Morgunblaðið - 27.05.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.05.1990, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ MYNDASOGUR SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1990 24 C STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) W* Það er ekki heppilegt að ýta of mikið á eftir hlutunum í dag. Einbeittu þér að verkefnum sem þú hefur trassað heima fyrir. Naut (20. apríl - 20. maí) Hugmyndir þínar eru snjallar. Láttu ekki hugfallast þótt þú fáir ekki þegar í stað þær undirtektir sem þú óskar eftir. Þú ert tvímælalaust á réttri leið þótt aðrir láti sér fátt um finnast. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þó að dagurinn lofi öliu fögru í fjárhagslegu tilliti er ekki vist að allir standi i skilum við þig. Ein- beittu þér að því sem þú ert að gera og þér mun verða vel ágengt Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þér býðst freistandi tækifæri fyrr ir tilstilli vina og þú gleðst yfir að fá að ferðast. Þér kann samt að finnast sem náinn ættingi veiti tilfinningum þínum ekki næga athygli í dag. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú færð góðar fréttir varðandi starf þitt í dag, en þú hefur áhyggjur af máli sem tengist við- skiptum. Hertu upp hugann og notfærðu þér þau tækifæri sem bjóðast núna. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þó að dagurinn i dag eigi að heita hátíðlegur er þér órótt út af baminu þínu. Farðu sparlega með fé í kvöld, en njóttu róman- tiskra augnablika. Vog (23. sept. - 22. október) 2% Þú ert með mörg járn í eldinum um þessar mundir. Óvenjumikið þrek eykur afköst þín til muna. Ástandið heima fyrir þarfnast alúðar af þinni hálfu. Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) ®Hj0 Þú ert með óþarfa áhyggjur í dag og ættir að þiggja heimboð sem þér berst. Þar býðst þér kostuleg skemmtun. Láttu rómantík og ferðalög hafa forgang. Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) £SO Þetta er einn af þeim dögum þegar peningar koma og fara með hraði. Farðu varlega í hvers konar Qárútlát. Njóttu þess að vera heima hjá þér í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú skiptir oft skapi um þessar mundir. Þú losnar við innilokun- arkennd þegar áhuginn á verk- efnum dagsins taka hug þinn fanginn. Hjónum finnst þau vera mjög nátengd í dag. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú átt skipti við mjög viðkvæmt fólk núna og verður að fara var- lega til að særa ekki tilfinningar einhvers. Þú lætur vinnuna sitja í fyrirrúmi um þessar mundir. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) £ít Láttu depurð annarra ekki spilla deginum fyrir þér. Reyndu að forðast neikvætt fólk. Sinntu áhugamálum þínum. AFMÆUSBARNIÐ er heim- spekilega og bókmenntalega þenkjandi. Því gengur vel að bjarga sér út úr erfiðleikum og - er fljótt að ná sér eftir áföll. Það er gefið fyrir að prófa sig áfram, en ætti að forðast tækifæris- mennsku i vali sínu á ævistarfi. Það hefur venjulega fjármálavit og hæfileika til ritstarfa. Það er ákveðið í skoðunum og sjálfsör- uggt. Stjörnuspána á að lesa sem dœgradv'ól. Sþár af þessit tagi byggjast ekki á traustum grunm visindalegra staðreynda. DYRAGLENS GRETTIR TOMMI OG JENNI i;;iiijiiiH;iiimwinT;iiiiiiiiiiiii;i LJOSKA PÁo e-|? e/n/mitt) hvad sec. ts4E> Æ/Vt ÉG ^IKEXJ ÞA \JM 'FÆ x KVÖLD-J BAOKJII? MAT fJX O&SAxLT fez* I U fsC rx. Sh xss;i ? FERDINAND SMÁFÓLK Jæja þá, farðu af stað og sýndu öllum að þú sért konungur frumskógarins. a)ELL,5URE..Y01/ MAYMAVE TO CR.055 THE 5TREET.. Ja, auðvitað ... þú gætir þurft að fara yfir götuna... BRIDS . Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þótt vinningsleiðin er fjórum spöðum suðurs sáraeinföld, er einhverra hluta vegna erfitt að koma auga á hana. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ K3 ▼ 1085 ♦ G1043 + ÁK72 Vestur Austur 48642 iiiiii 47- ▼ KDG7 ▼ A6432 ♦ D96 ♦ K7 *D8 4G9654 Suður ♦ ÁDG1095 ▼ 9 ♦ Á852 ♦ 103 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 spaði Pass 2 grönd Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Útspil: Hjartakóngur. Spilið kom upp í sterkri tvímenningskeppni, þar sem hver snillingurinn á fætur öðrum fór snarlega einn niður. Menn trompuðu hjarta í öðrum slag og tóku Ijórum sinnum tromp. 4-1-legan skapar styttingshótun og nú að verka tígulinn upp á einn tapslag. Tvennt kemur til greina: (1) Spila smáum tígli að G10 í þeirri von að vestur eigi háspil annað. (2) Spila tígulgos- anum úr blindum og treysta á háspil annað í austur. Miðað við trompleguna er vestur líklegri til að vera stuttur í tígli og því völdu allir fyrr- nefndu leiðina. Vörnin fékk því tvo slagi á tígul og hafði tíma til að skapa sér einn í viðbót á hjarta. Út af fyrir sig var eðlilegt að velja þessa tígulíferð. En menn voru staurblindir fyrir þeirri ein- földu spilamennsku að fría tígul- inn strax, áður en trompið er tekið. Spila tígulás og meiri tígli. Austur fær á tígulkóng og spilar hjartað. Suður trompar og spilar aftur tígli. Nú kemur trompið í blindum í veg fyrir styttinginn. SKÁK Umsjón- Margeir Pétursson Hinn kunni stórmeistari Miguel Najdorf varð áttræður hinn 16. apríl síðastliðinn. Af því tilefni héldu Argentínumenn afmælismót honum til heiðurs í Buenos Aires. Þessi staða kom upp á mótinu í viðureign argentínsku stórmeist- aranna Daniel Campora (2.520) og Miguel Quinteros (2.490), sem hafði svart og átti leik. Svartur hefur töglin og hagld- irnar og fann nú fallegt þvingað mát í fjórum leikjum: 31. — Bgl+I, 32. Hexgl (Eða - 32. Hgxgl — Rfl++ og næst Dh2 mát) 32. - Rfl++, 33. Khl - Hxh3+ og hvítur gafst upp, því hann er óverjandi mát í næsta leik. Vassily Smyslov, 69 ára, sem var ungur og efnilegur þegar Najdorf var upp á sitt bezta, sigr- aði á mótinu ásamt spænska stór- meistaranum Jose Luis Fern- andez. Þeir hlutu 9 v. af 13 mögu- legum. Næstir komu Morovic frá Chile og Sunye Neto, Brazilíu með 8 'h v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.