Morgunblaðið - 27.05.1990, Side 21

Morgunblaðið - 27.05.1990, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1990 C 21 í BÍÓ Velgengni Sigurjóns Sighvatssonar og fé- laga hans Steve Golins hjá Propaganda Films hefur verið með ólíkind- um. Á aðeins nokkrum ánam eru þeir orðnir fremstir í framleiðslu á tónlistarmyndböndum og auglýsingum í Banda- ríkjunum og þegar þeir snúa sér að kvikmynda- gerð í samstarfi við einn fremsta leikstjóra Banda- ríkjanna, David Lynch, hreppa þeir Gullpálmann á Cannes, önnur eftirsótt- ustu kvikmyndaverðlaun- in í heiminum á eftir Óskarnum. Það er ástæða til að samgleðjast árangri Sig- urjóns í Propaganda þar sem fer saman skapandi samstarf og gott við- skiptavit. Propaganda Films og Lynch eiga eftir að gera a.m.k. tvær aðrar myndir saman en með slíkan mann innanborðs getur allt gerst. Lynch hefur sagt að hann vilji heldur vinna með minni, óháðu kvikmyndafyrir- tækjunum vestra því að- eins þannig getur hann tryggt að myndir sínar verði eins og hann vill hafa þær. KVIKMYNDIR"'™ /Hvemig mynd er„Wild at Heart“? CANNESHÁTÍÐIN ’90 HIN LITRÍKA VERÖLD DICK TRACYS Leikstjórinn . John Landis, sem átti upp- haflega að leikstýra mynd um teiknimyndahetjuna Dick Tracy, kveikti fyrst áhugann hjá leikaranum Warren Beatty á að leika hinn skarpleita lagavörð fyrir fimm árum en það er fyrst núna sem hann er að 'koma á hvíta tjaldið. Reiknað er fastlega með að Dick Tracy verði ein af stóru myndunum í sumar. „Ég hef verið hrifinn af Dick Tracy síðan ég var krakki,“ sagði Warren Be- atty nýlega um teikni- myndahetjuna og hann fékk til liðs við sig valin- kunna hæfileikamenn til að koma æskuhetjunni á tjaldið. Með önnur hlutverk fara Madonna, sem leikur hina ómissandi femme fat- ale myndarinnar, söngkon- una Breathless Mahoney, Glenne Headly leikur kær- ustu Tracy, Tess Truehe- art, en aðrir leikarar eru Mandy Patinkin, Charles Durning og William For- sythe auk A1 Pacinos, Dustin Hoffmans og fleiri stórstjarna í stærri og minni hlutverkum. Beatty er einnig leikstjóri og fram- leiðandi, kvikmyndatöku- maður er Vittorio Storaro (Reds) og tónlistina gerir Broadwaymaðurinn Step- hen Sondheim. Kvikmyndagerðarmenn- irnir með Beatty og leik- myndahönnuðinn Richard Sylbert (The Cotton Club) í fararbroddi byggðu útlit myndarinnar á hinni uppr- unalegu teiknimyndaseríu Chester Goulds, höfundar Dick Tracy, en serían birt- ist fyrst I blaðinu Detroit Mirror árið 1931. „Fyrsta stóra ákvörðunin sem við tókum var að nota aðeins þá sjö liti sem Gould notaði í teikningar sínar,“ segir Sylbert. Guli liturinn er lit- ur Tracys, tákn myndar- innar fyrir birtu og rétt- læti, rauði liturinn er litur aðalkrimmans, „Big Boy“ (Pacino). Veröld Tracys er algerlega samstæð. Allir gulu litirnir eru eins gulir og rauðu eins rauðir, á bjórflöskunum stendur að- eins BJÓR og yfir kaffi- stofu stendur aðeins KAFFISTOFA. Flestar persónur myndarinnar eru alltaf sýndar í sömu fötun- um og eru í sínum ákveðnra lit út alla myndina. Jafnvel bílarnir í myndinni voru allir gerðir eins og til að auka enn hið sérstaka and- rúmsloft kvikmyndaði Vitt- orio myndina eins og þýsku expressjónistarnir gerðu á þriðja áratugnum. Með auga fyrir hinu úrkynjaða; David Lynch grúfir sig yfir myndavélina. Comes Up“. Lynch stakk uppá því að Propaganda- menn hjálpuðu honum með sjónvarpsþáttaröðina „Twin Peaks", sem hann var þá byrjaður á auk þess sem hann hóf að skrifa „You Play ..Þegar hon- um fór að ganga erfiðlega með það handrit kom hann til Propaganda og spurði hvort þeir hefðu ekki eitt- hvað handa sér í millit- íðinni og Siguijón lét hann hafa „Wild at Heart“, sem hann fór með heim og las. Níu vikum seinna var byij- að að kvikmynda hana. Samstarf Lynch og Propaganda Films heldur áfram en leikstjórinn mun gera næstu tvær myndir sínar hjá fyrirtækinu. Propaganda stendur sann- arlega með Gullpálma í | höndunum. Islenska kvikmyndaeftir- litið krafðist þess á sínum tíma að ákveðin at- riði væru klippt úr framt- íðarhasarnum RoboCop eftir Hollendinginn Paul Verhoeven áður en hún var sýnd í Háskólabíói. í fram- haldsmyndinni, RoboCop 2, verður„ekki jafnmikið af blóðugu ofbeldi," segir nýi leikstjórinn, Irvin Kers- hner. En hæðnisleg þjóðfé- lagsádeilan verður á sínum stað. „Við tökum fyrir lög- fræðinga, sálfræðinga og stjórnvöld," segir Kers- hner, en sagan gerist eins og áður í stórborginni Detroit. Borgin flýtur í nýju eiturlyfi — nuke — þar til RoboCop kemur til bjargar. Nú er það ekki RoboCop 2; minna of- beldi en fleiri lögguvél- menni. aðeins þessi venjulegi óþjóðalýður sem hann verður að fást við heldur einnig RoboCop 2, ný og fullkomnari tegund löggu- vélmennis. Peter Weller fer með tit- ilhlutverkið sem fyrr en handritshöfundur er hasar- blaðahöfundurinn Frank Miller (Batman). Kershner hefur ekki leikstýrt síðan hann gerði Never Say Ne- ver Again, sérkennilegt hliðarspor í Bond-sögunni. Hann var kallaður til á síðustu stundu og hafði engan tíma til undirbún- ings. Hann vonast til að honum hafi tekist að gera harmleik úr sögunni. „Svo margt fólk er eins og vél- menni nú til dags. Líkingin getur náð svo víða.“ paradísina eftir Alan Park- er og nýja Eastwoodmynd- in, „White Hunter, Black Heart“ um leikstjórann John Huston og ævintýri hans í Afríku. Samkeppnin var því hörð eins og oft áður. I dómnefndinni, sem á endanum valdi „Wild at Heart“ bestu myndina, voru ítalski leikstjórinn Bernardo BertoIucci.Jeik- konan Anjelica Huston, dóttir Johns, indverski leik- stjórinn Mira Nair, franski leikstjórinn Bertrand Blier, Sven Nykvist og breska leikritaskáldið Christopher Hampton ásamt öðrum. Madonna leikur Breat- hless Mahoney. MEÐ GULLPÁLMANN í HÖNDUNUM Að slepptum þeim sögu- lega atburði að mynd frá íslenskum framleiðanda hreppti Gullpálmann á Cannes í ár var þessi 43. hátíð kvikmyndanna í frönsku sólskinsborginni lítið frábrugðin því sem hún hefur verið undanfarin ár. Þama var allt frægðar- fólkið beggja vegna Atlant- sála; Clint Eastwood, sem Frakkar dá öðrum fremur, Roman Polanski og Steph- en Frears ásamt öðrum leikstjórum eins og Alan J. Pakula og Sidney Lu- met. Arnold Schwarzen- egger átti að lenda eftir korter og Nastassja Kinski var löngu mætt. Scorsese og Kurosawa stóðu saman úti á svölum og spjölluðu saman. Glamúr og glæstar stjörnur. Alls voru 16 myndir í aðalkeppninni. Á meðal þeirra verk frá Giuseppe Tornatore (Paradísarbíóið) og Jean-Luc Godard. Líka mynd Taviani-bræðranna ítölsku, Sólin skín líka á nóttunni, Komdu og sjáðu Warren Beatty sem Dick Tracy. ÞEIR, sem þekkja til síðustu myndar David Lynch, Blátt flauel, ættu að kannast vel við sig í heimi nýju myndarinnar, „Wild at Heart", sem Sig- urjón Sighvatsson fram- leiðir og hreppti Gull- pálmann á Cannes eins og frægt er orðið. Blátt flauel gerði Lynch að ipeistara hins úr- kynjaða og nýja myndin á að vera jafn ógnvænleg — ekki eins myrk — en fyndn- ari. Með aðalhlut- verkin fer góður hópur þekktra leikara með Isa- bella Rossellini (Blátt flauel) og Nicholas Cage (Moonstruck) í farar- broddi en aðrir eru Diane Ladd, Laura Dern, Harry Dean Stanton og Willem Dafoe. „Þetta er vega- mynd,“ sagði Lynch nýlega eftir Arnald Indriðason í erlendu blaði, „svolítið furðuleg sakamálasaga, ástarsaga og ívið óþægi- legt sálfræðidrama líka“. Mest er hún um náunga að nafni Sailor Ripley (Cage) sem er nýkominn úr f angelsi þegar hann hitt- ir þessa ungu konu, Lulu Fortune (Dern). Mamma Lulu vill ekki að hún sé utan í Sailor en „þar liggur meginvandinn," sagði Lynch. Heldur meira en það. Mamman tLadd) verð- ur kolvitlaus og sendir tvo elskhuga sína á eftir þeim Lulu og Sailor til að enda þeirra rómantík. Isabella Rossellini er ill- þekkjanleg sem hin ófrýni- lega Perdita Durango og myndin er full af kyndug- um persónum, undarlegum táknum og ofbeldi, sem er mikið til kynferðislegt. Hún er byggð á samnefndri bók Barry Gifford, sem reyndar var ekki komin út þegar myndin var gerð. Propag- anda Films Siguijóns og Steve Colins átti kvik- myndaréttinn að sögunni Sigurjón Sighvatsson; lét hann fá „Wild at Heart“. en myndina gerði Lynch í hléi frá annarri, sem hann líka vinnur að fyrir Propag- anda. Þannig var að fyrirtækið var á höttunum eftir hon- um til að leikstýra mynd uppúr sögu sem það hafði keypt og heitir „You Play the Black and the Red RIDDARIGÖTUNNAR 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.