Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990 7 / ÞU CETUR TREY5T A OKKUR ALLA LEIÐ Hvort sem þú leggur stund á fjallgöngur, siglingar, köfun eða útilegur með fjölskyldunni getur þú treyst á faglega ráðgjöf okkarí Skátabúðinni. í öllum tilfellum eigum við til úrvals búnað sem hefur verið þrautreyndur við íslenskar aðstœður. Raögreiðslur Póstsendum samdægurs -SWRAK fKAMÚK SNORRABRAUT 60 SÍM112045 Bolungarvík: Unnið er að raflýs- ingu á Oshlíðarvegi Bolungarvík. I SUMAR hefur verið unnið að undirbúningi þess að raflýsa 5,7 km kafla á Oshlíðarvegi, eða frá Skarfaskeri við Hnífsdal að Óshólavita við Bolungarvík. Vegagerðin á ísafirði bauð út t.d. af völdum snjóflóða. Auk þess þann þátt verksins sem lýtur að myndi staðsetning þeirra ofan við uppsetningu stauranna og lagningu veg torvelda hreinsun á öryggis- rafstrengsins. Útboðsfrestur rann rásum sem þar eru. út 30. júlí sl. og bárust sex tilboð ísafjarðarkaupstaður og Bolung- í þetta verk. Lægsta tilboðið kom arvíkurkaupstaður munu greiða að frá Ingvari Ástmarssyni, Bolung- jöfnu rekstrarkostnað við þessa lýs- arvík, 5 milljónir og 158 þúsund ingu þegar framkvæmdum er lokið krónur sem er u.þ.b. 43,6% af og hefur samningur milli kaupstað- kostnaðaráætlun. Önnur tilboð bár- anna þar um verið undirritaður. ust frá Handtaki sf., 5 milljónir 446 - Gunnar þúsund krónur, frá Jóni Friðgeir Einarssyni, 7 milljónir 977 þúsund krónur, frá Einari Halldórssyni og Halldóri Antonssyni, 9 milljónir 669 þúsund krónur, frá Ágústi Nordgu- len og Magnúsi Baldurssyni, 12 milljónir 204 þúsund krónur og frá Stapaverki, 12 milljónir 370 þúsund krónur. Kostnaðaráætlun vega- 'gerðinnar hljóðaði upp á 11 milljón- ir 842 þúsund krónur. Á næstu dögum verða tilboðin metin og gera má ráð fyrir að hægt verði að hefja framkvæmdii um miðjan ágúst, en verklok eru samkvæmt útboði 15. október. Ætti þá einungis að vera eftir tengi- vinna. Að sögn Gísla Eiríkssonar um- dæmisverkfræðings Vegagerðar- innar á ísafirði er gert ráð fyrir að staurarnir komi meðfram neðri veg- arbrún, þar sem það er skoðun Vegagerðarinnar að með þeirri staðsetningu, frekar en að staðsetja þá hlíðarmégin við veginn, verði hægt að minnka tjón á staurunum Sáralítið af neta- særðum laxi í ánum SVO virðist sem herörin sem upp var skorin gegn ólöglegum laxveið- um í sjó við strendur landsins á síðasta sumri hafí borið nokkurn árangur, en að sögn Tuma Tómas- sonar fiskifræðings hjá Veiðimála- stofnun hefur sáralítið borið á neta- særðum laxi í ám norðanlands, gagnstætt því sem menn urðu varir við í fyrrasumar, en þá veiddust netasærðir fískar um allt Norður- land og svo hundruðum skipti í sumum ám. Annars staðar af landinu er sömu sögu að segja, lítið ber á netasærðum laxi. „Reglugerð sem sett var um sjó- silungslagnir sem sumar hveijar eru mestu laxalagnirnar í raun hefur takmarkað svo svigrúm netaveiði- .manna, að sé henni fylgt í hvívetna er ekki um laxveiði að ræða. Menn hafa orðið hvekktir og hafa sig ekki eins í frammi,“ sagði Tumi sem telur að strandnetin hafi höggvið veruleg skörð í laxagöngurnar á síðasta sumri. -----» ... Sápa sett í Geysi á laugardag Um verslunarmannahelgina verður samkvæmt venju sett sápa í Geysi í Haukadal laugardaginn 4. ágúst klukkan 15 og mun hver- inn væntanlega gjósa skömmu síðar. Ferðaskrifstofa íslands og Eddu- hótelin standa fyrir gosinu að þessu sinni. KARRIMOR BAKPOKAR Ajungilak svefnpokar SCARPA GÖNGUSKÓR KARRIMOR FATNAÐUR FRANCITAL REGNFATNAÐUR TENSON FAINAÐUR TJALDBORG FJÖLSKYLDUTJÖLD PHOENIX GÖNGUTJÖLD VANGO GÖNGUTJÖLD KARRIMOR TJALDDÝNUR OPTIMUS PRÍMUSAR GIO STYLE KÆLIBOX O.FL. BIC SEGLBRETTI MISTRAL SEGLBRETTI GAASTRA SEGL O.FL. S GUL BLAUTBÚNINGAR VIKING KAFARAGALLAR SHERWOOD KAFARA- LUNGU O.FL. wmmm Brúarsmíði yfir Tungufljót Morgunblaðið/Ga.Pa. Vegagerð ríkisins vinnur nú að brúargerð yfir Tungufljót, frá Fellskoti að vestan að Króki að austan. Verkið gengur vel, og er áætlað að verkslok verði í haust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.