Morgunblaðið - 27.05.1990, Side 32

Morgunblaðið - 27.05.1990, Side 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAI 1990 BAKÞANKAR Reimar frændi frá ísafirði H ér hefst Skugghverfinga saga. Þegar Reimar frændi minn kom frá ísafirði með rútu vorið 1961 til að vera hjá okkur sumarlangt var ég sendur að sækja hann á BSÍ. Það voru sagðar af honum slíkar sögur að ég fæ ekki skilið enn þann dag í dag hvernig foreldrar mínir fengust til að vista hann. Þetta var vorið sem faðir minn eftir Ólaf Gunnarsson keypti rauða Bjúkkann. Allt frá þvi hann var ungur maður og átti um nokkra mánaða skeið tveggja sæta sextán sílindra Kadilakk, slikir bílar voru til, trúðu mér les- andi góður, hafði hann dreymt um að eignast annan. Ég varð fyrir gífurlegum vonbrigðum þeg- ar ég frétti að Bjúkkinn væri „bara" átta gata. Ég var tólf ára, Reimar þrettán, hann var óskírður enn og pabbi hans var kommi, það olli ömmu minni talsverðum áhyggjum að óskírður drengur af slíkum uppr- una kæmi á heimilið. Ég stóð úti á stéttinni á gúmmískóm og pokabuxum þegar rútan rann að. Reimar steig út síðastur. Hann var höfðinu hærri en ég, freknóttur og rauðhærður með gular skögultennur og skjálg- ur á auga, þetta eru engar ýkjur, hann leit svona út, ég ætti best að vita það. Hann spýtti á götuna eins og gamall rauðmagakall og sagði; Og ertu svo með gleraugu helvítið þitt? Ég hafði það sem hobbý heima á Isafirði að brjóta gleraugun hjá krökkunum, skal ég segja þér. Ég mölvaði meira að segja brillur fyrir skrílnum frá Bolungarvík, það er þannig gæi sem ég er. Skilurðu það? Ég skildi það i einum grænum. Við Reimar gengum heirri á leið yfir Arnarhól, hann var mun skreflengri en ég svo ég mátti til með að hálfhlaupa við hlið hans. Þegar við beygðum af Hverfisgöt- unni og stefndum á Frakkastig 6a í Skuggahverfinu sáum við pabba, hann var að útlista gæði nýja bílsins fyrir einum nágranna sinna, bakaranum. — Já, sælinú, sagði pabbi við Reimar, eru kom- inn frá ísafirði kallinn, ja, það er nú þannig, sagði hann við bakar- ann, að bíllinn er olíulaus eins og á stendur, ég varð að taka ol- íupönnuna undan. Ég fæ aðra á morgun. Eftir kvöldmat spurði Reimar, við sátum út á tröppum; — Er ekki hægt að búa til sprell í þessu Skuggahverfi? Hann hugsaði sig um. — Veistu hvað kemur bílum til að ganga betur? Það er sandur, svaraði hann sjálfum sér. Maður setursand í bensinið. Hannglotti. Ég varð ákaflega hissa að heyra þetta. Og ég varð lika hjartanlega glaður, svo oft hafði ég hevrt föður minn kvarta yfir háu bensín- verði. Reimar sendi mig inn eftir bíllyklunum sem héngu á nagla í eldhúsinu. hann sagði mér tilþeg- ar ég mokaði sandi á tankinn. Reimar var svo vænn að setja sjálfur í gang. Bjúkkinn rauk í gang. Hann gekk og hann gekk og hann gekk. Vélin hitnaði og hitnaði. Þannig láta bílar þegar vantar á þá oliuna. Reimar lyfti upp húddinu, vélin var byrjuð að roðna. — Dreptu á honum maður, tisti ég. Reimar hoppaði upp i framsættð og drap á bílnum en vélin gekk af enn meira offorsi en áður. Þannig láta bílar þegar þeir bræða úr sér. Reimar stökk upp á frambret- tið sín megin og byrjaði að spræna á mótorinn til að reyna að kæla hann, ég gerði slikt hið sama. Vélin. glóði, við stóðum hvor á móti öðrum og sprændum af Iífs og sálar kröftum en bunur vorar tóku skjótt að falla. Vélin sagði hviss! hviss" og pabbi kom út á tröppur og nú er ég kominn alla leið niður á spaltann minn og því verður meira af Reimari frænda að bíða þar til ég verð næst með bakþanka. ff HEFUR ÞÚ KYNNST „FL0SA"? „Flosi“ er nýr ryksuguhaus, sem hreinsar ló, hár og annað kusk, sem aðrir burstar ná ekki. „Flosi“ passar á altar ryksugur. j crfþgi hí. J Faxafeni 12, Reykjavík, s. 673830. s Gólfbvottavélar með vinnubreidd frá 43 til 130 cm. Gólfþvottavélar drifnar með rafgeymum. Hako Gólfþvottavélar með sæti vélará Islandi IBESTAI Nýbýlavegi 18, sími 64-1988. BREFA- BINDIN /rá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. Múlalundur SfMI: 62 84 50 2 => □ l => 2 2 5 2 g I ENSKA - SUMARFRÍ - TÓMSTUNDIR Lærið ensku á einum vinsælasta sumardvalarstað á suðurströnd Englands, Eastbourne. Allt viðurkenndir skólar. Hægt er að velja um: - Ensku, 33-40 kennslustundir á viku - Ensku, tómstundir og skoðunarferðir f. unglinga - Ensku og golf - Ensku og badminton - Ensku og tennis - Ensku og siglingu á ánni Thames - Ensku fyrir kennara - Ensku fyrir fólk á efri árum og einnig ýmiss konar námskeið. Upplýsingar gefur Edda Hannesdóttir, fulltrúi I.S.A.S. á íslandi, í síma 672701 milli kl. 13 og 15 virka daga. Fulltrúi frá I.S.A.S. er á staðnum til aðstoðar hvenær sem er. Útvegum einnig skóla á írlandi. IHVAÐA VEÐRISEMER Með Meco þarftu ekki að hafa áhyggjur af veðrinu, það er alltaf hægt að grilla. < ..t Hönnun MECO: Loftflæðið gerir Meco að frábæru útigrilli: Það sparar kolin. Brennur sjaldnar við. Hægt er að hækka og lækka grindina frá glóðinni. Tekur styttri tíma að grilla og maturinn verður safaríkari og betri. Auðveld þrif. iþ Heimjlistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNI SlMI 691520 \ C sajtooKgujtc Tilog með 30. júní 7. júlí 14. júlí 20. júlí 21. júlí 28.JÚIÍ 4.ágúst 11. ágúst 18. ágúst 25. ágúst 1. september 8. september 15. September Einsdæmi Sjöund Sjöund Geirmundur Valtýsson Geirmundur Valtýsson (aðelns eina helgi í Reykjavik) Ingimar Eydal Ingimar Eydal Ingimar Eydal Hafrót Hafrót Sjöund Stefán P. Stefán P. Auk þessa verða önnur skemmtiatriði auglýst síðar. * M IÓLGUSJÓÁSÖGU Við þökkum frábærar móttökur í vetur - sjáumst aftur næsta haust. Hótel Saga þakkarhinum frábæru skemmtikröftum sem stóðu að sýningunni Ómladí - Ómlada fyrir ánægjuiegt samstarf í vetur. Einnig þökkum við gestum okkar fyrir komuna, en uppselt var á allar sýningar vetrarins. Sýningar hefjast aftur 22. september

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.