Morgunblaðið - 27.05.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.05.1990, Blaðsíða 23
C 23 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1990 Kristín Guðjohnsen Fædd 28. mars 1930 Dáin 19. maí 1990 Það var eins og dimmdi skyndi- lega á sólbjörtum vordegi laugar- daginn 19. maí, þegar ég frétti að Kristín Guðjohnsen, föðursystir mín, væri látin. Ég vissi reyndar að hún barðist tvísýnni og hetju- legri baráttu við krabbamein, en óraði ekki fyrir því að kallið kæmi svo skjótt. Hún Stína var mér ekki aðeins góð frænka, heldur líka lengi vel sem móðir. Sem barn og unglingur var ég mikið á heimili hennar og Snjólaugar ömmu minnar að Ægis- íðu 68. Þær voru samvaldar í því mæðgurnar að sinna þessu blessaða barni og betra atlæti var varla hægt að hugsa sér. Stína reyndist ömmu einstaklega vel alla tíð og annaðist hana af aðdáunarverðri umhyggjusemi. Þar komu eðliskostir hennar glöggt í ljós. Hún var heilsteypt manneskja, trú og trygg sínum nánustu. Ég fluttist til Vestmannaeyja á unglingárum en gisti ávallt hjá þeim mægðum á Ægisíðunni á ferðum mínum í Reykjavík. Og alltaf var hún Stína fús að lána mér fólks- vagninn sinn, sem ég fór á mínar fyrstu ökuferðir í höfuðborginni. Stína frænka var glæsileg kona með ljóst hár og leiftrandi brún augu. Og nú finnst mér einkenni- legt að tala um hana í þátíð, því hún stendur mér svo ljóslifandi fyr- ir hugskotssjónum. Það fylgdi henni hressandi andblær, hvar sem hún kom. Hún talaði tæpitungulaust og fór ekki í launkofa með skoðanir sínar á mönnum og málefnum. Stína var hrein og bein í fram- komu og vildi hafa góða reglu á öllum hlutum. Hún gat verið dálítið ör en oftast var hún kát og fjörug og alltaf leið mér undur vel í návist hennar. Hún var vel menntuð í bestu merkingu orðsins, hafði yndi af leiklist, tónlist, bókmenntum, ferðalögum og öllu því sem dýpkar reynslu okkar og lyftir undir vængi hugans. Góð kona er fallin í valinn fyrir miklum vágesti, aðeins sextug að aldri. Ég votta Bolla og Gunnari mína dýpstu samúð og bið þess að tíminn, sá mikli græðari, megni að lækna sárin. Minning Kristínar Guðjohnsen er björt og falleg í huga mér. Ekkert fær varpað skugga á hana. Megi minning hennar lifa og verða öllum sem þekktu hana, elsk- uðu og virtu, líkn og huggun í sorg- inni. Einar Örn Stefánsson Kveðja frá samstarfsfólki Póst- og símaskólans „Kristín er dáin.“ Þannig hljóðaði það í símann þegar Guðlaug sam- starfsmaður okkar færði mér þessa sorglegu frétt. Kristín var hraust og heilbrigð á sál og líkama þar til hún kenndi sér meins fyrir tæpu ári. í haust þegar hún kom aftur til vinnu eftir veikindin og meðferð við sjúkdómnum hvarflaði það aldr- ei að okkur að hún ætti svo stutt eftir ólifað sem raun varð á. Fyrir rúmum fimm árum þegar ritara vantaði hjá Póst- og síma- skólanum vorum við svo heppin að Kristín var að leita eftir vinnu hjá sínu gamla fyrirtæki, Pósti og síma. Ég kynntist Kristínu fyrst fyrir rúmum tuttugu árum þegar hún var ritari hjá forstjórum tæknideild- ar Pósts og síma. Ég var þá nýbyij- aður að vinna á tæknideildinni og naut aðstoðar hennar við bréfa- skriftir og pantanir varðandi það verkefni sem ég vann að. Þá komu strax í ljós þeir mannkostir og hæfileikar sem hún bjó yfir. Ekkert virtist henni ofviða og eljan jókst eftir því sem verkefnin virtust erfið- ari. Hér var kominn sá starfsmaður sem Póst- og sírrráskólinn þarfnað- ist, sem myndi leysa öll þau verk- efni, sem honum væru falin, vel af hendi. Það var ákveðið að Kristín kæmi til starfa hjá skólanum í nóv- ember 1984. Hun sá um allt skrif- stofuhald skólans af sinni alkunnu röggsemi. Allar bréfaskriftir reynd- ust henni auðveldar hvort sem þær voru á ensku, dönsku eða íslensku. Það var því engin tilviljun að þegar norræn samstarfsnefnd um mennt- un símamanna hélt fund hér á landi að Kristín var beðin að vera ritari hennar. Allt samstarf við hana var bæði ánægjulegt og hvetjandi því hún var rösk til allra verka og það var traustvekjandi að hafa hana í vinnu við hlið sér. Hun var alltaf svo létt í lund og hláturinn alltaf skammt undan. Hún var alltaf jákvæð gagnvart samstarfsmönnum, kennurum og nemendum og þeir starfsmenn fyrirtækisins sem þurftu að sækja upplýsingar til okkar um veru sína í skólanum eða sækja einhver plögg sem skólinn gat gefið út þeim til handa gengu ekki bónleiðir til búð- ar því Kristín var alltaf reiðubúin að leysa öll vandamál og veita allar þær upplýsingar sem þurfti. Það var erfitt að finna jafngóðan starfs- mann til að fylla það skarð sem Kristín skilur eftir sig. Við sam- starfsmenn hennar söknum hennar sárt en eftir lifir minningin um góðan dreng og þökkum við fyrir þann tíma er við fengum að njóta hennar. Við vottum þeim Bolla, eig- inmanni hennar, og Gunnari, syni hennar, okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd samstarfsmanna Póst- og símaskólans Jón Ármann Jakobsson skólastjóri Á morgun, mánudaginn 28. maí, fer fram frá Langholtskirkju útför bekkjarsystur okkar, Kristínar Guðjohnsen. Kristín fæddist á Húsavík 28. mars 1930, dóttir hjónanna Snjó- laugar og Einars Guðjohnsen. Þar ólst hún upp í stórum systkinahópi á miklu myndar- og rausnarheimili. Árið 1944 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur og þar átti Kristín heima æ síðan. Í vor eru 40 ár liðin frá því að við útskrifuðumst frá Menntaskól- anum í Reykjavík, stærsti hópur stúdenta sem þá hafði útskrifaðst þaðan. Það var hlýtt og bjart um bæinn er við kvöddumst vonglöð eftir nokkur viðburðarík ár saman. Okkur var þá annað í huga en að halda hópinn en eftir því sem árin liðu styrktust böndin. Kristín átti sinn stóra þátt í því. Hún kom úr Gagnfræðaskóla Reykvíkinga ásamt stórum hópi ungmenna og settist í 4. bekk Á, haustið 1947; Hun valdist fljótt til forystu í bekknum vegna þess hve dugleg og glaðlynd hún var og vin- sæk Hún var hreinskiptin og hisp- urslaus og ósjaldan vakti hún okkur hlátur með hnyttnum og skemmti- legum tilsvörum á sinni klingjandi norðlensku. Hún var einróma kosin í bekkjar- ráð 6. bekkjar. í 40 ár var hún fulltrúi okkar A-bekkinga þegar eitthvað stóð til, svo sem stúdents- afmæli. Þökkum við bekkjarsyst- urnar henni af alhug fyrir fórnfúst starf í okkar þágu og fyrir hennar mikla hlut í því að stuðla að sam- heldni bekkjarsystkinanna. Það skarð sem hún skilur eftir verður vandfyllt. Dánardagur hennar var bjartur og hlýr eins og hún var sjálf, fullur fyrirheita um betri tíð og bjarta daga eftir langan og strangan vet- ur. Okkur auðnaðist ekki að eiga þetta hátíðai'vor með henni en minningar um liðnar gleði- og há- tíðarstundir munu fylgja okkur. Kristínu fylgja hlýjar kveðjur í þeirri trú, að þar bíði vinir í varpa sem von er á gesti. Við vottum eiginmanni hennar, Bolla Olafssyni, og einkayni þeirra, Gunnari, svo og öðrum aðstandend- um innilega samúð. Bekkjarsystur Blómastofa Friðfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öli kvöld tíl kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. B Y K O I B R E I D D S I M I 4 10 0 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.