Morgunblaðið - 28.07.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.07.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990 5 Viðræður EB og EFTA um Evrópskt efhahagssvæði; Trúi því að viðunandi niður- staða fáist um sjávarafúrðir - segir Frans Andriessen varaforseti íramkvæmdastjórnar EB FRANS Andriessen varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópubanda- lagsins, sagðist á morgunverðarfundi Verslunarráðsins í gær, trúa því að viðunandi niðurstaða geti náðst um sjvarafurðir í viðræðum EB og EFTA-ríkjanna um Evrópskt efnahagssvæði (EES), þar sem tillit verði tekið til ólíkra hagsmuna og sjónarmiða þessara samtaka og ríkja innan þeirra. Andriessen sagðist vita, að við- unandi samningar um sjvarafurðir væru sérstaklega mikilvægir fyrir Islendinga, í samningunum um EES. Viðræður um það mál yrðu ekki auðveldar, frekar en viðræð- urnar í heild. En það sem í húfi Skákmótið í Biel: Héðinn tapaði í annari umferð fyrir lítt þekktum Þjóðverja, en í 3. umferð fékk hann sérkennilegan andstæðing, Mephisto Portorose skáktölvu, sem er með 2.264 skák- stig. Stráksa varð bylt við, að leggja á sig ferðalag til Sviss og tefla svo við vélmenni. Héðinn tefldi hvasst í byijun og var kominn með betri stöðu þegar skákin fór í bið, og væri réttlætti hugmyndaríkar og kröftugar tilraunir til að leysa mál- ið. Andriessen sagði að það hefði lengi verið stefna EB að tengja saman aðgang að markaði og að- gang að auðlindum, þar á meðal vann síðan glæsilega. í 4. umferð tefldi Héðinn við sovéska stórmeistarann, Smagin Segoj. Skákin var mjög vel tefld á báða bóga. Smagin kom með nýj- ung en það dugði honum ekki. Skákin endaði með steindauðu jafn- tefli, sem Smagin var vonsvikinn með og lét sig hverfa af skákstað. fiskimiðum. Ekki hefði enn fundist viðunandi lausn á þessu máli fyrir báða aðila. Hins vegar hefðu íslend- ingar og Evrópubandalagið það sameiginlega áhugamál, að sjávar- útvegur verði áfram uppspretta hagnaðar og hagsældar. Það þýddi, að ef lausn fyndist á þeim vanda- málum, sem_ glímt væri við á því sviði, gætu íslendingar treyst því, að fylgt yrði eðlilegum reglum um vemdun og viðhald fiskistofnanna, jafnvel þótt sjónarmið Evrópu- bandalagsins í sjávarútvegsmálum, væru ekki alltaf nákvæmlega þau sömu og annara. Andriessen sagðist telja, að fyrst ákveðið hefði verið, að fjalla um sjávarútveg í fjölþjóðaviðræðum EB og EFTA, væri besta leiðin nú að halda málinu inni í þeim viðræðum, þótt það útilokaði auðvitað ekki skoðanaskipti einstakra þjóða og EB. „Ég er hér að hlusta og læra. Og ég mun hlusta aðallega á hvað yfirvöld og stjórnmálamenn á Is- landi hafa að segja um þetta mikil- væga mál, og ég mun koma þeifn boðskap áleiðis til Briissel," sagði Andriessen. íslenskir ráðherrar hafa, í við- ræðum við forsvarsmenn Evropu- bandalagsins, orðað samstarf um nýtingu orkulinda íslands. Ónýttar orkulindir íslands nema um 1,5% af orkuþörf Evrópubandalagsins. Á blaðamannafundi á vegum utanrík- isráðuneytisins síðdegis í gær var Andriessen spurður hvort ísland gæti í framtíðinni selt orku til EB, og svaraði hann að það væri vel hugsanlegt. Evrópulönd flyttu þeg- ar inn orku frá Sovétríkjunum, Noregi og Norður-Afríku, aðallega Alsír. „Ég sé ekki, ef efnahagsleg skilyrði eru uppfyllt, hvers vegna ísland gæti ekki skipað sér í hóp orkusala til EB. Það er auðvitað vandamál með flutning, og við yrð- um að finna leiðir til að leysa það,“ sagði Andriessen. Á morgunverðarfundi Verslunar- ráðs sagði Andriessen Evrópu- bandalagið leggja mikla áherslu á að ná samningum við EFTA um evrópskt efnahagssvæði. Það væri metnaðarfullt verkefni, vegna þess að þar væri farið inn á alveg nýjar brautir, við að móta þá stjórnar- hætti sem þessi samvinna krefðist. Hann sagði að þróunin í Austur- Evrópu og sameining Þýskalands, sýndi, að litið væri á EB sem kjöl- festu hins nýja evrópska skipulags. EB vissi að það bæri mikla ábyrgð á efnahagslegu og pólitísku jafn- vægi í heiminum. Þessa ábyrgð axlaði bandalagið með EFTA-ríkj- unum, Norður-Ameríku, Kanada og Japan. Þess vegna er eðlilegt að þessir aðilar reyndu að styrkja böndin milli sín, þótt með mismun- andi hætti væri. En einnig væri mjög mikilvægt, að aðstoða þjóðir, sem komnar væru skemmra á þró- unarbrautinni, á leið þeirra til efna- hagslegra og þjóðfélagslegra um- bóta. Á fréttamannafundinum í gær, Morgunblaðið/Árni Sæberg Frans Andriessen varaforseti framkvæmdastjórnar EB, á morgunverðarfúndi Verslunar- ráðs í gær. - sagðist Andriessen vilja taka af all- an vafa um, að samningaviðræð- urnar við EFTA væru forgangsmál innan Evrópubandalagsins, og að þróunin í Austur-Evrópu og aukin tengsl Bandalagsins við þær þjóðir, hefði engin áhrif þar á. Spurningu um hvort hann væri bjartsýnn á raunhæfa niðurstöðu þessara samn- ingaviðræðna svaraði hann þannig: „Eg segist sjaldan vera bjartsýnn, vegna þess að ég reyni að líta raun- hæfum augum á málin. En í þessu máli neyðir raunsæið mig til að við- urkenna að ég er bjartsýnn.“ Frans Andriessen kom til lands- ins á fimmtudag og hefur rætt við Steingrím Hermannsson forsætis- ráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og embættis- menn utanríkisráðuneytisins, Hall- dór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra og Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra. Hann hefur einnig hitt að máli Þorstein Pálsson formann Sjálfstæðisflokksins og fulltrúa þingflokka og utanríkismálanefnd- ar Alþingis. Andriessen fer aftur á sunnudag. Héðinn með 2 xh vinn- ing eftir 4 umferðir Biel. Frá Fríðu Ásbjörnsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. HÉÐINN Steingrímsson var með 2 'U vinning eltir 4 umferðir á opnu skákmóti í Biel í Sviss. Fimmta umferð var tefld í gær, og þegar skák Héðins og pólska stórmeistarans Wledzimmers var langt kom- in, var jafnteíli liklegasta niðurstaðan. VORLEIKUR ’90 auglýsir Bílarnir eru komnir CHEROKEE Limited 1990 nýir-og 1988. CHEROKEE Laredo 1990 nýir-og 1989 Opié laugardag kl. 10-17 og sunnudag kl. 13-17 Bílarnir eru til sýnis og sölu aðeins hjá Bflasölunni Smiðjuvegi 4, KÓpaVOgÍ (í húsi Egils Vilhjálmssonar), sími 77202

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.