Morgunblaðið - 24.07.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.07.1990, Blaðsíða 33
_________________MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1990_33 ** Skuggaglíman heldur áfram eftir Björn Jónsson Kæri Einar! Ég verð að reyna að hjálpa þér að kveða niður þennan ógnvænlega draug, sem þú hefur vakið upp úr verki mínu, Stjarnvísi í Eddum. En það er stjarnfræðileg túlkun á nokkr- um goðsögnum. í því verki þykir þér nær öllu stolið frá þér, og ferð um mig og kver þetta hinum verstu orð- um. Gætir hér bersýnilega ekki lítillar ofsóknarhræðslu, þar sem þú í engu tilliti fjallar um efnislegt gildi túlkananna. Þú einblínir hins vegar einungis á hvort þú kunnir að hafa „reifað" sum „grundvallaratriði" áð- ur. Þú vísar jafnvel til „allmargra stjörnukorta“ sem þú hafðir gert þér til gamans á sokkabandsárunum en hvergi eru birt. Tilgangur þinn virð- ist vera sá eini að auðvirða verkið þér til upphefðar, þótt þér stafi síður ógn af því en heiður. Engin minnsta tilraun er gerð til að vega „gildi“ túlkananna eins og þær koma fyrir. Þér gleymist alveg sú staðreynd, sem ég benti á í svari við fyrsta aðkastinu, að þótt einhver hafi borið eitthvað fram, er alls ekki hægt að ganga út frá því að allir aðrir hafi kynnt sér það, eða vitað nokkurn skapaðan hlut um það. Veist þú til dæmis nokkuð um tilvist eða skrif Charles Fracois Dupuis, ofvita frönsku byltingarinnar? Hann ku hafa skrifað mörg bindi um stjarn- vísilegan bakgrunn trúarbragðanna og kaliar verk sitt l’Origine de touts les Cultes, Uppruni allra trúar- bragða. Þessi bók er þýdd á ensku og samþjöppuð í eitt bindi: The Orig- ins of All Religious Worship. Eg benti þér á hana, en það er ekki þar með sagt að þú hafir komist yfir hana. (Mitt eintak frá Minneapolis var svo illa farið af eyðni að því var ekki flettandi.) Ekki minnist ég þess að þú vitnir í ofvitann. En þar munu skýrðar sem stjamfræðileg fyrirbæri fjölmargar goðsögur fornaldar, þar á meðal þjónkanir Heraklesar. En sé Dupuis þér ókunnur, og beri ykk- ur saman um eitthvað, ertu þá sekur um stuld? Ég á allar bækur þínar, sumar keyptar, aðrar þegnar sem gjöf frá þér. En ekki hefi ég lesið þær allar í kjölinn, einkum þar sem hugmynda- fræðin og tölvísin eru fjölluð. Mundi ég samt sumt úr þeim, vitnaði til þess og fletti upp stað og bindi.i— Nú finn ég að þú hefur vissulega nefnt Útgarða-Loka sem Satúrn, og einmitt vegna staðsetningar reiki- stjörnunnar á ystu braut þeirra klassísku. Þetta kom algerlega flatt uppá mig, því ég hefi vitni að því að hafa unnið þessa samsvörun sjálf- ur, þó frá öðru sjónarhorni. Ég kom fyrst með samsvörun „hallar" Út- garða-Loka, það er Útgarðana sjálfa, sem stjörnumerkið Cetus, hvals- merkið, en það er rétt utan við sól- baug, eða Asgarð, „utangarðs". Það- an barst samlíkingin yfir á Satúrn sem einnig er á ystu „görðum" eða braut reikistjarnanna fimm. Þetta er mjög skýmierkilega sett fram í Stjarnvísi í Eddum. I lok umræðna um hrakfarir Þórs, og minnst sjöfalt gervi hvalsmerkisins í því sambandi, segir svo, s. 57: „Þá er loks „höll“ Útgarða-Loka, Útgarðar, sem einnig fellur að útlínum þessa merkis. Ligg- ur stjömumerkið alveg utan við sól- bauginn. Það er því „festingarbú- staður“ Loka; eins og gangbraut Satúrnus eru Útgarðar hans sem reikistjörnu, ysta gangbraut reiki- stjamanna fímm.“ Merkið Cetus tengist Loka beint sem Miðgarðs- ormur, og er það frekari stuðningur samsvörunarinnar. Samsvörun hvalsmerkisins við „Útgarða" kom hér fyrst hjá mér og fellur eðlilega við orðið garður = bústaður eða borg. Garður = braut er tvöfaldur orðaleik- ur Snorra. Má segja að lykillinn standi í skránni og miði hjá! Þetta ætti því að vera vantrúarmönnum þeim mun mikilsverðara umhugsun- arefni þar sem við komum báðir að sömu niðurstöðu eftir ólíkum leiðum. Það styrkir kenningar okkar beggja og sýnir að við erum á „réttri" leið. Röksemdafærslur eða hypóþesur beggja séu samhliða og rekist ekki á. Ekkert fimbulfamb út í bláinn! Mér er þetta atvik sérstaklega minnisstætt af tveimur ástæðum. Fyrst vegna þess hvernig kona mín brást við tilkynningunnþ og skildi strax og varð hrifin af. í öðru lagi vegna þess að hér er um að ræða einn opinskáasta „lykil” Snorra- Eddu að stjarnvísieðli sínu. Upp- ljóstrunin er svo greinileg ábending að vel mundi hæfa tossakveri. Hér er auðvitað um leikaraskap Snorra að ræða þar sem hann notar orðið „garður" í tveim merkingum (veggur og bústaður). Með því þú sást þetta fyrstur manna, af hveiju komstu þá ekki með „höllina" um leið, sem Loki er hér kenndur við? En ég sá þína tillögu aldrei fyrr en ég fletti henni upp nú eftir síðasta aðkast þitt. Það er auðvitað vonlítið að veija feðrun þessarar uppgötvunar sem frumburð minn, og skal það ekki reynt frekar. Þó var tilurðin svona. Ég vann kaflann um villur Þórs síðast af öllum (1984), en setti hann í rétta röð í íslensku gerðinni. Leit ég aldrei í bækur þínar meðan á samningi verks míns stóð, nema sem getið er, og þá bæði til að koma þér að og gera grein fyrir höfundarrétti þínum. Kann þó að vera um hugar- flutning að ræða hér, án vitundar minnar. En hitt er enginn hugarburð- ur að framvindan var slík sem segir og var ekki frá þér tekin, þótt „ólík- legt“ kunni að sýnast. Orsakasamhengið: post hoc, ipse propter hoc, er varhugavert: það að eitthvað sem fylgir á eftir öðru sé af þeirri ástæðu tilkomið vegna þess. Er það ein fremsta villutilraunagerð sem hugsast getur. Hví fellur þú fyrir slíku, fyrirvaralaust, hinn mar- grómaði hýpóþesumaður, snillingur- inn sjálfur? Þarftu að vera svona paranóískur? Þú tíundar mjög að ég kalli túlkan- irnar „mínar“, kannski einum of oft. Það var þó gert þér til verndar, en ekki sniðgangs: að þér yrðu ekki kenndar tilgátur sem kynnu að reyn- ast heimskulegar, óvísindalegar og langsóttar. Láttu mig nú ekki þurfa að tyggja upp aftur og aftur sömu skýringarn- ar, því þær komu allar í svargrein minni við fyrsta æðisaðkasti þínu. Sá draugur sem þú glímir við, Éinar minn, er vakinn upp úr dys þíns eig- in hugarfars, en ekki verkum mínum. Hættu nú slíkum fáránleik. Galdur er kominn úr tísku. Ber heldur snill- igáfur þínar og kunnáttu á efnislega skoðun túlkana minna, eins og þær koma fyrir. Því ég notaði engra manna kenningar, hvorki þínar né annarra, nema svo sé til vitnað. Slíkar kenningar eru, eftir því sem ég best veit nú, ekki til. Nema ef til vill hjá þeim franska ofvita, sem ekki fæst lesinn. Astral Aspects of the Eddas var í handriti langt verk og ítarlegt, skrifuð á árunum 1982-84. Þar voru öll verk þín skráð, þér til kynningar, en aðeins vitnað í þau sömu sem getið er. Þar var og löng romsa um ágæti þitt og illa meðferð heima. Það handrit fór í fjórar yfirlestraferðir, með breytingum á málfari, setninga- skipan, framsetningu og mikilli stytt- ingu (þ. á m. ummælu'm um þig, tal- in óskylt efni). Samt er það enn ta- lið með vanköntum, nú einkum vegna þess að ekki sé nægilega vitnað í samtíma rannsóknir á norrænum og skyldum goðasögnum, né heldur í „yngri“ höfunda slíkra goðfræðilegra spekúlasjóna. Skil ég ekki hvar slíkar umræður mundu koma að gagni við stjarnfræðilegar úrlausnir á Eddu- texta eins og hann kemur fyrir, nema samanburðinum sé snúið við, og stjarnfræðilegra lausna leitað í sam- anburðarbókmenntum, frá tímabili dagsetningar stjörnuafstöðu þeirrar sem túlkun mín gefur. Einnig ætti að fara lengra aftur í tímann en okkur vannst tími til hér. En það mun teljast hin eina sanna vísinda- mennska að nota sem mest samtíma höfunda enda þótt þeir fjalli hvergi um málið, og séu alls ófróðir um efnislegt inntak kenninganna, sögu og þróun stjarnfræði og stjörnu- speki. Munum við lan Cameron yfir- fara og endurrita allt handritið í vet- ur, til að bæta framsetningu. En ekki ætla ég mér þá ofraun að fara í stjarnvísitúlkanir á gelískum, germ- önskum, slavískum og öðrum goð- Björn Jónsson tr „Vonum við nú að draugur sá sem þú hef- ur sært upp fái kyrr að liggja og þú berir á borð, samkvæmt lof- orði, „það sem gott er í Birni“.“ sögnum, sem ég ber lítil kennsl á. Liggur þó beint við að hæfir yngri menn geri slíkt, frá þeim sjónarhóli sem nú er fenginn. íslenska gerðin, Stjarnvísi í Edd- um, er, sem áður segir, úrtak þeirrar ^ ensku, allmjög stytt, og kann því að virðast nokkuð endaslepp og á símskeytaprósa. Vænti ég þá útgáfu ensku gerðarinnar svo til samtímis eða fyrr. Vísa enda oft til hennar. Háskólapressan vildi taka hana en var synjað um styrk af ofangreindum ástæðum. Þó var þess getið að efni og innsæi túlkunarinnar væri að öll- um líkindum „rétt“ og mjög athuga- verf. Vonum við nú að draugur sá sem þú hefur sært upp fái kyrr að liggja og þú berir á borð, samkvæmt lof- orði, „það sem gott er í Bimi“. Er ef þú magnar enn Móra þinn mur ég magna Þorgeirsbola vorn á móti, með aðstoð kunnáttumanna við ís- lendingafljót. Höfundur cr læknir í Kanada. Stuðmenn: Hve glöð er vor æska • • Orvast kraftur stuðsins Hljómplðtur Sveinn Guðjónsson Það má endalaust deila um hver sé skýringin á því að Stuð- menn hafa haldið velli svo lengi sem raun bei' vitni. Um hitt verð- ur ekki deilt, að í hvert sinn sem þessir piltar, - og stúlka, hreyfa sig vita landsmenn af því og ég leyfi mér að fullyrða, að í hvert einasta sinn sem þeir hafa sent Konur hafa ekki verið fyrirferða- miklar á íslenskum hljómplötu- markaði fyrir utan einstakar söng- konur, sem sumar hafa gert það gott sem slíkar. En það er næsta fátítt að konur semji lög og texta sem þær síðan gefa út á plötu, eins og Selma Hrönn Maríudóttir hefur nú gert með plötunni Einkamál. Fyrir það eitt á hún hrós skilið, því það þarf hugrekki til að ráðast í slíkt. Það má líka hrósa Selmu Hrönn fyrir ýmislegt fleira varð- andi þessa plötu þótt vissulega sé þar einnig ýmislegt gagnrýnivert og orki tvímælis. Á plötunni eru tíu lög og er Selma Hrönn höfundur þeirra allra, svo og allra texta að undanskildum tveimur enskum textum, sem eru eftir Fríðu Sveinsdóttur. Sem laga- frá sér plötu, hefur eitthvert lag- anna, eitt eða fleiri, orðið almenn- ingseign. Um þessar mundir er það lagið „Ofboðslega frægur", sem sungið er jafnt af kornabörn- um þessa lands sem og rígfull- orðnu fólki. Um daginn hitti ég til dæmis frænku mína, sem kom- in er af léttasta skeiði, og hún heilsaði mér með höfuðstefi þessa lags, „komdu sæll og blessaður", í réttri tóntegund meira að segja, en þess ber auðvitað að geta, að smiður á Selma Hrönn góða spretti og einkum finnst mér henni takast vel upp í rólegum lögum og ballöð- um. Hins vegar eru henni nokkuð mislagðar hendur þegar hún fer að þreifa fyrir sér með hraðari sveihu og rokkmúsík, eins og hún sé ekki alveg með slíka tónlist á hreinu, eða þá, sem ég tel nú líklegra, að hún hafi ekki eins mikla ánægju af að semja slík lög. Sköp- unargleðin skín hins vegar vel í gegn í hinum rólegri lögum og má sem dæmi nefna Einn í húmi næt- ur, I heard it said, I huga mér og Praing on an evening star, sem öll eru skínandi góð og falleg lög. Selma Hrönn hefur valið þá leið að fá til liðs við sig ýmsa hljóðfæra- leikara og söngvara til að flytja lögin á plötunni. Þar held ég að kona þessi hefur alltaf þótt af- skaplega létt í lund. Þetta kann einhverjum að þykja útúrdúr, sem eigi lítt erindi í graf- alvarlegan plötudóm, með fag- legri, músíklegri úttekt á nýjustu hljómplötu Stuðmanna, „Hve glöð er vor æska“. En ég nefni þetta sem hugsanlega skýringu á dæm- afáum vinsældum þessrar hljóm- sveitar, - það er hæfileikinn til að búa til lög og texta, sem höfða til „allra landsmanna". Og ef hún hafi gert mistök því þótt spilar- arnir séu ágætir sem slíkir koma þeir úr sitt hverri áttinni og nokk- urs ósamræmis gætir í útsetning- um. Söngvararnir sleppa líka mis- jafnlega frá þessu og í sumum til- fellum er alveg á mörkunum að þeir valdi hlutverki sínu. Ruth Reg- inalds er þar undantekning og hún ber af, að mínum dómi. Frammi- staða hennar á þessari plötu vekur vissulega upp þá spurningu hvort ekki sé orðið tímabært að endur- vekja sólóplötuferil hennar, sem rofnaði fljótlega eftir að hún komst á unglingsár. Eftir á að hyggja hefði líklega verið heppilegra fyrir Selmu Hrönn að fá Ruth til að syngja öll lögin á plötunni, sleppa lögum á borð við Einkamál, Salt- fisksrokk og Rúna Rokk, sem gera marka má þessa plötu er engin þreytumerki að finna á hljóm- sveitinni, heldur þvert á móti fínnst mér kraftur stuðsins hafa örvast ef eitthvað er. Tónsmíðar og plötuútgáfa er heldur ekki nema önnur hliðin á Stuðmennskunni. Hin hliðin, og sú sem upp snýr, er sviðsfram- koman og öll uppátækin sem ein- att fylgja þessari hljómsveit. Flest lögin á þessari nýju plötu heyrði ég fyrst í lifandi flutningi Stuð- manna á Hótel Borg ekki alls fyr- ir löngu og fékk þau þannig beint í æð. Ég er ekkert viss um að mér þætti þau svona skemmtileg ef ég hefði aldrei „séð“ þau í flutn- ingi. I því sambandi skiptir leik- ræn tjáning aðalsöngvaranna,- ekkert annað en að draga plötuna niður, og semja í staðinn lög sem hentuðu söngstíl Ruthar. Með þvi hefði platan orðið heilsteyptari og betri. En hér er ég auðvitað að hugsa upphátt, án þess að hafa nokkuð fyrir mér í því hvort slíkt hefði verið framkvæmanlegt og það er líka alltaf hægt að vera vitur eftir á. Selma Hrönn sleppur yfirleitt vel frá textunum og það er greinilegt á sumum þeirra að hún hefur ýmis- legt að segja. Ensku textarnir hennar Fríðu Sveinsdóttur eru líka ágætir, þótt ég átti mig ekki alveg á hvaða tilgangi það þjónar að hafa tvö laganna með enskum text- um. Þegar tekið er tillit til þess að hér er um byijendaverk að ræða getur Selma Hrönn sæmilega við þessu fyrstu plötu sína unað, þótt ef til vill vanti herslumuninn, kannski einhvern afgerandi „smell", til að vekja á henni þá athygli sem þarf í þessum harða bransa. Egils Ólafssonar og Ragnhildar Gísladóttur, höfuðmáli, og ég held að flestir geti verið sammála um að Egill sé, hvort heldur er sem leikari eða söngvari, listamaður af guðs náð. Þar fyrir utan skipar sveitina einvala lið hljómlistar- manna sem njóta sín afar vel í lifandi flutningi á sviði. Nýja platan er auðvitað ekki hafin yfir gagnrýni frekar en önn- ur mannanna verk. Það má til dæmis spyija hvers vegna bass- -inn„svingi“ ekki við önnur hljóð- færi á köflum í títtnefndu lagi um fræga manninn. Mig minnir að þetta hafi ekki verið svona í „læf“ útgáfunni, heldur einfaldara og betra. Ég nenni bara ekki að fara út í svona tittlingaskít því þegar á heildina er litið skiptir þetta sáralitlu máli. Ég sé heldur ekki ástæðu til að fara í saumana á hverju lagi fyrir sig, en vil gjarn- an benda mönnum á að hlusta gaumgæfilega á „Færið mér asp- irín“ og „Islensk fyndni", sem að mínum dómi eru athyglisverðustu framlög Stuðmanna til íslenskrar dægurtónistar það sem af er þessu ári, þótt í fyrrnefnda textanum segi: „Mér finnst þetta afleitur texti og hundleiðinlegt lag“. Þórður Árnason er höfundur flestra textanna og eru þeir marg- ir hnittilega orðaðir og skondnir, svo sem verið hefur aðalsmerki Stuðmanna í textagerð í gegnum tíðina. I hljóðfæraleik og söng bregst Stuðmönnum heldur ekki bogalistin frekar en fyrri daginn. Það er aðeins eitt sem mig langar til að nefna að lokum. 1 fimmta uppklappi á áðurnefndri samkomu á Hótel Borg söng Geiri lagið „Gimme some lovin’“ með miklum bravör. Er ekki tími til kominn að hann fái að spreyta sig með aðalrödd á hljómplötu? Selma Hrönn Maríudóttir: Einkamál Sköpunargleðin skín í gegn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.