Morgunblaðið - 28.07.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.07.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JULI 1990 15 Atak um landgræðsluskóga: Bjórverksmiðja gef- ur til tijáræktar Selfossi. BECKS-bjór sem Bræðurnir Ormsson hafa umboð fyrir hér- lendis hafa afhent átaki um land- græðsluskóga 400 þúsund krónur að gjöf. Fyrir þessa gjöf verður gróðursett í fyrirhugað útivistar- svæði Reykvíkinga í Ölfusvatnsl- andi. Það var Davíð Oddsson borgarstjóri sem gróðursetti fyrstu trjáplöntuna. Skógræktarfélag Reykjavíkur annast gróðursetningu í Ölfusvatnsl- andi og hefur umsjón með uppbygg- ingu útivistarsvæðisins þar. Félagið hefur þegar annast gróðursetningu um 40 þúsund trjáplantna á svæðinu. Samþykkt var a borgaryfirvöldum að ákveðið svæði í Ölfusvatnslandi fengist fyrir þessa framkvæmd og mun Skógræktarfélag Reykjavíkur annast hana. Það voru hins vegar um 70 starfsmenn frá Bræðrunum Ormsson sem gróðursettu fyrstu tijáplönturnar í skógarreitinn s.l. miðvikudag. Becks-fyrirtækið hefur einnig heitið ámóta fjárframlagi á næsta ári en gjöfin í ár nægir til gróðursetningar í um þijá hektara lands. Fram kom hjá Detlef E. Gertner framkvæmdastjóra útflutningssviðs Becks-bjórs að mikils virði væri fyrir fyrirtækið að leggja sitt af mörkum til hreinnar og óspilltrar náttúru hér á landi. Stolt Becks væri einmitt framieiðsla úr náttúruafurðum, ósp- illtum af aukaefnum. I Becks-bjór væri einungis notað bygg, humall, ger og vatn. - Sig. Jóns. Hulda Valtýsdottir formaður Skógræktarfélags Islands tekur við gjöfinni úr hendi Detlef E. Gertner. Davíð Oddsson gróðursetur fyrstu plöntuna. Honum til aðstoðar er Vilhjálmur Sigtryggsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Skálað fyrir væntanlegnm bjórskógi. Morgunbiaðið/sigurður Jónsson Eistlendingar horfa til Norður- landanna um framtíðarsamstarf * > - segir Sigurður Magnússon framkvæmdastjóri Iþróttasambands Islands Frá miðborg Tallins, höfuðborgar Eistlands. „ÞAÐ var mikil reisn yfir Eistlend- ingum. Þeir töluðu hiklaust og af yfirvegun um framtíð landsins og það hvarflaði ekki annað að þeim en þeir ættu eftir að endurheimta fullt sjálfstæði. Þeir telja sjálfstæði á íþróttasviðinu mikilvægl skref að því marki og hafa leitað ásjár hjá íþróttasamböndum Norður- landanna í þeim efhum,“ sagði Sigurður Magnússon, fram- kvæmdastjóri Iþróttasambands Islands (ISI) i samtali við Morgun- blaðið. Hann fór ásamt starfsbræð- rum sínum frá hinum Norðurlönd- unum til Tallins, höfuðborgar Eistlands, í sumar. Var það í boði eistneskra íþróttaforystumanna, sem vinna nú að því að landið öðlist að nýju þann sess sem það hafði á íþróttasviðinu fyrir innli- mun ríkisins í Sovétríkin 1940. „Saga þessarar litlu þjóðar er nær óslitin saga átaka, valdrána og mannrána. Hún hefur liðið ótrúlegar raunir og lenti í miklum hremming- um undir oki kommúnismans og í stríðinu gerðu nasistar henni skrá- veifu. Kemur það glöggt fram í bók- inni Eistland - smáþjóð undir oki stórveldis í þýðingu Davíðs Oddsson- ar, sem ég komst yfir skömmu fyrir Eistlandsferðina og var mér einkar gott vegarnesti," sagði Sigurður. Hann sagði að Eistlendingar hefðu ekki talað mikið um fortíðina. „En í samtölum við þá fann ég greinilega, að undir niðri kraumar vilji þessa fólks til gagngerra breytinga. Það var óhijálegt um að litast í Tallin sem er landfræðilega gífurlega mikilvæg hafnarborg. Hefur það átt sinn þátt í átökunum um framtíð Eystrasaltsríkjanna. Borgin er frem- ur þreytuleg að sjá og margt í nið- urníðslu. Greinilegt að allt viðhald á mannvirkjum og húsum hefur verið iátið sitja á hakanum lengi. Jafnvel í miðborginni kemur maður að gap- andi rústum sem ekki hefur verið hreyft við frá stríðslokum." Sigurður sagði að menn hefðu ekki dvalið lengi í landinu þegar þeir yrðu þess áskynja, að þar hefði flest mistekist sem gera skyldi í nafni kommúnismans. „Stjórnar- fyrirkomulagið sem þjóðin bjó við virðist alveg hafa brugðist. Það er gróðursælt þarna og landið fallegt frá náttúrunnar hendi en það er allt annar bragur og blær yfir öllu en t.d. í Finnlandi, sem er aðeins steinsnar í burtu. Reisn yfir Eistlendingum Ég vil taka fram, að við fengum afar góðar og vinsamlegar mótttökur í Eistlandi. Eistlendingar báru sig vel og það skín stolt af þessu fólki. Það kom mér á óvart hve vel fólk var til fara og það var yfir því mikil reisn. Það duldist heldur ekki að þeir horfa mikið til Norðurlandanna og telja þær helstu bræðraþjóðir sín- ar. Þeir vilja tileinka sér nánari sam- skipti við þau og telja sig geta feng- ið bestan stuðning þaðan við að stíga sín fyrstu spor til sjálfstæðis á íþrótt- asviðinu. Þeir ætlast til þess að verða teknir fullgildir í alþjóðlegu íþróttastarfi og biðla fyrst til Norður- landa í þeim efnum. Þeim fínnst ekkert eðlilegra en að öðlast viður- kenningu sem sjálfstæð íþróttaþjóð sem allra fyrst. Matti Mark, helsti íþróttafoi'ystumaður landsins, lét jafnvel þau orð falla að ekkert væri eðlilegra en að íþróttahreyfingin yrði fyrr fijáls en ríkið. Það gæti orðið mikilvægt innlegg í sjálfstæðisbar- áttu þjóðarinnar. Almennt eru norrænir íþróttafor- ystumenn jákvæðir gagnvart óskum Eistlendinga um að gerast fullgildir þátttakendur i samstarfi Norður- landanna á íþróttasviðinu. Það er allavega engin mótstaða fyrir hendi en málið verður að fá eðlilega um- fjöllun og því ekki hægt að segja á þessari stundu hvenær af því gæti orðið. Næstu skrefin í málinu verða þau að íþróttasamböndin fjalla um það hvert fyrir sig og síðan munum við framkvæmdastjórarnir kynna málið fyrir samstarfsnefnd Norðurland- anna á fundi hennar í Helsinki í Finn- landi á næsta ári. Hugsanlega verður Eistlendingum boðið að eiga áheyrn- arfulltrúa þar. Eystrasaltsríkin með í norrænt íþróttasamstarf Ég sé það fyrir mér, að áður en langt um líður eigi Eystrsaltsríkin eftir að taka formlega þátt í íþrótta- samstarfi Norðurlandanna. Þessar þjóðir gætu orðið mikilvirkir þátttak- endur I því starfi en sérstaklega munu þeir þó koma til með að eiga mikil samskipti við Svía og Finna sökum nálægðar." Þegar Sigurðui' var í Eistlandi stóð undirbúningur að stofnun íþrótta- sambands sem hæst en í hálfa öld' hefur íþróttamálum Eistlendinga sem annarra Sovétlýðvelda verið stjórnað af deild í sovéska kommúni- staflokknum í Moskvu. „Þeir sögðust sækja fyrirmynd að sínu nýja íþrótta- sambandi til Norðurlanda þar sem grundvöllurinn er frjáls og óháð fé- lagasamtök._ Stjórn ÍSÍ hefur ekki tekið afstöðu til beiðni Eistlendinga en er tvímæla- laust jákvæð gagnvart þeirri þróun sem á sér stað hjá þeim. Sérstaklega fagnar íþróttasambandið því að þar skuli verið að koma á laggimar fijálsu félagastarfi. Þetta gerist allt Sigurður Magnússou mjög snögglega og er að vissu leyti framandi. Okkur var sagt í Tallin að búast mætti við að Lettar og Lit- háar myndu fylgja á eftir og einnig leita eftir formlegu íþróttasamstarfi við Norðurlöndin." Aðspurður sagði Sigurður að eng- in viðbrögð hefðu komið frá íþrótta- yfirvöldum í Moskvu við ferð fram- kvæmdastjóranna til Tallins í Eistl- andi, en í gildi er sérstakur sam- starfssamningur ÍSÍ og íþrótta- nefndar Sovétríkjanna. „Mér finnst líklegt að þau fylgist með þessu máli. Annars held ég að sovésk íþróttayfirvöld kunni að vera um- burðarlyndari en önnur yfirvöld í Moskvu. Við höfum átt góða sam- vinnu við þau og ég sé engin vand- kvæði á þessu. Sovétmenn eru að mínu mati frjálslyndari í þessum efn- um en á pólitíska sviðinu. Og ég vil geta þess að ég naut skjótrar og góðrar fyrirgreiðslu sovéska sendi- ráðsins í Reykjavík við að komast til Eistlands. „Það var eftirtektarvert að Eist- lendingar sögðu alveg blákalt, að þeir ættu lítið skylt við fólkið austan við sig. Töldu sig miklu fremur eiga samleið með Norðurlöndunum og þjóðum vestan við sig. Mér fínnst að við eigum ekki að skella skollaeyr- um við kalli þeirra heldur beri okkur skylda til að koma til móts við þá,“ sagði Sigurður Magnússon að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.