Morgunblaðið - 27.05.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.05.1990, Blaðsíða 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1990 Myndbandaleiguiti hefur Qölgað mjög á síðustu árum og ólíkt fyrirtækjum í ýmsum öðrum greinum verslunar og þjónustu hér á landi eru gjaldþrot fátíð. Myndböndin spóla inn peiiiiignm ÞAÐ ER Iiðin tíð að myndbandaleigur bjóði eingöngu upp á rusl. Það er einnig liðin tíð að litið sé á myndbandaleigur sem íágkúru- legan afkima afþreyingarmenningarinnar. Víða erlendis hafa myndbandakeðjur lagt sig fram við að losa þessa þjónustugrein undan rottuholuímyndinni og því spretta núna upp stórar og bjart- ar leigur þar sem myndir eru flokkaðar í allt að þrjátíu flokka, líkt og bækur í betri bókaverslunum. Þessar myndbandaleigur eru ekki staðsettar í hliðargötum eins og eldri leigur heldur eru þær á áberandi og hentugum stöðum. Nokkrir að- ilar hugleiða útgáfii út- varps- og sjónvarps- dagskrár FRÓÐI hf. og íslensk upp- lýsing hf. hafa, hvort í sínu lagi, hafið undirbúnings- vinnu að útgáfu útvarps- og sjónvarpsdagskrár, en auk þess hefur Morgun- blaðið heimildir fyrir því að a.m.k. tveir aðrir aðilar hafi velt slíkum möguleika fyrir sér. Hjá Fróða og ís- lenskri upplýsingu fékkst staðfesting á því að undir- búningur væri kominn á rekspöl, en þjá hinum mun hugmyndin aðeins vera á umræðustigi. Agúst Pétursson hjá ís- lenskri upplýsingu hf., sem m.a. gefur út „Gulu bók- ina“, sagði að vangaveltur hefðu verið uppi innan fyrir- tækisins um útgáfu á slíku dagskrárblaði, en hann kvaðst þó ekki vilja tjá sig nánar um málið á þessu stigi. „Ég get hins vegar fullyrt að verði úr þessu af okkar hálfu verður hér um að ræða vand- að og efnismikið rit,“ sagði hann. Steinar J. Lúðviksson hjá Fróða hf. staðfesti í samtali við Morgunblaðið að undir- búningur væri hafinn að út- gáfu blaðs af þessu tagi. „Hugmyndin er á teikniborð- inu, en endanleg ákvörðun um efnistök eða hvenær af þessu yrði hefur ekki verið tekin,“ sagði Steinar. Fróði hf. hefur annast útgáfu á Sjónvarpsvísi Stöðvar 2 og sagði Steinar að samningur milli Stöðvar 2 og Fróða um áframhaldandi útgáfu væri í endurskoðun í ljósi þessarar hugmyndar um útgáfu á al- hliða sjónvarps- og útvarps- dagskrá. Sagði Steinar að þau mál myndu líklega skýr- ast á næstu dögum. essi þróun á sér margar skýr- ingar en sú sem mestu skipt- ir er að núna liggja gífurlegir peningar í þessari þjónustugrein. Fjótlega upp úr 1980 voru tekjur kvikmyndaveranna í Hollywood af myndböndum um 0,6% af heild- artekjum og þá voru þau litin hornauga þar sem talið var að kvikmynd- inni stæði ógn afþeim. Nú eru breyttir tímar, — á árinu 1988 var nærri helmingur tekna kvik- myndaveranna af myndböndum. Islenskar myndandaleigur veita samtals hundruðum milljóna króna á ári og eykst veltan stöð- ugt. í dag kostar sólarhringsleiga á einu myndbandi hátt á fjórða hundrað króna. Myndbandaleiga sem afgreiðir 300 viðskiptavini á viku veltir því um fimm og hálfri milljón á ári. Frá árinu 1985 til loka síðasta árs jókst velta myndbandaleiga í Bretlandi um 80%. Á sama tíma fjölgaði myndbands- tækjum í landinu um helming og nú er nærri eitt tæki á hveija fjóra íbúa. Búist er við svipuðum vexti á næstu tveimur árum. Hér á landi er hins vegar erfitt að fínna fjölda myndbandstækja því að innflutn- ingi þeirra hefur verið staðið með ýmsum hætti. Líkt og með aðra smásölumark- aði þar sem eftirspurn eykst mest hafa stórar keðjur náð undirtök- unum. I Bandaríkjunum og Bret- landi eru nokkrar keðjur orðnar mjög áberandi og eiga þær hundr- uð og jafnvel á annað þúsund smásölustaða. Það eru einmitt þessar keðjur sem reynt hafa að fága ímynd þessarar þjónustu- greinar hvað mest að undanfömu. Á Islandi eru það ennþá „fram- takssamir einstaklingar“ sem halda uppi þessari þjónustu en hvort það fyrirkomulag verði til eilífðar er hér látið ósagt. Hinn ógurlegi vöxtur þessarar þjónustugreinar um þessar mund- ir, tíu árum eða svo eftir að al- menningi gafst fyrst kostur á þessu, stafar af því að nú er fram- boð á myndum orðið mjög mikið. Fólk sem ekki hefur stundað kvik- myndahúsin að ráði síðasta ára- tuginn á nú kost á tugum ef ekki hundruðum úrvalsmynda á vel flestum myndbandaleigum. Að auki líða nú ekki nema nokkrar vikur frá því að mynd dettur út hjá kvikmyndahúsi þar til hún er ■ Sífelltaukið úrval af kvik- myndum til leigu hefiir gert mynd- bandið að raunveruleg- um valkosti fyrir fólk sem vill hafa það náðugt heima eina kvöld- stund fáanleg á leigu. Reyndar er það mismunandi eftir því hvaða mark- aðstækni dreifiaðilar beita á hveija mynd. Svokallaðar gæða- myndir lifa lengur í kvikmynda- húsum og því er beðið með að gefa þær út á böndum. Vinsælar myndir á borð við Roeky, Lethal Weapon, Indiana Jones o.fl. lifa skemur í kvikmyndahúsum og koma því fyrr inn á myndbanda- markaðinn. Að auki er það nú svo að mynd- bandaleigur bjóða upp á meira úrval en kvikmyndahús því hundr- uð mynda eru framleiddar á ári hveiju sem aldrei komast á hvíta tjaldið og fara beint á bönd og einnig skal hafa það í huga að sjónvarpsefni allskonar er einnig fáanlegt á myndböndum. Myndbandabransinn mun að líkindum dafna á næstu árum hér á landi eins og annars staðar, og reikna má með að hann þróist og breytist jafnharðan. Margiróttast að nú sé hann að komast á það stig að geta ógnað kvikmyndahús- unum. Aðrir benda á að markað- urinn sé að stækka og halda því til viðbótar fram að ekki sé alfar- ið um sama markað að ræða því mjmdbandið sé til heimilisbrúks en kvikmyndir flokkist hins vegar undir það að skreppa út eða breyta til. Með öðrum orðum eru þeir að segja að tilbúnir réttir í örbylgjuofninn ógni ekki rekstrar- grundvelli góðra matsölustaða. M.a. stuðst við Independent on Sunday, 22. apríl 1990. BAKSVIÐ eflir Ásgeir Friógeirsson Umfjöllun um viðkvæm mál Undirritaður pistlahöf- undur er vanur að fara í gegnum blöð og tímarit og fylgjast nokkuð vel með ijósvakamiðlunum í það minnsta síðustu vikurnar áður en skila á pistli til blaðs- ins, Ef ekkert markvert á sviði fjölmiölunar er að flnna á þeim vettvangi er ágætt ráð að dusta rykið af ein- hveiju afmörkuðu efni sem fellur að umræðum og um- fjöllun líðandi stundar. I pistli dagsins í dag er ein- ungis ætlunin að varpa fram tveimur atriðum sem sitja eftir úr íslensku fjölmiðla- flóði upp á síðkastið. Fyrra atriðið er umrótið sem á sér stað í fjölmiðlum hér á landi fyrir kosningar. Sú var tíðin að menn skrifuðu í málgagn sitt fyrir kosningar og ferð- uðust síðan á milli kjósenda til að hitta þá augliti til aug- litis á kosningafundum. í dag eru blöðin meira opin fyrir greinum „andstæðinganna“, ljósvakamiðlamir halda kosningafundi fyrir alþjóð og upptökusalir útvarps og sjónvarps verða vígvellir þeirra sem beijast til síðustu stundar. Auðvítað má flnna að ýmsu en það er að sjálf- sögðu krafa lesenda, hlust- enda og áhorfenda að fá þá þjónustu úr miðlum sínum sem felst í fjölbreyttri og opinni umfjöllun úr öllum áttum og af öllum listum. Það er af nógu að taka ef ætlunin er að fjalla um fjölmiðla og kosningar en verður hins vegar látið ógert í þetta sinn enda aðeins ætl- unin að benda á þá miklu breytingu sem orðið hefur á ekki mjög löngu tímabili og hugleiða breytta tíma. Seinna atriðið úr fjöl- miðlaflóði síðustu vikna eru tíðar fréttir af slysum, óhöppum og voðaverkum í litla íslenska þjóðfélaginu og er seinni hluti þessa pistils aðeins smá hugleiðing af því tilefni. Það er stór þáttur í starfi blaða- og fréttamanns- ins að leita upplýsinga um mál, setja sig inn í þau og segja síðan frá þeim eða fjalla um þau í viðkomandi fyölmiðli. Starf blaða- og fréttamannsins er erilsamt og oft lítill tími til stefnu þegar koma á út frétt. Suih mál eru þó þannig að aðilar sem tengjast þeim eiga um sárt að binda. Þar skiptir miklu máli að sýna fyllsta tillit í allri umfjöllun. Blaða- menn stofnuðu á sínum tíma sjálfir siðanefnd í því skyni að veita aðhald og vanda til eftir bestu getu í umfjöllun- um sínum. Siðareglumar fyrir blaða- og fréttamenn gegna mjög mikilvægu að- halds- og uppeldishlutverki. Þær eru leiðbeining fyrir blaðamannastéttina um það hvað ber að virða og hvað ber að varast í nútímafjöl- miðlun. Siðareglurnar eiga að vera kunnar almenningi þannig að þar geti menn átt- að sig á starfi og ábyrgð stéttarinnar og gagnrýnt þegar þörf krefur. Þær eiga að veita almenningi vemd gegn fjölmiðlafólki án þess að dómstólar þurfi að koma til. ■> Það er ekki ætlunin hér að fara orðum um kosti og galla á siðareglum Blaða- mannafélags íslands því það væri efni í annan pistil og rúmlega það en það á að vera regla blaða- og frétta- manna að hafa settar siða- reglur í bakgrunni við skrif eða umfjöllun um öll mál. Á einum stað í þessum reglum segir að blaðamaður skuli forðast allt sem valdið geti saklausu fólki, eða mönnum, sem eiga um sárt að binda, sársauka eða vanvirðu, og sýna svo sem kostur er tillits- semi í upplýsingaöflun-sinni, úrvinnslu og framsetningu. Þegar um svo sorglega at- burði er að ræða eins og gerst hafa síðustu vikur að heill hópur af ungu fólki hef- ur látist í umferðarslysum eða í öðrum óhöppum á fjöldi manns um sárt að binda. Frásagnir af atburðinum skipta aðstandendur máli. Það þarf ekki að vera að um brot á siðareglum sé að ræða hjá viðkomandi blaða- eða fréttamanni en frásögn get- ur borið merki þess að blaða- eða fréttamaðurinn hafi látið liggja á milli hluta að spyija kryfjandi spuminga og grennslast betur fyrir. Tímapressan áðumefnda er einn þáttur í blaða- og fréttamennsku en það má draga úr tímapressu með því að skipuleggja vinnslu mála betur. Frásögn á að bera þess merki að blaða- eða fréttamaðurinn hafi aflað sér fullrar vitneskju, hafi sóst eftir öllum staðreyndum málsins og segi síðan frá sorglegum atburðum sem snerta fjölda fólks á tillits- saman hátt. Það er nógu erfitt að bera sorgina þótt ekki bætist við vangaveltur um að óskandi væri að það hefð' ekki verið sagt svona eða hinsegin frá atburðinum. Það þarf ekki að vera að ekki sé sagt rétt frá ákveðnu máli. Flennistórar myndir í blöðum geta truflað, orðalag í myndartexta getur orkað tvímælis og í frásögnina get- ur vantað mikilvæg atriði sem skipta aðstandendur miklu máli. Fréttir af slysum og sorglegum atburðum koma samdægurs eða næsta dag — aðstandendur þeirra sem í hlut eiga eiga um sárt að binda þessa sömu daga og eiga að geta treyst á fyllstu tillitssemi í því litla þjóðfélagi sem Island er. Guðrún Birgisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.