Morgunblaðið - 24.07.1990, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JULI 1990
fclk í
fréttum
SALTFISKVIKA
SÍF veitir viðurkenningii fyrir þátttöku
SÍF, sem stóð fyrir saltfiskviku um viðurkenningu þeim aðilum
fyrir nokkru, veitti á dögun- sem tóku þátt í átakinu. Kjörorð
vikunnar var „Saltfiskur er sæl-
gæti“ og svo virðist sem lands-
menn hafí samsinnt því, þar sem
mikil aukning varð á sölu saltfisks
þessa daga.
Á meðfylgjandi mynd eru f.v.:
Dagbjartur Einarsspn,
stjórnarformaður SÍF, Siguijón
Ásgeirsson, Miklagarði, Páll
Einarsson, Munanuni í
Vestmannaeyjum, Úlfar
Eysteinsson, Þremur frökkum,
Rúnar Marvinsson, Við tjörnina,
Sófus Sjgurðsson, Hagkaupi,
Diðrik Ólafsson, Múiakaffi,
Sveinbjörn Friðjónsson, Hótel
Sögu, og Magnús Gunnarsson,
framkvæmdastjóri SÍF. Einnig
fengu Naustið, Lauga-ás og
veitingahús á Akureyri
viðurkenningu.
ABTOÐARFTOG
Geirþrúður lýkur þjálf-
un á Páli Sveinssyni
A
Iflugsveit sjálfboðaliða
flugmanna, sem fljúga
áburðarvél inni Páli Sveinssyni,
er kominn fyrsti kvenmaðurinn,
Geirþrúður Alfreðsdóttir. Hún
hefur síðastliðið ár verið
flugmaður á Fokker-vélum
Flugleiða.
Það þarf sérstaka þjálfun og
kunnáttu til að fljúga
áburðarvélinni. Það er ekki nóg
að kunna að flugtæknina heldur
þarf einnig að læra að dreifa
áburðinum, þannig að hann falli á
rétta staði og ekki utan girðingar,
eins og þar stendur. Er Geirþrúður
nú að ljúka þessari þjálfun.
Hið árlega áburðarflug með
Páli Sveinssyni stendur yfir og er
nú flogið frá Húsavíkurflugvelli
og mest dreift í girðingar
landgræðslunnar, en einnig fyrir
nokkur sveitarfélög í sýslunni.
Stefán Sigfússon stjórnar
áburðardreifingunni eins og áður
og segir að dreift verði nú 230
tonnum eða 20 tonnum minna en
síðastliðið ár. „Árangur af þessari
dreifingu er góður, en við þyrftum
að hafa meira magn til að dreifa.“
Hann lýsti ánægju sinni með nýja
flugmanninn og Geirþrúður sagði:
„Þetta er dálítið frábrugðið öðru
flugi en mjög skemmtilegt."
Morgunblaðið/Silli
Flugstjórarnir Páll Stefánsson og Hafsteinn Heiðars^pn sem þjálfað
hafa Geirþrúði í áburðardreifingu.
BJARKARLUNDUR
Hótelið stendur fyrir sínu
Bjarkarlundur hefir um fjölda ára gegnt mikilvægu hlutverki í ferðaþjón-
ustu landsmanna. Fyrir utan hversu fagurt umhverfið, er þá er líka
svo margt annað sem laðar ferðamanninn að. Aðalsteinn Friðfinnsson,
stjórnar rekstrinum og vinnur við hann ásamt konu sinni, Elsu Fanney
Pétursdóttur, og dótturinni Önnu Jóný, sem er lærð matreiðslukona. I
Bjarkarlundi er hægt að veita húsaskjól mörgu fólki og rúmgóður er
matsalurinn. Gestur hf. er eigandi þessa fyrirtækis. Aðalsteinn segir að
það sem af er sumri hafi allt gengið að óskum og jafnvel vonum
framar. Ferðahópar. komi, bæði innlendir og erlendir, og þyki sér vænt
um hversu vel sé metin sú þjónusta sem látin er í té og þess vegna
horfir hann bjartsýnn fram á veginn. Þetta er virkilega góður staður og
það er alltaf gaman og gagn að fást við ný verkefni, sagði Aðalsteinn
að lokum.
- Árni
COSPER
Morgunblaðið/- pþ
Hópurinn í leiktækjasamstæðunni ásamt starfsfólki, Guðrúnu, Mundu, Sóleyju, Dæju, Svenna, Birnu,
Geira og Brynju.
HEIÐARSKOLI
Sumarhópar af ýmsu tagi
Sumarbúðir Reykjavíkurprófastsdæmis eru í Heiðarskóla í Leirársveit og þar geta 40 börn dvalið í 12 daga í
senn á aldrinum 6-9 ára og 9-12 ára. Margs konar hópa geta börnin valið sér, svo sem myndbandahóp,
leikritahóp, blaðahóp, útvarpsþáttahóp, og garpahóp, sem fer í fjallgöngur, og veður í drullu í skurðum og lækjum.
Eins og í flestum sumarbúðum skipa íþróttir veglegan sess og íþróttahátíð er í hveijum flokki. Þá má ekki
gleyma hæfileikakeppninni. Sá sem síðast vann hæfileikakeppnina var með gítar og söng Eitt lag enn.
Þegar gott er veður, er farið í fjallgöngur upp í Skarðsheiði, og haft með sér nesti. Stundum er kveiktur
varðeldur og glóðarsteikt yfir honum. Svo eru það kvöldvökumar, þar sem afrakstur leikritahópsins kemur
fram, auk þess sem mikið er sungið. Fræðslustundir eru á hveijum degi í grundvallaratriðum kristindómsins.
Heiðarskóli býr svo vel að hafa sundlaug, og er hún notuð á hverjum degi. Að lokinni dvöl fá börnin viðurkenn-
ingarskjal fyrir þátttöku í íþróttum, fyrir snyrtilegasta herbergið og annað álíka.
- pþ