Morgunblaðið - 24.07.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.07.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1990 Dómur Félagsdóms í máli Félags íslenskra náttúrufræðinga gegn flármálaráðherra verið lýst á fundum og fulltrúum BHMR því mæta vel ljóst, að það skilyrði gæti tálmað framkvæmd þess, enda liggur í hlutarins eðli að það væri eingöngu vegna endur- röðunar félaga í BHMR í launa- flokka að til röskunar gæti komið. I 5. gr. var að sjálfsögðu áfram á því byggt, að endurröðun í launa- flokka eigi sér því aðeins stað að tilefni sé til að leiðrétta kjör, sbr. t.d. 4. og 5. mgr. 5. gr. þessara samningsdraga. Orðalag 9. gr. sé eingöngu lagfært og felur ekki í sér að hlutverk úrskurðarnefndar hafi verið takmarkað enda ljóst að sú nefnd átti ekki að fjalla um ákvæði 6.-8. gr. Eftir að framangreint lokatilboð hafði verið afhent kl. 12:15 hinn 16. maí afhentu fulltrúar BHMR skömmu eftir miðnætti athuga- semdir sínar sem þeir kölluðu „Til- lögur BHMR til lausnar deilu fjár- málaráðherra og háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna“. Af hálfu ráð- herranna var hægt að fallast á sum- ar af þessum tillögum en aðrar ekki sbr. áritaðar athugasemdir og prentaðan texta samningsdraga en þau drög voru til umfjöllunar á fundum samninganefnda aðila þann 17. maí. Meðal þess sem alfarið var hafnað af ráðherrunum var sú krafa BHMR, að næstsíðasta setning 1. gr. félli brott. Að öðrum kosti féllu út fyrstu ijögur orð hennar þ.e. „Þess skal gætt að ...“, þannig að upphaf setningarinnar hljóðaði svo: „Umræddar breytingar valda ekki röskun á ...“ Þeirri kröfu var einnig hafnað. Eftir þennan fund aðfaranótt 17. maí tóku ekki aðrir ráðherrar úr ríkisstjórninni en fjármálaráðherra, þátt í samningaviðræðunum. Þriðja tímabilið hefst með fundi samninganefndanna í Rúgbrauðs- gerðinni um samningsdrög en sá fundur hófst upp úr kl. 10:30 hinn 17. maí. Þá kom BHMR enn fram með þá kröfu að næst síðasta setn- ing 1. gr. félli út. Því var enn hafn- að. Páll Halldórsson kom þá fram með þá tillögu, að í stað orðanna „Þess mun gætt að umræddar breytingar..." kæmu orðin „Standa skal að umræddum breytingum ..." Á þessa breyting- artillögu var fallist af hálfu stefnda þennan sama dag enda fól hún í sér ákveðnara orðalag en ekki efnis- breytingu. Af hálfu BHMR kom ekki fram nein skýring á þessari tillögu og þaðan af síður í þá veru, að í henni ætti að felast efnisbreyt- ing eins og nú er haldið fram. Á fundi aðila um kl. 21 hafði BHMR enn uppi þá kröfu, að næst síðasta setning 1. gr. yrði felld brott. Þeirri kröfu var enn hafnað og áréttað að ekki væri pólitískur vilji fyrir því af hálfu ríkisstjómarinnar að falla frá skilyrðinu. Einnig var bent á að fallist hefði verið á breytinga- tillögu sem BHMR setti fram á morgunfundi, sbr. dskj. nr. 39 og 41-42, sem eru minnispunktar þriggja samningamanna ríkisins af þeim fundi. Á fundi aðila að morgni 17. maí var einnig efni 5. gr. til umræðu. Þar var rædd ósk BHMR um að í samninginn yrðu tekin ákvæði um einhvers konar viðurlög sem svipu á að lokaálit lægi fyrir hinn 1. júlí 1990. Þá svipu töldu þeir vanta ef gólf og þak skv. 3. mgr. ætti að vera óbreytt. Hjá þeim kom fram það álit að full þörf væri á slíku aðhaldi til að koma í veg fyrir að fulltrúar ríkisins í kjarasamanburð- amefnd tefðu lokaniðurstöðu til að draga að réttmætar launaflokka- tilfærslur kæmust til framkvæmda 1. júlí 1990. Ennfremur var rætt um heimild stéttarfélaga til að nota tilefni til launaflokkatilfærslna til þess að semja í staðinn um önnur kjaraatriði. Á kvöldfundinum lýsti fjármálaráðherra fyrst tillögu að orðalagi að nýrri mgr. er yrði 6. mgr. og fjallaði um heimild stéttar- félags til að semja um önnur kjara- atriði. Því næst lýsti hann tillögu stefnda um ákvæði um uppígreiðsl- ur í júlí 1990 (á minnisblaði á dskj. nr. 41 kallað tillaga 3) er verða skyldi ný 7. mgr. og hljóðaði svo: „Hafí nefnd skv. 3. mgr. 2. gr. ekki skilað lokaáliti hinn 1. júlí 1990, skal greiða hveijum félags- manni, er átt getur kost á launa- flokkatilfærslu, 1250 kr. á mánuði miðað við fullt starf upp í væntan- lega hækkun frá 1. júlí 1990 þar til afgreiðsla launaflokkatilfærslu fer fram.“ Viðbrögð BHMR voru þau að óska frekar eftir uppígreiðsl- um miðað við prósentu heldur en greiðslu miðað við krónutölu. Ákvæði þess efnis voru síðan færð inn í samningsuppkast og röð 6. og 7. mgr. víxlað. Á morgunfundi 18. maí var ákvæði núverandi 6. mgr. enn til umfjöllunar og gerð breyting á því í þá veru sem varð í endanlegum samningi undirrituð- um hinn 18. maí 1989. Á kvöldfundi hinn 17. maí kom fram tillaga frá Páli Halldórssyni formanni BHMR um breytingu á orðalagi upphafsákvæðis 9. gr. þannig að í stað orðanna „um fram- kvæmd 2. gr. og 5. gr. ..." kæmu orðin „um framkvæmd kjarasam- anburðar, túlkun niðurstaðna skv. 2. gr. eða fyrirkomulag breytinga skv. 5. gr...." Sú breyt- ing kom inn í endanlegan texta lítil- lega snyrt. í stefnu er neðst á bls. 6, þessi breyting túlkuð sem þreng- ing á hlutverki úrskurðarnefndar- innar. Á það er alls ekki unnt að fallast enda nærlægara að líta svo á að orðalagið feli í sér rýmkun sbr. orðin „framkvæmd kjarasam- anburðar“ og „fyrirkomulag breyt- inga“ en um þetta fjalla ekki aðeins 2. og 5. gr. heldur einnig 1. gr. Eftir að kjarasamningurinn var undirritaður Iétu ýmsir forystu- menn stéttarfélaga innan BHMR og formaður þess í ljós skoðun sína á þeim í fjölmiðlum. Kom þar m.a. fram sú almenna túlkun þessara aðila að samningurinn fæli í sér áhættu fyrir stéttarfélögin án þess að sú áhætta væri skilgreind nánar. Nefndarstörf í þremur nefndum skv. 2.-4. gr. samningsins hófust fljótlega eftir samningsgerðina. Þannig voi-u haldnir 26 fundir í kjarasamanburðarnefnd fram til 1. júlí sl. og 15 fundir í námsmats- nefnd og ennfremur 20 fundir í ábyrgðarmatsnefnd. Námsmats- nefnd skilaði sameiginlegu áliti í mars 1990. í ábyrgðarmatsnefnd reis ágreiningur um hversu ná- kvæmlega ætti að skilgreina helstu störf, hvemig röðun helstu starfa ætti að vera og hvernig meta ætti hvern þátt ábyrgðar. Ennfremur reis óvænt ágreiningur um það hvert væri verkefni nefndarinnar þegar fulltrúar BHMR lögðu 18/5 1990 m.a. fram tillögu um nýja skilgreiningu á því. Ekki náðist samkomulag um sameiginlega nið- urstöðu og skiluðu fulltrúar ríkisins í ábyrgðarmatsnefnd lokaáliti sínu hinn 29. júní 1990. Störf í kjarasamanburðarnefnd og gagnasöfnun reyndist miklu mun tímafrekari en gert var ráð fyrir í upphafí þannig að tímasetn- ingar stóðust ekki án þess þó að við neinn væri að sakast um það. Skortir t.d. enn mjög mikið á gögn varðandi kjarakönnun og úrvinnslu úr þeim á samanburðarhæfum hóp- um. Um þá könnun reis ágreiningur varðandi úrtak háskólamenntaðra manna hjá ríkinu en til að tefja ekki störf nefndarinnar skutu full- trúar ríkisins þeim ágreiningi á frest. Fyrstu niðurstöður úr kjara- könnun Gallup bárust ekki fyrr en 26. júní. Öll úrvinnsla úr þeim í samræmi við starfsreglur kjara- samanburðarnefndar og kjara- samninginn var þá eftir. Af öllum þessum ástæðum reyndist alls ekki unnt að skila þeirri áfangaskýrslu sem gert var ráð fyrir í 3. mgr. 2. gr. að Iægi fyrir hinn 1. mars 1990. Sú áfangaskýrsla átti að leiða í ljós hvort eitthvert tilefni væri til að leiðrétta kjör. Hana skyldi hafa til hliðsjónar við endurröðun þeirra starfa sem það átti við um við end- urröðun í launaflokka í fyrsta áfanga hinn 1. júlí 1990. Þá náðist heldur ekki samstaða í nefndinni um mat á hlunnindum. Töldu.full- trúar ríkisins að ekki yrði lengra komist miðað við þann ágreining sem uppi var með aðilum. Að áliti þeirra gerðu fyrirliggjandi upplýs- ingar í lok júní aðilum enn ekki kleift að skilgreina og meta hugsan- legt tilefni til leiðréttingar á kjörum með þeim faglega hætti sem kjara- samningurinn og starfsreglur kjarasamanburðarnefndar kveða á um. Skiluðu þeir lokaáliti sínu í þá veru hinn 29. júní 1990. Af hálfu starfsmanna stefnda var ennfremur mikil vinna lögð í þau ákvæði, sem komu fram í bókunum sem samningnum fylgdu. Er harð- lega mótmælt sem röngum þeim ásökunum, sem fram koma í stefnu um þau efni. Á þeim tíma, sem kjarasamning- ur aðila var gerður voru í gildi skammtímasamningar aðildarfé- laga ASÍ og BSRB o.fl. er runnu út í desember 1989 og í janúar 1990. Hinn 1. febrúar 1990 gerðu Alþýðu- samband íslands annars vegar og hins vegar Vinnuveitendasamband íslands, Vinnumálasamband sam- vinnufélaganna, Meistara- og verk- takasamband byggingamanna og Reykjavíkurborg með sér nýjan kjarasamning. Þessi kjarasamning- ur markaði þáttaskil í gerð kjara- samninga á almennUm vinnumark- aði. Helstu einkenni hans eru þau að hann er gerður til langs tíma eða til 15. september 1991. Auk þess er megináhiersla lögð á kjara- bætur í formi verðbólguhjöðnunar og stöðugleika í verðlagi og m.a. til að tryggja það eru beinum launa- hækkunum mjög í hóf stillt. í 10. gr. þess samnings kemur m.a. fram að það er forsenda hans að launa- þróun annarra verði sú sama og gert sé ráð fyrir í samningnum. I kjölfar þessa samnings gerði síðan í febrúar til apríl fjöldi annarra launþegafélaga og sambanda samninga, sem tóku mið af þessum samningi, þ. á m. um sömu forsend- ur varðandi launaþróun annarra. Leiðir af þessari forsendu, að stétt- arfélögin geti krafist leiðréttinga til samræmis við launaþróun ann- arra og réttur þeirra til að segja upp samningi verði ekki gengið að slíkri kröfu. í kjarasamningi BSRB er gerður var 2. febrúar 1990 er ekki sérstakt ákvæði um launaþró- un annarra en hins vegar eru allar aðrar efnahagsforsendur tilvitnaðra samninga í honum. Hinn 12. júní sl. ritaði forsætis- ráðherra stjórn Bandalags háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna bréf þar sem lýst var því áliti ríkisstjórn- arinnar að breytingar á launakerfi háskólamanna myndu við núverandi aðstæður hafa í för með sér röskun á hinu almenna launakerfí í landinu og ógna þar með þeim efnahagslegu markmiðum og ávinningi sem að er stefnt samkvæmt þeim samning- um sem þegar hafa verið gerðir af hálfu þorra launafólks. Ekki væri unnt að líta á slíka langtímasamn- inga, gerða af yfir 90% launafólks sem tímabundnar sveiflur eða sér- stakar aðstæður á vinnumarkaði. Því hafi ríkisstjórnin ákveðið á grundvelli 1. gr. kjarasamningsins að fresta framkvæmd nýs launa- kerfis háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna en þar segi að standa skuli „að umræddum breytingum með þeim hætti að ekki valdi rösk- un á hinu almenna launakerfi í landinu". BHMR mótmælti þessu og þau mótmæli koma m.a. fram í máls- höfðun þessari. Einnig ritaði BHMR ASÍ bréf og krafðist svara við ákveðnum spurningum. I svarbréfi ASI á sama dómsskjali kemur af- dráttarlaust fram, að í samræmi við forsendur og áskilnað í kjara- samningi ASÍ yrði krafíst sömu launahækkana félagsmönnum ASÍ til handa og félagsmenn BHMR kynnu að fá við endurskoðun launa- kerfis. Af hálfu Vinnuveitendasam- bands íslands hefur einnig þeirri skoðun verið lýst, að slíkt myndi valda röskun á hinu almenna launa- kerfí í landinu. Eftir að framangreint bréf var ritað hinn 12. júní áttu forsætisráð- herra, viðskiptaráðherra og fjár- málaráðherra fund með formanni HÍK og framkvæmdastjóra og formanni BHMR, þar sem sá síðast- nefndi lýsti þeirri skoðun, að unnt væri að framkvæma endurskoðun- ina án þess að það raskaði hinu almenna launakerfi. Þrátt fyrir að ítrekað væri beðið um tillögur frá BHMR sem ekki yllu röskun, var eingöngu bent á launaflokkatil- færslur af þeirra hálfu. Hinn 29. júní sl. tilkynnti stefndi BHMR að hann myndi vísa þeim ágreiningi sem væri til staðar milli aðila um framkvæmd kjarasaman- burðar og um fyrirkomulag og framkvæmd breytinga, til úrskurð- arnefndar skv. 9. gr. en að áliti ríkisstjórnarinnar leyfði ákvæði 1. gr. sbr. 5. gr. engar breytingar á launakerfi háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna að svo stöddu. — Stefnanda til fróðleiks skal það upplýst, að það bréf er undirritað af þriggja manna stjórn samninga- nefndar ríkisins. — Var ágreiningn- um síðan samdægurs vísað til nefndarinnar. Af hálfu stefnda er því haldið fram að heimilt hafi verið og skylt að fresta framkvæmd nýs launa- kerfis 1. júlí 1990 og honum sé því óskylt skv. 1. gr. kjarasamningsins að greiða neina launaflokkahækkun að svo stöddu, þar sem slíkt valdi röskun á hinu almenna launakerfi í landinu. Þá er því ennfremur mótmælt að krafa stefnanda eigi neina stoð í 5. gr. kjarasamningsins. Rök stefnda fyrir frávísunar- kröfu. Af hálfu stefnda er því haldið fram að skilja beri það ákvæði 1. gr. kjarasamnings aðila að „Standa skal að umræddum breytingum með þeim hætti, að ekki valdi röskun á hinu almenna launakerfi í landinu“ svo, að í því felist fyrirvari um það, að tilteknar aðstæður á vinnumark- aði geti leitt til þess að fresta skuli framkvæmd endurskoðaðs launa- kerfis skv. 1. kafla samningsins. Þann skilning styður bæði orðalag ákvæðisins, gagnályktun frá næstu setningu á eftir, sem segir að tíma- bundnar sveiflur og sérstakar að- stæður á vinnumarkaði skuli ekki hafa áhrif á þessa endurskoðun, svo og atvik við samningsgerðina. Af hálfu stefnanda sé því haldið fram að upphafsorð ofangreinds fyrirvara beri að skilja svo, að með því- hafi aðilar orðið sammála um að framkvæmd endurskoðaðs launakerfis eftir reglum 5. gr. tryggði að ekki yrði sérstök röskun á hinu almenna launakerfi í landinu. Því sýnist nánast haldið fram, að það sem áður fól í sér skilyrði af hálfu stefnda, feli eftir breytingu upphafsorðanna í sér staðfestingu á því að fyrirvarinn sé nú fallinn niður og ákvæðið feli þess í stað í sér tryggingu til handa stefnanda fyrir því, að framkvæmd launakerf- isbreytingar skuli ná fram að ganga án tillits til afleiðinga fyrir launa- kerfið í landinu. Þessi framsetning sé með ólíkindum. Hér áður er rak- ið hvernig ákvæði þetta kom inn í samningstexta sem algert skilyrði af hálfu ríkisins og hvernig orðalag þess breyttist í samningsgerðinni. Ennfremur ítrekaðar kröfur BHMR, sem ótvírætt var hafnað, um brott- fall þessa ákvæðis, meira að segja eftir að það setti fram þá orðalags- breytingu, sem stefnandi telji sér nú svo mjög í hag. Af hálfu stefnda sé ekki dregið í efa að Félagsdómur eigi dómsvald um þá gagnstæðu túlkun 1. gr. kjarasamningsins, sem lýst er hér að framan. Hins vegar er því haldið fram að kröfugerð stefnanda heyri a.m.k. á þessu stigi undir valdsvið nefndar skv. 9. gr. samningsins. Samkvæmt þeirri grein getur hvor aðili um sig vísað sérhveijum ágreiningi sem rís um framkvæmd kjarasamanburðar eða á túlkun á niðurstöðum skv. 2. gr. eða fyrirkomulag breytinga skv. 5. gr. til úrskurðar þriggja manna nefndar. Verði ákvæði þetta ekki skilið öðru vísi en svo, að úrskurðarvaldið nái jafnt til þess ágreinings hvort framkvæmd skuli frestast vegna skilyrðis 1. gr., sem og til þess að kveða á um þær efnislegu ákvarð- anir sem aðilum eða kjarasaman- burðarnefnd er ætlað að taka sam- kvæmt samningum, en sem þeim t.ekst ekki að ná samkomulagi um. Samkvæmt þessu heyri það undir nefnd skv. 9. gr. að leggja mat á og úrskurða hvort aðstæður séu með þeim hætti nú, að framkvæmd endurskoðaðs launakerfis myndi valda röskun á hinu almenna launa- kerfi í landinu. Sé aðalkrafa um frávísun málsins á því reist. Um kjarasamanburðinn séu efn- isreglur bæði í 1. og 2. gr. samn- ingsins. Hugtakið „framkvæmd kjarasamanburðar“ sé því greini- lega notað í mjög víðtækri merk- ingu og varðar hvers konar ágrein- ing sem rís í sambandi við kjara- samanburð og sem öll endurskoðun launakerfisins grundvallast á. í 9. gr. sé að finna beina tilvísun til 2. og 5. gr. og í síðarnefndu greininni kemur fram bein tilvísun til 1. gr. Þannig segi í 1. mgr. 5. gr. að „end- urraða skal starfsheitum ’í launa- flokka í samræmi við endurskoðun launakerfisins skv. 1. og 2. gr.“. Orðalagið í 9. gr. að gerðardómur úrskurði ágreining er rís um fyrir- komulag breytinga skv. 5. gr.“ verði því ekki öðru vísi skilið en svo, að þar undir komi ágreiningur um hvort unnt sé að framkvæma breyt- ingar á launakerfinu við tilteknar aðstæður án þess að þær valdi rösk- un á hinu almenna launakerfi í landinu í skilningi 1. gr. samnings- ins. Samkvæmt þessu telur stefndi að gerðardómur skv. 9. gr. kjara- samnings aðila eigi úrskurðarvald um það, hvort sú ákvörðun ríkisins að fresta að svo stöddu framkvæmd nýs launakerfis háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna, hafi verið rétt- mæt skv. 1. gr. á þeim grundvelli, að slíkar launaflokkatilfærslur myndu við núverandi aðstæður raska hinu almenna launakerfi í landinu. Af hálfu stefnda hafi þeim ágreiningi þegar verið skotið til gerðardóms skv. 9. gr. hinn 29. júní sl. Rök stefhda fyrir sýknukröfti. A. Sýknukrafa styðst í fyrsta lagi við það, að heimilt og skylt hafi verið að fresta framkvæmd nýs launakerfis. Stefnda sé því óskylt skv. 1. gr. kjarasamningsins að greiða neina launaflokkahækkun skv. 5. gr. að svo stöddu, þar sem slíkt valdi röskun á hinu almenna launakerfi í landinu. Eins og kjarasamningum alls þorra launþega er hagað nú, sé þessi fyrirvari virkur og því heimilt að fresta þeim breytingum. Launa- flokkatilfærslur til handa háskóla- menntuðum ríkisstarfsmönnum skv. 1. kafla samningsins myndu sjálfstætt leiða beint til röskunar á forsendum þessara kjarasamninga og þar með raska hinu almenna launakerfi í landinu. Auk þess sé það beinlínis viðurkennt af hálfu stefnanda í stefnu, að launahækk- anir til félagsmanna stefnanda nú myndu leiða af sér launahækkanir á vinnumarkaðnum. Eins og sakir standa myndu launaflokkatilfærsl- ur Ieiða til uppnáms á vinnumark- aðnum með þarafleiðandi almenn- um launahækkunum. Þær myndu aftur skv. 15. gr. kjarasamnings BHMR leiða til hækkunar hjá BHMR sem aftur leiddi til hækkana hjá öðrum og svo koll af kolli og vera þannig eingöngu eldsmatur í nýju verðbólgubáli. Þannig stæðu aðilar auk þess engu nær því markmiði að brúa hugsanlegan kjaramismun, sem sé eini tilgangur 1.-5. gr. I. kafla samningsins. Launaflokkatilfærslur nú geti því ekki þjónað því mark- miði sem stefnt er að með þessum greinum I. kafla samningsins. Þá sé því eindregið mótmælt að launahækkanir vegna nýs launa- kerfis hafi ekki önnur áhrif nú en fyrirséð var við samningsgerð. Komi þar hvorutveggja til að nú sé í kjarasamningum þorra launþega í landinu beinlínis byggt á því sem forsendu, að aðrir launþegar fylgi sömu launaþróun. Vegna minni verðbólgu og lægri umsaminna launahækkana en var á árinu 1989, hafi launaflokkatilfærslur skv. 3. mgr. og 6. mgr. 5. gr. nú miklu afdrifaríkari afleiðingar á almenna launakerfið í landinu en fyrirséð var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.