Morgunblaðið - 24.07.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.07.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JULI 1990 Dómur Félagsdóms í máli Félags íslenskra náttúrufræðinga gegn íjármálaráðherra Laun allra háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna hækka um 4,5% fi’á 1. júlí Ár 1990, mánudaginn 23. júlí, var í Félagsdómi í málinu nr. 4/1990: Félag íslenskra náttúrufræðinga gegn fjármálaráðherra f.h. ríkis- sjóðs kveðinn upp svofelldur DÓMUR: Mál þetta dæma Garðar Gíslason, Sigurður Reynir Pétursson, Ingi- björg Benediktsdóttir, Ragnar Hall- dór Hall og Þorsteinn A. Jónsson. Málið, sem tekið var til dóms 17. þm., er höfðað með stefnu birtri 5. júlí 1990. Stefnandi er Féjag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN), Lágmúla 7, Reykjavík. Stefndi er fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, Amarhváli, Reykjavík. Dómkröfiir stefnanda eru þess- ar: 1. Að viðurkennt verði með dómi Félagsdóms, að stefnda sé, frá 1. júlí 1990, skylt að hækka laun fé- lagsmanna stefnanda, sem starfa hjá stefnda og taka laun samkvæmt kjarasamningi aðilja frá 18. maí 1989, um 1 'h launaflokka, en það jafngildir 4.5% hækkun. 2. Að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað samkvæmt mati Félagsdóms og að við ákvörðun á fjárhæð málskostn- aðar verði tekið tillit til skyldu stefnanda til að greiða virðisauka- skatt á málflutningsþóknun lög- manns síns. Þess er krafizt, að dæmt verði, að málskostnaður skuli bera dráttarvexti samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá og með 15. degi frá dómsuppsögu og til greiðsludags. Dómkröfur stefiida eru þessar: Aðallega að máli þessu verði vísað frá Félagsdómi. Til vara er þess krafist að stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Til þrautavara að stefndi verði sýknaður að svo stöddu af kröfum stefnanda. í öllum tilvikum er krafist máls- kostnaðar úr hendi stefnanda að mati réttarins. I Stefnandi kveðst vera eitt af aðildarfélögum Bandalags háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna (BHMR), og hafa átt ásamt flestum öðrum aðildarfélögum BHMR aðild að kjarasamningi við stefnda, sem undirritaður var þann 18. maí 1989. Samkvæmt upphafsákvæði þess kjarasamnings framlengdi hann með ýmsum viðaukum og breyting- um kjarasamningi aðilja sem gilti frá 1. febrúar 1987 til 31. desem- ber 1988, en efnisatriði hans giltu þar til félagsmenn í stefnanda hófu verkfall þann 6. apríl 1989. Stefn- andi kveður nú vera rísinn ágrein- ing um skilning á kjarasamningnum frá 18. maí 1989 ogeigi Félagsdóm- ur úrskurðarvald um þann ágrein- ing samkvæmt 3. tl. 26. gr. 1. 94/1986 um kjarasamninga opin- berra starfsmanna, enda hafa aðilj- ar ekki ráðstafað sakarefninu til annars úrlausnaraðilja. Stefnandi kveðst reka mál þetta samkvæmt heimild í 4. mgr. 27. gr. síðast- nefndra laga, en ekki heildarsamtök háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna. Málavextir: Stefnandi segir kjarasamning sinn við stefnda hafa fallið úr giidi samkvæmt efni sínu þann 31. des- ember 1988. Efnisreglur hans hafi þó gilt áfram, en félagsmenn hafi, að undangenginni atkvæðagreiðslu samþykkt að hefja verkfall þann 6. apríl 1989 til að knýja á um kröfur sínar um bætt kjör, sem settar hafi verið fram í febrúarmán- uði 1989. Stefnandi kveður markmið þeirra aðildarfélaga BHMR, sem verið hafi í samfloti í viðræðum við stefnda hafa m.a. koma fram í sam- starfssamningi þeirra frá 28. marz 1989. Þessi markmið hafi einkum verið að leiðrétta laun háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna til hækkunar, þannig að samræmi væri við laun manna á svonefndum almennum vinnumarkaði, sem hefðu sambærilega menntun og ábyrgð. Þá hafi kröfur einnig beinst að öðrum málefnum, sem ekki sé ástæða til að tíunda sérstaklega. Stefnandi kveður öll aðildarfélög BHMR, sem þátt tóku í samflotinu hafa sammælst um að hafna þeirri leið við gerð kjarasamnings, sem aðildarfélög Bandalags starfs- manna ríkis og bæja (BSRB) fóru, þ.e. að gera kjarasamning til skamms tíma með afar litlum hækkunum launa. Sá kjarasamn- ingur var undirritaður þann 7. apríl 1989. Stefnandi kveður lítið hafa þok- ast í samningaumleitunum, þrátt fyrir miklar viðræður samninga- neínda aðilja, allt fram í maímán- uð, en þá hafi komist hreyfing á viðræðurnar. Aðfaranótt 5. maí hafi komið fram tilboð af hálfu samninganefndar stefnda, sem byggt hafi á kjarasamningi, sem stefndi hafði gert við Félag háskóla- kennara, en því tilboði hafi verið hafnað af hálfu samninganefndar aðildarfélaga BHMR. Tilboðið hafi gert ráð fyrir kjarasamningi til 30. júní 1990, en launahækkanir hafi átt að vera í samræmi við það, sem samið var um við aðildarfélög BSRB. Þegar næsta dag kom fram ann- að tilboð, sem fól að sögn stefnanda í sér verulegar breytingar frá þeim hugmyndum, sem stefndi hafði kynnt í fyrra tilboði. í tilboði þessu var að sögn stefnanda í 1. gr. ákvæði um að fram skyldi fara endurskoðun á launakerfi háskóla- menntaðra starfsmanna ríkisins með það fyrir augum, að eðlilegt tillit verði tekið til menntunar, sér- hæfni og ábyrgðar. Hér var að sögn stefnanda komið til móts við grund- vallaratriði krafna þeirra, sem sett- ar höfðu verið fram, og lýst er að framan, en orðalag óljóst og þoku- kennt. Ákvæðið hljóðaði svo; „Endurskoða skal launakerfi há- skólamenntaðra starfsmanna ríkisins með það fyrir augum að eðlilegt tillit verði tekið til mennt- unar, sérhæfni og ábyrgðar er störf háskólamenntaðra manna gera kröfu til. Stefnt er að því að kerfisbreyting þessi taki gildi í áföngum á næstu 3 árum og verði árlega varið til þessa verk- efnis upphæð er svarar til þess, að 7a hlutar félagsmanna færist upp um einn launaflokk. Sérstök nefnd aðila fylgist með kjaraþró- un sérfræðinga og faglegra starfsstétta á hinum ýmsu svið- um vinnumarkaðarins, m.a. með tilliti til breytinga á réttir.dum og öðrum starfsskilyrðum." Stefnandi kveður að í 2. gr. hafí verið ákvæði um skipan námsmats- nefndar með tiltekið verkefni og að í 3. gr. hafi verið ákvæði um ^cipan nefndar, sem meta hafi átt faglega og stjómunarlega ábyrgð háskóla- menntaðra manna í starfi hjá ríkinu. Þá hafi verið ákvæði í 5. grein, sem mælt hafi fyrir um stofn- un sjóðs, er úthlutað skyldi úr í því skyni að örva rannsóknir og þróun- arstarf og endurmenntun háskóla- manna. Þann 7. maí hafi svo legið fyrir enn eitt tilboð frá stefnda, sem var að sögn stefnanda að mestu leyti eins og hið fyrra, en gerði þó m.a. ráð fýrir ítarlegri útfærslu á verk- efni svonefndrar ábyrgðarmats- nefndar. Tilboðið var rætt, en texti þess og efnisatriði voru að sögn stefn- anda ófullnægjandi. Sama dag voru kynntar hug- myndir stefnda á blaði, sem hann nefndi „non paper“, og voru skipað- ar þeim sem áður höfðu verið kynnt- ar, en þó með nokkrum veigamikl- um breytingum. í þessum hug- myndum var að sögn stefnanda m.a. tímasett, hvenær launabreyt- ingar samkvæmt 1. grein skyldu koma til framkvæmda og átti það að vera 1. júlí ár hvert í fyrsta sinn l. júlí 1990. í þessum hugmyndum var í 2. kafla gert ráð fyrir að laun hækkuðu frá 1. maí 1989 til 1. maí 1990 til samræmis við þær hækkan- ir, sem um hafði verið samið í kjara- samningum annarra starfsstétta. Eftir miklar viðræður um þessar hugmyndir slitnaði uppúr samn- ingaumleituhum um sinn, og kveður stefnandi að ástæður þess hafi eink- um verið þær, að ekki var nægilega skýrt kveðið á um nýtt launakerfi, sem tæki tillit til menntunar og ábyrgðar. Viðræðuslitin ollu fjár- málaráðherra miklum vonbrigðum og kveður stefnandi að haft hafi efnislega verið eftir honum í viðtali við Morgunblaðið þann 9. maí 1989 m. a. eftirfarandi: „... Sá grundvöllur, sem unnið hafi verið eftir, hefði falið í sér að um væri að ræða samning til þriggja ára og samþykkt um að taka upp nýtt launakerfi hjá ríkinu, sem byggðist á mati á menntun annars vegar og ábyrgð hins vegar, og sett væri inn ákveðin lágmarkstrygging fýrir því, að þetta skilaði ákveðnum áfangahækkunum ..." Þrátt fyrir að ekki væri boðað til samningafunda kveður stefn- andi, að fulltrúar aðilja hafi tekið upp formlegar viðræður. Af hálfu stefnda tók m.a. þátt í þessum við- ræðum ráðherranefnd, en í henni sátu að sögn stefnanda, Steingrím- ur Hermannsson forsætisráðherra, Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og Svavar Gestsson menntamálaráð- herra. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra starfaði einnig náið með ráðherranefndinni. Stefnandi segir, að dagana 14. og 15. maí hafi legið fyrir uppköst að kjarasamningi, sem hafi verið nokkuð breytt frá þeim hugmynd- um, sem verið hafi ræddar fyrr í mánuðinum. í uppkastinu frá 14. maí, sem rætt hafí verið þann dag og daginn eftir, segir stefnandi að 1. kafli hafi borið yfirskriftina: „Um endurskoðun á launakerfi háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna". í 1. grein þessa uppkasts hafi verið ijallað um endurskoðun launa- kerfis háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna í því skyni, að leiðrétta kjör þeirra til hækkunar til sam- ræmis við háskólamenntaða menn á hinum svonefnda almenna vinnu- markaði. í 2. grein hafí sem fyrr verið ákvæði um svonefnda kjarasaman- burðarnefnd, sem ætlað var að vinna samanburð á kjörum þeirra hóþa, sem tilgreindir voru í 1. gr. Nefndin skyldi skila fyrstu niður- stöðu eigi síðar en 1. marz 1990, en ljúka störfum eigi síðar en 1. júlí það ár. í 3. grein kveður stefnandi hafa verið ákvæði um námsmatsnefnd og í 4. grein ákvæði um ábyrgðar- matsnefnd. Voru einnig tilgreindar tímasetningar á verklokum á störf- um þessara nefnda. í 5. grein voru ýmis ákvæði að sögn stefnanda, sem m.a. mæltu fyrir um hvenær endurskoðun launakerfisins, sem verið var að semja um skyldi lokið og var þá miðað við 5 ár (1. mgr.). I 2. mgr. 5. gr. sagði svo: „Reynist tilefni til skal tilfærsla milli launaflokka gerast í sem jöfnustum árlegum áföngum er taki gildi 1. júlí ár hvert, sá fyrsti 1990“. í 3. mgr. sagði m.a., að tilfærsla milli launaflokka skyldi nema einum launaflokki hið minnsta að meðal- tali, og var sérstaklega tiltekið að sögn stefnanda, hvernig skilja ætti orðið launaflokkur í þessu sam- bandi. í 5. mgr. var ákvæði um að gæta skyldi innbyrðis samræmis í launakerfinu í landinu og taka tillit til aðstæðna og samkeppnisstöðu á vinnumarkaði. í 7. mgr. kVeður stefnandi að veri0 hafi svofellt ákvæði: „Verði af einhveijum orsökum dráttur á niðurstöðum frá nefnd skv. 2. gr. skal lágmark á launa- flokkatilfærslum skv. 2. mgr. hækka, sem nemur 'h launa- flokki að meðaltali. Um leið og niðurstöður nefndarinnar liggja fyrir skal leiðrétta afturvirkt þær tilfærslur sem gerðar hafa verið samkvæmt þessu bráðabirgða- ákvæði, enda leiði það til hækk- unar“. í 8. grein var að sögn stefnanda ákvæði um úrskurðarnefnd, svo- hljóðandi: „Rísi ágreiningur milli aðila um framkvæmd 1. kafla þessa sam- komulags, svo sem um niðurstöð- ur nefndar skv. 2. gr. og áfanga skv. 5. gr., getur hvor aðili um sig óskað eftir, að ágreiningnum verði vísað til úrskurðar þriggja manna nefndar, sem Hæstiréttur skipar". Jafnframt hafi sem fyrr verið gert ráð fyrir launahækkunum í 2. kafla, frá 1. maí 1989 til 30. júní 1990, sem hafi verið sambærilegar því, sem aðrir aðilar höfðu samið um. Þegar ekki náðist saman um þessi atriði sendi fyrrgreind ráð- herranefnd að sögn stefnanda frá sér lokatilboð af hálfu stefnda. Kveður stefnandi, að lokatilboðinu hafí fylgt bréf frá forsætisráðherra dags. 16. maí 1989, þar sem m.a. eftirfarandi er tekið fram: „Tillagan sýnir einlæga viðleitni ríkisstjórnarinnar til þess að koma til móts við sjónarmið BHMR í veigamiklum atriðum, án þess að valda röskun á launa- kerfinu í landinu". Tilboð þetta var að sögn stefn- anda að mestu leyti eins og þær hugmyndir, sem voru ræddar dag- ana 14. og 15. maí, en þó hafi verið í 1. gr. tekið fram að þess skyldi gætt, að breytingar þær, sem gera átti á launakerfi háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna yllu „...ekki rösk- un á hinu almenna launakerfi í landinu“. Var í þessu lokatilboði búið að fella út áskilnað fyrri hug- mynda um að gæta ætti innbyrðis samræmis við launakerfið í landinu og að tekið skyldi tillit til aðstæðna og samkeppnisstöðu á vinnumark- aði. Stefnandi kveður að í lokatilboði þessu hafi verið breytingar í 5. gr., sem samningarnefndarmönnum BHMR hafi þótt gleðiefni, enda kveðið þar fastar að orði en fyrr. Þannig hafí átt að stefna að því að ljúka endurröðun á þremur árum í stað fimm áður. I 2. mgr. 5. gr. hafí orðin „Reyn- ist tilefni til“ verið felld út og orða- lag í lokatilboðinu verið svohljóð- andi: „Tilfærsla milli launaflokka skal gerast í sem jöfnustum árlegum áföngum er taki gildi 1. júlí ár hvert, sá fyrsti 1990“. Sjóðsstofnun hafi nú aftur verið hluti af tilboðinu, sbr. 8. gr. þess. Þá hafi einnig verið búið að tak- marka híutverk úrskurðarnefndar- innar samkvæmt 9. gr. og hvorum aðilja um sig veittur réttur til að skipa einn mann í hana en Hæsti- réttur oddamann. Hlutverk úr- skurðamefndarinnar var nú að sögn stefnanda, einungis að taka til úr- lausnar ágreining um framkvæmd 2. gr. og 5. gr. Stefnandi kveður að nú hafi haf- ist miklar viðræður og hafí ráð- herranefndin tekið fullan þátt í þeim. Voru gerð ný samningsupp- köst þann 17. maí og 18. maí. í fyrrnefnda uppkastinu voru að sögn stefnanda enn gerðar breytingar til þess að treysta stoðir þess, sem raunvei-ulega var verið að semja um. í fyrstu grein voru t.d. felld út orðin „Þess skal gætt...“, en í stað þeirra hafi verið sett orð, sem gerðu málsgreinina þannig: „Standa skal að umræddum breytingum með þeim hætti að þær valdi ekki röskun á hinu al- menna launakerfí í landinu". Kveður stefnandi að með þessu hafí orðið samkomulag um að þær breytingar, sem nú var skylt að gera, yrðu framkvæmdar með að- ferðum, sem myndu duga til að ekki yrði sérstök röskun á hinu al- menna launakerfi í landinu. Þá hafí einnig verið ræddar breytingar á 5. grein, sem mikla þýðingu hafí haft fyrir samninga- nefnd BHMR, en þeim var ætlað að tryggja félagsmönnum aðildarfé- laga lágmarkshækkun, ef kjara- samanburðarnefnd lyki ekki störf- um með þeim hætti, sem samning- urinn mælti fyrir um. Stefnandi kveður það svo hafa verið hinn 18. maí, sem loks hafi verið ritað undir kjarasamning. í þeim kjarasamningi hafí verið búið að breyta nokkuð fyrri uppköstum og var einkum um að ræða breyt- ingar á 5. og 9. grein (sem áður var 8. grein), að sögn stefnanda. í 3. mgr. 5. hafi enn verið ákvæði um að í hveijum áfanga hækkunar (sem 2. mgr. sagði að ætti að ger- ast 1. júlí ár hvert) skuli miða við að hækkun nemi einum launaflokki hið minnsta að meðaltali, en einstök starfsheiti og einstakir starfsmenn hækki þó ekki meira, en sem nemi 3 launaflokkum. í 6. mgr. 5. kveður stefnandi að hafi verið svofellt ákvæði: „Hafi nefnd skv. 3. mgr. 2. gr. ekki skilað lokaáliti hinn 1. júlí 1990, skal greitt upp í væntan- lega hækkun þannig að tilfærslur milli launaflokka skv. 3. mgr. verði að jafnaði 'h launaflokki meiri en lágmark skv. 3. mgr. hefði verið frá 1. júlí 1990. Við endanlega ákvörðun áfangans skal þó enginn lækka í launa- flokki“. Stefnandi kveður að í 9. grein hafi úrskurðarvald nefndarinnar, sem þar er fjallað um enn verið þrengt og hafí það aðeins átt að ná til ágreinings um „framkvæmd kjarasamanburðar eða túlkun á nið- urstöðum skv. 2. gr. eða fyrirkomu- lag breytinga skv. 5. gr.“. I 2. kafla kjarasamningsins voru ákvæði um launahækkanir frá 1. maí 1989 til 30. september 1990, en hér var um að ræða hækkanir, sem að sögn stefnanda viku ekki verulega frá því, sem aðrir höfðu samið um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.