Morgunblaðið - 01.06.1990, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1990
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
BaldvinJónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Að læra
á markaðinn
Keppinautar okkar íslendinga
á fískmörkuðum hafa jafnan
verið þeirrar skoðunar, að við
séum fljótir að laga okkur að
breyttum aðstæðum á þessum
mörkuðum. Þessi sveigjanleiki
geri okkur kleift að nýta okkur
breytilegar aðstæður til hins ýtr-
asta. Nú er seljendamarkaður á
físki. Afli er af skomum skammti
hér á landi, í Noregi, Kanada og
Evrópubandalagslöndunum. Af-
leiðing þess er, að kaupendur
bjóða seljendum gull og græna
skóga. Við þessar aðstæður verð-
ur samkeppni á milli seljenda,
sem eru ekki aðeins að slást um
fískinn heldur einnig að berjast
fyrir því að gamalgróin viðskipta-
sambönd slitni ekki eða markaðir
gangi þeim úr greipum. Vegna
þessa getum við ekki sýnt sama
sveigjanleika og oftast áður og
þá eiga þeir meiri hljómgrunn en
ella sem vilja skömmtunarstjóm
á útflutningi. Bitna þær ráðstaf-
anir með mestum þunga á yngstu
útflutningsgrein físksins, gáma-
útflutningnum. í þessum slag
verður harkan mikil eins og
gleggst kemur í ljós í Vestmanna-
eyjum um þessar mundir, þar sem
sjómenn vilja ekki lengur beygja
sig undir þær skömmtunarreglur,
sem gilda um útflutning á ísuðum
eða ferskum físki.
Þessi útflutningur var fíjáls
þar til fyrir fáeinum árum. Þá
var talið nauðsynlegt að taka upp
opinbera stjóm á honum í því
skyni að viðhalda stöðugleika í
verði. Þegar megn óánægja hafði
skapast vegna þess hvemig hald-
ið var á stjóm þessara mála í
utanríkisráðuneytinu var hún
flutt til aflamiðlunar á vegum
hagsmunaaðila og stjómvalda.
Yfírlýst markmið þess starfs sem
unnið er með miðluninni er að
tryggja hæst verð fyrir afurðim-
ar. Er það markmið í góðu sam-
ræmi við vilja fólksins í landinu.
Leiðin að því er hins vegar síður
en svo auðrötuð og nú standa
menn frammi fyrir því, að sjó-
menn í Vestmannaeyjum hafa
brotið gegn lögum og reglum í
þessu efni og spumingin er um
það, hvort útflutningi á físki frá
Eyjum verði stjómað með lög-
regluvaldi.
Allir eiga að fara að lögum.
Hins vegar hafa vitrir menn sagt,
að þau lög ein haldi til lengdar,
sem fólkið telur sanngjöm og
rétt. Auðvitað er stjóm á útflutn-
ingi á físki komin út í öfgar, ef
lögregla á að standa á bryggj-
unni í Vestmannaeyjum og fylgj-
ast með því magni sem fer úr
landi. íslendingar hafa löngum
litið þannig á, að það sem sé
best fyrir sjómenn sé best fyrir
alla þjóðina. Sjómennirnir átta
sig á því hvernig best er að ráð-
stafa aflanum til að fá fyrir hann
hæst verð. Þeir þurfa tíma og
svigrúm til að læra á markaðinn
eins og aðrir. Hvarvetna er
skömmtunarstjórn að víkja fyrir
markaðsöflunum. Þau umskipti
kosta víða tímabundna erfiðleika
en þar sem menn hefja ferðina á
annað borð vilja þeir ekki snúa
til baka.
Vegna skorts á físki ríkja nú
sérstakar aðstæður. Seljendur
ráða ferðinni. Þeir sem draga
hinn takmarkaða físk úr sjónum
vilja fá fyrir hann hæst verð. Við
viljum öll að gæði og vinnsla á
aflanum sitji í fyrirrúmi og sjáv-
arfangið skapi sem mesta atvinnu
í landi. Öllum er jafnljóst, að í
mörgum tilvikum eru það sömu
aðilarnir sem eiga skipin og físk-
vinnslufyrirtækin, þannig að um
það hefur verið að ræða að fá
skömmtunarstjóm frá þriðja að-
ila til að taka ákvarðanir sem
ættu betur heima hjá þessum
aðilum sjálfum.
Aflamiðlunin nær til þess físks
sem ekki er unninn hér á landi.
Keppinautar vinnslugreinanna
sækjast eftir fískinum og hann
nýtur þess til dæmis á mörkuðum
Evrópubandalagsins, að ekki er
lagður á hann tollur. Hið sama
verður ekki sagt um saltfískinn
eða unnin fersk flök. Talsmenn
saltfískframleiðenda hafa sagt,
að þeir hætti að agnúast vegna
útflutnings á vinnsluhæfum físki
um leið og þeirra afurð standi
jafnfætis fyrirtækjunum, sem
keppt er við innan Evrópubanda-
lagsins, sem fá hráefnið tollfijálst
og njóta þar að auki ríkisstyrkja.
Til þess að þær aðstæður skapist
þarf að semja við bandalagið og
skapa jafnræði milli þessara út-
flutningsgreina.
Þá er einnig nauðsynlegt við
þær aðstæður sem nú ríkja, að
leggja á borðið upplýsingar sem
sýna svart á hvítu, hvaða áhrif
það hefur á afkomu þjóðarbúsins
annars vegar að flytja út óunninn
fisk og hins vegar unninn.
Stærstu útflytjendumir hafa
lengi talið sér hagkvæmt að reka
verksmiðjur í Bandaríkjunum,
þar sem unnið er úr frystum físki
og hann búinn í þann búning, sem
best hæfír markaðinum. Er ekki
verið að stunda svipaða starfsemi
með því að flytja fiskinn út óunn-
inn í gámum? Er hún þjóðhags-
lega óhagkvæmari en hin?
í þessu máli era engar einfald-
ar' lausnir. Mestu skiptir að við
læram á markaðinn og nýtum
okkur til hins ýtrasta þá kosti
sem hann býður.
Doina Cornea andófskona í viðtali við Morgunblaðið:
Iliescu hefiir tekist að
sundra rumensku þjóðinni
Texti og mynd: Anna Bjarnadóttir
DOINA CORNEA, rúmenska andofskonan hafði verið í hungurverk-
falli í viku, þegar blaðamaður hitti hana á heimili hennar í borg-
inni Cluj í Rúmeníu laugardaginn 19. maí, daginn fyrir kosningarn-
arnar. Hún var horuð og tekin til augnanna. Hún hafði aðeins nærst
á vítamíntöflu á morgana, magnesíum í hádeginu og annarri vítamín-
töflu á kvöldin. Með því að svelta sig vildi hún mótmæla steínu
stjórnarinnar sem tók völdin eftir byltinguna í desember. Hún sagð-
ist þó vera við góða heilsu og var fus til að segja sína skoðun á
stjórnmálaástandinu í landinu. Hún sagði að Ion Iliescu, forseti, og
hans menn hefðu beitt brögðum til að ná völdum. Þeir unnu kosn-
ingarnar daginn eftir. Taldi Doina Cornea að prettir, lygar og
svindl hefðu einkennt kosningabaráttuna. Hún sagði að sljórnin
héldi verndarhendi yfir starfsmönnum öryggislögreglunnar ill-
ræmdu, Securitate, og yfirstéttinni sem naut sérréttinda undir Nic-
olai Ceausescu og gamla kerfið væri enn við lýði.
Cornea, sem er rithöfundur, var
í stofufangelsi og einangrun á
heimili sínu í borginni Cluj fimmtán
síðustu mánuði stjórnartíðar Ce-
ausescus. Víða um heim börðust
menn fyrir frelsi hennar og meðal
þeirra sem þar stóðu fremstir var
Francois Mitterrand Frakklands-
forseti. Hún gagnrýndi einræðis-
herrann fyrst opinberlega í bréfi
til Radio Free Europe 1982 og
stjórnvöld höfðu horn í síðu hennar
upp frá því. Nafn hennar var ofar-
lega á lista yfír andófs- og mennta-
menn sem lýstu strax yfír stuðn-
ingi við Endurreisnarhreyfinguna
þegar hún tók völdin eftir að Ceau-
sescu féll. Það tryggði stöðu henn-
ar í landinu. En Comea sagði að
hún hefði aldrei lýst yfir stuðningi
við hreyfinguna. „Ég gekk aldrei
í hana en sagði mig hins vegar
úr henni,“ sagði hún. Hún heyrði
sjálf í útvarpi, þegar hún var á
ferð í langferðabíl að hún væri á
lista yfir stuðningsmenn hennar.
Hún sagði að leiðtogar Endurreisn-
arhreyfíngarinnar hefðu haft í
hyggju að bylta Ceausescu í janúar
eða mars á þessu ári en notað
tækifærið til að hrifsa völdin þegar
uppreisnin hófst í Timisoara. „Þeir
voru ekki vissir um hvemig fólk
myndi bregðast við þeim og sömdu
þess vegna þennan lista yfír stuðn-
ingsmenn," sagði Cornea. „Þeir
beittu kænskubrögðum frá upp-
hafi“.
Misnotkun valdhafa
Hún sagði að fullyrðingar um
að hryðjuverkasveitir Securitate
og jafnvel frá Líbýu og Sýrlandi
léku lausum hala hefðu verið liður
í að hræða fólk. Sjálf var hún not-
uð í lok desember til að dreifa
mannfjölda sem hafði safnast sam-
an til að mótmæla nýju stjóminni
í Búkarest. Hún var þá stödd í sjón-
varpsstöðinni og fréttamaður rétti
henni gjallarhom og bað hana að
hvetja fólkið til að hætta mótmæl-
um af því að hryðjuverkamenn
hefðu kallað til þeirra svo að þeir
gætu skotið á hópinn. Hún féllst
á að vara fólkið við og hópurinn
dreifðist. Mánuði síðar spurði mað-
ur sem heimsótti hana af hveiju
hún hefði dreift hópnum, hann
hefði verið saman kominn til að
mótmæla stjóm Endurreisnar-
hreyfingarinnar og kommúnisma.
Hún trúði að fólkið væri í hættu
og vildí forðast blóðsúthellingar en
sér nú að hún var plötuð til að
stöðva mótmæli sem hefðu geta
veikt stöðu nýja leiðtogans og þyk-
ir það sárt.
„Það rann upp,fyrir mér að þetta
tal um hryðjuverkamenn var upp-
spuni eftir að ég hafði verið vöruð
við þeim í nokkurn tíma og heyrt
skot fyrir utan húsið mitt og það
var skotið fram hjá bíl sem ég var
í. Þá áttaði ég mig á að þetta
gætu ekki verið hryðjuverkamenn
af því að þeir myndu hitta það sem
þeir ætluðu sér.“
Iliescu og spillt völd
Córnea sagði að Iliescu hefði
þjónað kommúnistaflokknum vel
og aldrei risið upp opinberlega
gegn Ceausescu. Hún benti á að
hann hefði farið með málefni ung-
menna þegar mótmælaalda gekk
yfir háskóla landsins í framhaldi
af uppreisninni í Ungveijalandi
1956 og 10% nemenda voru rekin
úr háskóla. Og hann hefði verið í
hópi þeirra sem komu í veg fyrir
að fijáls verkalýðsfélög yrðu leyfð
í landinu á sínum tíma. „Iliescu
hefði verið hlynntur þeim eins og
ég og fleiri ef hann væri maður
verkalýðsins," sagði hún. Hann
gagnrýndi aldrei eyðileggingu
þorpa og yfir 7.000 kirkna eins
og hún gerði. Og nú heldur hann
verndarhendi yfir starfsmönnum
Securitate, stofnar nýjar sveitir
fyrir þá og lætur spillta embættis-
menn halda störfum sínum.
Cornea sagði að náinn sam-
starfsmaður Uiescus hefði bent á
að starfsmenn öryggislögreglunn-
ar væru sérfræðingar á sínu sviði
og hefðu unnið gott starf við njósn-
ir og eftirlit með símtölum og
bréfaskriftum almennings. Hann
hefði lagt til að þessir menn yrðu
áfram í þjónustu ríkisins. Sjálf kom
hún í veg fyrir að fyrrverandi
starfsmaður Securitate yrði kosinn
í borgarráð Cluj með því að greina
frá fyrra starfi hans á fundi. En
henni brá þegar sjónvarpsfréttir
sögðu frá því rétt fyrir kosningar
að ný „víkingasveit“ sérþjálfaðra
manna í júdó og karate hefði verið
stofnuð. „Hvaðan koma þessir
menn?“ spurði hún. „Það eru engar
júdósveitir í hernum svo þeir hljóta
að vera úr öryggislögreglunni."
Hún sagði að því væri einnig hald-
ið fram að þjóðin þyrfti á sérþekk-
ingu emættismanna ríkisins að
halda til að ríkisbúskapurinn gæti
gengið áfram. „Þessir menn hafa
ekki upp á neina sérþekkingu að
bjóða,“ sagði hún. „Efnahagslíf
þjóðarinnar er í rúst og þeir geta
ekki bætt úr því. En Iliescu hefur
haldið verndarhendi yfir þeim frá
upphafi svo þeir halda sínum störf-
um og sérréttindum.“
Rógburður og öfúnd
Hún sagði að stuðningsmenn
Iliescus beittu rógburði gegn and-
stæðingum hans til að sverta
mannorð þeirra. Því hefur til dæm-
is verið haldið frarn að hún hafí
dreift gallabuxum og doilurum í
þorpi skammt frá Cluj og að dótt-
ir hennar hafi sagt í útvarpsviðtali
að hún væri með skerta siðferðis-
kennd og ekki með öllum mjalla.
„Iliescu hefur tekist eitt sem Ceau-
sescu tókst ekki,“ sagði Cornea,
„honum hefur tekist að espa verka-
lýðinn upp á móti menntamönnum
og á móti útlögum og stofnað til
illinda milli Ungveija og Rúmena.
Iliescu hefur tekist að sundra þjóð-
inni en hún var áður sameinuð."
Hún sagði að hans menn hefðu
staðið að baki óeirðanna í Tirgu
Mures í mars þegar 8 manns lét-
ust og 300 meiddust. Þær brutust
út í framhaldi af þjóðhátíðardegi
Ungveija en mikill meirihluti ibúa
Tirgu Mures er af ungversku bergi
brotinn. Að sögn sjónarvotta óku
félagsmenn úr Rúmenía Vatra-
hreyfingunni, sem fyrrverandi
stuðningsmenn Ceausescus stofn-
uðu í janúar, um 1.000 smábænd-
um til og frá borginni og gáfu
þeim brennivín á leiðinni inn í bæ.
Þegar þangað kom gengu þeir
berserksgang með axir og barefli
og hrópuðu slagorð gegn ung-
verska minnihlutahópnum í Rúm-
eníu. Stjórnvöld hafa enn ekki for-
dæmt athæfi þeirra.
Lítið einbýlishús Doinu Corneu
er einfalt en heimilislegt. Hún talar
frönsku og fer ekki í launkofa með
skoðanir sínar nú frekar en í tíð
Ceaucescus. Hún lætur lítið yfir
sér, er rökföst og talar af skynsemi
en ekki tilfinningahita. Og hún
gefst ekki upp í baráttu sinni fyrir
sönnu frelsi og lýðræði í landinu
þótt hún eigi á brattann að sækja
gegn klókum körlum sem hika
ekki við að beita öllum ráðum til
að halda völdum.
Doina Cornea andófskona á heimili sínu í Cluj í Rúmeníu. Hún hik-
aði ekki við að segja blaðamanni Morgunblaðsins afdráttarlausa skoð-
un sina á spillingunni í Rúmeniu.