Morgunblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 47
TENNIS / OPNA FRANSKA MEISTARAMÓTIÐ Kópavogsvöllur 2. deild Breiðablik - Grindavík ' kvöld kl. 20:00 AUK/SlAk10d11-156 BYKO - segir Atli Eðvaldsson, sem verður löglegur með KR 13. júní ATLI Eðvaldsson, landsliðsfyr- irliði, hefur gengið til liðs við KR. Síðasta keppnistímabii lék hann með tyrkneska félaginu Genclerbirligi, en fékk sig lausan og verður löglegur með KR-ingum 13. júní. Atli hefur verið í atvjnnu- mennskunni í • áratug. „Ég gerði tveggja ára samning við tyrk- neska félagið, en miklar breytingar urðu hjá því í byrjun maí og ég fékk mig lausan. Þetta er líka orð- inn nógu löng útivera og í stað þess að fara í sumarfrí til íslands, erum við alkomin,“ sagði landsliðs- fyrirliðinn. Hann hefur ailtaf leikið með Val hér á landi, en hann valdi Vest- urbæinn í stað þess að fara aftur á fornar slóðir. „Það hefur blundað lengi í mér að fara í KR. Ég á góða félaga í KR og hef mest sam- band við þá. Það var annað hvort að hrökkva eða stökkva og þó ég hafi verið áður í Val er ekki þar með sagt að ég eigi að vera þar áfram. Þvert á móti held ég að það sé öllum fyrir bestu að ég fari á nýjar slóðir. Ég hlakka til að takast á við komandi verkefni með KR og þó ég hafí ekki séð leik í deildinni í ár, held ég að við eigum að geta gert góða hluti í sumar.“ Atli, sem er 34 ára, er einn leik- reyndasti knattspyrnumaður ís- lands og lék 61. landsleik sinn í fyrrakvöid. „Atli sýndi hvers hann er megnugur og við erum mjög ánægðir með að fá hann,“ sagði Stefán Haraldsson, formaður Knattspyrnudeildar KR. Atli leikur væntanlega fyrstá leik sinn með KR 19. júní, en þá fá Vesturbæing- arnir FH í heimsókn. Mm FOLK ■ PÓLSKI landsliðsmaðurinn Marek Lesnick er lfklega á leið til Stultgart frá Leverkusen. Hann óttast samkeppni hjá Leverkusen enda hefur liðið FráJóni keypt marga leik- H. Garöarssyni menn síðustu vikur. i V-Þýskalandi Lesnick verður fjórði útlendingur- inn hjá Stuttgart en aðeins má nota tvo í hverjum leik. Fyrir eru Basualdo frá Argentínu, Ras- mussen frá Danmörku og íslend- ingurinn Eyjólfiir Sverrisson. H BOCHUM heldur sæti sínu í vestur-þýsku úrvalsdeildinni. Liðið sigraði Sarbrlicken í fyrri leik lið- anna um fall, 1:0 og náði naumlega jafntefli í síðari leiknum. Það var Uwe Leifeld sem gerði jöfnunar- mark Bochum tólf mínútum fyrir leikslok en eftir það björguðu leik- menn liðsins tvisvar á línu. ■ FRANK Foda, einn besti mað- ur Kaiserslautern, hefur verið seldur til Leverkusen fyrir 2,75 milljónir marka. ■ A USTUR-Þ ÝSKA knatt- spymuliðið Hansa Rostock leitar nú að þjálfara fyrir næsta keppn- istímabil. Líklegast er talið að Uwe Reiders, fyrrum þjálfari Brauns- weig og leikmaður vestur-þýska landsliðsins, taki við liðinu. H UWE Rahn leikur með Hertha Berlín næsta vetur. Liðið sigraði í 2. deild í vor og leikur í úrvals- deildinni í vetur. H GROSSWALLSTADT sigraði Milbertshofen 22:21 í þriðja úr- slitaleik liðanna í úrvalsdeildinni í handknattleik í V-Þýskalandi og tiyggði sérþarmeð meistaratitilinn. H BAYER Leverkusen, liðið sem sló Njarðvíkinga út í Evrópu- keppni bikarhafa í körfuknattleik, tiyggði sér vestur-þýska meistara- titilinn f körfuknattleik um helgina. Liðið sigraði Bayereuth í þremur úrslitaleikjum. Knattspyrnuskólar og leikjanámskeið Tveir knattspyrnuskólar verða starfræktir í Breiðholti í sumar. Það eru ÍR og Leiknir sem eru með skólana. Fyrstu námskeiðin hjá félögunum verða 5. til 15. júní. Innritun hjá ÍR er í ÍR-húsinu í Módd í síma 75013 eflir kl. 16, en hjá Leikni f síma 657215 (Ingvar). Híþrótta- og leikjanámskeið Hauka hófst 28. maí. Boðið verður upp á mat í hádeginu. Skráning er í síma 52450 og 54698 frá kl. 18-22. Bikarkeppnin: Fylkir mætir ÞróttiR Dregið hefur verið í 2. umferð bikarkeppninnar í knattspymu og verða alir leikirnir 9. júní nema viðureign UBK eða Snæfells gegn Skallagrími, sem verður 11. júní. Eftirtalin lið drógust saman: Fylkir — Þróttur R. Reynir S. — ÍR Armann — Grótta Víðir — Selfoss BÍ — Haukar ÍBK - ÍK Stokkseyri — Afturelding UBK/Snæfell — Skallagrímur Leiftur — Magni Neisti — Tindastóll HSÞ b - Reynir Á. Hvöt — KS Sindri — Þróttur N. Leiknir F. — Einheiji Meistarí kvenna úr leik Argentíska stúlkan Mercedes Paz vann Sanchez-Vicario Arantxa Sanchez-Vicario frá Spáni, sem hafði titil að verja hjá kvenfólkinu 'a Opna franska meistaramótinu í tennis tapaði óvænt 7-5, 3-6, 6-1 í 2. umferð fyrir argentísku stúlkunni Mercedes Paz, en þær leika saman í tvíliða- leik. Paz, sem sigraði á móti í fyrsta sinn í Evrópu í Strasborg í síðustu viku, var mjög ánægð og sagðist hafa undirbúið sig vel fyrir keppn- ina með nýjum þjálfara. „Arantxa vissi að ég var í góðri æfingu og kannski var hún taugaóstyrk þess vegna, en það var meira álag á henni, þvi hún hafði titli að veija. En það er dásamleg tilfinning að sigra meistarann og ég er mjög ánægð. Eftir leikinn kenndi ég í bijósti um hana, vegna þess að hún féll úr keppni í 2. umferð, en að sama skapi var ég ánægð með að það var ég, sem sló hana út úr mótinu." „Auðvitað þekkir hún leik minn út og inn, en ég er jafnvel kunnug hennar leik,“ sagði Sanchez. „Við erum góðir vinir utan vallar, en hún var ekki vinur minn á vellinum að þessu sinni.“ Jennifer Capriati frá Bandaríkjun- um, sem er aðeins 14 ára og sigr- aði í unglingaflokki í fyrra, þurfti aðeins 41 mínútu til að sigra Cammy McGregor 6-1, 6-0. Hún sýndi snilldartakta og er spáð glæstri framtíð í iþróttinni, en þetta er í fyrsta sinn, sem hún tekur þátt í einu af stærstu mótunum og kepp- ir við þær bestu. Atli Eðvaldsson mun koma til með að styrkja KR-liðið mikið. Arantxa Sanchez sigraði Steffi Graf í úrslitum í fyrra en er nú úr leik. MORGUNBLAÐIÐ íþrótm trífitll f ( • r - ■ ! Jt.v FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1990 KNATTSPYRNA Landsliðsfyrirliðinn hefur gengið til liðsvið KR-inga: „Hefur blundad lengi í mér“ FÉLAGSLIF KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.