Morgunblaðið - 28.07.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.07.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JULl 1990 HCG/'VAIIh Ást er. . . . . . að færa henni blóm. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved © 1990 Los Angeles Times Syndicate Vatnsveitan hefur bannað óþarfa vatnseyðslu vegna þurrkanna. Með morgimkaffínu Ég leyfi mér að halda því fram að ég hafi virt blóð- þynningarfyrirmælin. Spurðu þá á barnum. HÖGNI HREKKVÍSI „ HÖGNI ? EG HÉLT AD PÓ VÆ&K AÐ BAÐA Þ‘G • „ pAÐ HÉLt ÉG U'KA !" Tilraun dæmd til að mistakast Til Velvakanda. Ég tek vel undir orð þess höf- undar sem skrifaði forystugrein Morgunblaðsins á sunnudegi 22. júlí sl. Ég hreinlega skil ekki hvað DV er að hugsa. Ég man aldrei eftir því að nokkurt blað á íslandi hafi nokkurn tíma vegið að ákveðnum stjórnmálamanni með þessum hætti. ■ Er þetta einhverskonar tilraun til að ryðja Þorsteini burt úr for- ystu Sjálfstæðisflokksins? Ef svo er þá er það dæmt til að mistakast. Það virðast vera að DV sé að missa stjórn á sér í blaðamennsk- unni. Sem betur fer gerir Morgun- blaðið það aldrei. Komi svo fyrir að Þorsteinn Pálsson þyrfti að gera grein fyrir sínu verður það gert innan dyra, en ekki í forystu- greinum DV. Vilhjálmur Alfreðsson. Þessir hringdu . .. Angóruköttur Svartur tæplega 1 árs angóru- köttur fæst gefins. Upplýsingar í síma 34305. Tapaði myndavél Myndavél tapaðist á Austurvelli föstudaginn 6. júlí sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 83094. Hestabeisli fannst Hestabeisli fannst úti á Álfta- nesi. Eigandi getur hringt í Ólöfu í síma 46612. Græn slæða tapaðist Frönsk slæða, græn að lit, tapað- ist 14. júlí í Tæknigarði. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 23030. Tapaði hatti og regnhlíf Fanney hringdi: „Ég tapaði brúnum og fjólu- bláum hatti eftir 13. júlí. Hattur- inn er belgískur af gerðinni Menu- etto og er mér annt um hann. Einn- ig týndi ég ljósbrúnni regnhlíf, en það var áður. Þeir sem hafa fundið annaðhvort hattinn eða regnhlífina geta hringt í síma 10658 eða 31368.“ Grábröndóttur köttur í óskilum í óskilum er ungur grábrön- dóttur fress með hvítt trýni, bringu og lappir. Hann fannst í miðbænum. Upplýsingar í síma 25657 eða 53918. Kettlingur Níu vikna kettlingur fæst gef- ins. Upplýsingar í síma 27814 á kvöldin. Best að hafa álver hér á landi Lovísa hringdi: „Ég var að lesa grein í Velvak- anda eftir Elísabetu þar sem hún Skikkaður til að borga Til Velvakanda. Fyrir ekki löngu var skrifað um mann sem ætlar að fara í mál við ríkið vegna þess að hann vill ekki borga afnotagjöld útvarpsins. Ég vildi gjarnan koma á framfæri til þessa sama manns hvort hann er ánægður með það að borga Þjóðviljann, Alþýðublaðið og Tímann. Ástæðan er sú að ríkisstjórnin hefur samþykkt að borga ákveðnar upphæðir til þessara blaða. Og þá eru skattgreiðendur þar af leiðandi að leggja sitt af mörkum til þeirra. Ég er því skikk- aður til að borga til þeirra hvort sem ég vil lesa þau eða ekki. Það er nægilegt að hafa bara Morgunblaðið eitt blaða, enda skrifa þeir flestir meira og minna í Morgunblaðið. Þá myndi ríkið vera laust við að styrkja þessi til- teknu blöð. Guðmundur Gíslason Fulttiúa- rábiö út ' í kuldann Borfrtfi'r**: **• Þjóðarsáttin verður varin Einhuga niðurstaða a nkisstjomarfundi i gar þar sem breyttar forsendur | iverðlags-oglaunamálumikjolfardomsFélagsdómsvoriuæddarr I í í Víkverji skrifar að var mikið framfaraspor í umhverfisvernd þegar ákveð ið var að hefja söfnun og ndur- vinnslu á áldósum, plast- og gler- umbúðum, sem notaðar eru fyrir gosdrykki og öl. Margir aðilar lögðu málinu iið, m.a. gosdrykkja- og öl- framleiðendur, umhverfisverndar- fólk og loks hið opinbera. Undir forystu Jóns Sigurðssonar, iðnaðar- ráðherra, var stofnað sérstakt fyrir- tæki til söfnunar og endurvinnslu á umbúðunum. Ríkið á stóran hlut í fyrirtækinu sem hlaut nafnið End- uivinnslan hf. Til að safna fé í sjóði til að standa undir rekstrarkostnaði þessa nýja fyrirtækis var lagt 5 kr. gjald á umbúðirnar og reyndar lagði ÁTVR 10 kr. gjald á bjórumbúðir strax og sala öls var heimiluð 1. marz 1989. Með lögum var svo heimilað að leggja gjald á allar fyrrgreindar umbúðir. Þar með var í raun lagður á nýr skattur, sem er eyrnamerktur til söfnunar og endurvinnslu ál-, plast- og glerumbúða. X X X Ohætt er að fullyrða, að lands- menn hafi tekið þessu fram taki vel, enda tilgangurinn góður og umhverfisvemd nýtur æ meiri hylli almennings. Þegar söfnun umbúðanna hófst varð gerbreyting til batnaðar á götum og opnum svæðum borga oþ bæja og útivistarsvæðum um land allt. Dósirnar og plastflösk- urnar hurfu sem dögg fyrir sólu og stórlega dró úr glerbrotum á víða- vangi. Móttökustöðvum var komið upp á ýmsum stöðum fyrst í stað. Þang- að kom fólk með troðfulla poka og fékk peninga í staðinn, auk ánægjunnar af því að hafa hreinsað til í kringum sig. Það, sem Víkveija þótti einna skemmtilegast, var að fylgjast með krökkunum, sem fóru um allt í leit að dósum og flöskum og þau áköf- ustu sáust eita fólk á götunum í þeirri von, að það henti frá sér umbúðunum. Síðan trítluðu þeir í móttökustöðvarnar til að fá aura fyrir sælgæti, bíómiða eða til að safna sér fyrir einhveiju, sem hug- urinn girntist. xxx En Adam var ekki lengi í Paradís. Endurvinnslan hf. lokaði móttökustöðVunum, öðrum en höfuðstöðvunum í Reykjavík, og vísaði fólki á móttökutæki í örfáum stórmörkuðum. Þar með missti Endurvinnslan beztu bandamenn- ina, krakkana. Það á ekki við þau að labba langar vegalengdir, sem þeim er reyndar yfirleitt bannað af foreldrum, til þess að skila fáeinum dósum og plastflöskum. Það sama á reyndar við um fullorðna einnig, sem er ekkerí gefið um það að standa í biðröðum klyíjaðir stórum plastpokum. Afleiðingin er sú sorglega stað- reynd, að aftur má sjá áldósir og plastflöskur út um allar trissur. „ Fjölmargir hafa gefizt upp og nenna ekki að leggja það á sig að standa eins og þvörur í stórmörkuðum eða . aka langar leiðir í móttökustöð 3 Endurvinnslunnar í Reykjavík og verða jafnvel að fá frí úr vinnu til þess. Það er mikil hætta á því, að 4 tilgangur Endurvinnslunnar hf. ná- ist ekki nema breyting verði á. Það lítur út fyrir að fyrirtækið hafi fyrst og fremst áhuga á að safna fé í sjóði af skattlagningu almennings. Skuggi skrifræðis og ríkisbáknsins hefur fallið á fyriríækið. x x x Hvernig væri að gera bragarbót á og fá almenning með sér á ný - og ekki sízt krakkaskarann? Víkveiji leggur til, að komið verði upp móttökustöðvum á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og í Cj bæjum og þorpum um land allt. Það má t.d. gera með því að fá ein- hveija aðila til að annast móttökuna (j gegn greiðslu eða þá hreinlega að hafa stóra flutningabíla í förum og taka á móti umbúðum, t.d. hálfan 4 dag vikulega. Annars staðar dugar kannski einn dagur í mánuði. Höfuðatriðið er verndun um- hverfisins og stuðningur og þátt- taka almennings er frumskilyrði. Endurvinnslan hf. á engan tilveru- rétt verði framhjá því gengið. _J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.