Morgunblaðið - 27.05.1990, Blaðsíða 2
2 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1990
Hómósexualismi er sagður
vera sjaldgæfur á ís-
landi,“ segir W.H. Auden
í öðrum kafla bókarinnar
.„Bréf frá Islandi“ (Lett-
ers from Iceland), sem
þeir félagar skrifuðu um
dvöl sína hér á landi og
gefín var út árið 1937. Þennan kafla
bókarinnar stílar Auden á vin sinn,
rithöfundinn Christopher Isherwood,
sem um þær mundir var í tygjum
við Guy nokkum Burgess, sem síðar
var afhjúpaður sem handbendi sov-
ésku leyniþjónustunnar, KGB. Við
þá sögu kemur líka Anthony Blunt,
menntaður listfræðingur frá Cam-
bridge og listfræðilegur ráðunautur
hennar hátignar Bretadrottningar,
en hann varð síðar uppvís að föður-
landssvikum og njósnum í þágu vald-
hafanna í Kreml. Einnig hann fær
kveðju frá íslandi þetta sumar, frá
bemskuvini sínum og fyrsta elsk-
huga, Louis MacNeice. Þannig tvinn-
ast þræðir hinnar forboðnu ástar,
föðurlandssvika, öfgafullra stjórn-
málaskoðana og sakleysislegs ferða-
lags tveggja ungskálda á norðurslóð-
um sumarið 1936.
Glöggt er gests augað
Af bók þeirra Audens og Mac-
Neice má ráða að þeim hefur líkað
vel dvölin hér á landi og í formála
að endurútgáfu, árið 1965, segir
Auden að þessir þrír mánuðir á Is-
landi séu í minningunni eitt ham-
ingjuríkasta tímabil ævi sinnar.
Margt kom þeim þó undarlega fyrir
sjónir á ferðalaginu um landið þvert
og endilangt og víða þótti þeim
landinn býsna kollhúfulegur á að líta
og skrítinn og í frásögninni bregða
þeir gjaman á leik með gáska og
glettni. Um höfuðstað þessarar
hijóstrugu eyju segja þeir meðal
annars:
„Það er ekki margt um Reykjavík
að segja. Hótelin sex em Borg, Is-
land, Skjaldbreið, Vík, Hekla og
Stúdentagarðurinn. Borg á að heita
fyrsta flokks hótel, en stendur ekki
undir því nafni. Borg er þó eini stað-
urinn þar sem þú getur keypt þér
drykk. En með tilliti til herbergja,
verðs og almennra þæginda er Stúd-
entagarðurinn tvímælalaust besti
staðurinn til að gista á. Þó gæti
maturinn þar verið betri./ I Austur-
stræti er kaffíhús þar sem hægt er
að fá þokkalegar ijómakökur. Á
Borg er jass-hljómsveit og dansað á
hveiju kvöldi. Tvö kvikmyndahús er
í bænum og tvær ágætar bókaversl-
anir./ í safninu, sem er opið á mið-
vikudögum og sunnudögum, er at-
hyglisvert málverk á tré af „síðustu
kvöldmáltíðinni", sem er vel þess
virði að sjá, og ennfremur er safn
íslenskra málverka í þinghúsinú.
Safn Einars Jónssonar er hins vegar
ekki fyrir vandláta. Annað merkilegt
er ekki að sjá í bænum nema Olia
Maggadon (á líklega að verá Óli
Maggadon), sem heldur sig venjulega
við höfnina, Odd Sigurgeirsson, _sem
er út um allt í bænum, og Árna
Pálsson, prófessor í sögu ...
Á stærri hótelum í Reykjavík er
auðvitað hægt að fá venjulegan evr-
ópskan mat, en á sveitabæjunum úti
á landi verða menn að gera sér að
góðu það sem til er, og er sú fæða
í flestum tilfellum afar kynleg og
undarlega samansett. Ef þú gistir á
bóndabæ færðu morgunverðinn í
rúmið: kaffí, brauð og ost, og smá-
kökur. Kaffíð, sem reyndar er drukk-
ið allan daginn (líklega hef ég drukk-
ið um það bil 1.500 kaffibolla á þess-
um þremur mánuðum), er yfírleitt
gott. Brauðið er bæði hvítt og dökkt,
gijóthart en þó vel neysluhæft. Ost-
urinn er sterkur og góður. Ég er
ekki fyrir kökur og bragðaði því
ekki á þeim, en mér var sagt að þær
væru góðar./ Hádegisverður er
venjulega snæddur klukkan 12 og
kvöldverður um 7-leytið. Hádegis-
verðurinn er aðalmáltíðin á flestum
heimilum, en bændurnir eru þó ávallt
reiðubúnir að gefa þér vel að borða
hvort sem er á nóttu eða degi. (Einu
sinni borðaði ég kvöldmat klukkan
11 að kvöldi.)/ Þurr fiskur (harðfisk-
ur) er ein traustasta fæða lands-
manna. Best er að rífa hann í tætlur
með fíngrunum og borða með smjöri.
Hann er misj-afnlega seigur, seigari
gerðin bragðast eins og táneglur, en
sá mýkri eins og skinnið af iljum
manna./ Súpumar eru sætar og
margar hvetjar afar óþægilegar hvað
bragð snertir. Ég minnist þriggja
Fundur í „Samfélagi postulanna" í Cambridge árið 1933. Anthony Blunt er þriðji frá hægri. Með
honum á myndinni eru, frá vinstri: Richard Llewellyn-Davies, skáldið Hugh Sykes Davies, Alister Watson,
Julian Bell og Andrew Cohen, sem allir voru yfirlýstir marxistar.
Ferð tH tslands
Og sæfarinn óskar: Æ, sé nú hver iæknir mér fjarri!
og sjávarnöfn-skáldanna fylgjast með honum um borð:
Borgleysa, Ótryggur, Svörfuður, Sorgin.
Og Synjun er Norðursins orð.
Og ómælissléttur hins blóðkalda veiðifisks blika,
og brim er í lofti af vængjum svífandi flokks.
Og undir þeim þjótandi, iðandi fána
sér eyjavinurinn loks
hilla undir von sína: og fannblikið nær honum færist,
fjöllin, nakin og seiðsterk, um vornætur dag.
Og undir þeim sandflæmi í ósum fljóta,
sem árskrímsl með blævængslag.
Svo megi hinn ágæti borgari furður hér finna:
fjöll eins og hófspor, eimgos, sem bergrifa spýr,
gljúfur og fossa og hornbjargsins háu
höll, þar sem sjófuglinn býr.
Og höfundur sá, er vill kynna sér kjör manna og háttu:
kirkjustað biskups, sem troðið var niður í sekk,
laug mikils sagnfræðings, klettaey kappans,
sem kvíða langnættið fékk.
Og munið hinn seka, er fákur hans féll og hann mælti:
„Fögur er hlíðin og aftur um kyrrt ég sezt,“
konuna gömlu, sem vitnaði: „Eg var þeim
verst, er ég unni mest.“
Því Evrópa er fjarri, og einnig þá raunveruleikinn.
Við öræfa- og söguhefð landsins þeir kaupa sér dvöl,
sem dreymir sitt líf vera í óþökk, til einskis,
og andlitin fölu, sem böl
. of heitra tálkossa tærði, á þess öræfum laugast.
En tekst það? Því Heimur og Nútími og Lygi eru sterk.
Og hin örmjóa brú yfir beljandi ána
og bærinn í fjallsins kverk
eru eðlileg virki og herstöðvar héraðarígsins,
sem hollustu þegnsins bindur við merkjastein.
Og í bóndanum þarna, sem berst á hesti
út bakkans vallgrónu hlein,
sig þumlungar líka blóðið á bugðóttum leiðum
og biður um svör, eins og þitt: Finnst ei trúnaður neinn?
Ó, hvað dvelur réttlætið? Hver er gegn mér?
Ó, hví er ég stöðugt einn?
Svo kynnum þá heiminum eyna, hans eltandi skugga,
með oflæti í búningi og versnandi fisksölukjör.
í afdal hvín jazzinn, og æskunnar fegurð
fær alþjóðlegt filmbros á vör.
Því hvergi á vor samtími vé þau, er allir unna.
Vor æska ekk! neina staðhelgi, verndaðan reit.
Og fyrirheitið um ævintýraeyna
er eingöngu fyrirheit.
Tár falla í allar elfur og ekillinn setur
aftur upp glófa og bíl sinn á vegleysur knýr
í æðandi blindhríð, og emjandi skáldið
aftur að list sinni flýr.
(Þýðing: Magnús Ásgeirsson — Ljóðasafn I-II)
Guy Burgess árið 1934,23 ára
að aldri. Hann stundaði þá nám í
Trinity Collage í Cambridge. Hann
fór ekki dult með róttækar stjórn-
málaskoðanir sínar, en eins og vin-
ur hans og síðar ástmaður, Donald
Maclean, gekk hann ekki í Komm-
únistaflokkinn fyrir en eftir dauða
föður síns.
Kim Philby árið 1934,22 ára að
aldri. Hann tók aldrei opinberlega
þátt í starfí breskra kommúnista,
en var engu að síður sannfærður í
trúnni allatíð.
Donald Maclean árið 1934,21
árs og þá þegar yfirlýstur kommún-
isti. Hann gekk síðar í utanríkis-
þjónustuna og reyndi þá að breiða
yfir stjórnmálaskoðanir sínar.
tegunda með sérstökum hryllingi, ein
þeirra var úr sætri mjólk og hörðu
macaroni, önnur bragðaðist eins og
heitt marzipan og sú þriðja ilmaði
eins og hárolía ...
Fyrir utan kaffí, mjólk og vatn er
ekki mikið hægt að segja um di-ykkj-
arföng á íslandi enda er þjóðin rétt
að ná sér eftir bannárin. í Reykjavík
getur þú fengið drykki á Borginni,
ef þú á annað borð hefur efni á því.
Whisky og sóda kostar 2 krónur og
25 aura, og glas af þokkalegu sherry
er á 1 krónu og 45 aura. Auk þess
eru sérstakar ríkisverslanir á víð og
dreif þar sem þú getur keypt flöskur
yfir borðið. Þær loka í eftirmiðdag-
inn. Flaska af dökku sherry kostaði
mig krónur 9.50 og flaska af spönsku
brandy (eina brandyið sem til var)
kostaði krónur 6.50. Bjórinn er veik-
ur og andstyggilegur og um límonað-
ið er ekki vert að hafa mörg orð.
Stundum er hægt að fá ólöglegt
brennivín, sem vingjamlegir bændur
halda gjarnan stíft að manni, en
þessi drykkur er banvænn ...“
Engin tré, járnbrautir eða
arkitektúr...
Bók þeirra W.H. Auden og Louis
MacNeice, „Bréf frá íslandi“, skiptist
í 16 kafla þar sem þeir félagar greina
frá reynslu sinni í bundnu og
óbundnu máli. Fyrsti kaflinn er ljóð
eftir Auden, sem hann nefnir „Bréf
til Byrons lávarðar". Auden kemur
þar víða við og fléttar saman hugsun-
um sínum um lífíð og tilveruna og
lýsingum á ýmsum atvikum úr ís-
landsferðinni. Til gamans skulum við
líta á sýnishom úr þessu kvæði svo
og öðram köflum bókarinnar:
The thought of writing came to me to-day
(I like to give these facts of time and space);
The bus was in the desert on its way
From Mothrudalur to some other place:
The tears were streaming down my buming
face;
I’d caught a heavy cold in Akureyri,
And lunch was late and life looked very dreaiy.
(í lauslegri þýðingu: Mér datt í
hug að setjast við skriftir í dag./
(Mig langar til að lýsa þessum stað-
reyndum tíma og rúms);/ Lang-
ferðabíllinn var í auðninni á leið
sinni/ frá Möðrudal til einhvers ann-
ars staðar:/ Tárin streymdu niður
brennheitt andlit mitt;/ Ég hafði
fengið slæmt kvef á Akureyri,/ Og
hádegisverðurinn var seinn og lífið
sýndist afar drungalegt.
Og síðar í sama Ijóði er þessi vísa:
In certain quarters I had heard a rumour
(For all I know the rumour’s only silly)
That Icelanders have a little sense of humour.
I knew the country was extremely hilly,
The climate unreliable and chilly;
So looking round for something light and easy
I pounced on you as warm and civilisé.
(Á vissum stöðum heyrði ég orð-
róm/ (þótt ég þykist vita að sá orð-
rómur sé kjánalegur)/ að íslendingar
hafi lítið skopskyn./ Ég vissi að
landið var einstaklega hæðótt,/lofts-
lagið óáreiðanlegt og svalt;/ Og sem
égsvipast um eftir einhverju upplífg-
andi/ gríp ég til þín vegna þess að
þú ert hlýr og siðmenntaður.
MacNeice fer svipað að í ljóði sínu-
vBréf til Graham og Anne Shepard”.
I upphafinu lýsir hann sjóferðinni til
íslands og segir síðan:
There are no trees or trains or architecture,
Fruits and greens are insufficient for health
And culture is limited by lack of wealth,
The tourist sights have nothing like
Stonehenge,
The literature is all about revenge.
And yet I like it if only because this nation
Enjoys a scarcity of population...
(Það eru engin tré, eða járnbraut-
ir eða arkitektúr,/ ávextir og græn-
meti eru ófullnægjandi frá heilsu-
farssjónarmiði/ og menningarlíf tak-
markað fyrir fátæktar sakir,/ Engir
markverðir ferðamannastaðir á borð
við Stonehenge,/ bókmenntirnar
snúast allar um hefndir./ Samt líkar
mér þetta þó ekki væri nema vegna
þess að þjóðin/ nýtur fólksfæðarinn-
ar...)
En það er margt í fari íslendinga
sem hrífur þá félaga og meðal ann-
ars lætur Auden í ljós hrifningu sína
á hagmælsku þeirra:
„Það sem hefur komið mér einna
mest á óvart er hversu flest sæmi-
lega menntað fólk, sem maður hittir,
á auðvelt með að slá fram rétt kveðn-
um vísum. Þegar ég var á ferð um
Suðurland hafði ég íslenskan náms-