Morgunblaðið - 24.07.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.07.1990, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JULÍ 1990 47 Veitingahúsið Tunglið svipt skemmtanaleyfi Virti sviptingu vínveitingaleyfís að vettugi SKEMMTANA— og vínveitingaleyfi veitingahússins Tunglsins var um helgina afturkallað, og gestum staðarins vísað úr húsinu. Vínveitinga- leyfið missti veitingahúsið á föstudag af þeirri ástæðu að Heilbrigðiseft- irlit rikisins var ósátt við ástand hússins, og Matsnefnd vínveitinga- húsa taldi staðinn ekki hafa uppfyllt þau skilyrði sem hún hafði áður sett fyrir leyfisveitingunni. Skemmtanaleyfið missti Tunglið síðan á laugardag, þegar áfengi hafði verið veitt í húsinu á fostudagskvöld, þrátt fyrir að það hefði þá ekki vínveitingaleyfi. Að sögn Signýar Sen deildarlög- fræðings hjá Lögreglustjóraembætt- inu í Reykjavík var húsinu í vor veitt vínveitingaleyfi til bráðabirgða, gegn því að framkvæmdar yrðu vissar breytingar innan tiltekins frests. Á fimmtudag barst lögregluembættinu síðan skýrsla Heilbrigðiseftirlitsins, sem heimsótt hafði húsið og lokað því, vegna „sóðaskapar og almenns ófremdarástands" í húsinu. Það leyfði þó tónleikahald í húsinu á fimmtudag, föstudag og laugardag, enda yrði ekki veitt vín á staðnum. Á föstudag barst embættinu umsögn Matsnefndar vínveitingahúsa, sem taldi fyrrnefnd skilyrði ekki hafa verið uppfyllt, og að hún teldi húsið ekki uppfylla þær kröfur sem nefnd- in gerir til slíkra húsa. Þann dag var Tunglið svipt vínveitingaleyfi, þar sem lögregluyfirvöld töldu þá engan Brynjan lífleg Lífleg veiði hefur verið í Brynju- dalsá í Hvalfirði síðustu daga, sér- staklega var mikill hasar þar þann 18. júlí, en þá veiddust alls 22 lax- ar á stangirnar tvær sem leyfðar eru í ánni. Komu á aðra stöngina 13 laxar en 9 stykki á hina. Það fylgir sögunni, að þrjár konur hafi dregið sína Maríulaxa þennan dag og ungur drengur sinn fyrsta flugulax. Allur fékkst aflinn neðst í ánni, helmingurinn undir Bárðar- -fossi og hinn helmingurinn við Klapparhornið svokallaða. Var stór ganga á ferðinni, en undanfari þessa afla var 4 til 8 laxa dagveiði vikuna á undan sem þykir ágætt í Brynju. Flestir laxanna veiddust á maðk, sem einnig gengur undir nöfnunum Lombricus, Brown charm og Gardenfly. Nokkrir feng- ust á flugu, rauða Frances. Milli 700 og 800 laxar hafa kom- ið úr Norðurá og þar hefur veiði glæðst að undanförnu er vatn bætt- ist í ána eftir þurrkana löngu. Mik- ill lax er í ánni, t. d. hafa rúmlega 2000 fískar gengið fram fyrir telj- arann í Glanna það sem af er sumri, en hann er sem kunnugt er nokkuð ofarlega í ánni. Óvenjulega mikið hefur gengið og veiðst af stórlaxi í ánni, sama daginn-fyrir skömmu veiddust til dæmis bæði 16 og 18 punda fiskar, annar í Stekknum, en hinn í Myrkhyl. Að sögn Friðriks D. Stefánssonar hjá SVFR er ekki alveg fullselt í ána, en leyfin óseldu streyma nú út, þar sem veiðin gengd öllur óvíða betur á landinu. LOHlff Morgunkaffi - hódegisverður - síðdegiskaffi ♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ •♦♦♦♦ Holliista, 'hádegn Bjóðum upp á tvo nýja heilsurétti HEILSUDISKUR Villihrísgrjón Baunabuff Tómatmauk Ferskurananas Tómatar og agúrkur Baunaspírur Jógúrt dressing SALATDISKUR lceberg salat Tómatar og agúrkur Melónur Kiwi Rækjur Brauð Dressing Auk þess fjöldi frábærra rétta í fögru umhverfi Flugleiðir Hótel Loftleiðir Borðapantanir í síma 22321 lagalegan grundvöll vera til að halda bráðabirgðaleyfinu til streitu. „Lögregla fór svo í húsið á föstu- dagskvöld, og kom þá í Ijós að vínsala var í gangi í trássi við bannið. Fimm til sex lögreglumenn rýmdu þá hús- ið, og fór það friðsamlega fram. Stað- urinn var í framhaldi af þessu broti sviptur skemmtanaleyfi," sagði Signý. Um helgina var ætlunin að Lista- hátíð næturlífsins færi fram í hús- inu, og sagði Þorsteinn Högni Gunn- arsson einn aðstandenda hennar, að hátíðin hafi farið að miklu leyti út um þúfur vegna lokunaraðgerðanna. „Við stöndum frammi fyrir 500-600 þúsund króna tapi vegna þessa, og ætlum okkur að krefja eigendur Tunglsins skaðabóta. Hitt er annað mál að mér fannst yfirvöld ganga full harkalega fram í deilu sinni við eigendur hússins, og við reyndum að gera fulltrúum Heilbrigðiseftirlits- ins ljósan þann hnekk sem við yrðum fyrir yrði húsinu lokað. Þar var hins vegar enga áheyrn að fá,“ sagði Þorsteinn Högni. Ekki náðist í eiganda Tunglsins vegna þessa máls. Morgunbladið/Halldór Gunnarsson Tólf manna vinnuflokkur frá Gröfunni hf. vinnur nú að lagningu ljós- leiðara frá Hvolsvelli austur á bóginn. Eyjafjöll: Vinnu við lagningu ljósleiðara miðar vel Höfundar- nafii féll níður í þætti á fjölmiðlaopnu í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins undir fyrirsögninni Fölnandi flóra urðu þau mistök að nafn höfundar féll niður. Höfundurinn er Magnús Bjarnfreðsson. Er beðist velvirð- ingar á þessum mistökum. Holti. TOLF manna vinnuflokkur frá Gröfúnni hf., seni Sveinn Árna- son og Vilhjálmur Þorkelsson veita forstöðu, vinnur nú að Iagningu ljósleiðara fi-á Hvol- svelli austur á bóginn. Áætlað er að leggja ljósleiðar- ann í það minnsta til Víkur nú í sumar. Vinnuflokkurinn leggur um 4 km að meðaltali á dag, en þó er það mismunandi, í góðum jarðvegi og við góðar aðstæður allt að helmingi lengri leið. Vinnu- flokkurinn hefur unnið fimm und- anfarin sumur við lagningu jarð- strengja á vegum Pósts og síma, fyrst við lagningu símans og síðustu þijú ár við lagningu ljós- leiðarans. - Fréttaritari Leiðrétting í FRÉTT Morgunblaðsins á laug- ardag, þar sem skýrt var frá því að Matthías Halldórsson tæki við starfi aðstoðarlandlæknis var rangt farið með nám Matthíasar. Matthías varð sérfræðingur í heimilislækningum í Svíþjóð og hef- ur nýlega lokið mastersnámi í skipulagningu og fjármálum heil- brigðisþjónustunnar við London School of Economics. f* 8 Paraiihurt gptur komið 1 ve^ fvair meltmgartruilanir 1 tninu. Einn munnbiti getur hæglega eyðilagt gott sumar- frí. Oft þarf ekki meira til að koma af stað meltingartruflunum og niðurgangi. Paraghurt hjálpar meltingarfærunum að venjast framandi gerlum og getur þannig komið í veg fyrir niðurgang. 2 töflur þrisvar á dag er nóg til að halda maganum I jafnvægi. Paraghurt fæst í lausasölu í apótekum. Taktu Paraghurt með í fríið. Góða meltingu - Góða ferö! iimmiwiiiiiii—Billi i| i iiii iiiiii|||| ii Einkaumboð á íslandi: Pharmaco HÖRGATÚNI 2, GARÐABÆ SÍMI 44811 i w-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.