN Naumur sigur AC á Bayern Miinchen HOLLEISIDINGURINN Marco Van Basten gerði eina mark leiksins er lið hans, AC Mílanó, sigraði Bayern Miinchen í fyrri viðureign þeirra í undanúrslitum Evrópukeppni meistaraliða á Ítalíu í gær- kvöldi. í hinum undanúrslitaleiknum sigraði franska liðið Mars- eille liðBenfica frá Portúgal, 2:1, íFrakklandi. Anderlecht, með Arnór Guðjohnsen innanborðs, sigraði Dinamo Búkarest 1:0 í keppni bikarhafa. Le'ikur AC Mílanó og Bayern þótti slakur. Völlurinn í Mílanó var í slæmu ásigkomulagi og gerði það leikmönnum erfitt fyrir. Italirn- ir sóttu nær látlaust en leikmenn Bayern lögðu áherslu á að halda hreinu og fengu ekki eitt einasta tækifæri til að skora. Eina markið kom úr vítaspyrnu, sem dæmd var eftir að Júrgen Kohler braut Van Basten, en Kohler hafði annars mjög góðar gætur á markakóngin- um. Raimond Aumann, markvörður Bayern, var hetja liðs síns — varði nokkrum sinnum frábærlega. Leikmenn.og áhangendur Mars- eille lifa enn í voninni um að liðið verði það fyrsta frá Frakklandi til að vinna Evrópukeppni meistara- liða. Áhangendur á Vélodrome leik- vanginum við Miðjarðarhafið urðu felmtri slegnir þegar Portúgalarnir náðu forystu á 10. mín. með marki Lima en aðeins þremur mín. síðar jafnaði Franck Sauzee eftir horn- spyrnu Chris Waddles, og leið mönnum þá strax betur. Mozer gaf á Papin sem sendi á Sauzee og knötturinn skoppaði í netið eftir skot hans, með viðkomu í varnar- mönnum. Sá skeinuhætti Jean- Pierre Papin gerði svo sigurmarkið á 44. mín. Var það sjötta mark hans í keppninni í vetur. Áður hafði Waddle þrumað í þverslá en hann átti einmitt frábæran leik — var potturinn og pannan í mjög góðu liði sem hafði öll völd á vellinum. Frakkarnir sóttu látlaust í síðari hálfleik en náðu ekki að skora þrátt fyrir mörg góð tækifæri. Papin átti þá m.a. skot í stöng. Á lokamínút- unni munaði svo minnstu að Benfica jafnaði, þvert gegn gangi leiksins, en gamla kempan Castenada varði. Luc Nilis tryggði Anderlecht sig- ur á Dinamó frá Búkarest í Brússel í gær í keppni bikarhafa. Eina markið kom á 64. mín. Marc De- gryse þrumaði að marki, Bogaan Stelea varði en hélt ekki knettinum, sem hrökk til Niiis og hann þakk- aði kærlega fyrir sig með því að skora. Rúmenarnir lögðust í vörn strax í upphafi og komust leikmenn belgíska liðsins lítt áleiðis. Þeir fengu þó tvö góð tækifæri til við- bótar til að skora; Stelea varði í annað skiptið en knötturinn smali í stönginni í hitt. Lið Anderlecht þótti ekki ieika vel, var eins og skuggi liðsins sem sló Barcelona út í 2. umferð keppninnar. Juventus sigraði Köln 3:2 í UEFA-keppninni eftir að hafa verið 3:0 yfír. Baráttan virtist vonlaus fyrir Þjóðverjana, en þeir gáfust ekki upp frekar en fyrri daginn og skoruðu tvisvar seint í leiknum, í bæði skiptin eftir frábærar sending- ar Pierre Littbarskis. Reuter Enzo Fransescoli, Uruguay-búinn í lið Marseille og samherjar hans, hafa leikið vel í Evrópukeppni meistaraliða í vetur, og stefna að því að vinna keppn- ina fyrstir franskra liða. Fransescoli er hér, t.v., í baráttu við Santos Aldair, varnarmann Benfíca, í gærkvöldi. OLYMPIUNEFND Ein og hálf milljón kr. til HSÍ ÆT Olympíunefnd Islands sam- þykkti á fundi sínum í gær- kvöldi að styrkja sex sérsambönd um samtals 3,1 milljónir króna fyr- ir árið 1990. • Handknattleikssambandið fær 1,5 milljónir króna, Skíðasamband- ið 400 þúsund, Frjálsíþróttasam- bandið og Sundsambandið 350 þús- und, Júdósambandið 300 þúsund og Siglingasambandið 200 þúsund. HANDBOLTI Stefánog Rögnvald dæma í Kiev Fyrstir íslenskra dóm- ara í undanúrslitum Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson munu dæraa leik Spart- ak Kiev frá Sovétríkjunum og Ljubl- iana frá Júgóslavíu í undanúrslitum IHF-bikarsins í kvennaflokki. Leik- urinn fer fram i Kiev 22. apríl. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk- ir dómarar dæma í undanúrslitum í Evrópukeppni en slíkt þykir mikil viðurkenning. ÚRSUT Knattspyrna REYKJAVÍKURMÓTIÐ HANDKNATTLEIKUR / SVIÞJOÐ Þorbergur fór á kostum - skoraði sjö mörker Saab sigraði Redbergslid, 22:18. Saab Ieikurgegn Drott um sænska meistaratitilinn ÞORBERGUR Aðalsteinssgn, nýráðinn landsliðsþjálfari ís- lands í handknattleik, var einn besti teikmaður Saab er lið hans sigraði Redbergslid, 22:18, á útivelli í gærkvöldi. Þorbergur og félagar tryggðu sér þar með réttinn til að leika til úrslita við Drott um sænska meistaratitilinn. Saab vann fyrri leikinn gegn Redbergslid í 4-iiða úrslita- keppninni um sænska meistaratit- ilinn á heimavelli, 29:26, eftir framlengdan leik. Það áttu því fáir von á því að Saab næði að sigra á útivelli, en Redbergslid varð meistari í fyrra. Saab hafði tveggja marka forskot í leikhiéi í gærkvöldi, 11:9 og bætti um bet- ur í síðari hálfleik og lokastaðan, 22:18. Þorbergur og Per Ciaudius voru markahæstir í liði Saab með 7 mörk, Lennard Olsson kom næst- ur með þijú mörk. Per Jilsen skor- aði 7/4 mörk fyrir Redbergslid, Per Wislander kom næstur með fjögur mörk og bróðir hans, Magnus Wislander, gerði aðeins tvö, enda tekinn úr umferð allan leikinn. Drott sigraði Irsta, 24:23, eftir að staðan í leikhléi hafði verið 13:11 fyrir Drott. Það verða því Saab og Drott sem leika til úrslita um meistaratitilinn. Það lið sem fyrr vinnur þijá leiki hreppir titil- inn. HANDKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNIN B-lið Gróttu skellti HK - en HK-maður braut hurð að búningsherbergi að leik loknum B-LIÐ Gróttu kom á óvart í gærkvöldi og vann 1. deildar lið HK 24:22 í 16 liða úrslitum bikarkeppni HSI. Gestimir létu mótlætið fara í skapið á sér og einn þeirra sparkaði svo fast í hurðina að búningsklefa HK að leik loknum að hún brotnaði út frá löm og hluti af karminum fylgdi á eftir. Dómararnir neituðu að setja þetta á skýrslu, en lögreglan var komin í málið og gera má ráð fyrir að HSÍ fái skýrslu um það í dag. Fjórir strákar úr 2. flokki, vara- menn í meistaraflokki og tveir, sem komnir eru af léttasta skeiði, skipuðu iið sigurvegaranna. Þeir voru marki yfir í hálfleik, 12:11, en í byijun seinni halfleiks breyttist staðan fljótlega í 19:13 og sigurinn var í höfn. Mörk Gróttu: Kristján Brooks 7, Olafur Sveinsson 4, Guðinundur Sijrfússon 4, Kárí Indriðason 3, Kristján Finnbogason 3, Ragnar Hermannsson 3. Mörk HK: Óskar Elvar Oskarsson 8, Magnús Sigurðsson 7, Rúnar Einarsson 4, Róbert Haraldsson 2, Ásmundur Guðmundsson 1. áSWJ8$ í leikhléi var 15:8 fyrir Garðbæ- inga. Markalucstir í liði ÍBK: Björgvin Björgvins- son 12, Hafsteinn Ingibergsson 2, Gísli Jó- hannsson 2 og Bergþór Magnússon 2. Markahæstir í liði Sljörnunnar: Sigurður Bjamason 7, Einar Einarsson 5, Skúli Gunn- steinsson 3, Hafsteinn Bragason 3 og Hilmar Hjaltason 3. Valur vann Hauka, 31:18, í Hafnarfirði. Staðan í hálfleik var 18:9 fyrir Val, sem hafði mikla yfir- burði allan leikinn. Markaliæstir í liði llauka: Óskar Sigurðsson 4, Gunnlaugur Grétarsson 3, Ægir Sigurgeirs- son 3 og Gunnar Guðmundsson 3. Markahæstir í liði'Valis? Valðin^aF jGhinlssoÁ í T: ‘TJuITús' Gunriarsson “57 3álTdb”SígúVð{>gðn "C Finnur Jóhannesson 3, Siguijón Sigurðsson 3, Jón Kristjánsson 3, Brynjar Harðarson 3 og Ingi Rafn Jónsson 3. FH-ingar áttu ekki í erfíðleikum með b-lið Fram í Laugardalshöli og unnu 35:23. Markahæstir hjá Fram: Gústaf Bjömsson 6, Birgir Jóhannsson 5, Gunnar Andrésson 5. Markahæstir hjá FH: Óskar Ármannsson 9, Jón E. Ragnarsson 7, Þorgils Ó. Mathiesen 5. Víkingar fögnuðu loks sigri, er þeir unnu Ármenninga 32:14 í Höll- inni eftir að staðan hafði verið 17:5 í hálfleik. Markahæstir hjá Víkingi: Birgir Sigurðsson 10, Ingimundur Helgason 6, Bjarki Sig. 5. Markahæstir lljá Armanni: Elías H. Sigurðs- son 4, Björgvin Bardal 3. Tveimur leikjum var frestað vegna veðurs, en þeir hafa verið settir á kl. 20 í kvöld. ÍBV-b og UBK Jeika í Vestmannaeyjum og Grótta og ÍBV á Seltjarnarnesi. A (Sttnnndúg! yevdur síðap .vjður^ign 'Afttrreidingar ag Setfoss-að-V-armá. Mm FOLK ■ PIERRE Littbarski, fyrirliði 1. FC Köln var bókaður í leiknum gegn Juventus í gærkvöldi og miss- ir af síðari viðureigninni 18. apríl. ■ MARCO Van Basten, fram- heiji AC Mílanó og Jiirgen Kohl- er, hinn frábæri varnarmaður Bay- ern Miinchen háðu einvígi í gær- kvöldi í Mílanó — hið fjórða á ferlin- um. Van Basten hafði betur eins og síðast; þá skoraði hann sigur- mark Holiands gegn V-Þýska- landi á elleftu stundu í undanúrslit- um Evrópukeppni landsliða í Ham- borg, án þess að „skuggi“ hans, Kohler, fengi nokkuð að gert. ■ DONADONI, miðvallarleik- maðurinn frábæri hjá AC Mílanó, var einnig illa fjarri góðu gamni. Hann var dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að hrinda einum leik- manna Mechelen í síðustu umferð — og missir því af síðari leiknum gegn Bayern, og úrslitaleiknum ef AC Mílanó kemst þangað. ■ TVEIR leikmanna Anderlecht, Stephen Keshi og Patrick Ver- voort voru bókaðir í leiknum gegn Dinamó Búkarest í gær og missa af síðari viðureign liðanna. Michael Klein, leikmaður Dinamo, var rek- inn af velli á 65. mín. í gær og missir einnig af síðari leiknum. A-riðill: Víkingur - Leiknir...............1:1 Atli Einarsson (72.) - Heiðar Ómarsson (19. mín.) EVRÓPUKEPPNIN Undanúrslit - fyrri leikir. KEPPNI MEISTARALIÐA: Marseille - Benfica..............2:1 Franck Sauzee (13.), Jean-Pierre Papin (44.) - Adesulado Lima (10.) Áhorfendur: 40.000 AC Mílanó - Bayern Miinchen......1:0 Marco Van Basten (77. víti) Áhorfendur 65.000. KEPPNI BIKARHAFA: Anderlecht - Dinamó Búkarest.....1:0 Luc Nilis (64.) UEFA-BIKARINN: Juventus - Köln................ 3:2 Rui Barros (21.), Pier-Luigi Casiraghi (45.), Giancarlo Marocchi (53.) - Armin Götz (79.), Ralf Sturm (90.) Áhorfendur: 42.000. ENGLAND 1. deild: Everton - Nottingham Forest........._4:0 (Tony Cottee 12. og 87., Norman Whiteside 13. og 44.) Áhorfendur: 17.795. Norwich - Crystal Palace.............2:0 (Tim Sherwood 14., Gary O’Reilly sjálfsm. á 37.) Áhorfendur: 12.640. 2. deild: WBA-WestHam.......................1:3 3. deild: Fulham - Walsall................ 0:0 Wigan-Bristol Rovers..............1:2 4. deild: Carlisle^ Cambridge............ 3:1 Lincoln - Torquay............... 2:2 Maidstone - Rochale............. 2:0 Skotiand - úrvalsdeild: Hearts - Dundee...................0:0 1. deild: Clyde - Albion....................2:1 VINÁTTULANDSLEIKUR Tékkóslóvakia-Egyptaland..........0:1 - Mohamed Kas (73.) GRIKKLAND Bikarkeppnin, síðari leikir i undanúrslitum: Panathinaikos - Olympiakos_______ 3:3 (Olympiakos vann samanlagt, 5:4) OFI-Apollon.......................1:0 (OFI vann samaniagt 1:0) FIRMAKEPPNIFJOLHIS haldin fimmtudaginn 12. apríl (skírdag) Veitt verða verðlaun fyrir efstu sætin í hverjum riðli og úrslit. Hafið samband á skrifstofu Fjölnis mánud., mið- vikud. og föstud. milli kl. 14.00 og 16.00 í síma 672085. .... y.njámennafélagið Fjölnir, .Grafaryogj

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.