Morgunblaðið - 28.07.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.07.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JULI 1990 13 ur saman, skiptist á skoðunum og fræðir hvort annað. Dagskrá Snæfellsás ’90 er öll mið- uð við mannrækt og sjálfsrækt og er fullskipuð frá morgni til kvölds. „Morgunstund gefur gull í mund“ og því hefst hver mótsdagur á sam- stillingu, léttum jógaæfingum og hugleiðslu. Síðan heldur dagskráin áfram með fyrirlestrum um hin ýmsu málefni, m.a. umhverfismengun, hin ýmsu skilaboð sem hafa komið í gegnum miðla frá upphafi þessarar aldar og samhljóminn í túlkun þeirra, kynningu á Michael-fræðunum, fyr- irlestri um samspil himintunglanna, pailborðsumræðum um Nýöld á ís- landi, fyrirlestrum um huglækningar og aðra heilun, helgistund við Lífslindina, Sorg Jarðar, fyrirlestri um samræmingu orkunnar, kynn- ingu á Kripalu-jóga, reiki, námskeiði í „Shamanisma", með kennslustund- um tengdum sjálfsrækt og einnig mun Hiroshima verða minnst með friðarathöfn, svo eitthvað sé nefnt. Fyrir utan fastmótaða dagskrá verður ýmislegt annað í boði fyrir mótsgesti. Hægt verður að fá heilun með kristöllum, láta spá fyrir sér í tarot-spil, ránir eða í „medicine cards“, sem eru nokkurs konar Tarot spil indíána Norður-Ameríku. Einn af gestum mótsins er Banda- ríkjamaðurinn David Carson, sem er af choctow-indíánaættum og er ann- ar höfunda „medicine cards“. Hann hefur stundað „medicine" meðal cheyenne-, crow- og sioux-indíána- ættflokka og er talinn mjög öflugur „shamanisti" í heimalandi sínu. Orð- ið shamanisti hefur verið útlagt á íslensku sem seiðmaður. Ekki er þó alveg víst að það orð nái að túlka merkinguna rétt. Shamanisti er m.a. sá sem leitar eftir „medicine" en það orð nota indíánar þegar þeir vitna til alls þess sem eflir tengingu ein- staklingsins við „Hinn Mikla Leynd- ardóm lífsins“. David Carson mun halda eins dags námskeið í „shamanisma" á mótinu, ásamt aðstoðarkonu sinni, Ninu Sammons, og annað námskeið í Reykjavík, laugardaginn 11. ágúst. Námskeiðin fara fram á ensku og munu verða sniðin að þörfum byij- andans, jafnt og þess sem lengra er kominn. David hefur fengið heimild hjá lakota-indíánahöfðingjum til að leiða hér sérstakan dans til sameiningar mannfólkinu í heiminum. Dansinn heitir „Ghost Shirt Danc.e“ og hefur ekki verið dansaður í yfir hundrað ár. Upphaflega fylgdi honum sú draumsýn að dansa hann til að reka hvíta manninn í burtu og laða buff- alóana aftur á veiðilendurnar. Slíkan dans átti að dansa við Wounded Knee fyrir rúmum hundrað árum, en þá komu hvítir hermenn og strá- felldu alla dansarana og þá sem við- staddir voru, yfír þijú hundruð óvopnaða menn, konur og börn. Síðan þá hefur hann ekki verið dans- aður. Nú hefur komið fram ný draumsýn hjá indíánunum, um að „Ghost Shirt Dance“ megi aftur dansa. Hann mun verða dansaður á tveimur stöðum í Bandaríkjunum á nákvæmlega sama tíma og hér. Annar staðurinn er rétt fyrir utan Taos í New Mexico og sá sem leiðir dansinn þar er að hálfu svertingi og að hálfu lakota-indíáni. Hinn staðurinn er í Suður-Dakota, en sá sem leiðir dansinn þar er að hálfu austurlandabúi og að hálfu la- kota-indíáni. David er síðan blanda af hvítum manni og indíána, þannig að allir litarhættir jarðarbúa eiga sér fulltráa í dansinum. Samkvæmt hefð indíánanna má ekki taka myndir af dansinum, né mega konur með blæðingar vera þátttakendur í honum, því þá fer sú orka sem magnast upp ekki þangað sem ætlað er. Mótsnefndin 1 hefur fallist á að virða þessar hefðir og verður að gera að skilyrði að móts- gestir geri það líka. Mótskvöldin verða ekki síður áhugaverð en dagarnir, að sögn mótshaldara. Þá er stefnt að því að gleðin sitji í fyrirrúmi. Á kvöldvökun- um verður hugleitt, sungið og skemmt sér við varðeld, en hinn kunni hljómlistarmaður Magnús Þór Sigmundsson mun taka að sér að stjórna fjöldasöng og flytja nokkur hinna þekktu laga sinna. I mótslok mun Dr. Paula Horan slíta mótinu með sérstökum Sufío dansi. Álver við Ejgafjörð? eftir Dagrúnu Kristjánsdóttur Miklar umræður hafa orðið undan- farið vegna áætlana um nýtt álver hér á landi. Eru skiptar skoðanir um það hvort hér sé um að ræða happ eða óhapp þeirra sem fá það í ná- grennið. Það virðast vera öllu fleiri sem álíta það sem meiri háttar himnasendingu að fá eins og eitt stykki álver svífandi niður í túnfótinn hjá sér — rétt eins og þeir fengju fullt fangið af gulli og gersemum og þar með væru öll þeirra vandamál leyst. En er þetta svona einfalt? Skyldi ekki Drottinn, — ef þarna væri mikið lífsnauðsynjamál á ferð- inni — látið álver spretta eins og gorkúlur hér og þar um landið, þeim til yndisauka sem kjósa að horfa á svartspúandi reykháfa sem sáldra baneitruðum urangi yfir blómleg byggðarlög? Ég held að þeir sem leggja alla sína orku í það að ná þessu álveri til sín, séu í raun að veðsetja sál sína. Það gerum við reyndar öll þegar við ágirnumst ónauðsynlega hluti, eingöngu vegna þess að við viljum alltaf meira og meira af þessa heims gæðum. En það er heldur ekki sama hvað við ágirnumst, hvort það er eitthvað sem mikil hætta getur stafað af fyrir umhverfí og mannlíf. Peningagræðgi og lífsgæðakapphlaup er örugglega ekki efst á lista yfir þá eiginleika sem Drottinn vill helst sjá hjá þessum krakkaormum sínum sem virðast frekar vilja rífa niður sköpunarverk hans, en stuðla að viðgangi þess. Það væri meiriháttar slys ef farið yrði að vilja óframsýnna manna og álveri klínt niður í einhverri fegurstu og blómlegustu byggð landsins, Eyjafirði. Við viljum ekki láta svo ómanneskjulegt ferlíki eyðileggja þá fegurð og gæði, sem Guð hefur gef- ið okkur svo ríkulega. Ásókn í peninga hefur komið mörgum á kaldan klaka og reynst ógæfuvaldur fleiri manna en flestir álíta í fljótu bragði, þrátt fyrir stöð- ugar frásagnir af stuldum og fölsun- um, mun það vera dijúgt sem aldrei kemst upp á yfirborðið. Margir lifa fyrir peninga og sjá ekkert annað, en hvers virði eru þeir þegar búið er að gera umhverfið óbyggilegt og óþolandi vegna loftmengunar og eyðileggingar jarðargróða og sjávar? Við hér við Eyjafjörð, eins og allir aðrir, eigum að hugsa um að varð- veita og helst bæta þá perlu sem okkur var gefin, í stað þess að eyði- leggja þessa dýrmætu byggð í skipt- um fyrir nokkrar krónur í vasann, sem að venju eru fljótar að hverfa sem gjald fyrir—ja, einhvern hégóm- ann sem á ekkert skyl^jnð hámingj- una sem við þykjumst öll ætla að grípa úr lausu lofti — enda er hún þar ekki. Hér áður fyrr þótti það hin mesta dyggð að vera nægjusamur, láta það endast sem hægt var að afla með eðlilegu móti. Nú eru það fáir sem sníða stakk eftir vexti, fyrst er eytt, svo á að afla þess sem á vantar og einskis svifist í því efni þó af hljótist stórkostleg náttúruspjöll og eyði- legging fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Takmarkalaus eigingirni jarðarbúa undanfarna áratugi, er óskiljanleg þegar þess er gætt að þetta á að heita viti bornasta dýra- tegundin og það sem enn verra er að margir vita að það er verið að þurrka út allt líf á jörðinni, eingöngu vegna græðgi í auð og völd, vegna þjóðar- eða persónumetings. Þetta er stórglæpur gagnvart mannkyni öllu, sem hlýtur að koma þeim í koll sem ráða þessari helferð gegn því lífi öllu sem Guð gaf. Þess vegna er rík nauðsyn að hver og einn sem hefur ráð í hendi sér, sporni við mengun og eyðileggingu á því svæði sem undir hann heyrir, jafnvel þó ekki sé stærra en Eyjafjörðurinn. Við viljum áfram hafa hreint loft og tæra ijallasýn, litskrúðug blóm í tún- um blómlegra býla, við viljum sjá búfénaðinn nærast á hollu grængresi Dagrún Kristjánsdóttir „Við hér við EyjaQörð, eins og allir aðrir, eig- um að hugsa um að varðveita og helst bæta þá perlu sem okkur var gefin, í stað þess að eyðileggja þessa dýr- mætu byggð í skiptum fyrir nokkrar krónur í vasann.“ og fískinn sprikla í sjó og vötnum og mannlífið allt gott og nægjusamt. Álver við Eyjafjörð er andstæða alls þessa. Viljum við skipta? Mundi þjóð- skáld okkar, Davíð Stefánsson, hafa ort þann dýrðaróð til Eyjafjarðar, sem hann gerði með kvæðinu „Sigl- ing inn Eyjafjörð“ ef við honum hefðu blasað álver í kippum inn alla Gálma- strönd? Hefði hann þá lofsungið Múlann og Gjögratá sem varðtröll yfir vígðum reit, ef honum hefði mætt gult þokumistur úr strompum tröllaukins álvers? Ég vona að mér leyfist það að vitna í eitt af versunum úr þessu kvæði sem hljóðar svo: Ástum og eldi skirð, óskalönd birtast mér. Hvílíka drottins dýrð, dauðlegur maður sér! Alt ber hér sama svip, söm er hin gamla jörð. Hægara skaltu skip, skríða inn Eyjafjörð. Ætli skáldið hefði kosið hægari ferð inn Eyjaijörðinn ef skipið hefði svamlað í dauðum sjó vegna mengun- ar? Svari hver eftir samvisku sinni. Það er kominn tími til að vitkast og láta ekki eingöngu gróðasjónar- mið ráða öllu lífi okkar. Mammon hefur aldrei þótt hollur ráðgjafi ef trúað er á hann í blindni og nú virð- ist álver eiga að bjarga öllu og ver'a orðið að sáluhjálparatriði fyrir mörg byggðarlög. Hvernig skrölti íslenska þjóðin í rúm ellefu hundruð ár án álvers, eftir öllu að dæma nú, hlýtur það að hafa verið kraftaverk? Vilja íslendingar virkilega sjá reykspúandi strompa bera við himin vítt og breitt um landið? Vilja þeir fórna himinblámanum, bliki norður- ljósanna og tindrandi stjörnum him- inhvolfsins á heiðskíru vetrarkvöldi, vegna mengandi álvers? Það er sannarlega hægt að kaupa veraldargæðin of háu verði og venjan er sú að því meir sem aflað er, því meiru er eytt, mannskepnan er óseðj- andi hvað það snertir. Ef þjóðir heims vendu sig á meiri hófsemi og tækju meira tillit til kom- andi kynslóða, væri von um mann- eskjulegra líf. Það er kaldranalegur heimur þar sem allt miðast við auð og völd, steinsteypubákn og líflaus tölvukerfi, ósveigjanleg og ónæm fyrir réttlæti og tilfinningum og ekki er það mönnunum nóg að fylla jörð- ina af jámarusli og mengandi úr- gangi sem allir eru svo ráðalausir með, heldur þarf líka að fylla himin- geiminn af drasli. Ef menn vilja bæta einhveiju við sköpunarverk Guðs, þá er það skylda þeirra að gæta þess að það sé til góðs, en valdi ekki stórtjóni. Álver í Eyjafirði yrði eins og ill- kynja æxli sem óprýddi og af- skræmdi þetta fallega hérað óbætan- lega. Höfundur er ellilífeyrisþegi, búsettá Akureyri. ASI-forystan hreinsi til í eigin garði eftir Sigurð Þór Jónsson Sú undarlega staða er nú komin upp að ASÍ-forystan hamast gegn samningsrétti BHMR og krefst þess þar með að samningi ríkisins og BHMR frá vori 1989 skuli rift. Þessi afskiptasemi ASÍ-foryst- unnar er óþolandi og er eingöngu til þess að breiða yfír eigið getu- leysi og aumingjaskap. Það þekkist áreiðanlega hvergi í siðuðu þjóðfé- lagi að ein samtök krefjist þess að önnur fylgi þeirra úrræðum, og ef ekki, þá skuli allir hafa verra af. Menn skulu átta sig á því að BHMR náði samningi við ríkisvaldið eftir 6 vikna strangt verkfall. Það væri nær fyrir ASÍ-forystuna að hreinsa til í eigin garði áður en hún fer að ráðskast með samningsrétt annarra launþegasamtaka. Meðfylgjandi línurit sýnir hve mikið dagvinnulaun skrifstofu- manna í ASÍ eru umfram dag; vinnulaun í BHMR árin 1984-89. í ársbyijun 1984 er munurinn 7% ASI-mönnum í vil en er orðinn 36% í árslok 1989. En hvað er þetta í krónum talið? Fyrsta ársfjórðung 1984 eru dagvinnulaun skrifstofu- manna í ASI 24.059 kr. en fara í 113.760 kr. á 4. ársfjórðungi 1989. Laun þeirra 4,7-faldast. Hliðstæð þróun hjá BHMR var úr 23.301 kr. í 83.450 kr„ þ.e. 3,6- 'földun. Þetta línurit og tölurnar sýna greinilega að BHMR-fólk hef- ur dregist verulega aftur úr skrif- stofumönnum innan ASI og lág- launafólk ætti að kynna sér hvað hinir hæst launuðu í ASÍ bera úr býtum (sem eru nú reyndar ekki skrifstofumenn heldur iðnaðar- menn). Þegar ASÍ, BSRB og bændur sömdu í febráar sl. var talað um þjóðarsátt, allir vissu um samning BHMR og ráðherrar kölluðu hann Línurit 8: DAGVINNULAUN SKRISTOFUMANNA í ASÍ UMFRAM (%) DAGVINNULAUN í BHMR 1984-89 123412341234123412341234 Ár«f|6tbungar — ASl UMFRAM BHMR I % Sigurður Þór Jónsson „Þegar ASÍ, BSRB og bændur sömdu í febrú- ar sl. var talað um þjóð- arsátt, allir vissu um samning BHMR og ráð- herrar kölluðu hann tímamótasamning þannig að ekkert átti að koma á óvart.“ tímamótasamning þannig að ekkert átti að koma á óvart. Ef þessi svo- kallaða þjóðarsátt fer út í veður og vind, þá er það ekki vegna samn- ings BHMR frá vori 1989, því eins og hagfræðingar hafa bent á, hefur þessi 4,5% hækkun til fólks innan BHMR sem eru um 2.700 manns eða um 2% af heildarvinnuafli þjóð- arinnar, engin veruleg áhrif til hækkunar. En þjóðarsáttin mun bresta ef ASÍ og reyndar BSRB munu ekki geta unnt okkur þess sem við höfum náð eftir langa og stranga baráttu; þeirra samningar renna út í fyllingu tímans og þá geta þeir samið fyrir sína félags- menn. Skiptið ykkur ekki af okkar samningum, reynið frekar að jafna launamuninn innan ASÍ og hækka þá lægst launuðu innan ykkar eigin raða; en það er reyndar eitt af því sem ASÍ-forystan hefur aldrei get- að, hinir hæst launuðu hækka alltaf mest. En þetta er nú helsta aðferðin, að kenna öðrum um og breiða þann- ig yfir ósómann og aumingjaskap- inn í eigin ranni. Höfundur er félagsfræðingur og kennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Við tvíburasystkinin þökkum hjartanlega öll- um þeim fjölmörgu œttingjum og vinum, sem heimsóttu okkur og sendu okkur kveðjur og gjafirí tilefni af áttrœðisafmœli okkar 17.júlísl. Börnum okkar og tengdabörnum þökkum við sérstaklega fyrir að gera þessi tímamót í lífi okkar svo únœgjuleg. Guð blessi ykkur öll. Guðríður Sigurðardóttir, Pétur Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.