Morgunblaðið - 27.05.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.05.1990, Blaðsíða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAI 1990 I I Siggi Björns að spila fyrir krá- argesti á Oceanside-hótelinu. Örmyndir úr Eyjaálfuför farandsöngvara tíma. „Það var aldrei tími eða peningar til staðar til að koma sér í þessa ferð þar til í nóvember í fyrra,“ segir Siggi. í máli Sigga kemur fram að af þeim erlendu farandverka- mönnum sem unnið hafa hér í fiski hafa Nýsjálendingar bland- ast best við heimamenn. „Þeim hefur einhvernveginn gengið best að falla að móralnum sem ríkir í fiskplássunum,“ segir Siggi. För Sigga Björns til Eyjaálfu hófst með vikudvöl í Kaupmanna- höfn. Þess má geta að nýlega kom út í Danmörku platan Guitars ’n’ Bars með sex norrænum kráar- spilurum og er Siggi einn þeirra. Frá Kaupmannahöfn hélt Siggi til Singapore þár sem hann spil- aði í átta daga á hótelinu sem hann bjó á. Það að var förinni heitið til Adelaide í Ástralíu og síðan til Nýja Sjálands þar sem hann dvaldi um tveggja mánaða skeið. Síðan flakkaði hann á milli Ástralíu og Nýja Sjálands þar til hann kom heim með mánaðarvið- komu í Danmörku og Noregi. Æskufélaginn kallaði til mín úti á götu Siggi lenti í fleiri skondnum uppákomum en að hitta Lynette í þessari för. Eitt sinn er hann var á gangi á götu í Wellington, höfuðborg Nýja Sjálands, heyrði hann að einhver kallaði hátt: „Sigurður,“ yfír götuna. Þar reyndist kominn Sigurður Júlíus æskufélagi hans frá Flateyri, strákur sem liann hafði ekki séð um nokkurra ára skeið. „Það var alveg frábært að hitta Sigga Júl þarna úti,“ segir Siggi Björns. „Hann er giftur nýsjálenskri stúlku og á með henni tvö börn. Hann býr í einu úthverfa borgar- innar og_ segist vera kominn í Paradís. Ég get vel trúað honum.“ Siggi segir að nafni sinn sé „sportídjót" og hafí meir en nóg að starfa við í þeim efnum. Hann leikur fótbolta með liði í 2. deild á Nýja Sjálandi. „Þeir æfa ekkert en mæta í leik einu sinni í viku og svo er haldin grillveisla á eft- ir,“ segir Siggi og hlær dátt. „Svo skilst mér að hann sé farinn að keppa með einu besta liðinu í írskum fótbolta. Þar berja þeir boltann með prikum og hafa auk þess leyfi til að berja á hver á öðrum." Siggi segir að hann hafí dúllað sér á ströndinni með nafna sínum og fjölskyldu hans í nokkra daga. Koala-birnir eru gæl' dýr. Æskufélagi Sigga Björns, Sigurður Júlíus, leik- ur krikket þegar ekki gefst færi á fótbolta. Þar hitti hann annan íslending, Skarphéðin, sem er gamall tog- arajaxl héðan af klakanum. Sá vildi einnig halda því fram að hann væri kominn til Paradísar. Hann vinnur á togara sem gerður er út frá Nýja Sjálandi en fiskur- inn sem þeir veiða er nokkuð frá- brugðin því sem Islendingar þekkja. „Aðal tegundin heitir Snapper og ef ég ætti að lýsa þeim fisk þá er hann eins og af- kvæmi ýsu og karfa í útliti. Hann smakkast svo líkt og ýsa,“ segir Siggi. Með brimbrettabuffunum á ströndinni Siggi Björns dvaldi lengstum á Oceanside-hótelinu við Mt. Maunganvi ströndina á Nýja Sjál- andi. Þetta er lítið, gamalt og mjög vinalegt hótel þar sem öll helstu brimbrettabuffin hengu á kvöldin. Siggi spilaði þar á einni kránni en dögunum eyddi hann á ströndinni, að sóla sig með hinum buffunum. „Dagurinn hjá mér hófst klukkan átta-níu á morgn- ana. Þá greip maður handklæðið og skellti sér niður á ströndina sem var í um 100 metra fjar- lægð. Þar dólaði maður svo það sem eftir var dagsins,“ segir Siggi. „Síðdegis hófst svo spila- mennskan og stóð til klukkan tíu um kvöldið er kránni var lokað.“ Eitt kvöldið var Sigga boðið að spila hjá brimbrettaklúbbi staðarins. Þar reyndist mættur blaðafulltrúi Steinlager-ölgerðar- innar. Hann kom svo á tvö kráar- kvöld hjá Sigga og bauð honum að því loknu samning um að spila á fjölda kráa sem eru í tengslum við ölgerðina. „Ég er harðákveð- inn í að fara þarna aftur út næsta vetur og þá gæti meir en verið að ég tæki þennan kappa á orð- inu,“ segir Siggi. Og Siggi hefur vakið athygli víðar en hjá Steinlager á Nýja Sjálandi því hann sat við hljóð- nemann hjá útvarpsstöðinni Kiwi Coast to Coast í eina fimm tíma. Þetta mun vera önnur stærsta útvarpsstöð þeirra eyjaskeggja. „Ég lék þarna á kassagítarinn minn lög eftir mig og aðra. Síðan var ég með nokkrar íslenskar plötur með mér sem brugðið var undir nálina. Nýsjálendingar fengu þama að heyra lög á borð við Stál og hnífur, Isbjarnarblús- inn og Nóttin eftir Bubba Morth- ens og Birthday og Regínu eftir Sykurmolana,“ segir Siggi. Farandtrúbadorinn Siggi Björns hefur svipað og æskuvin- urinn og togarajaxlinn fundið sína Paradís. Að eyða nokkrum mánuðum af tilverunni í sólböð, slökun og gítarspil er að hans mati hið besta mál. Lífið getur verið svo einfalt. SI6GI 1 'joms IPARADIS eftir Friðrik Indriðason ÞAÐ ER mikið Qör meðal rúmlega hundrað gesta á St. Amand hafnarkránni í strandbænum Tauranga á Nýja Sjálandi. Bjórinn er svolgraður stórum og flest- ir gestanna taka hraust- lega undir með farand- söngvaranum á staðnum sem er að kyrja gamla bítlalagið Let it be við eig- in gítarundirleik. í gegnum stóra glugga krárinnar má sjá hvíta strandlengjuna prýdda hávöxnum pál- matrjám. Stór laufblöð trjánna vagga værðarlega í hafgolunni. Inn á krána gengur hávax- in ljósskolhærð stúlka í gallasmekkbuxum. Hún sér farandsöngvarann, rekur upp stór augu og öskrar svo undir tekur í innviðum krárinnar: „Siggi, guð minn, Siggi Björns!" Söngvaranum bregður nokkuð en svo brosir hann út að eyrum. Hann hefur fundið Lynette aftur, stúlku sem hann þekkti vel fyrir sjö árum vestur á Flateyri. Hann tapaði sambandi við stúlkuna fyrir tveimur árum og hefur reynt mikið til að hafa upp á henni á ný. Og það hefur loksins tekist, hinum megin á hnettinum, í hafn- arkrá, í smábæ á Nýja Sjálandi. Lífið getur verið svo skondið. Farandsöngvarinn sem hér um ræðir er Siggi Bjöms, þekktur fyrir kráarspilamennsku sína víða um land. Hann er nýkominn úr nokkurra mánaða ferðalagi um Eyjaálfu, aðallega Ástralíu og Nýja Sjáland. Siggi hafði lifibrauð af því að spila á krám í þessum löndum meðan á ferð hans stóð en er nú kominn aftur heim, vel grillaður af miðvetrarsólinni á þessum slóðum. Við sitjum saman á veitingastaðnum Lóuhreiðrinu á Laugavegi og rifjum upp nokk- ur atriði úr för hans, á meðan hann skóflar í sig plokkfisk stað- arins en slíkan mat hefur hann ekki bragðað lengi. „Og Lynette?“ spyr ég. Hann hugsar sig um stundarkorn með tregasvip á andlitinu. „Tja, hún reyndist vera orðin harðgift kona,“ svarar hann og það stríkkar aðeins á brosvöðvunum. Lífið getur verið svo glettið. Á leiðinni í fimm ár Siggi segir að hann hafi verið á leiðinni í þessa för síðastliðin fimm ár. Svo lengi raunar að það var orðinn brandari í kunningja- hóp hans, hvenær á öldinni hann kæmi sér af stað. Undirrótin var þijár stúlkur sem hann kynntist á Flateyri. Tvær nýsjálenskar systur og áströlsk stúlka sem unnu í fiski á Flateyri á þessum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.