Morgunblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1990 33 Helga K. Bjarnadóttir Akranesi - Minning Fædd 2. mars 1931 Dáin 27. maí 1990 Skarð er höggvið í raðir starfs- manna Akraneskaupstaðar við frá- fall Helgu Kristínar Bjarnadóttur, matráðskonu í Grundaskóla. Eins og svo oft kom kallið án fyrirvara og á snöggu augabragði var Helga Kristín frá okkur tekin. Helga Kristín starfaði hjá Akra- neskaupstað frá því í september- mánuði árið 1982, en áður hafði hún m.a. starfað hjá Póst- og síma- málastofnuninni á Akranesi. Helga Kristín var öllum sem með henni störfuðu ákaflega kær og þrátt fyrir að á hana reyndu veik- indi, þá sinnti hún ætíð starfi sínu af glaðværð. Við þessi leiðarlok kveðjum við Helgu Krístínu með söknuði en minnumst hennar með þakklæti. Gísli Gíslason, bæjarstjóri I gróanda vorsins er hugurinn bundinn því, sem er að lifna á ný eftir drunga vetrarins. Sunnangol- an og vestanvindurinn kveðast á í himinhvolfunum og ilmur stígur úr grasi og dögg. Söngfuglinn er kom- inn fyrir löngu og það er eggjahljóð í veiðibjöllunni. Maður og náttúra finna til skyldleikans, sem tengir allt í eina órjúfanlega heild. Lífið og dauðinn eru systkini, sem ekk- ert fær aðskilið. Það var slíkan morgun sem Helga Kristín Bjarnadóttir kvaddi þennan heim. Eg kynntist Helgu Stinu fyrst, er ég hóf kennslustörf við Grunda- skóla á Akranesi fyrir fjórum árum. Helga hafði þann starfa að sjá kennurum skólans fyrir mat í há- degi dag hvern. Oft var kátt í há- deginu eins og gengur þar sem margir koma saman. Flaug þá mörg skemmtisagan milli manna og kersknin var í hávegum höfð. Alltaf tók Helga Stína þátt í þessum leik af sinni eðlislægu glaðværð. Gat hún þá tekið málstað hvers sem var, einungis í því skyni að hleypa meira fjöri í umræðurnar. Oft var keppst um liðsinni hennar, ef ein- hveijum þótti illa á sig hallað og ekki stóð á liðveislunni. Sá sem þessar línur skrifar, minnist margra slíkra gamanatvika, þar sem spaug- ið og hláturinn stytti manni erfiða daga um langan vetur. En glað- værðin og hlýjan voru svo sannar- Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Ásta Þorláksdóttir Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! lega ekki einu lyndiseinkunnir Helgu Stínu. Bak við brosið og létt- leikann bjó djúp alvara þess, sem hefur reynt margt og veit margt. Við hana var gaman að ræða ýmis þau rök tilverunnar, sem enginn hefur í flimtingum eða að gaman- málum. En þessar umræður fóru ekki fram í margmenni. Það féll í minn hlut fyrir þrem árum að sjá um fjárreiður matarfé- lags okkar kennara hér í skólanum. Af þeim sökum áttum við Helga Stína margt saman að sælda. Okk- ar samvinna var ætíð með þeim ágætum að á betra varð ekki kosið. Hún vildi í alla staði leggja sig fram um að gera kostgöngurum sínum allt til hæfis, þó hún gengi ekki heil til skógar. I öllu hennar starfi kom fram væntumþykja hennar og hugsunarsemi un annara hag. Var þá sama hvort í hlut átti fullorðið fólk eða börnin. Allir gátu reitt sig á hennar aðstoð og hjálp, enda varð mörgu barninu hvarflað til hennar í bágindum sínum í leit að huggun. Hún var í vissum skilningi móðir okkar allra. Fögur minning fylgir manni alla leið, en glingur heimsins reynist hljóm og reykur. Ríkur er sá, er geymir í hjarta sínu það góða, sem rekur á fjörurnar á lífsleiðinni. Að leiðarlokum þakka ég Heigu Stínu fyrir að hafa gefið mér auð af sinum auði, brauð af sínu brauði. Eftirlifandi manni hennar, börn- um, barnabörnum og öðrum ástvin- um votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Sveinn Kristinsson í dag er jarðsett frá Akranes- kirkju Helga Kristín Bjarnadóttir. Starfsfólk Grundaskóla vill að leið- arlokum þakka henni fyrir allt það sem hún vann í þágu skólans og fólksins þar. Eftir átta ára samfylgd .er margs að minnast, sem geymt verður en ekki gleymt. Við þökkum henni umburðarlyndið og umhyggj- una sem hún sýndi okkur, gleðina sem fylgdi henni í daglegum störf- um. Hún kunni svo sannarlega að blanda geði við böm og fullorðna, enda vann Helga ekki aðeins í mötu- neyti kennara, heldur sinnti störfum í dagvist skólans. Börnin löðuðust að henni og eltu hana á röndum. Hún var ævinlega fús til að veita þá hjálp, sem í hennar valdi stóð. Návist hennar var góð og hún lífgaði umhverfið með glettni sinni og gamansemi. Hennar verður sárt saknað. Við vottum öllum aðstandendum Helgu Stínu samúð okkar og biðjum þess að þeim veitist styrkur í sorg sinni. Starfsfólk Grundaskóla, Akranesi. Minning: Sigurður Guðmunds■ son frá Akurgerði Fæddur 13. niars 1920 Dáinn 27. maí 1990 í dag kveðjum við elskulegan afa okkar hinstu kveðju. Við ætlum að minnast hans með örfáum orðum, þótt þau orð geti ekki lýst tilfinning- um okkar á þessari stundu. Frá því við vorum lítil börn hefur heimili afa og ömmu í Akurgerði alltaf verið okkar annað heimili. Þar var allt svo öruggt og tryggt. Nú er sætið hans afa við eldhús- borðið autt, en við trúum því varla ennþá. Afi var mjög mikið fyrir okkur barnabörnin, bæði þegar við vorum lítil og einnig eftir að við urðum eldri. Hann var mjög þolinmóður við að leiðbeina okkur í leik og starfi. Hann vissi og kunni svo margt sem fæstir aðrir í kringum okkur kunnu. Þegar afi spáði í veð- rið brást spáin aldrei og mikið vissi hann um fugla og fiska og lifnaðar- hætti þeirra. Náttúran öll var hon- um mjög hugleikin og hann naut sín best úti við. Ekki hafði hann langa skólagöngu að baki, en hann var ákaflega athugull og lærði af eigin reynslu. Stærsta áhugamál afa var að veiða og hann hreif okk- ur krakkana með sér þegar veiði- skapur barst í tal. Þá var nú gaman að lifa. Allt sem afi tók sér fyrir hendur gerði hann vel og af miklum áhuga. Enda lagði hann mikla áherslu á það við okkur barnabörnin að við værum samviskusöm og leggðum hart að okkur, því þá myndi okkur aldrei skorta neitt. Afi hafði alltaf tíma fyrir okkur börnin og lét okkur ævinlega finna að við værum mikilvæg. Þegar afa- strákarnir tveir, þeir Magnús og Máni, bættust í hópinn, hafði hann unun af að fara með þá í gönguferð- ir niður á bryggju að sýna þeim bátana. Afi var þá orðinn svo veik- ur að hann varð að hætta að vinna og þá komu þeir eins og sólargeisl- ar inn í líf hans. Veikindi afa voru löng og ströng. En hann tók þeim með stakri ró- semi og lét ekki hugfallast. Við hlið sér hafði hann líka hana ömmu, sem reyndist honum ómetanleg í alla staði. Þau voru ákaflega sam- rýnd og samhent hjón og sýndu hvort öðru alltaf gagnkvæma virð- ingu. Elsku amma, missir þinn er mik- ill, en saman eigum við öll minning- una um hann afa okkar góða, og sú minning mun ylja okkur í fram- tíðinni. Barnabörnin Mig langar til að minnast með nokkrum fátæklegum orðum tengdaföður míns. Siggi, eins og hann var kallaður, var mér góður félagi og það var svo margt sem hann kenndi mér. Þegar við fórum í fjallið skildi ég aldrei hvað hann var fundvís á svartbakseggin eða hvað hann var öruggur á að finna ýsu þegar jafn- vel atvinnumennirnir fengu lítinn afla. Það var svo margt sem ég átti eftir að læra af honum. Nú er það orðið of seint og verður að bíða um stund og þá í öðru umhverfi. ÞÚ KEMST HEiM A GOODjfÝEAR HEKLA. HF Laugavegi 170-174 Simi 695500 Ég tel að Siggi hafi verið gæfu- maður. Það sem einkenndi hann þau tæp tuttugu ár sem við þekktumst var nægju- og iðjusemi. Efnis- hyggja var honum mjög fráhverf. Hans áhugamál voru börnin og barnabörnin — fylgjast með þeim og sjá þau dafna. Hann gaf sér ávallt tíma til að fara með þau yngstu í göngutúra þrátt fyrir langa vinnudaga. Hann gekk venjulega sama rúntinn — niður á bryggju til að fylgjast með aðkomu báta þann daginn. Náttúran var honum mjög hugleikin. Að fylgjast með fuglun- um — sjá gróðurinn grænka á vor- in, var hluti af honum. Hann rækt- aði sínar „heimsins bestu kartöflur“ og vildi helst borða þann fisk sem hann hafði dregið sjálfur. En við sem þekktum hann nutum ríkulega af hans gjafmildi. Nú skilja leiðir og ég þakka árin sem við áttum saman. Elsku Ása mín, ég votta þér einlæga samúð mína. Blessuð sé minning hans. Elmar Þórðarson Á NÆSTU SHELLSTÖÐ Klar Sikt myndar himnu sem kemur í veg fyrir aö regn, snjór, salt, flugur, tjara og önnur óhreinindi festist viö rúöur og Ijós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.