Morgunblaðið - 27.05.1990, Side 28
28 C
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1990
fKBAAfin
Á FÖRIMUM VEGI
// Ég pig at ná l tijá/sög. "
519
Vinur. Vekjaraklukkan
hringdi__
Hver veit nema þeir séu í græn-
metinu og salatinu ...
HÖGNI HREKKVÍSI
„ HVER.NIG GeMSOR SALAN Á
HÖGNA -/HÍN-JAGRIPOMUM ? "
Kvennasögusafii Islands:
Reyni fyrst og fi*emst að minna á
að þarna sé verkeftii að vinna
-segir dr. Anna Sigurðardóttir forstöðumaður
ÍBÚÐIN á §órðu hæð til hægri á Hjarðarhaga 26 er undirlögð
af yfirfiillum bóka- og skjalaskápum. Auk þess liggja pappírsbunk-
ar og skrifstofugögn uppi við og auka á þrengslin. Þarna er mörg
matarholan fyrir fróðleiksfust áhugafólk um sögu kvenna í nútíð
og fortíð. Þetta er árangurinn af áratuga eljusemi fræðaþularins
sem þarna á heima og hefur léð starfsemi Kvennasögusafiis ís-
lands ókeypis húsnæði og alla krafta sína að auki í hálfan annan
áratug. Þó að komin sé á níræðisaldur og enn sé gífurlegt verk
að vinna er engan bilbug að finna á henni. Emi er hún síleitandi
og sískrifandi. Hennar heitasta ósk er að aldur og heilsa leyfi að
hún komi enn meira í verk.
Undirbúningurinn
tók sinn tíma
Anna Sigurðardóttir tekur ljúf-
mannlega á móti gestinum.
Hún rekur rætumar að stofnun
safnsins aftur til sumarsins 1968.
„Karin Westman Berg, dósent við
háskólann í Uppsölum, hélt þá
erindi um rannsóknir í kvennasögu
á ráðstefnu norrænna kvenrétt-
indafélaga á Þingvöllum," segir
hún. „Eftir ráðstefnuna kviknaði
hjá mér hugmyndin að stofnun
íslensks kvennasögusafns."
Hún fékk Else Miu Einarsdóttur
og Svanlaugu Baldursdóttur bóka-
safnsfræðinga í lið með sér og þær
hófust handa við undirbúninginn.
En það var ekki flanað að neinu,
heldur kappkostað að vanda tií
verksins.
Safiiastþegar
saman kemur
„Það var svo 1. janúar 1975, á
fyrsta degi alþjóðakvennaárs
Sameinuðu þjóðanna, að við stofn-
uðum Kvennasögusafn íslands og
undirrituðum stofnskrá þess sem
hafði verið lengi í smíðum," segir
Anna.
Samkvæmt stofnskránni er
Æviminningabók Menningar- og
Dr. Anna Sigurðardóttir
minningarsjóðs kvenna hornsteinn
safnsins, en stofn þess að öðru
leyti bækur, handrit og önnur
gögn, sem Anna gaf safninu á
stofndegi. Aratugum saman hafði
hún viðað að sér efni um líf
íslenskra kvenna og störf þeirra á
ýmsum sviðum með lestri fomra
og nýrra bókmennta, blaða og
tímarita. „Elstu úrklippurnar eru
að mig minnir frá árinu 1946,“
segir hún. „Seinna fór ég að skrifa
hjá mér heimildir og hugdettur á
alls kyns ómerkilega snepla, t.d.
pappírinn utan af fiskínum. Loks
fór ég að flokka miðana og hrein-
skrifa lista.“
Stundum var uppskeran. lítil að
vöxtum, en fyrirhöfnin mikil.
„Heimildirnar eru á víð og dreif,
oft örlítið á hveijum stað,“ segir
hún. „Ég hef stundum sagt að það
sé tilvinnandi að renna í gegnum
heila bók þó að maður finni ekki
nema eina setningu sem nýtist
manni. Safnast þegar saman kem-
ur.“
Karlar réðu ferð
í sögurituninni
Tilgangur safnsins hefur frá
upphafi verið að stuðla að rann-
sóknum á sögu kvenna. Stefnt
hefur verið að því að safna, varð-
veita, skrá og gefa út efni um
konur og málefni sem konur varð- I
ar sérstaklega; greiða fyrir áhuga-
fólki um sögu íslenskra kvenna;
og hafa samvinnu við önnur
kvennasögusöfn, einkum á Norð-
urlöndum.
Anna segir að erfitt sé að gera
sér fulla grein fyrir hve mörg og
margþætt rannsóknarefni í sögu
kvenna séu fyrir hendi á ótal svið-
um, svo sem í almennri mannkyns-
sögu, listasögu, bókmenntasögu,
tónmenntasögu, trúarbragðasögu
og atvinnusögu, auk alls annars.
Víkverji skrifar
Sunnudagsblað Morgunblaðsins
er að jafnaði prentað síðdegis
á laugardögum og berst fjölmörg-
um lesendum að kvöldi þess dags.
Ef þú ert einn þeirra og hefur
ekki kosið er ekki eftir neinu að
bíða með að drífa sig á kjörstað.
Auðvitað er hveijum og einum
í sjálfsvald sett hvort hann notar
atkvæðisrétt sinn eða ekki, en eng-
inn má gleyma því að það eru at-
kvæðin, sem talin eru upp úr kjör-
kössunum sem ráða því hveijir
halda um stjómvölinn í borginni
þinni eða bænum. Þannig er það
í ríkjum lýðræðisins. Okkur finnst
þetta sjálfsagður hlutur, en verum
minnug þess að það er sá munað-
ur, sem íbúum einræðisríkja svíður
mest að vera án.
xxx
Núna fyrir kosningamar fór
fram í fjölmiðlum nokkur
umræða um lýðræði — og allundar-
leg með köflum. Kom Reykjavík
þar nokkuð við sögu. Ekki það að
menn óttuðust að svik yrðu höfð
í tafli heldur hitt, að úrslitin yrðu
„ólýðræðisleg", ef Reykvikingar
fælu sama meirihluta áfram stjórn
borgarinnar. Var sú niðurstaða
fengin með því að fella skilgrein-
ingu á lýðræði að eigin hugmynd-
um, sem ekki var hægt að skilja
á annan veg en þann að skoðun
viðkomandi ætti að ráða og ekki
skeytt um vilja annarra, kannski
mikils meirihluta.
Þannig var einmitt „lýðræðið" í
Austur-Evrópulöndum í stjórnartíð
kommúnista. Sennilega hafa engir
notað orðið lýðræði af meiri fjálg-
leik en stjórnarherrar þar, og til
þess að undirstrika það „lýðræði“
vom löndin nefnd „alþýðulýðveldi“.
Einn af handhöfum hinnar
„réttu“ skilgreiningar á lýðræði
skrifaði hér í grein um daginn, að
meirihlutinn í Reykjavík væri „á
móti auknu lýðræði fólksins“. Vert
er að minna á að hvar sem komm-
únistar stjórna eða hafa stjórnað
hafa þeir gert það í nafni „fólks-
ins“. Og gert það fram á grafar-
bakkann.
Sem betur fer er okkar lýðræði
ekki af þessum toga. Við getum
valið okkur stjórnendur með reglu-
legu millibili. Þetta ætti jafnvel
stjórnmálafræðingurinn og ráð-
herrann, sem líkti lýðræðinu í
Reykjavík við „lýðræði" Ceauses-
cus í Rúmeníu, að vita.
xxx
egar þetta er skrifað hefur
Víkveiji ekki hugmynd um
hver verða úrslit kosninganna í
Reykjavík — en hann veit með
vissu að lýðræðislega kjömir full-
trúar fara þar með völd að þeim
loknum eins og hingað til.
Við Reykvíkingar höfum verið
svo heppnir að búa við trausta
stjórn undanfarin ár. Auðvitað eru
ekki allir ánægðir með allt, sem
gert hefur verið — eða ekki gert.
Ollum verður aldrei gert til hæfís,
en enginh getur með sanngirni
neitað því að þegar á heildina er
litið hefur borginni verið vel stjóm-
að — á lýðræðislegan hátt.
xxx
Iauglýsingu frá Nýjum vettvangi
kemur fram að eitt af baráttu
málum samtakanna er að borgar-
stjórinn í Reykjavík skuli vera á
reiðhjóli. Nokkru eftir birtingu
þeirrar auglýsingar birtist frétt í
Tímanum með fyrirsögninni:
„Gífurleg sala á reiðhjólum.“ Það
ætti því ekki að vera hörgull á
borgarstjóraefnum, ef núverandi
meirihluta yrði hnekkt!