Morgunblaðið - 27.05.1990, Blaðsíða 30
30 C
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1990
ÆSKUMYNDIN...
Gylfi Þ. Gíslason, þáverandi menntamálaráðherra, og skáld-
in W.H. Auden og Tómas Guðmundsson.
ERAF SÉRA SOLVEIGU
LÁRU GUÐMUNDSDÓTTUR
Félagslynd hress
ogskemmtileg
UR MYNDAS AFNINU
ÚR MYNDASAFNINU/Ólafur K. Magnússon
Þeir töluðu um veðrið
Solveig Lára Guðmundsdóttir
fæddist í Reykjavík 13. nóvember
árið 1956, dóttir hjónanna Guð-
mundar Benediktssonar, ráðu-
neytisstjóra í forsætisráðuneyt-
inu, og Kristínar Onnu Claessen,
ritara á Barnadeild Hringsins á
Landspitalanum. Solveig Lára er
sóknarprestur á Seltjamarnesi.
Eiginmaður hennar er Hermann
Sveinbjörnsson, aðstoðarmaður
sjávarútvegsráðherra, og eiga
þau 2 börn, Benedikt Hermann,
10 ára og Kristínu Onnu, tæplega
2 ára.
Solveig Lára ólst upp í foreldra-
húsum að Reynistað í Skerja
fírði. Hún á tvær eldri systur og
bróður, sem er sjö árum yngri.
Þegar hún var að alast upp, var
Skeijafjörður sannkölluð sveit. Þar
var heyjað á túnum, og kýr,
hænsni og svín í görðum. A þessum
árum var Solveig Lára ekki farin
að huga að prestskap. Hún átti sér
þann draum að verða búðarkona,
jafnt inni sem úti var búðarleikur
hennar mesta skemmtan. „Hún var
félagslynd, hress og skemmtileg,"
segir Ragnheiður Margrét, systir
hennar, sem er þremur árum eldri.
Fjölskyldan lifði hógværu lífi,
þótt hún væri í góðum efnum og
ætti heilmiklar jarðir í Skeijafirði.
Systumar gengu í fötum hver af
annarri og undu því vel, enda var
gullin regla, að nýta vel alla hluti.
„Þetta var yndislegt heimili og góð
fjöskylda, sem kaus að lifa fábrotnu
lífi þrátt fyrir ágæt efni,“ segir
Lára Gunnarsdóttir, æskuvinkona
Solveigar. Afi Láru, var bóndi í
Skeijafirði og upphaflega ráðsmað-
ur hjá afa Solveigar, Eggerti Claes-
sen, hæstaréttarlögmanni. „Þetta
var eins og að alast upp í sveit.
Ég man að móðir Solveigar hljóp
stundum með könnuna út í fjós til
Búðarleikur. Var hennar mesta
skemmtan.
afa, ef mjólkina vantaði. Það voru
hæg heimatökin.“
Solveig Lára og systkini hennar
ólust upp við verijulega trúrækni.
Systumar fengu hins vegar vax-
andi áhuga á trúmálum, eftir dvöl
í sumarbúðum þjóðkirkjunnar, en
þar dvaldi Solveig í fimm sumur.
Systurnar, einkum Solveig, hafa
tekið þátt í sumarbúðastarfinu af
og til allar götur síðan. „Hún hefur
eflaust verið farin að hugsa mikið
um Guð,“ segir Lára og rifjar upp
þegar nokkrar stúlkur í Skeijafirð-
inum létu hugann reika og óskuðu
sér alls milli himins og jarðar. Sol-
veig Lára var treg að taka þátt í
leiknum, vildi ekki nota sömu að-
ferðir og hinar, sagðist njóta að-
stoðar Guðs við að uppfylla sínar
óskir.
Bresku skáldin W.H. Auden og
Louis MacNeice ferðuðust um
ísland sumarið 1936 og skrifuðu
bók um ferð sína, „Letters from
Iceland". Grein um ferð þeirra fé-
laga má finna annars
staðar í þessu sunnu-
dagsblaði og verða ekki
höfð fleiri orð um það
hér. Hins vegar fundust
í fórum Ólafs K.
Magnússonar myndir
frá heimsók W.H. Aud-
en til íslands tæpum
þijátíu árum síðar, árið
1964. Skáldinu var þá haldið hóf í
Ráðherrabústaðnum við Tjarnar-
götu á vegum þáverandi mennta-
málarðaherra, Gylfa Þ. Gíslasonar,
og var mörgum okkar andans
mönnum boðið til fagnaðarins, þar
Sem meðfylgjandi myndir voru
teknar. í þeim hópi var meðal ann-
arra skáldið Tómas Guðmundsson
og í samtali Matthíasar Johanness-
en við Auden, sem birtist í Morg-
unblaðinu á þessum tíma, kemur
Tómas einmitt við sögu með eftir-
farandi hætti:
„Við hittum Tómas Guðmunds-
son í Austurstrætinu, hvar annars
staðar? Þeir heilsuðust og tóku tal
saman, og þá komst ég
að því að skáld eru ekki
eins ólík öðru fólki og
ég hafði haldið: þeir
töluðu um veðrið.
Síðan sagði Auden:
Að hugsa sér hvað
það er mikið af fínum
bílum í Reykjavík. Hér
voru fáir einkabílar
þegar ég var hér síðast. En mig
langar á hestbak. Mér skilst það
sé erfitt að komast á hestbak."
„Það er hægt að fá leigða
hesta,“ fullyrti ég. En Tómas sagði:
„Ég hef aldrei haft gaman af að
vera á hestbaki, það er kannski
vegna þess ég er fæddur og uppal-
inn í sveit.“
Svo kvöddust þeir og við gengum
inn í Skálann.
SMÁVINUR VIKUNNAR (Rheumaptera hastata)
BÓKIN
Á NÁTTBORÐINU
Birkifeti
Birkifetinn fer að skriða úr
púpu í lok maí og hans verður
einkum vart til loka júní. Um
norðanvert landið birtist hann
seinna og flýgur allt fram á mitt
sumar.
Ef mjög illa vorar getur orðið
umtaisverð hliðrun á flugtíma
birkiféta og reyndar flestra teg-
únda. Margir muna árferðið 1979.
£að sumar flugu birkifetar í byijun
ágúst á Jökuldal. Birkifeti er út-
breiddur um land allt og er sums
staðar algengur. Þó eru að honum
nokkur áraskipti. Hann heldur sig
einkum í birkiskógum og kjarr-
lendi. Lirfumar vaxa upp í júlí-
ágúst og púpa sig á haustin. Þær
éta birkilauf, einnig víðilauf og blá-
beijalyng í einhveijum mæli. Þegar
mikið er af birkifeta getur hann
valdið nokkrum skaða á birki, en
lirfurnar eru hin mestu átvögl.
Birkifeti er meðalstór feti, með
um 26 mm vænghaf. Bolurinn er
svarbrúnn, vængirnir brúnir með
ljósu rákamynstri. Mynstrið er mjög
breytilegt, en rákimar eru misljósar
og misbreiðar. Stundum renna
nokkrar rákir saman í breitt belti
eða flekk. Sennilega eru engir tveir
einstaklingar eins. Birkifetar eru
tiltölulega hraðfleygir og erfítt get-
ur verið að góma þá í þéttu birki-
kjarri.
ÞETTA SÖGDU
ÞAU ÞÁ...
Ritgerð eftir bifreiðakóng-
inn Henry Ford, sem birt
er í febrúarheftinu af Hearsts
International Cosmopolitan
Magazine . . . Mesti auðmaður
jarðarinnar er þarna farinn að
boða kenningar Nýals ... Nú fer
að líða að því að heimurinn upp-
götvi þýðingu hinnar íslensku
þjóðar.
Helgi Pjetursson í Morgunblaðinu 18.
maí 1926.
Víglundur
Þorsteins-
son iðnrek-
andi
Ætli ég sé ekki að lesa
reyfara í augnablikinu -
svona hálf gerðan Gor-
batsjov-reyfara. Ef ég man rétt
heitir hann „Gríski lykillinn" eftir
Colin Forbes sem ég hef mikið dá-
Iæti á sem höfund spennusagna.
Sögusviðið er í Bretlandi og Grikk-
landi með viðkomu víða annars
staðar. Ég er líka mikið fyrir alls
kyns þjóðlegan fróðleik.
Páll Berg-
þórsson
veðurstofu-
stjóri
Bók um einokunarverslun Dana
á íslandi eftir Jón Aðils hefur
þó nokkuð lengi verið á náttborðinu
mínu. Maður sér fyrir sér persón-
urnar, sem vom uppi á þessum tíma
og getur m.a. borið saman biskup-
ana. Sumir voru afskaplega ráðsett-
ir og sparsamir eins og Brynjólfur
biskup Sveinsson sem keypti ekkert
nema það allra nauðsynlegasta
nema til kirkjunnar. Svo var annar
sem keypti býsna mikið af glingri
á konuna sína og mikið af alls kon-
ar góðgæti til matar.
PLATAN
ÁFÓNINUM
Eg er nú svona frekar í rólegri
kantinum hvað tónlist varðar.
Ég hef mikið dálæti á Stevie Wond-
er og hef að undanförnu verið að
dusta rykið af gömlu plötunum
hans. Platan hans „Songs in the
key of life“ hefur mest snúist á
plötuspilaranum mínum síðustu
dagana og svo er ég líka svolítið
hrifinn af Joe Cook.
æMagnússon
tæknimaður
Samsafn með blúsara að nafni
Robert Johnson sem lést ungur
fyrir mörgum árum. Hann er hinn
eini sanni blúsari. Það eru aðeins
til með honum 32 lög sem tekin
voru upp á hótelherbergi vestur í
Ameríku þar sem hann kom einn
með gítarinn sinn og hafa helstu
blúsarar heims lært mikið af hon-
um. Eg er meira að segja að von-
ast til að geta lært eitthvað af
honum líka.
MYNDIN
ÍTÆKINU
Inga Rósa
Þórðardótt-
ir forstöðu-
maður RUV á
Austurlandi
Tækið hjá mér er nær eingöngu
notað til að taka upp þætti úr
sjónvarpinu sem maður missir af
þegar þeir eru sýndir. Ég er t.d.
með myndaflokkinn „Framagosar“
í tækinu sem stendur og er að
reyna að_ fínna mér tíma til að
horfa á. Ég er mest fyrir spennu-
myndir og svo auðvitað teiknimynd-
imar, sem maður horfír gjarnan á
með krökkunum.
Valtýr Björn
Valtýsson
íþróttafrétta-
maður
Eg var að horfa á myndina „The
boys from Brazil" með sir
Lawrence Olivier, Gregory Peck og
James Mason. Það er reyndar Iítil
saga á bak við þá mynd. Þannig
var að ég pantaði mér tvær fótbolta-
spólur frá HMV í Englandi. Önnur
kom rétt, en þessi átti að fjalla um
sögu Brasilíumanna í heimsmeist-
arakeppninni í fótbolta og svo illa
vildi til að hún bar sama nafn og
þessi leikna mynd.