Morgunblaðið - 28.07.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.07.1990, Blaðsíða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990 Háskólinn: Mikill meiri- hluti nem- endanna vill nafnleynd við próftöku FJÓRIR af hverjum fimm stúd- entum við Háskóla íslands vilja að tekið verði upp prófnúmera- kerfi við skólann. Prófnúmera- kerfi felur í raun í sér nafnleynd við próftöku. Nemendur merkja próf sín þá ekki með nafni og kennitölu eins og nú tíðkast, heldur með sérstöku númeri, sem þeim er úthlutað og kennararar þeirra og samstúdentar þekkja ekki. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar, sem stjórn Stúd- entaráðs Háskóla íslands gekkst fyrir meðal stúdenta um leið og endurskráning í skólann fór fram í vor. Af þeim 1.523, sem þátt tóku í könnuninni, tóku rúm 83% afstöðu til þeirrar spurningar hvort menn teldu að taka bæri upp prófnúmera- kerfi. Af þeim, sem höfðu skoðun á málinu, vildu tæp 84% að próf yrðu merkt með númerum, en rúm 16% voru á móti. Nokkuð hefur verið um að stúd- entar hafi kvartað undan því að taka próf undir nafni og þau rök hafa komið fram að þá sé ekki fyllsta hlutleysis gætt við yfirferð prófa og birtingu einkunna, en þær eru nú birtar opinberlega með kennitölu viðkomandi. Ef prófnúm- erakerfi yrði tekið upp, myndi sá sem færi yfir prófið ekki þekkja númer stúdentsins og einnig þykir slíkt draga úr líkum á að hægt verði að sjá af birtum einkunnum hvað hver og einn fékk í einkunn. 7bifhjóltek- in úr umferð vegna hávaða LÖGREGLAN í Reykjavík stöðv- aði í fyrrinótt sjö bifhjólamenn og tók hjól þeirra í sína vörzlu, vegna þess hve miklum hávaða mennirnir ollu með akstri sínum. Lögreglan hefúr nýlega aðvarað bifhjólamenn og áminnt þá um að hafa löglegan hljóð- deyfibúnað á hjólum sínum og að valda ekki hávaða á nóttunni. Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar, aðstoðaryfirlögreglu- þjóns, lagði lögreglan hald á hjólin þar sem búnaður þeirra var að- finnsluverður. Tæknimaður lög- reglunnar mun athuga hreyfilbún- að bifhjólanna og hljóðkerfi. Ómar Smári sagði að grunur léki á að sumir eigendur bifhjóla settu á þau svokallaða opna pústkúta, sem yllu miklum hávaða og ónæði. í ábendingum lögreglunnar til bifhjólaeigenda, sem birtust í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag, segir að í lögreglusam- þykkt Reykjavíkur sé bannað að aðhafast nokkuð, sem valdi ónæði eða raski næturró manna. Þá komi skýrt fram í reglugerð um gerð og búnað ökutækja að ekki skuli stafa ónauðsynlegum eða óþægi- legum hávaða frá vélknúnum öku- tækjum. Ómar Smári sagðist vita dæmi þess, að fólk yrði andvaka vegna tillitsleysis bifhjólamanna. Hann vonaði að bifhjólamenn tækju ábendingarnar til sín, en sagði jafnframt að lögreglan hygð- ist á næstunni halda áfram aðgerð- um gegn hávaðasömum bifhjólum. 691100 Samband frá skiptiborði við ritstjóm og framleiðsludeild í Aðalstræti 6 og prentsmiðju í Kringlunni 1 virka daga frá kl. 9-23.15 og laugardaga frá kl. 9-13.30. Samband við skrifstofu í Aðalstræti 6 kl. 9-17 virka daga. Símsvari eftir lokun skiptiborðs. Ný simanúmer hata veríó tekin i netkun fyrír beint innvat # á augiýsingadeiid, AUCL YSINCADEILD Kringlunni 1. Áskrift, dreifing og kvartanir fyrir höfuðborgarsvæðið. Opið frá kl. 6-20 virka daga, frá kl. 7-14 (Myndamót) Aðalstræti 6. Opið frá kl. 8-17 virka daga og BEINNÚMER: SÍMBRÉF: Auglýsingahönnun.......691283 Framleiðsludeild/Háborð.691275 Ljósmyndadeild ....691278 Ritstjórn/fréttadeildir.691181 Dagbókogminningargreinar ...691270 Fréttastjórar.....691273 Prentsmiðja.........691279 Sérblöð.............691222 Erlendar áskriftir ....691271 Gjaldkeri..............691274 Velvakandi.........691282 Auglýsingar/íþróttadeild ....691110 Erlendarfréttir........691272 Innlendar fréttir......691276 Viðskiptafréttir ...691284 Aöalskrifstofa......681811 F'ramleiðsludeild .....691281 íþróttafréttir....691277 pí«)r!0iimWabiib sími 691100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.