Morgunblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1990
Olga í Kanada:
Segja íbúar Quebec skil-
ið við sambandsríkið?
Skoðanakannanir sýna 53% fylgi við aðskilnað
Washington. Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. The Economist.
FYRIR skömmu héldu aðskilnaðarsinnar í kanadíska sambandsrík-
inu Quebec fimd þar sem þeir minntust þess að tíu ár voru liðin
frá miklum ósigri sem þeir biðu. 1980 mistókst Parti Quebecois,
þáverandi stjórnarflokki í Quebec, að fá meirihluta í þjóðaratkvæða-
greiðslu fyrir aðskilnaði frá Kanada. Fimm árum síðar missti flokk-
urinn völdin og margir héldu að málstaður aðskilnaðarsinna ætti
sér dapurlega framtíð. Annað hefur komið á daginn.
sambandsríkjum hafa að þessu
sinni neitað að staðfesta hann.
Tilraunir á síðustu stundu til að
finna málamiðlun hafa enn ekki
borið árangur en samningurinn er
gagnslaus án samþykkis allra
ríkjanna.
Reuter
Fundurinn var haldinn í kjör-
dæmi Luciens Bouchards, um-
hverfismálaráðherra Kanada, í
stjórn íhaldsmannsins Brians
Mulroneys. Bouchard sendi fund-
armönnum aðskilnaðarsinna skeyti
þar sem hann hyllti þá fyrir heiðar-
leika og dugnað í kosningabarát-
tunni fyrir tíu árum. Á mánudegin-
um eftir fundinn ræddi Mulroney
málið við vin sinn og flokksbróður
og varð niðurstaðan sú að Bouc-
hard sagði af sér embætti og yfir-
gaf íhaldsflokkinn. Síðan hefur
mál Quebec-manna og mögulegur
aðskilnaður ríkis með um 6,5 millj-
ónir íbúa frá sambandsríkinu verið
efst á baugi í Kanada þar sem
alls búa um 26 milljónir. Skoðana-
kannanir í Quebec sýna nú 53%
fylgi við aðskilnað.
Samlyndi og samvinna hinna
fjölmörgu þjóðabrota sem byggja
þetta víðáttumikla land hefur verið
aðalsmerki Kanadamanna þótt
undir niðri hafi ávallt verið grunnt
á kryt milli enskumælandi og frön-
skumælandi manna. Um 80% íbúa
Quebec eru frönskumælandi en
þorri annarra Kanadamanna notar
ensku. Tungumar eru taldar jafn
réttháar í Kanada að lögum og
venju. Nöfn og aðrar upplýsingar
á vöruumbúðum verða að vera á
báðum málunum, sama er að segja
um opinber skjöl og skilríki. Þrátt
fyrir þetta virðist nú alvarleg
hætta á að sambandsríkið klofni
vegna tungumáladeilnanna sem
lengi hafa geisað enda ólíkar
menningarvenjur sem tengjast
þjóðtungunum. Samningur, sem
kenndur er við Meech Lake, frá
1982 og endumýjaður 1987, renn-
ur út 23. júní en þar er sérstaða
Quebec viðurkennd. Þijú af tíu
Þessar mæðgur í bænum Rioja í Perú eru að virða fyrir sér hrunið
húsið en mega þó kannski teljast heppnar. Sum þorpin tók alveg af
í skriðufollum og er óttast, að tala látinna skipti mörgum hundruðum.
Jarðhræringar skekja löndin:
Hundruð farast í Perú og
eftirskjálftar í A-Evrópu
Búkarest, Mexíkóborg, Moskvu. Reuter. %
NÝIR landskjálftar urðu í gær í Rúmeníu og Búlgaríu en þó ekki
jafa öflugir og skjálftarnir á miðvikudag, sem vart varð við um alla
austanverða Evrópu, frá Moskvu í norðri til Grikklands í suðri. í
gær reið einnig snarpur skjálfti yfir Mexikóborg án þess þó að valda
tjóni en afleiðingar jarðhræringanna í Perú aðfararnótt miðvikudags-
ins eru aftur alvarlegri. Þar er vitað um hátt í 200 látna og á sú
tala vafalaust eftir að hækka mikið.
í Rúmeníu létust átta manns og
nærri 300 slösuðust í skjálftanum
á miðvikudag og því greip mikil
ERHJARTAÐ A
RÍTTUMjSTAO?
MERKJASALA 31. MAÍ - 2. JÚNB
1»
’H
mi
Studlum að l»ættum tækjabúnaði
sjúlcrastofnana og uppbyggingu
liæfingarstöðva fyrir hiartasjúldinga.
SÓKN TIL BETRI HEILSU
LANDSSAMTÖK HJARTASJUKUNGA
Hafnarhúsinu v. Tryggvagötu. Sími 25744. Pósthólf 830.- 121 Reykjavik.
Tékkareikningur 5800 íslandsbanka, Austurstræti 19.
skelfíng um sig þegar jarðhræring-
arnar hófust aftur í fyrrinótt. Þusti
fólk út á götur, margt fáklætt, en
vogaði sér þó aftur inn eftir nokk-
urn tíma. Skjálftinn í fyrradag
mældist allt að sjö að styrkleika á
Richter-kvarða og á milli fimm og
sex í fyrrinótt en jarðfræðingar
segja, að upptökin séu í fornu mis-
gengi 160 km undir yfirborði jarðar
í Karpatafjöllum. Berglögin hafi
þess vegna getað tekið vi_ð og dreg-
ið úr mesta kraftinum. í Búlgaríu
lést einn maður í miðvikudags-
skjálftanum en í fyrrinótt voru af-
leiðingarnar helst þær, að rafmagn
fór víða af í landinu.
Skjálftinn, sem varð í Mexikó-
borg í gær, mældist 6,1 stig á Ric-
hter en ekki var vitað til, að hann
hefði valdið teljandi tjóni. Hann olli
hins vegar mikilli skelfingu, einkum
meðal íbúa gamla borgarhlutans,
en hann varð illa úti í jarðskjálftun-
um í september 1985.
Landskjálftinn í Amazonhéruð-
um Perú var 5,8 á Richter og olli
gífurlegum skriðuföllum í fjallahér-
uðunum. Er talið að 200 manns að
minnsta kosti hafí farist og líklega
miklu fleiri því að björgunarlið hef-
ur enn ekki komist til sumra fjalla-
þorpanna.
Ashkenazy með tón-
leika á Svalbarða
VLADIMIR Ashkenazy verður
með tónleika í Longyearbyen á
Spitzbergen 29. júní nk. og mun
þá meðal annars flytja verk eft-
ir Beethoven og Brahms. Segir
frá þessu í fréttatilkynningu frá
yfirstjórn mennta- og menning-
armála á Svalbarða og enn-
fremur, að Sovétmönnum í Bar-
entsburg og Pyramiden hafi
verið boðið að hlýða á píanó-
snillinginn, landa sinn.
Svalbarði heyrir Norðmönnum
til en með alþjóðlegum samning-
um hefur öðrum þjóðum verið
leyft að stunda þar ýmsa starf-
semi. Eru Sovétmenn með nokkra
námavinnslu á Spitzbergen en
allt fram á síðustu ár var sam-
gangur þeirra og norsku inn-
byggjaranna lítill sem enginn. Á
því hefur orðið mikil breyting og
Spitzbergen nú stundum kölluð
„Friðareyjan" meðal eyjar-
skeggja.
Þau Ashkenazy-hjónin, Vladi-
mir og Þórunn Jóhannsdóttir, búa
Ashkenazy
nú í Lucerne í Sviss og ætlar hún
að slást í för með manni sínum
til Svalbarða. Ashkenazy heldur
tónleikana í Longyearbyen endur-
gjaldslaust en það eru ýmis kunn,
norsk stórfyrirtækin, sem standa
straum af kostnaðinum við þá.
Barnaþrælkun útbreidd-
ari en fyrir 100 árum
London. Reuter.
BARNAVINNA sem I flestum til-
fellum jafngildir barnaþrælkun er
mun útbreiddara vandamál nú á
dögum en íyrir 100 árum, að því
er félagsskapur sem beitir sér
gegn þrælkun sagði nú í vikunni.
Talið er að um 200 milljónir barna
búi og vinni við „yfirþyrmandi
aðstæður vegna fátæktar" og eigi
engrar undankomu auðið.
Bamaþrælkunin þrífst einkum á
þremur sviðum. Flest eru bömin í
störfum sem tengjast landbúnaði,
t.d. við sykurframleiðslu í Brazilíu
og á gúmmíekrum Malaysíu. Böm í
Austurlöndum fjær stunda vændi eða
tengdar atvinnugreinar fyrir opnum
tjöldum. Fátt er vitað með vissu um
ástandið á þessu sviði í hinum vest-
ræna heimi, en flestir þeirra ferða-
langa sem nota sér kynlífsþjónustu
bama í þróunarlöndunum eru frá
Vesturlöndum.
Þriðja helsti „vinnuveitandi" barna
sem lent hafa í þrælkun er iðnaður,
til dæmis vefjariðnaður og skógerð.