Morgunblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1990
15
i
Í
i
i
\
í
á
í
i
i
i
i
Skúrar og skipulag:
(Bakhúsa) Laugavegiirinn
eftir Grétar Helgason
Laugardaginn 19. maí skrifar
einn ágætur borgari og tijáverndari
pistil í Morgunblaðið með yfirskrift-
inni: Olnbogagata skipulagsins,
Laugavegurinn.
Við lestur greinarinnar hlóðust
upp hjá mér ótal athugasemdir, sem
ég tel brýnt að komist til skila í
þessum pistli. Ég er á þeirri skoð-
un, eins og svo ótal margir sem búa
í miðbænum, að Laugavegurinn er
og verður aðal verslunargata
Reykjavíkur og má því ekki drabb-
ast niður í hirðuleysi stjórnvalda
og almennings. Sú breyting sem
gerð hefur verið á Laugaveginum
síðustu árin er til mikilla bóta og
prýði fyrir borgarbúa. Gangstéttir
hafa verið breikkaðar og tré gróður-
sett, og sýnist mér á öllu að fram-
hald verði á slíkum fegrunaraðgerð-
um í hinu ágæta Hverfaskipulagi
miðbæjarins. Við lífgum ekki mið-
bæinn við með auknum bílafjölda
og lífvana bílastæðum sem næg eru
nú þegar. Slíkt má ekki henda þetta
svæði sem endalaust hefur mátt
þola margt klúðrið um dagana, þar
sem endalaust hefur verið troðið á
viðkvæmri sál miðbæjarins.
Ef Hverfaskipulagið er lesið til
enda kemur greinilega fram að bíia-
stæðum og bílageymslum verður
fjölgað í framtíðinni í tengslum við
þetta elsta verslunarsvæði borgar-
innar, þó svo þeim verði ekki dembt
inn á þau fáu svæði sem Laugaveg-
urinn býður upp á til áningar og
útiveru. Ég fagna því þeirri tillögu
Hverfaskipulagsins að nýta áður
óhirtar baklóðir, eins og við nr. 56,
við Laugaveginn í þágu gangandi
vegfarenda, þar sem hægt væri að
tylla sér niður á grónu svæði og
þiggja léttar veitingar eftir ánægju-
legt búðarrölt.
Laugavegurinn okkar, frá Rauð-
arárstíg að Bankastræti, mælist um
það bil 1.200 metrar og á þessari
aðalverslunargötu Reykjavíkur.get-
ur hinn gangandi vegfarandi hvergi
tyllt sér niður utan dyra á sínu rölti
og notið veitinga í snyrtilegu um-
hverfi. Þess vegna verður að leggja
á það áherslu að lífga við þau stein-
runnu svæði sem enginn hirðir um
og gera þau að áningarstað fyrir
hinn almenna borgara, þar sem
hægt væri að njóta blómadýrðar á
kostnað fáeinna bílastæða. Sjálfur
Magnús Tóm-
asson sýnir
skúlptúr í
Nýhöfn
MAGNÚS Tómasson opnar
skúlptúrsýningu í listasalnum
Nýhöfii, Hafiiarstræti 18, laug-
ardaginn 2. júní kl. 14-16.
Á sýningunni, sem hlotið hefur
nafnið „Land og vættir“, eru verk
aðallega unnin úr áli og jámi.
Magnús er fæddur í Reykjavík
1943. Hann stundaði nám við Det
Kongelige Akademi for de Skonne
Kunster í Kaupmannahöfn 1963-
1969 í málaralist, grafik og deild-
inni fyrir „Mur og Rumkunst“.
Magnús hefur haldið fjölda
einkasýninga og tekið þáttM sam-
sýningum hér heima og víða um
heim. Hann hefur hlotið ýmis verð-
laun fyrir list sína og nægir þar
að nefna skúlptúrsamkeppni í
Kaupmannahöfn 1967, keppni um
verk fyrir Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar 1986 og höggmyndakeppni
fyrir Útvarpshúsið 1987.
Þessi sýning er framlag Ný-
hafnar til Listahátíðar. Hún er
opin virka daga frá kl. 10-18,
nema mánudaga og um helgar frá
kl. 14-18. Hún stendurtil 20. júní.
hef ég dagsdaglega fyrir augunum
gjaldskyld bílastæði á móts við hús
númer 6 og 8 við Grettisgötu. Þau
eru sárasjaldan fullnýtt á háanna-
tíma verslana, og væri því nær að
gamli góði leikvöllurinn væri þar
ennþá, en hann varð því miður að
víkja fyrir bílastæðum á sínum
tíma. Vænti ég þess að í framt-
íðinni verðir fyrirhugaðar bíla-
geymslur gerðar meira aðlaðandi
en nú er, til dæmis með gróðri.
Miðbærinn er sem betur fer að
byggjast upp og í hann sækir fólk
„Miðbærinn er sem bet-
ur fer að byggjast upp
og í hann sækir fólk
sem vill búa í kjarna
bæjarins. Rýmum því til
fyrir þessu fólki með
auknum útivistarsvæð-
um og góðri um-
gengni.“
sem vill búa í kjarna bæjarins. Rým-
um því til fyrir þessu fólki með
auknum útivistarsvæðum og góðri
umgengni. Þar er ég svo sannarlega
sammála greinarhöfundi, að taka
þarf til hendinni við að lagfæra og
hreinsa baklóðir, þar. sem húseig-
endur hafa komist upp með að
ganga um sínar lóðir einsog í út-
hverfi ómenningar. Einnig mega
verslunareigendur ekki sofna á
verðinum þar sem sannarlega mætti
margt betur fara við frágang og
umhirðu verslana. Snyrtileg og góð
aðkoma verslana er lykilatriði í
blómlegri verslun.
Beitum okkur fyrir því að gang-
andi og hjólandi vegfarendur eigi
auðveldar með að konjast milli
staða og kennum fólki að ganga
örlítinn spöl frá búð í bíl eins og
víðast þarf að gera í stórverslunum.
Byggjum upp afdrep fyrir fólkið
sem sækir þjónustu í miðbæinn,
fjarlægjum óhirt og útbrunnin hús-
hræ sem enginn kærir sig um og
nýtum dýrmætar lóðir á þessum
stað til uppbyggingar betra
mannlífs.
Að lokum er ég þeirrar skoðunar
að fagrar konur „með reisn og sól
og regn í spori á Laugaveginum",
svo og Örlygur, komi til með að
njóta sín betur innan um gróður,
fremur en bílamergð.
Höfundur er úrsmiður.
Áskriftaremíngar - Lífeyriseiningar
Þeir búa vel
sem fylgja
fastri regiu
*gt ' '‘í
- -
•&****ry.
Smágerðir vinir okkar
flétta sér og sínum
trausta hreiðurkörfu
með þolinmæði og elju
og einu strái í nefi í hverri ferð.
Með Áskriftareiningum Kaupþings
getur þú einnig smám saman
byggt upp trausta umgjörð um
framtíð þina og þinna nánustu.
Aðferðin er einföld og fyrirhafnar-
líttl. Þú gerir samning við Kaup-
þing um að leggja fyrir inánaðar-
lega tiltekna fjárhæð sem ræðst
að öllu leyti af efnum þínum og
aðstæðum. Fé, sem þú sparar
þannig, er varið til kaupa á
Einingabréfum 1, 2 eða 3. Kaup-
þing býður þér örugga hámarks-
ávöxtun og þú eignast smám sam-
an þinn eigin sjóð, aflar þér fjár til
framkvæmda eða leggur grunn að
fjárhagslegu öryggi á efri árum.
Jafnhliða sparnaðinum gefst þér
kostur á tryggingum sem greiða
umsaminn reglubundinn sparnað
þegar veikindi eða slys draga úr
möguleikum til tekjuöflunar um
lengri eða skemmri tíma.
Kynntu þér Áskrtftar- og Lífeyris-
einingar Kaupþings og búðitþér og
þínum örugga framtíð.
KAUPÞING HF
Löggilt verdbréfafyrirtœki
Kring/unni 5, 103 Reytjavík
Sími 91-689080