Morgunblaðið - 24.07.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.07.1990, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JULI 1990 Sigríður O. Axelsdóttir frá Isafírði -Minning Fædd 21. janúar 1925 Dáin 18. júlí 1990 Hún fæddist á ísafirði hinn 21. janúar 1925. Foreldrar hennar voru þau hjónin Málfríður Stefáns- dóttir og Axel Gíslason, sjómaður. Þeim hjónum varð 7 barna auðið og var Sigríður elst þeirra. 2 börn misstu þau kornung. Þau sem eft- ir lifa eru þessi í aldursröð: Stan- ley Axelsson, fæddur 17. janúar 1927, Garðar Axelsson, fæddur 23. desember 1935, Kristín Björk Axelsdóttir, fædd 11. júní 1944, Brynja Axelsdóttir, fædd 3. júlí lj946. Strax á unglingsárum stóð hug- ur Sigríðar til að afla sér menntun- ar. Hún lærði hárskeraiðn á ísafirði en hugurinn stefndi til frekara náms. Árið 1946 settist hún í Hjúkrunarskóla íslands og lauk þaðah námi. Þar sem eigin- maður undirritaðrar og Sigríður voru systkinabörn, kom það af sjálfu sér að hún kom oft á okkar heimili eftir að hún fluttjst til Reykjavikur. í minningunni eru þessi ár tími gleðinnar og var þvi oft glatt á hjalla og mikið hlegið. Við vorum öll ung og hamingjusöm og áttum lífið framundan. Sigríður unni tónlist gömlu meistaranna og hafði með ærinni fyrirhöfn komið sér upp miklu plötusafni. Einnig stundaði hún nám í fiðluleik eftir að hún fluttist hingað suður. Árið 1949 giftist Sigríður Baldri Jóns- syni, lækni, frá Akureyri. Þeim varð 6 barna auðið og eru þau í aldursröð: Málfríður Baldursdótt- ir, fædd 15. september 1949, Jón Baldusson, fæddur 30. apríl 1951, Laufey Baldursdóttir, fædd 25. febrúar 1953, Axel Baldursson, fæddur 3. mars 1957, Ingibjörg Agnete Baldursdóttir, fædd 8. febrúar 1958, Baldur Baldursson, fæddur 13. september 1965. Barrtabörnin eru orðin 13 og 1 bamabamabarn. Eftir að Baldur hafði lokið framhaldsnámi í Svíþjóð settist fjölskyldan að á Akureyri. Margar ferðirnar áttum við til þeirra á Hamarsstig 29. Elskulegar móttökur áttum við alltaf vísar og ævinlega var Málfríður, móðir Sigríðar, með í för. Lifir hún dóttir sína í hárri elli. Þau Sigríður og Baldur slitu samvistir og urðu þá mikil þátta- skil í lífi hennar. Hún hóf upp sitt fýrra starf sem hjúkrunarkona á sjúkrahúsi Akureyrar. Hún barðist hetjulega við að halda heimili fyr- ir börnin sín og barnabarnið, Sara Dögg, dóttir Ingibjargar Agnete, bættist í hópinn og ekki var minni ást og umhyggja sem hún bar fyrir henni. Líf hennar snerist allt um það að börnin hennar mættu hafa það sem best. Kærleikurinn til barna sinna og fjölskyldum þeirra verður okkur sem til þekkt- um ógleymanlegt. Þessi fjölskylda hefur alltaf staðið saman sem einn maður. Og eiga börnin hennar og tengdabörn virðingu mína og þökk fyrir öll elskulegheit fyrr og síðar. Kallið kom svo óvænt, þar sem við vorum samankomin á fagnaðarhátíð fjöl- skyldunnar á Akureyri. Þá getum við huggað okkur við það að hún fékk þá ósk sína uppfyllta, að t Móðir mín. HILDUR VIGFÚSDÓTTIR, andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, þann 23. júlf. Ragnhildur ísaksdóttir. t Eiginkona mín, VIGDÍS INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR, Hátúni, Eyrarbakka, lést í Landspítalanum að morgni 20. júlí. Eiríkur Guðmundsson. t Frænka okkar, SÆBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, andaðist á Elliheimilinu Grund í Reykjavík 21. júlt Sædís Karlsdóttir, Helga Sigbjörnsdóttir. t Elskuleg móðir mín og amma, HELGA S. ÁSMUNDSDÓTTIR, Grettisgötu 11, Raeykjavík, andaðist í Hafnarbúðum að morgni hins 21. júlí. Vignir Á. Jónsson, Petrfna Benediktsdóttir, Kristín Helga Vignisdóttir, Þorkell Sigurlaugsson, Aðalheiður Björk Vignisdóttir, Gunnar Gunnarsson. t Ástkær eiginmaður minn, EINAR BRYNJÓLFSSON vélstjóri, Teigagerði 4, lést í Landspítalanum aðfaranótt 23. júlf. Margrét Einarsdóttir. þurfa ekki að verða veik og upp á aðra komin eins og hún sjálf orðaði það. Nú er lokið lífsferli góðrar konu sem dæmdi ekki, en fann það góða í þeim sem urðu á vegi hennar í gegnum lífið. Eftir eru minnin- garnar, þær verða ekki frá okkur teknar. Við fylgjum henni sem okkur þótti öllum svo innilega vænt um á hljóðlátri göngu til hinstu hvíldar. Hafi hún þökk fyr- ir allt og allt. Friður Guðs blessi Sigríði. Ingibjörg Ebba Legg ég nú bæði líf og önd, Ijúfi Jesús í þína hönd, síðast þegar ég sofiia fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson) I dag verður til moldar borin frá Akureyrarkirkju systir okkar, Sigríður Oddný Axelsdóttir, hjúkr- unarfræðingur, en hún lést á fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. júlí sl. Sigríður fæddist á ísafirði 21. janúar 1925, dóttir hjónanna Axels Schiöth Gíslasonar, sjómanns, fæddan 16. október 1896, dáinn 28. janúar 1976, og Málfríðar Stef- ánsdóttur, fæddri 6. apríl 1906, fyrrverandi félagsmálafulltrúa í Hafnarfirði, nú til heimilis að Hrafnistu í Hafnarfirði. Axel var sonur Gísla Gíslasonar, bónda, Brimnesi við Seyðisfjörð, og Kristínar Þórðardóttur. Þau fluttust síðar að Héðinshöfða, ísafirði. Málfríður var dóttir Stefáns Péturs- sonar, bónda og sjómanns í Æðey og Kristjönu Kristjánsdóttur. Málfríður ólst upp hjá þeim sæmd- arhjónum Sigríði Oddnýju Haga- línsdóttur og Magnúsi Guðbrands- syni í Súðavík. Axel og Málfríður eignuðust sjö börn og var Sigríður þeirra elst, tvö létust í frumbernsku, þau Kristjana og Magnús. Eftirlifandi börn Axels og Málfríðar eru: Stanley Ágúst, fæddur 1927, Garðar Þór, fæddur 1935, kvæntur Evu Maaju Lutter- us, börn: Haraldur Kristján, Garðar Raivo, Carissa. Áður átti Garðar Sigurð Þór, kvæntan Lindu Rein- harðsdóttur, börn: Hannes Þór og Hildur Rún; Kristín Björk, fædd 1944, gift Matthíasi Einarssyni, börn: Ingibjörg gift Sigurkarli Aðal- steinssyni, barn: Sara Kristín; Matthías, ókvæntur, börn: Kolbjörn ívan og Sigrún Gyða; Ragnhildur, sambýlismaður Palle Erik Holger- sen, barn: María Cecilía; Brynja, fædd 1946, gift Birni Halldórssyni, börn: Halldór Ágúst, Elísabet Björk, Björn Þorlákur. Sigríður stundaði nám í Héraðs- skólanum Reykjanesi við ísafjörð 1939-1940. Hún lauk prófí í rakara- iðn við Iðnskóla Ísaíjarðar árið 1945, og var meðal brautryðjenda íslenskra kvenna í þeirri iðngrein. Eftir það fluttist hún til Reykjavík- ur og hóf nám við Hjúkrunar- kvennaskóla íslands. Þaðan útskrif- aðist hún í júní 1949. Sama ár gift- ist hún Baldri Jónssyni, fæddum 8. júní 1923, nú læknir á Akur- eyri. Börn þeirra eru: Malfríður, fædd 1949, gift Bjarka Tryggva- syni, börn: Björk, ógift, barn: Sar- anda; Sigríður Oddný, gift Sigurði Kristinssyni, börn: Sunna Ösp og Vala Hrönn; Jón, fæddur 1951, ógiftur, börn: Ásta Hrund og Ásrún Lilja; Laufey Guðrún, fædd 1953, gift Árna Óðinssyni, börn: Jón Ingvi, Óðinn og Þóra Ýr; Axel, Lilja Björk Einars- dóttir - Minning Fædd 9. janúar 1963 Dáin 14. júlí 1990 Útför hennar fór fram frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði sl. föstu- dag. Þótt andlát hennar kæmi okkur ekki á óvart setur að okkur sáran trega. Samt vitum við að þetta var lausn á löngu stríði og þjáningum. Þessi unga, hrausta og þrótt- mikla kona var í heimsókn hjá móður sinni og bræðrum á sunnu- dagsmorgni fyrir tæpum þremur árum og fékk þá skyndilegt hjarta- áfall sem leiddi til þess að hún komst aldrei til meðvitundar aftur. Lilja Björk fæddist 9. janúar 1963 og þær mæðgur komu af fæðingardeildinni til okkar í Álf- heimana og höfðu þar skamma dvöl áður en þær fóru heim til Ólafsvíkur. Um það bil fjórum árum síðar stofnuðu þau Maggý og Hellert heimili og bjuggu þá í Laugarneshverfinu svo að stutt var á milli heimilanna, enda var hin lokkabjarta og hláturmilda smámey kærkominn leikfélagi barna okkar. Seinna þegar fjöl- skyldan flutti í Breiðholtið og við síðan í Kópavog, fækkaði sam- verustundum en alla tíð hefur ver- ið greið leið milli heimila okkar og kært með frændsystkinum öll- um. Lilja Björk var strax einkar efnileg og tápmikil lítil stúlka, sannkallaður geisli á heimilinu, kát og öllum hjálpfús. Aldursmunur hennar og bræðra hennar, Jóa og Edda Þórs, var ekki meiri en svo að þau voru öll góðir félagar. Þeg- ar hún í fyllingu tímans flutti að heiman hélt hún ávallt nánum tengslum við fjölskyldu sína og ekki síst bræðurna sem eiga nú um sárt að binda við fráfall systur sinnar. Lilja Björk var vel gefin og fylg- in sér jafnt í námi sem öðrum störfum, t.d. má nefna að öll sín skólaár frá fermingu vann hún við verslun samhliða skólanáminu og lauk öllum prófum með prýði. Hún var gæsileg stúlka sem geislaði af þrótti og fylgdi henni ferskur blær þar sem hún kom. Félagslynd var hún og vinsæl og naut trausts bæði í skóla og hvar sem hún var. Stúdentsprófi lauk hún 19 ára og veturinn eftir gerðist hún kenn- ari við grunnskólann í Bolung- arvík. Rúmu ári síðar giftist hún Hafsteini Péturssyni, kennara frá Hafnarfirði. Þau settust að á Þórs- höfn þar sem þau stunduðu kennslu í þijá vetur. Á þeim tíma fæddist þeim sonurinn Orri, auga- steinn foreldra sinna, hláturmildur fjörkálfur. Þau Hafsteinn fluttu síðan suð- ur aftur. Hann hóf kennslu í Hafn- arfirði en hún gerðist sölumaður hjá virtu heildsölufyrirtæki, starf sem hún var mjög ánægð með. Engu að síður stóð hugur hennar til framhaldsmenntunar því að kennslustarfið féll henni vel. Um þessar mundir höfðu þau keypt sér íbúð í Hafnarfirði og búið sér smekklegt heimili. Lífíð brosti svo sannarlega við þessu unga fólki... Elsku Maggý. Á þessari stundu verða huggunarorð máttvana. Með aðdáanlegri hetjulund hefur þú borið harm þinn í hljóði þessi löngu fæddur 1957, ógiftur, barn: Eva María; Ingibjörg Agnete f. 1958, sambýlismaður Eiríkur Sigurðsson, börn: Sara Dögg og Sigurður Snær; Baldur fæddur 1965, ógiftur. Bald- ur og Sigríður slitu samvistir. Lífshlaup Sigríðar, eða Siggu eins og við kölluðum hana, var margbrotið og ekki alltaf átaka- laust. Æskuárin og fyrstu hjúskap- arárin voru að mestu áhyggjulaus. Árið 1956 urðu þáttaskil í lífi ungu hjónanna er þau fluttu með þrjú lítil börn til Þórshafnar á Langa- nesi. Þar gegndi Baldur starfi lækn- is í víðfeðmu læknishéraði. Þá kom ekki síður til kasta Siggu, sem jafn- framt húsmóðurstörfunum var í fullu starfi sem hjúkrunarkona. Oft voru aðstæður erfiðar og frumstæð- ar en Sigga var ákaflega fljót að hugsa og það ásamt góðri greind gerði það að verkum að henni féll- ust ekki hendur við hjúkrunarstörf- in, þó upp kæmu erfið tilfelli, t.d. vegna slysa. Fjórða barnið hafði einnig bæst við. Eftir árin á Þórs- höfn fluttust þau til Svíþjóðar, vegna sérnáms. Ekki vann Sigríður utan heimilis þau fjögur ár sem þau bjuggu í Svíþjóð, því nú hafði lítil stúlka bæst í barnahópinn svo óhægt var um vik. Leiðin lá nú til íslands aftur og sest var að á Akureyri. Þar fæddist þeim sjötta og yngsta barnið. Um líkt leyti tók Sigga upp hjúkrunar- störf að nýju og vann fyrst við hin- ar ýmsu hjúkrunarstofnanir en lengst af vann hún við sjúkrahúsið á Akureyri eða um 18 ár, jafnframt því að koma börnum sínum til manns. Enn urðu kaflaskipti í lífí Siggu árið 1985 er hún flutti til Reykjavík- ur. Bömin vom þá öll flutt að heim- an. Hún vann í Hátúni 4, öldrunar- deild, síðustu árin. Er bömin voru farin að heiman gafst henni meiri tími til að sinna einu helsta hugðar- efni sínu, sem var útsaumur. Hafði hún nýlokið svokölluðu Riddara- teppi og var langt komin með ann- að stórt stykki er hún féll frá. Sigga hafði keypt sér íbúð á Laugarteigi og hjálpaðist fjölskyldan að við að koma henni í gott stand, en Sigga og börn hennar og tengdasynir vora ár, dulið sorg þína svo að lífið gæti haldið áfram eftir eðlilegum farvegi í kringum okkur. Við spyij- um um tilgang og hugleiðum rök og þótt okkur finnist fátt um svör sjáum við að þrátt fyrir allt heldur lífið áfram. Orri Iitli dafnar vel og fallega brosið hans styrkir trú okkar og von. Og því er oss erfitt að dæma þann dóm, að dauðinn sé hryggðarefni, þó ljósin slokkni og blikni blóm. - Er ei bjartara land fyrir stafni? Þér foreldrar grátið, en grátið lágt, við gröfina dóttur og sonar, því allt, em á líf og andardrátt, til ódáinsheimanna vonar. (Einar Benediktsson) Ollum aðstandendum og vinum Lilju Bjarkar vottum við dýpstu samúð. Guð blessi minningu henn- ar. Heiða og Sveinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.