Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990 35 Ingibjörg Einarsdóttir leikkona, oft- ast kölluð Inga Laxness. Þau hjón voru einnig fastir frumsýningar- gestir hjá leikhúsum borgarmnar. Inga var stoð og stytta Óskars í gegnum súrt og sætt. Andlegur styrkur hennar meiri en gerist með venjulegu fólki. Hennar saga önnur en hans en stórmerk og bar með sér blæ af sjálfum aldarhættinum. Svo samrýnd voru þau hjón að þeg- ar vinir þeirra nefndu nafn annars þeirra kom nafn hins þegar upp í hugann. Stuðningur þeirra hvort við annað jókst eftir því sem aldur- inn færðist yfir. Ungur maður, sem eignaðist ásamt konu sinni og börnum vin- áttu Óskars og Ingu naut samvista við þau hjón inrii á menningarlegu heimili þeirra, varð ríkari af þeim kynnum en nokkur orð fá lýst. Sam- eiginlega höfðu þau öldnu heiðurs- hjón svo mikið að gefa og þá ekki síst þeim sem yngri voru. Ég votta Ingu og ættingjum Óskars Gíslasonar mína dýpstu samúð. Blessuð veri minning heið- ursmanns. Erlendur Sveinsson Kveðja frá Ljósmyndarafé- lagi Islands Óskar Gíslason, ljósmyndari og kvikmyndatökumaður fæddist í Reykjavík 15. apríl 1901 og var því 89 áraerhann lésthinn 24. júlí sl. Eigi verður út í það farið að rekja mikið ættir Óskars hér enda undir- ritaður til þess of ókunnugur. Það er jafnvel full erfitt að tíunda hér mikið úr starfsferli Óskars, því að það er jafnan svo, að þegar menn deyja svo aldraðir sem Óskar, þá eru samferðamennirnir allir horfnir og í ljós kemur að sorglega lítið er til af skráðum heimildum, sem grípa má til fyrirvaralítið. Óskar fékk fyrstu tilsögn í ljós- myndun hjá Þorleifi Þorleifssyni eldri en hóf síðan nám hjá Ólafi Magnússyni. Að námi loknu fór hann til Kaupmannahafnar til fram- haldsnáms hjá mjög virtum og þekktum ljósmyndara, Peter Elfelt. Er heim kom setti hann á stofn Ijósmyndastofu í Kirkjustræti 10 en var lengst af með ljósmynda- stofu í Austurstræti 4. Eins voru Óskar og Sigurhans Vignir með ljósmyndastofu við Lækjartorg undir nafninu „Óskar og Vignir“ á árunum 1930-85. Erfitt var með lífsafkomu á þess- um árum eins og eldri menn muna og munu þeir félagar hafa lagt nið- ur stofuna vegna þess að hún gat engan veginn framfleytt tveimur fjölskyldum._ Þá mun Óskar aftur hafa farið til starfa hjá Ólafi Magnússyni og er þar fram til 1941 eða svo að hann tekur við rekstri framköllun- arstofu hjá Stefáni Thorarensen apótekara og starfar þar að mestu til 1956. Þarna sá ég undirritaður Óskar fyrst er ég var sendisveinn hjá Stefáni Thorarensen hf. en kynntist honum ekki því ég átti aldrei neitt erindi inn á framköllun- arstofuna og fannst einhver dulúð yfir öllu, sem var að gerast þarna inni í myrkrinu, og Óskar ákaflega virðulegur í sínum hvíta vinnu- sloppi. Störf Óskars fólust ekki hvað síst í svona störfum, það er að segja framköilun og úrvinnslu mynda og kom það fram í mörgu, bæði fyrr og síðar, enda varð hann fyrstur til að framkalla kvikmyndir hér á landi. Fyrstu kynni hans af fram- köllun kvikmynda urðu þegar Danir voru hér að kvikmynda Sögu Borg- arættarinnar eftir Gunnar Gunnars- son, þá fékk hann það hlutverk að framkalla prufufilmur fyrir þessa kvikmyndun. Óskar var ákaflega iðinn og ódrepandi við alla úr- vinnslu og því vann hann mikið og þarft verk er hann vann og setti upp sýningu á Kjarvalsstöðum 1976 í tilefni af 50 ára afmæli Ljósmynd- arafélags íslands, þá 75 ára. Þegar sjónvarp hófst hér varð Óskar einn af fyrstu starfsmönnum þess og er óhætt að fullyrða að þar var réttur maður á réttum stað og naut Ríkis- sjónvarpið þess hve mikla reynslu Öskar hafði við afar þröngan tækja- kost, sem þar var í byijun. Snemma varð Óskar hugfanginn af kvikmyndagerðinni og fyrsta vél hans var handsnúin Pathe 9,5 mm en það óhapp henti Óskar að filmu- safn hans frá þessum árum varð eldi að bráð. Ekki lét hann deigan síga og hélt ótrauður áfram og er hann í dag ekki síst þekktur fyrir kvik- myndir sínar en fyrsta kvikmyndin sýnd opinberlega var Lýðveldishá- tíðin 1944, sem sýnd var þremur dögum eftir hátíðina og á eftir fylgdi langur kafli þrotlausrar bar- áttu, þar skiptust á skin og skúrir og ekki var allt daris á rósum allt fram undir 1960 en á þessum árum átti Óskar oft erfitt uppdráttar sök- um peningaleysis og má nærri geta að kostnaðarsamt var að standa undir kvikmyndagerð án nokkurra styrkja. Óskar var einn af stofnendum Ljósmyndafélags Islands og með honum eru allir látnir og er það nokkuð táknrænt fyrir hann að hann gaf félaginu stækkun af mynd þeirri, sem tekin var af stofnendum þegar félagið var stofnað árið 1926. Oskar starfaði mikið í þágu fé- lagsins, var gjaldkeri um árabil og sat lengi í prófnefnd auk ýmissa annarra starfa. Nokkrir af fyrstu forsvarsmönn- um félagsins héldu með sér spila- klúbbi, þeir Carl Óiafsson, Sigurður Guðmundsson, Sigurhans Vignir og Óskar og síðar einnig Guðmundur Hannesson og má því segja að þarna hafi kjarni félagsins haft með sér kunningsskap, sem félagið naut góðs af. Fyrstu kynni mín af Óskari urðu þegar ég tók mitt sveinspróf á ljósmyndastofu Sigurðar Guð- mundssonar en þá kom Óskar oft við enda voru þeir mestu mátar. Smátt og smátt urðu kynni okkar meiri, er ég kom til starfa fýrir Ljósmyndafélag íslands, því ekki var um annað að ræða, slíkan áhuga og vinskap sem Óskar sýndi sínu gamla félagi. Það þarf því engan að undra að Óskar skyldi gerður að heiðursfé- laga í Ljósmyndafélagi íslands. Þegar ég kom til formannsstarfa að nýju eftir íjögurra ára hlé varð það eitt mitt fyrst hlutverk að kanna áhuga fyrir ferð til Danmerk- ur á 100 ára afmæli danska félags- ins. Það var mér ekki lítill styrkur að finna fyrstu alvöru viðbrögðin frá Óskari og konu hans, Ingi- björgu. Þetta var fyrir 11 árum og Óskar því 78 ára og þó svo að eng- ir aðrir hefðu tilkynnt þátttöku sína, þá hefðum við hjónin farið með Ingu og Óskari einum, þvílíkur sem áhugi þeirra og kraftur var en ég held að þau hafi meðal annars haft þau áhrif að út fór allstór hópur miðað við ekki stærra félag. Það var afskaplega ánægjulegt að Óskar skyldi við þetta tækifæri af- henda danska ljósmyndarfélaginu gjöf okkar félags, sem var gestabók úr íslensku birki gerð af meistara- höndum Halldórs Sigurðssonar í Miðhúsum og Hlyni, syni hans. Óskar lét sig sjaldan vanta á fundi og skemmtanir Ljósmyndar- félags íslands allt fram undir það síðasta og mættu margir yngri taka hann sér til fyrirmyndar í þeim efn- um. Óskar útskrifaði 4 nema, þá bræður Odd og Þorleif Þorleifssyni, syni Þorleifs eldri, sem eins og áður er sagt veitti Óskari fyrstu tilsögn í Ijósmyndun. Þá var hann meistari Guðmundar Hannessonar og síðast kenndi hann Helga Sveinbjörnssyni hjá Sjónvarpinu. Með Óskari og Þorleifi yngri var mikið og gott samstarf við kvik- myndagerð Óskars en Þorleifur, sem var mikill hæfileikamaður, að- stoðaði Óskar við handrit og grafík- vinnu við kvikmyndirnar. Óskar var sannkallað Reykjavík- urbarn og því stóð hugur hans ætíð mjög til höfuðborgarinnar sem m.a. má sjá á því að hann tileinkaði krafta sína Reykjavík með kvik- myndinni „Reykjavík vorra daga“, sem gerð var og sýnd í tveimur hlutum, 1. og 2. hluti á árunum 1947 og 948 og þá nefndi hann ljós- myndásýninguna á Kjarvaisstöðum 1976 „Reykjavík liðinna daga“ og nú örfáum dögum fyrir andlát sitt gaf hann Ljósmyndasafni Reykjavíkurborgar filmusafn sitt. Öskar Gíslason var tvíkvæntur, fyrri kona hans var færeysk, Edith Soffía Beck. Þau slitum samvistir. Eignuðust þau 6 börn en þau eru: Alvar f. 1933, Klara f. 1934, Sigríð- ur f. 1940, Óskar f. 1943 d. 1953, Randy, f. 1946 d. 1952 og Óskar f. 1954. Síðari kona Óskars er Ingibjörg Einarsdóttir og lifir hún mann sinn. Ég vil votta Ingibjörgu og öllum öðrum nánustu ættingjum Óskars innilegustu hluttekningu vegna frá- falls hans. Ljósmyndarafélag íslands þakk- ar góðum vini og félaga liðna tíð. Þórir H. Óskarsson, formaður. «mm JAPAN VIDEOTÖKUVÉLAR 3 LUX MEÐ ÞRÁÐLAUSRI FJARSTÝRINGU SEM GEFUR ÞÉR MÖGULEIKA Á AÐ AFSPILA BEINT VIÐ SJÓNVARPSTÆKIÐ ÞITT, MEÐ ALLRA BESTU MYNDGÆÐUM. — 3 LUX ÞÝÐA ALLRA BESTU UÓSNÆMNI Á MYNDBANDSVÉLUM Á MARK- AÐNUM í DAG. h\Ð ER EKKI BARA NÓG AÐ TALA UM UNSUOPSTÆRÐ. HELDUR VERÐUR UÓSKUBBURINN AÐ VERA ÞETTA NÆMUR. — MACRO UNSA 8xZOOM - SJÁLFVIRKUR FOCUS - MYNDLEITUN í BÁÐAR ÁTTIR - SJÁLFVIRK UÓSSTÝRING - VINDHUÓÐNEMI — FADER — RAFHLAÐA/HLEÐSLUTÆKl/MILLl- STYKKI o.n. — VEGUR AÐEINS 1,1 KG. SUMARTILBOÐ, KR. 79.844,- stgr. Rétt verð, KR. 99.950,- stgr. Œ Afborgunarskilmálar [£] VÖNDUÐ VERSLUN 20% VERÐLÆKKUN í N0KKRA DAGA! Wm&sm / / / TILBOÐ A KII.OPtKKMMilM: kr.612,00 ÁÐIIRKR. 7(5.0» ÚTSALA - UTSALA Meiri háttar verðlækkun H // K SNORRABRAUT 56 SÍMI 13505 »14303

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.