Morgunblaðið - 24.07.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.07.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1990 I GALTALÆ KJARSKOCI Verslunarmannahelgin 3.-6. ógúst Föstudagur 3. ágúst. kl. 21.00 Dansleikur í kúlu: Hljómsveitin ERTU kl. 22.00 Dal HUOMSWÍ* ^ kl. 03.00 Dansleikjum lýkun RN? ísvéitm BUSARNIR j^ikur á palli: n-«T INGIMARS EYDA Laugardagur 4. ágúst. kl. 11.00 Hjólreiðakeppni BINDINDISFÉLAGS ÖKUMANNA (BFÖ) Barnaleikir BJÖSSI BOLLA TRÚÐAR kl. 14.00 ÖKULEIKNI BFÖ á bökkum Rangár Hljómleikar í kúlu: Hljómsveitin ELSKU UNNUR kl. 16.00 Barnadansleikir á palli: HLJÓMSVEIT INGIMARS EYDAL BJÖSSI BOLLA TRÚÐAR kl. 17.00 Fimleikasýning FIMLEIKAFÉLAGIÐ BJÖRK kl. 20.30 Mótssetning: STEFÁN JÓNATANSSON kl. 20.40 KVÖLDVAKA: Skemmtidagskrá á palli ROKKPARIÐ HJÖRTUR BENEDIKTSSON, eftirherma kl. 22.00 HALLI & LADDI, spaug Dans'-'...... ” ^Va'ul: "hljómsveit ingimars eydal Hljómsveitin ERTU EKKI ÞOKKALEGA ERN? Hljómsveitin BUSARNIR Hljómsveitin ELSKU UNNUR kl. 00.01 FLUGELDASÝNING Fjöldasöngur kl. 04.00 Dansleikjum lýkur Sunnudagur 5. ágúst. kl. 11.00 Barnaleikir BJÖSSI BOLLA TRÚÐAR kl. 14.00 Helgistund: Séra PÁLMI MATTHÍASSON KÓR kl. 15.00 Danssýning DANSSKÓLI JÓNS PÉTURS OG KÖRU kl. 15.30 Barnaskemmtun: BJÖSSI BOLLA TRÚÐAR o.fl. kl. 16.00 Barnadansleikur á palli: HUÓMSVEIT INGIMARS EYDAL Hljómleikar í kúlu: Hljómsveitin BUSARNIR kl. 17.00 MÖGULEIKAHÚSIÐ kl. 20.00 Hátíðarræða EWÍARÐ INGÓLFSSON, metsöluhöfundur kl. 20.30 ÍMlcll?Tí?ir»)WRevíuleikhús ^3»T»fÍfljfl»T:Wl:*NCKMAN völdvái? LÖG í STRÍÖ?^ EDDA HEIÐRÚN JÓHANN SIGURÐARS015 ÁSA HLÍN SVAVARSDÓTTIR O.FL. Söngsveitin RADDBANDIÐ Danssýning DANSSKÓLI JÓNS PÉTURS OG KÖRU kl. 22.00 Dansleikur á palli: HUÓMSVEIT INGIMARS EYDAL Dan^leikur í kúlu: Hljóm: HljómsveiTÍTl kl. 02.00 Dansleikjum lýR itin GREIFARNIR ELSKU UNNUR Tveir merkir mannfimdir — í Sólheimum o g á Kópavogshæli eftirÁrna Gunnarsson Tveir mannfundir sumarsins eru mér minnisstæðari en aðrir; hinn fyrri sumarhátíð á Kópavogshæli og hinn síðari 60 ára afmæli Sól- heima í Grímsnesi. Þessar samkom- ur voru mennskari en aðrar. Á þeim var blær hugsjóna áhugafólks um rétt allra til sómasamlegs lífs og staðföst trú á því, að með um- lyggju og ástríki megi laða fram íæfileika og getu, sem með af- skiptaleysi og kerfiskulda verður steinrunnin. Ævintýrið í Sólheimum Þau 60 ár, sem liðin eru frá því Sesselja Sigmundsdóttir tók við fyrstu fimm börnunum til dvalar í Sólheimum, verða skráð sem ein- hver mesta mannúðarsaga síðari ára. Með þrotlausu striti, fórnfýsi og óbilandi bjartsýni er Sólheima- sagan vitnisburður um sigur hins siðaða manns í baráttunni fyrir bættum kjörum meðbræðra, sem sátu eftir við rásmark lífshlaupsins. Sigurhátíðin 5. júlí sl. verður öll- um minnisstæð, sem hana sóttu. Máttarvöldin staðfestu 60 ára nafn- gift staðarins, sól var í heiði og sól var í sinni. Árangur uppbyggingar og ræktunar umhverfis og manna blasti hvarvetna við. Og þegar heimamenn sýndu ævintýrið um Stígvélaða köttinn í leikgerð Kjur- egej Alexöndru Argúnovu, varð öll- um ljóst, að þeir voru þátttakendur í raunverulegu ævintýri. Undirbúningur þessarar leiksýn- ingar hefur tekið langan tíma. Bún- ingar, leiktjöld, tónlist, leikstjórn og frammistaða leikenda er með slíkum ágætum að mér er til efs að áhorfendur hafi betur notið ann- arra leikverka. Sýningin er afrek í margþættum skilningi og á erindi til allra íslendinga. Saga Sólheima á einnig erindi til þjóðarinnar og við þjóðina. Sólheim- ar eru glæsilegt dæmi um það hverju manngæska og samhugur fær áorkað á öld hinna hörðu gilda. Þessi merkilega stofnun þarf að fá stuðning og frið til að halda áfram óbreyttu starfi. Það væri hið mesta glapræði að breyta skipulagi starfs- ins á nokkurn hátt. Núverandi skipulag hefur sannað yfirburði sína. Sumarhátíð í Kópavogi Á Kópavogshæli var haldin sum- arhátíð dagana 24.-30. júní. Þar var sungið, dansað, farið í leiki og kappleiki. Mikill fjöldi listamanna kom fram og starfsfólk hælisins lagði fram ómælda vinnu svo há- tíðin gæti farið sem best fram. Aðstandendur vistmanna komu einnig við sögu og hópar sjálfboða- liða lögðu hönd á plóginn. Það hefðu þótt nokkur tíðindi fyrir tiltölulega fáum árum að efna til slíkrar hátíðar. Einhveijum hefði þótt það hrein ósvinna. En svo hef- ur aðstaða almennings til þroska- heftra breyst, að nú þótti þess hátíð varla fréttnæm. A.m.k. fór lítið-fyr- ir henni í fjölmiðlum. Tilgangur sumarhátíðarinnar var margþættur. hátíðin var táknræn. Henni var ætlað að minna á hina merku stofnun, Kópavogshæli, starfsemina, sem þar fer fram og fólkið er býr þar og starfar. Há- tíðinni var ætlað að auka gildi og virðingu Kópavogshælis í hugum almennings og ráðamanna og hún var þáttur í baráttu gegn fordómum og minnisleysi, gleymsku og and- varaleysi. Kópavogshæli hefur ekki alltaf átt upp á pallborðið hjá þjóðinni og ráðamönnum hennar. Litið var á frumþarfir, húsnæði og fæði fyrir tiltekinn hóp samborgara okkar. Lengra var ekki gengið og fjárfram- lög skorin við nögl. Á síðustu árum hefur orðið nokkur afstöðubreyting og þá einkum vegna frumkvæðis starfsfólks og aðstandenda vist- manna. Það hefur ekki verið látið nægja að brauð og gisting fái að friða samviskuna. Krafan um nú- tímalega starfshætti, virðingu fyrir öllum Guðsbörnum, hefur ýtt við minnisleysinu. Margt hefur áunnist en mikið er ógert. Gamalt orðtæki segir, að hver sé sinnar gæfu smiður, þ.e. að nán- HAFSKLP - FRAMHALD? eftir Garðar Jóhann Guðmundarson Loksins! Loksins! Þetta voru þau orð sem almenningur lét falla þegar dómur Sakadóms Reykjavíkur var kveðinn upp í Hafskipsmálinu svo- kallaða, hinn 5. júlí sl. Þetta mál var búið að vekja at- hygli og umræðu, sem náði allt frá venjulegum saumaklúbbum og inn á ríkisstjórnarfundi, sem eru jú saumaklúbbar af sérstakri gerð. Þetta mál, sem var sprottið af ein- hveijum annarlegum rótum, hefur nú runnið sitt skeið og er hreinlega orðið að engu. Þetta mál var sem sé, eftir allan hamaganginn, ekkert annað en stærsta sápukúlan í ís- landssögunni. Eftir allan hamaganginn er kom- ið í ljós að allir þessir „ótíndu" glæpamenn, sem ákærðir voru í þessu máli, reyndust saklausir. Vægir dómar fyrir óreiðu á fylgi- skjöium breyta ekki þeirri stað- reynd, að þessir menn standa uppi sem sigurvegarar. Það er líka ljóst að Hafskip var alls ekk/gjaldþrota. Þrotabú sem greiðir ríflega helming af kröfum, eftir allan þann kostnað sem af gjaldþrotaskiptum leiðir, og hefur þurft að sæta nauðungarsölu eigna, var ekki gjaldþrota. Ef eign- ir hefðu verið seldar á sannvirði, þá hefði fyrirtækið átt fyrir skuld- um og vel það. Þær 150 milljónir, sem ríkisvaldið er búið að veija til málareksturs í þessu írafári, hefðu verið miklum mun betur komnar sem hlutafé í Hafskip hf. Þetta mál hefur meðal annars haft þær afleiðingar að til varð nýr stjórnmálaflokkur, eftir aðför að fyrrverandi stjórnarformanni Haf- skips. Það er ein af bjartari hliðun- um, að sú aðför tókst ekki. En þetta mál hefur líka átt sínar skuggahlið- ar. Það er búið að afhenda Eim- skipafélagi íslands á silfurdiski næstum alla hafnaraðstöðu .í Reykjavíkurborg, flutningsgjöld hafa hækkað og svo mætti lengi telja. En Ijótasta skuggahliðin á þessu máli er þó hvernig farið hefur verið með mannorð og fjölskyldulíf þeirra manna sem stjórnuðu Hafskip. Á tímabili var eini glæpurinn sem þeir voru ekki sakaðir um mann- dráp að yfirlögðu ráði. Niðurstaða Sakadóms liggur nú fyrir og þessir menn, og fjölskyldur þeira, geta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.