Morgunblaðið - 28.07.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.07.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JULI 1990 9 Samtök gegn nauöungarsköttun Sími 641886 - opinn frá kl. 10-13 fyrir þá sem vilja styðja samtökin. Fjárstuðningur vel þeginn á tékkareikning 3000 hjá íslands- banka, Lækjargötu. Undirbúningsnefnd. Leiöbeinendanámskeiö í skyndihjálp Björgunorskóli IHS heldur leiðbeinendonámskeið í skyndihjálp oð Úlfljótsvatni dagana 26. september til 7. október nk. Námskeiðið, sem stendur i 12 daga, er ítarlegasta skyndi- hjálparnámskeið, sem haldið er hér á landi. Það veitir réttindi til að leiðbeina í skyndi- hjálp, þ.m.t. aukinni skyndihjálp og fl. Námskeiðið er það eina, sem veitir réttindi flokks- stjóra á skyndihjálparsviði i hjálparliði almannavarna. Þátttakendur þurfa að vera 20 ára eða eldri, hafa starfað i a.m.k. 2 ór í björgunar- eða hjálparsveit og hafa grunnþjálfun í skyndihjálp. Þá er námskeiðið opið þeim, sem almannavarnir eða lögregla vilja senda, enda hafi þeir lokið grunnþjálfun i skyndihjálp. Námskeiö f björgunarköfun Björgunarskóli IHS heldur námskeið i björgunarköfun á Isafirði dagana 24. september til 1. október nk. Þátttakendur þurfa að hafa lokið grunnþjálfun í þjörgunar- eða hjálpar- sveit, þ.m.t. skyndihjálp, hafa stundað köfun og ráða yfir köfunarbúnaði. Standist þátttak- endur próf, fá þeir réttindi til að starfa sem björgunarkafarar (P.S.D. - Public Safety Divers). Upplýsingar um námskeiðin eru gefnar á skrifstofu Landssam- bands hjáparsveita skáta, Snorrabraut 60, Reykjavík, sfmi 91-621400. SIÓRMÓT - HÉRADSSÝNING Stórmót sunnlenskra hestamanna og héraðssýn- ing kynbótahrossa verður haldið á Murneyri 12. og 13. ágúst. Skráning kynbótahrossa verður í símum 98-21560 og 98-21611 í síðasta lagi 2. ágúst. Dómar kynbótahrossa hefjast kl. 13.00 fimmtu- daginn 9. ágúst. Keppt verður í 800 m, 350 m og 250 m stökki, 250 m og 150 m skeiði og 300 m brokki. Skráning gæðinga og kappreiðahrossa verður í símum 98-22453, 98-78953 og 98-66055, í síðasta lagi 2. ágúst. Búnaðarsamband Suðurlands. Rangárbakkar. Getum núna boðið upp á nokkur velmeðiarín hiólhvsi á hagsiæðu verði. ÚTBORGUN og eftirstöðvar á 30 mánuðum Gísli Jónsson & Co. Sundaborg 11 Sími 91-686644 Þjóðarsátt - ríkisstjórn- arklúður Þjóðarsáttin, sem aðilar vinnumarkaðar- ins knúðu fram til að koma böndum á verðbólguna, hefur steytt á skeri BHMR- samnings, sem ríkisstjórnin — og sér í lagi fjármálaráðherra — ber pólitíska ábyrgð á sem gerandi samningsins. Allt er í grænum sjó í herbúðum stjórnar og stjórnarflokka. Staksteinar glugga í Al- þýðublaðið og Þjóðviljann í gær — um ríkisstjórnarklúðrið. „Lagasetning er óhjá- kvæmileg“ Yfirskrilt viðtals Þjóð- viljans við Örn Friðriks- son, varaforseta Alþýðu- sambands Islands, er: Lagasctning er eina úr- ræðið . Það eitt að vara- forseti ASI fer á síðum Þjóðviljans fi-am á bráða- birgðalög til að stöðva framkvæmd tiltekinna ákvæða í gildandi kjara- samningi [sem sitjandi ríkisstjóm ber pólitíska ábyrgð áj er frétt, sem hlýtur að skera í hlustir — og vitnar um meiri- háttar klúður. Eltir að varaforseti ASÍ heftir staðhæft að ekki sé hægt að stöðva vítisvél viðblasandi vixlhækkana verðlags [framlærslukostnaðar] og Iauna í kjölfar kjara- samnings fjármálaráð- herra við BHMR, segir hann orðrétt: „Mér sýnist málið vera komið í þá sjálfheldu að lög séu óhjákvæmileg. Min persónulega afstaða i þessu er sú að maður geti ekki endalaust sagst vera á móti lögum á ein- hver tiltekin svið, hvort sem það em samningar eða annað. Það geta ver- ið svo vitlausir samning- ar í gangi að það verði að setja lög. Það er inni- hald laganna sem skiptir máli...“. „Ríkissljóniin er ekki sam- stíga...“ Alþýðublaðið segir í forsíðufrétt: „Ríkisstjómin er ekki samstíga í fyrirhuguðum aðgerðum til að leysa vanda þann sem upp er kominn i BHMR-deilunni eftir dóm Félagsdóms. Sumir ráðherranna vilja fara harða leið með setn- ingu bráðabirgðalaga þar sem hækkunin til BHMR yrði afiiumin frá og með 1. september. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins hlýtur þessi leið stuðning ASÍ og VSI. Aðrir ráðherrar vilja mýkri lendingu, annaðhvort með vægari lagasetningu eða samn- ingsleið við BHMR. Samvæmt heimildum Alþýðublaðsins er sú leið efet á lista ríkisstjómar- innar að fera afdráttar- lausa leið að lausn BHMR-vandans [hvað um hiim samningsaðilann?] og setja bráðabirgðalög sem afiiema hækkunina til BHMR frá og með 1. september. Launahækk- anir til þeirra sem ekki hafe samninga, þar með talið BHMR, yrðu ákveðnar út samningst- ímann þær sömu og hjá ASÍ og BSRB. Jafiiframt yrði viðmiðun á launum við aðra óskylda kjara- samninga bönnuð með lögum sem þýddi að 15. greinin í kjarasamningi BHMR og ríkisins felli út en samningurinn gilti að öðm leyti nema BHMR segi hontun upp.“ Þetta var kjami for- síðufréttar þessa ríkis- stjórnarmálgagns í gær. Gotteraðhafa tungurtvær... Gott er að hafe tungur tvær og tala sitt með hvorri. Ráðherrar tala annars vegar um hörð bráðabirgðalög. A himi bóginn þykir Þjóðviljan- um við haefi að slá á hin- ar mildari nótur, ein- hvers konar sofðu-rótt- nótur, i forystugrein í gær; klappa með annarri ríkisstj órnarhendiimi en slá með Iiinni. í forystu- grein blaðsins segir m.a.: „Ríkisstjómin þarf ekki að gefe út bráða- birgðalög til að forðast kollsteypur í efnahags- málum í kjölfer úrskurð- ar Kjaradóms í BHMR- deilunni. Saminganefiid BHMR hefúr gefið við- ræðunefnd sinni umboð tö að ræða við ríkis- stjómina um 15. grein samningsins, sem kveður á um að BHMR-félagar muni njóta almennra launabreytinga sem verða kunni á samningst- ímanum. Þar með gæti verið úr sögunni fram- hald „höfrungahlaups- ins“ svonefhda, víxlverk- unarinnar sem blasir ella við, ef ASÍ og BSRB fá nú einhveija þá kjarabót sem BHMR mundi aftur að bragði meta og krefj- ast sér til handa Iíka.“ Síðar hnýtir leiðarinn þennan hnút: „Vandinn er ekki leyst- ur með þessu. Skýrt hef- ur komið fram, að ASÍ og BSRB krepast leið- réttingar á kjömm til samræmis við breyting- amar sem urðu hjá BHMR eftir úrskurð Kjiu'adóms. En aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjómin hafe úr ýms- um leiðum að velja tíl að greiða úr því efiii, öðrum en setja bráðabirgðalög." Hvem veg flokksfor- maðurinn, Qármálaráð- herrann, útleggur þessar „ýmsu leiðir“ flokksmál- gagnsins í verki skal ósagt látíð. En ríkis- stjómarkórinn syngur áfram sinn kaupmáttar- og kjarabaráttusöng. „Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsins“ raular trú- lega undir sem fyrr: fram allir verkamenn og Qöld- inn snauði, þvi fániun rauði — okkar merki er. LUXEMBORG FLUG OG BÍLL i eina viku frá kr. 24.270- KÖLN 195 km BRÚ5SEL 222 km PARÍS 339 km NICE 980 km FRANKFURT 231 km PRAG 730 km GENF 489 km Við fíjúgum þér tii Lúx. Þar tekur þú við stjórninni. L ma ' Mlðað er vlð bíl í A-flokkl, 2 fullorðna og 2 börn yngrl en 12 ára. FLUGLEIÐIR Pegar ferðalögin liggja í loftinu Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Krlnglunnl. Upplj slngar og farpantanlr I síma 690 300. Allar nánarl upplýsingar færðu á söluekrlfstofum Fluglelða, hjá umboðsmönnum og f e rða s krl f s t o f u m. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.