Morgunblaðið - 28.07.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.07.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990 Á þröskuldí nýrrar aldar Hópur fólks sem kennir sig við Nýöld kemur saman við rætur Snæfells- jökuls um verslunarmannahelgina. Samkvæmt kenningunni er talið að í Snæfellsjökli sé ein af sjö orku- stöðvum jarðarinnar. Þannig sér Erla Stefánsdóttir fyrir sér Jökul- inn og í skýringu með myndinni segir hún: Blik ljóssins er tindr- andi bjart litaflóð. Ahrifn eru upphafinn ÍÖgnuður, djúp lotning og sterkt samband við landið. David Carson og Nina Sammons munu halda eins dags námskeið í „shamanisma" á mótinu undir Jökli. Samkvæmt stjörnuspekinni stendur mannfólkið nú á þröskuldi nýrrar aldar, aldar Vatnsberans, og í því sambandi riQast upp ágæt- ur texti úr söngleiknum Hárið, sem einmitt fjallaði um þessi tíma- mót. Hópur fólks, sem kennir sig við Nýöld, telur að á þessum tíma- mótum heijist nýtt tímabil í sögu mannfólksins hér á jörðinni, tími umburðarlyndis, kærleika og víðsýni. Okkur lék forvitni á að kynnast nánar viðhorfum þessa fólks, án þess að hér verði nokkur afstaða tekin til þeirra kenninga, sem þetta fólk byggir lífsskoðun sína á. I þeirri samantekt sem hér fer á eftir er byggt á upplýsingum frá Guðrúnu G. Bergmann, sem er í hópi Nýaldarfólksins, og ritun- um Collapse and Comeback, eftir George W. Meek og Retum of the Thunderbeings eftir Iron Thund- erhorse og Donn Le Vie. Það eru ýmsir sem hafíPreynt að skýra hvað felst á bak við hugtakið Nýöld. Útskýringamar em ef til vill ekki allar eins orðaðar, en megininn- tak þeirra er hið sama. Nýöldin er samheiti yfir það tímabil sem við stefnum inn í. þ.e.a.s. Öld Vatnsber- ans samkvæmt stjömuspekinni. Nafnið Nýöld er sennilega til komið af því að reiknað hefur verið með að á þessum tímamótum hefjist nýtt tímabil í sögu mannfólksins hér á Jörðinni, tími umburðarlyndis, kær- leika og víðsýni. í raun er Nýöldin ekki hreyfmg, heldur nýr farvegur hugsana sem breiðir úr sér. Nýaldarhyggjan er hvergi skipulögð hreyfing, líkt og ýmsar aðrar hreyfingar vom fyrr á þessari öld né heldur getur hún tal- ist trúarbrögð, því fólk af öllum trú- arbrögðum um allan heim tileinkar sér efni tengt henni. Það er eins og hún sé fremur nýr lífsstfll, sem svo og svo margir bytjuðu á og þegar sá hópur var búinn að ná ákveðinni tölu, þá fengu nánast „allir“ áhuga. Margar bækur og kenningar hafa komið fram tengdar Nýöld og þó þær séu mismunandi að gerð og uppsetn-, ingu, er rauði þráðurinn í gegnum þær sá sami. Alls staðar er rætt um að vinna í sjálfum sér, rækta eigin garð, því þá fyrst sé hægt að fara að leiðbeina öðrum. Rætt er um að víkka svið vitundarinnar til að við skiljum hvflíkt frelsi við höfum ef við látum ekki hugsunina sífellt fjötra okkur. Möguleikar hugans em enda- lausir og með andanum er hægt að ferðast hvert sem er. Okkur em eng- in takmörk sett, nema þau sem við setjum okkur sjálf. Stórfelldar breytingar Um leið og við siglum inn í þessa Nýöld er Jörðin að ljúka 25.920 ára ferli gegnum Dýrahringinn, yfirgefa Fiskamerkið og fara inn í Vatnsbera- merkið, en það tekur hana 2.160 ár að fara í gegnum hvert stjömum- erki. Því eiga sér í raun stað tvenns konar mikilvæg umskipti á sama tíma. Við þessi umskipti er reiknað með miklum breytingum í heiminum. í mannlífinu er búist við að breyting- amar birtist í því að ný hugmynda- kerfi fæðist og taki við af þeim gömlu (i raun þegar bytjað), en það er líka reiknað með hræringum á jarðsvið- inu og leiða margir líkur að því, að þær hræringar komi fram í auknum jarðskjálftum (íran og Filippseyjar nú nýverið), eldgosum og hugsanleg- um breytingum á segulsviði Jarðar, sem gætu haft í för með sér víðtæk- ar breytingar á veðurfari Jarðar. Talað hefur verið um að Móðir Jörð þurfti á stuðningi okkar mann- fólksins að halda til að komast í gegnum þessar hremmingar og að sá stuðningur komi m.a. í gegnum umhverfisvernd, umhyggju okkar fyrir Móður Jörð, minnkandi ágangi á gæði Jarðarinnar og yfir höfuð í nýrri stefnu varðandi Jörðina, sem margir líta á sem lifandi veru með árublik. Eru spádómarnir að rætast? Margir merkir menn hafa komið fram með spádóma, sem vara okkur við þessum breytingum í umhverfinu. Einhverra hluta vegna virðumst við ekki hafa tekið mikið mark á þeim, bví ef við hefðum gert það væri ástand Jarðarinnar ekki eins slæmt og það er í dag. Þeir þjóðflokkar, sem við Vestur- landabúar köllum frumstæða, hafa í gegnum tíðina iðkað trúarbrögð sín í sterkum tengslum við náttúruna og því borið meiri virðingu fyrir henni en við sem höfum búið í borgunum. Indíánar eru áberandi í þessum flokki, og hafa síðan á síðustu öld bent á nauðsyn þess að sterk tengsl séu á milli mannsins og náttúrunnar og að því jafnvægi megi ekki raska, því þá stefnum við okkur sjálfum í voða. Benda má á ræðu óþekkts indíánahöfðingja frá síðustu öld, sem gefin hefur verið út í lítilli bók undir nafninu „How can One Sell the Air?“, eða Hvemig getum við selt andrúms- loftið? Sá ættflokkur indíána sem fastast hefur haldið í trúarbrögð sín, hefðir og siði, þrátt fyrir ágang hvíta mannsins, er hopi-ættflokkurinn. Þessi ættflokkur skipaði sér tals- mann í kringum 1950, sem hafði það verkefni að kynna hopi-spádómana fyrir umheiminum. í spádómunum er meðaf annars rætt um nauðsyn þess að vemda andrúmsloftið, því ef við höfum ekki súrefni deyjum við öll. í spádómunum er líka bent á nauðsyn þess að vemda Jörðina og talsmaður þeirra hefur margsinnis rætt við þingmenn Bandaríkjaþings til að vara þá við þeim breytingum sem Jörðin eigi eftir að fara í gegn- um sé ekkert gert í umhverfisvemd- armálum. í Hopi-spádómunum er líka bent á hættuna sem yrði samfara breyt- ingum á segulsviði Jarðar. í þeirra spá er talað um hina „heilögu tvíbura", sem vemdi norður- og suð- urpólinn og að þeir muni brátt senda frá sér bylgjur sem muni „hrista og skekja“ Jörðina. Tökum eflár skilaboðunum Hopi-indíánamir líta á þá orku sem Móðir Jörð leysir úr læðingi sem dulin skilaboð hennar um að nú sé nóg komið. Með orkunni er meðal annars átt við sjúkdómsfaraldra, sem hægt er að rekja til mengaðs vatns, eiturgufuuppstreymi eins og varð bæði mönnum og dýmm að bana í Kamerún í Afríku, jarðskjálfta, eld- gos, hækkandi ölduhæð sjávar, súrt regn og breytingar á veðurfarinu. Hopi-indíánamir líta á þá tíma JÖRÐIN OKKAR ER f HÆTTU Örlítið sýnishorn af hættuástandinu í heiminum, samkvæmt kenningum nýaldarfólkins. Ýmislegt af eftirfarandi á einungis við um ástandið í Bandaríkjunum, annað um heiminn allan. ★ Eitt tonn af endurunnum pappír bjargar lífí 17 tijáa, sparar notkun á 7.000 gallonum af vatni og orku til að hita meðalheimili í sex mán- uði. ★Bandaríkjamenn nota 3 milljón gallon af máiningu á hveijum degi. ★Það eru meiri efnafræðileg efni á bandarískum heimilum í dag en voru í meðal efnaverksmiðju fyrir 200 árum. ★ 12 milljón tonnum af eiturefn- um er úðað árlega á matvæli, aðra uppskeru, skóga og garðl- önd. ★ Að minnsta kosti þrjár dýrateg- undir útrýmast á jörðinni á degi hveijum. Með þessum útrýming- arhraða er reiknað með að þessi tala verði orðin að nokkur hundr- uðum á dag árið 2000. ★ Ef engar breytingar verða á ffladrápi í Afríku, verður þeim endanlega útrýmt innan 20 ára. ★Reiknað er með að um ein millj- ón sjófugla og 100.000 sjávardýra týni lífí sínu árlega, eftir að hafa etið eða fest í plastúrgangi. ★Reiknað er með að meðalhita- stig heimsins hækki um 4 gráður á næstu áratugum. ★ Bandaríska andastofninum fækkaði um 8 milljónir á árunum 1987 til 1988. ★Eitt gallon af bensíni getur mengað 750.000 gallon af drykkj- arvatni. ★ Flest þeirra 50.000 eiturefna sem notuð eru við úðun matjurta og tijágróðurs hafa ekki verið rannsökuð með tilliti til langtíma- áhrifa á heilsu fólks. Hvað er til úrbóta: ★ Endurvinnsla! Aðgreinið dag- blöð, plast, gler og málm í sorpinu. ★ Hugsið áður en þið kaupið! Reynið að komast hjá plast- og polýstýrenfroðuumbúðum. Kaup- ið endurunna vöru eða vöru í end- urvinnanlegum umbúðum hvenær sem það er hægt. ★ Farið með ykkar eigin innkau- papoka eða net í matvörubúðina. ★ Notið glerbolla undir kaffið í vinnunni. Notið aðeins pappamál eða -diska í ferðalögum. ★ Neitið að nota pólýstýrenfroðu- diska. Biðjum um pappadiska á skyndibitastöðum. ★ Skiptið yfir í taubleiur. Það vemdar umhverfíð — og sparar mikla peninga! ★ Hvetjið skólana til að tengja náttúruvemd inn í námsefnið. ★ Gróðursetjið tré (eitt eða fleiri), heima hjá ykkur eða í samráði við bæjarfélagið sem þið búið í. ★ Styðjið umhverfisvemdarsam- tök um allan heim. ★Ef þú býrð nálægt ströndinni, skaltu safna öllu því msli sem gæti valdið dýrum hættu. ★ Þegar þið kaupið bfl, veljið þá spameytinn bfl. ★ Reynið að draga úr bifreiða- notkun og sleppa henni alveg þeg- ar hægt er að koma því við. Sýnishorn af táknum á sérstök- um spilum sem David Carson notar. sem við lifum á núna sem nokkurs konar hreinsunartíma. Þetta sé tími til að uppræta hvers kyns spillingu, græðgi verði eytt, fáfræði og sjúk- dómar munu hverfa við eflingu heil- unareiginleika mannfólksins. Nokk- urs konar endurfæðing mun eiga sér stað í huga, líkama og anda fólks um allan heim. Þjóðir, ættbálkar og kynþættir munu leggja misklíð að baki og sameinast til góða fyrir alla. Það má segja að í þessum spádómum liggi hugsjón Nýaldarinnar. I upphafi voru ef til vill ekki marg- ir, sem lögðu við hlustimar þegar þessir spádómar voru ræddir, en í dag eru fjölmargir orðnir sér þess meðvitaðir að gera þurfi stórátak í umhverfisvemd. Á Vesturlöndum voru það ef til vill fyrst og fremst áhugamannahópar eins og Green- peaee og aðrir sem vöktu virkilega máls á umhverfísvernd, en í dag eru vísindamenn og stjómmálamenn alls staðar í heiminum orðnir meðvitaðir um nauðsyn þess að snúa vörn í sókn og breyta ástandi umhverfismála. Að þroska sjálfíð Um leið og við náum meiri andleg- um þroska hækkar tíðnisvið okkar og við náum andlegu sambandi við aðra sem em með lík áhugamál. Við fömm að leita eftir jafnvægi í sam- skiptum við náungann. Til að ná því þurfum við að taka ábyrgð á eigin gerðum og einnig sýna meiri kærleik og umburðarlyndi gagnvart náung- anum. Við það myndast andleg endurómun, mikil samstilling og til verður hæfara fólk til að takast á við vandamálin í umhverfinu. Vanda- málin hætta þá kannski að verða vandamál og verða einungis að óleystum verkefnum. Bandarískur rithöfundur, Jack Clarke, hefur skilgreint Nýaldarfólk á mjög skemmtilegan máta og em hér nokkur dæmi úr skýringum hans: * Fólk sem hefur hugrekki til að stjóma lífi sínu sjálft. * Fólk sem veit að það verður að vera sátt við sjálft sig, áður en það er sátt við aðra. * Fólk sem hugsar um líkamann, þroskar hugann og nærir andann til að vera heilt og í jafnvægi. * Fólk sem skilur að hið óþekkta er hluti af Guði sem enn hefur ekki verið uppgötvaður. Nýaldarmót á íslandi Undanfarin ár hefur hópur fólks gengist fyrir árlegu móti í Nýald- arstíl við rætur Snæfellsjökuls, stærstu orkustöðvar landsins, undir nafninu Snæfellsás — Mannrækt undir Jökli. Snæfellsás ’90 er fjórða mót sinnar tegundar og verður hald- ið nú um verslunarmannahelgina á Brekkubæ, Hellnum, Snæfellsnesi. í ár hefur verið lögð rík áhersla á að leita til sem flestra hópa fólks sem vinna í sjálfsrækt, þannig að mótið megi verða endurómun af skoðunum þeirra og tilgangi í lífinu. Svona Nýaldarmót eru haldin víða um heim, þar sem fólk með lík áhugamál kem-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.