Morgunblaðið - 27.05.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.05.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MAIVIIMLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1990 C 11 w msmm/iiafa stjamfrædingar upplýst leyndarmálib?___ Hröðun tifstjama Á UNDANFÖRNUM tveimur áratugum hafa tifstjörnur verið mikilvægt viðfangsefhi stjarneðl- isfræðinga um allan heim. Sérs- takt einkenni tifstjarna er að þær senda frá sér reglubundin slög rafsegulbylgna sem flestar hafa sveiflutíðni á bilinu 0,03 til 4,5 sekúndur. Fyrir rúmum sjö árum uppgötvaði D.C. Baker tifstjörnu með langtum skemmri sveiflu- tima, sem nam ekki meir en 1,55 millisekúndum. Tifstjörnur þess- ar nefnast ms-tifstjörnur og í dag eru færri en tíu sllkar stjörnur þekktar. Stjamvísindamenn telja nú fullvíst að tifstjörnur séu nif- teindastjörnur og að sú slagkennda rafsegulgeislun sem þær senda frá sér orsakist af miklUm snúnings- bhbhbhbh^hi hraða stjarnanna. Nifteindir á yfir- borði stjörnunnar ummyndast í raf- eindir og róteindir sem fljúga út í segulsviðið sem eftir Sverrir umlykur stjörnuna Ólofsson snlst m?ð henm. Þar verða eindirnar fyrir mikilli hröðun og leiðir hún til myndunar sterkrar rafsegulgeislunar sem gengur útfrá segulpólum tifstjörnunnar. Venju- lega fellur stefna segulássins ekki saman við stefnu snúningsássins og því snýst rafsegulgeislinn um rúmið með sömu tíðni og hring- hreyfing stjömunnar. Vegna stöðugs orkumissis sem tifstjörnur verða fyrir við það að senda frá sér orkumikla rafsegul- geislun hægja þær á sér með tíman- um. í samræmi við þessa hugmynd gerðu vísindamenn lengi vel ráð fyrir því að eldri tifstjörnur snérust með minni tíðni en þær sem yngri voru. Ms-tifstjörnur voru því taldar vera ungar nifteindastjörnur sem enn snémst með miklum hraða. Fljótlega fóm þó sumir fræði- menn að efast um sannleika þessar- ar skýringar, sérstaklega þó eftir að ljóst varð að nokkrar (ef til vill allar?) ms-tifstjörnur virtust búa í tvíbýli með öðrum stjörnum. Sú hugmynd sem menn fengu fljótlega áhuga á gerir ráð fyrir því að ms- tifstjömur séu í rauninni gamlar tifstjörnur og hafi því hægt á sér með tímanum, en seinna orðið fyrir hröðun af völdum efnis sem flust hefur milli tifstjörnunnar og þeirrar stjörnu sem hún myndar tvístirni „lífdaufra" nifteindastjarna sem dreifast innan um aðrar ljósdaufar dvergstjörnur kúluþyrpingarinnar. Þéttni stjarna í kúluþyrpingum er mikil og því ekki ólíklegt að dverg- stjarna geti hreppt nifteindastjörnu og myndað með henni tvístirni. Rannsóknir vísindamanna á undan- förnum árum benda eindregið til þess að slíkt geti gerst og nýlegar niðurstöður stjarnfræðinga frá há- skólanum í Manchester styðja þá hugmynd. Þegar dvergstjarnan nálgast ævilok sín bólgnar hún og spýr út efni sem flyst til nifteindastjörnunn- ar og eykur snúningshraða hennar. Þessi feriil gæti útskýrt tilvist ms- nifteindastjarna og aflmikilla rönt- gen-geislagjafa sem greinst hafa í kúluþyrpingum, en þeir munu Geislakíkirinn í Jodrell Bank-stjarnvísindasto&iuninni við Manchester hefur gegnt mikilvægu hlutverki í rannsóknum á tifstjörnum. með. Sú staðreynd að flestar ms-tif- stjörnur hafa fundist í kúluþyrping- um styður þessa kenningu. Það er nú almennt viðurkennd hugmynd að stjömusprengingár innan kúluþyrpinga hafi leitt til myndunar nifteindastjarna. Á líftíma stjarna gengur á brennslu- efni þeirra, sem leiðir til þess að kjarni þeirra þjappast saman. Ef stjarnan er a.m.k. átta sinnum þyngri en sólin getur samanþjapp- aður kjami hennar hrunið saman undir eigin þyngdarkrafti. Slíkt hrun losar gífurlega orku úr læð- ingi, sem þyrlar meirihluta af öllu efni stjörnunnar út í geiminn. Eftir verður einungis samanþjöppuð smástjarna sem getur orðið að nift- eindastjörnu. Yfir ármilljóna tímabil hægja nifteindastjömurnar á sér svo að með tímanum verður til mikill fjöldi myndast þegar efnið frá dverg- stjörnunni hrannast niður á nift- eindastjörnunni. Snúningshraði ms-nifteinda- stjarna er svo stöðugur að ná- kvæmnin jafnast á við bestu atóm- úr. Talið er að sveiflutíminn breyt- ist um einungis nokkra milljónustu hluta úr sekúndu á einni öld! Ms-tif- stjömur em því trúlega einungís í tvíbýli við aðrar stjörnur meðan á hröðun þeirra stendur þar sem slíkt sambýli mundi sveigja hreyfíbraut þeirra og leiða til tíðnihliðrunar af völdum „Doppler-hrifa“. Enn sem komið er hafa stjarnfræðingar tak- markaða þekkingu á því hvernig nifteindastjama losnar úr tvíbýlinu til þess að mynda ms-tifstjörnu. Frekari skilningur á því mundi vera mikilvægt skref fram á við í þekk- ingu vísindanna á æviferli tif- stjarna. mannagjár megi sjá flestar gerðir eldstöðva sem finnast hér á landi, jarðhitasvæðið á Nesjavöllum, eitt mesta háhitasvæði landsins ogýms- ar menjar um áhrif jökuls á mótun lands. „En frægastir eru Þingvellir fyrir sigdældina", segir á einum stað. Ennfremur segir próf. Pétur: „Gróðurrannsóknir sýna að vatna- svið Þingvallavatns er í hættu statt vegna ofbeitar, vatns og vinda ...,“ og .....Lífrannsóknir sýna mjög markverð tengsl milli umhverfis vatnsins og lífríkis þess.“ Náttúmfræðistofnun íslands sá um gi-óðurrannsóknir á Þingvöllúm árin 1986-87. í greinargerð þaðan segir að almennt sé ástand gróðurs nokkuð gott — beitarfriðun undan- farin ár hafi orðið til góðs. Ýms svæði hafi þó látið á sjá hvað gróð- urfar varðar en allar gróður- skemmdir skrifast á mannfólkið. „Allt svæðið næst Lögbergi er troð- ið niður í svað,“ segir þar. Meðfram vatnsbakkanum er gróður víða spilltur og land illa far- ið svo liggur við örtröð vegna þess að það þolir ekki hinn mikla átroðn- ing þeirra sem stunda stangaveiði þar. Sr. Heimir Steinsson þjóðgarðs- vörður tók saman fróðlegt ágrip af SÖgu byggðar í grennd við Þing- velli síðustu 6o ár og athugun var gerð á ferðavenjum í þjóðgarðinum. Engar upplýsingar voru áður til um •AC'N r~ 'T' binda fyrir hana. Carrel fékkst líka við æðar og datt niður á einfalda og örugga aðferð til að sauma þær saman og láta blóðið streyma um þær á ný (sjá mynd). En það er eins og nærri má geta ófrávíkjanlegt skilyrði þess að veigamiklar græðsluaðgerðir geti átt sér stað. Nú er svo komið að á hálfu öðru hundraði sjúkrahúsa víða um lönd eru hjörtu grædd í fólk en óvíða eru aðstæður til að flytja bæði hjarta og lungu. Landnám græðslulækn- inga stækkar jafnt og þétt, eins og dæmið í upphafi þessa pistils ber vott um. Alltaf er eitthvað nýtt að koma á daginn, aðgerðum fjölgar, æ fleiri njóta góðs af en eftirspumin eykst. Nothæf líffæri liggja ekki á lausu og í Bretlandi einu bíður um eitt hundrað ungmenna eftir ígræðslu hjarta eða lungna og hjarta. Biðlistar eru langir og bágt er að bíða þegar mikið er í húfí. En horfur þeirra sem komast að eru harla góðar. Carrel var framsýnn þegar hann skrifaði árið 1906: „Spurningunni hvort flutningur líffæra milli ein- staklinga gæti blessast er ekki auð- svarað. Er líklegt að ígrætt líffæri geti lifað og starfað til frambúðar í nýju umhverfi? Svo yrði trúlega vandamál að komast yfír líffæri sem hentaði hverju sinni. Vafalítið þyrfti að finna ráð gegn ofnæmissvörun þiggjandans áður en reynt yrði að flytja líkamshluta úr dýrum í menn. Sennilegast er að líffæri fólks sem ferst í slysum gætu orðiö öðrum til bjargar." Svo mörg voru þau orð. slíkt. í ritinu er lýsing á skipulagi svæðisins, birt lög um friðun Þing- valla og gerð grein fyrir áformum um breytingar á þjóðgarðsgirðing- unni. Gert er ráð fyrir að öll þjón- usta við ferðamenn verði vestan Almannagjár vegna vaxandi ferða- mannastraums. Þinghelgin er sögu- frægasti helgidómur þjóðarinnar og jafnframt er þar einkar viðkvæmt gróðurfar. Þangað sækja flestir ferðamenn sem til Þingvalla koma og örtröð er mikil. Stefnt er að því að engin óþarfa þjónusta, sem laðar fólk að, sé neðan gjár, en gert ráð fyrir menningarmiðstöð vestan gjár við Kárastaðastíg. Jafnframt er gert ráð fyrir lítilli þjónustumiðstöð á Gjábakka. Breytt verði vegastæði að Skógarhólum og nýtt tjaldstæði skipulagt við Leirulæk. Bent er á að Þingvallahraun sé vinsælt fyrir ferðafólk en núverandi aðstaða ekki fullnægjandi — getur valdið slysahættu. Umhirða tijá- gróðurs á Þingvöllum er mikilvæg að dómi skipulagshöfunda og þeir vara við frekari gróðursetningu barrtijáa. Furulundurinn sem markar upphaf skógræktar á Is- landi hlýtur þó náð fyrir þeirra augum. Loks er bent á nauðsyn á sérstakri gróðurvernd í þjóðgarðin- um og að samningar um sumarbú- staði þar verði ekki framlengdir þegar þeir renna út nema til 10 ára í senn. Leita þurfi eftir samningi við Landsvirkjun um sem minnsta sveiflur á vatnsborði Þingvallavatns og veiði verði bönnuð á aðal-hrygn- ingarsvæði bleikjunnar. Þetta skipulag samþykkti Þing- vallanefnd sem stefnumörkun í maí 1988. Það er mikið lán að nú hefur slík úttekt verið gerð á eðli þessa svæðis og að skipulagsvinna hefur farið fram. Ekki mátti seinna vera þar sem margskonar náttúru- og menningarverðmæti eru í hættu og þar með sá skaði á næsta leiti sem ekki verður bættur. En það eru fleiri dýrmæt svæði á íslandi í yfír- vofandi hættu vegna ágangs. Er ekki tímabært að hefja úttekt og vandaða skipulagsvinnu víðar? Um þessa staði í er mikið talað en ekk- ert framkvæmt. í sumar verður sjálfsagt íjöl- mennt á Þingvöllum sem endranær. Það er ekki úr vegi að þeir serh hyggja á dvöl þar kynni sér þessa stefnumörkun um skipulag og fari um svæðið með hana í huga. Því fleiri sem gera varðveislu Þjóð- garðsins að sínu máli, því meira öryggi skapast um farsæla lausn. V FYRSTA SENDINGIN KOMIN TIL LANDSINS Peugeot reiðhjólin eru þekkt fyrir endingu og gæði, enda hefur Peugeot 100 ára reynslu í smíði reiðhjóla. I boði eru: Keppnishjól Fjallahjól (24 og 26 tommu) Götuhjól 10 gíra hjól 3 gíra hjól m/fótbremsu 7% staðgreiðsluafsláttur 4 mánaða raðgreiðslur V/SA* JÖFUR ÞEGAR ÞÚ KAUPIR HJÓL NÝBÝLAVEGI 2 - SÍMI 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.