Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990 27 Valaskjálfti hald- inn á Egilsstöðum UM verslunarmannahelgina, 3. til 5. ágúst, verður á Egilsstöðum efnt til svokallaðs Valaskjálfta í annað sinn í Hótel Valaskjálf. Skemmtanahaldið fer því þannig fram að á vegum Valaskjálfta verða fjórir dansleikir á þremur kvöldum, en auk þess verður margskonar afþreying í boði. Skipulagðar hestaferðir vérða undir leiðsögn, varðeldur, kúaskíts- lottó, spákona sem skyggnist inn í framtíðina, gömlu dansarnir verða stignir á palli undir harmonikkuleik, fluttar verða rímur, karamellum mun rigna yfír samkomugesti, hljómsveitir koma fram á útipalli og efnt verður tii grillveislu. Á dansleikjunum í Hótel Vala- skjálf á föstudags- og laugardags- kvöld leika hljómsveitirnar, Rokka- billyband Reykjavíkur og Ýmsir flytjendur. Aldurstakmark er 16 ár. A sunnudagskvöld færir Vala- skjálfti út kvíarnar en þá verða bæði dansleikir í félagsheimilinu Végarði og Hótel Valaskjálf. í Vé- garði skemmtir hljómsveitin Ýmsir flytjendur og er aldurstakmarkið þar 16 ár. Þeir sem orðnir eru eldri og minna fyrir sveitaböllin geta þá farið á dansleik í Hótel Valaskjálf, en þar verður aldurstakmarkið 18 ár og vínveitingar. Þar verður það Rokkabillybandið sem heldur uppi fjörinu ásamt Tríói Valgeirs, en sú hljómsveit kemur nú saman aðeins í þetta eina sinn eftir fjögurra ára hlé. Ekki er krafist sérstaks aðgangs- eyris nema að dansleikjunum. Rútu- ferðir verða milli Atlavíkur og Eg- ilsstaða í tengslum við dansleikja- haldið. Á Egilsstöðum og Fljótsdalshér- aði eru ýmsir möguleikar í gistingu og má þar nefna m.a. Hótel Vala- skjálf, Hótel Eddu á Hallormsstað og Eiðum og Gistihúsið á Egilsstöð- um._ (Ur fréttatilkynningu) Þórunn Hjartardóttir Sýnir í Galleríi 11 ÞÓRUNN Hjartardóttir opnar málverkasýningu í Galleríi 11 á Skólavörðustíg 4a í dag, fimmtu- dag, klukkan 20. Þórunn er fædd árið 1965 í Reykjavík og stundaði nám á Lista- sviði Fjölbrautarskólans í Breiðholti 1980-1982, en þaðan fór hún í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Eftir grunnnám þar fór hún í grafíkdeild einn vetur og síðan í Nýlistadeild, en þaðan útskrifaðist hún 1987. Þetta er fyrsta einkasýning Þór- unnar, en hún stendur til 16. ágúst. Galleríið er opið daglega mili klukk- an 14-18. Aðgangur er ókeypis. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 1. ágúst. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verft (lestir) verð (kr.) Þorskur/st. 95,00 95,00 95,00 0,020 1.900 Þorskur 80,00 17,00 64,94 42,428 2.755.330 Ýsa 79,00 79,00 79,00 0,493 38.947 Karfi 30,00 30,00 30,00 0,393 11.790 Ufsi 20,00 20,00 20,00 0,214 4.280 Steinbítur 63,00 53,00 54,64 0,886 48.408 Sólkoli 69,00 69,00 69,00 0,079 5.451 Smáufsi 20,00 20,00 20,00 0,388 7.760 Smáþorskur 37,00 37,00 ■37,00 0,722 26.714 Samtals 63,49 45.768 2.905.945 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur Þorskursl. 86,00 55,00 63,08 138,350 8.727.485 Ýsa sl. 86,00 53,00 82,89 13,933 1.154.904 Karfi 35,00 8,00 29,80 41,695 1.242.464 Ufsi ófl. 27,00 21,00 26,09 7,085 184.848 Hlýri/Steinb. 61,00 51,00 54,65 1,383 75.576 Langa ófl. 49,00 41,00 47,71 1,609 76.761 Lúða 230,00 130,00 181,18 1,300 235.530 Skarkoli 50,00 29,00 34,38 1,468 50.463 Keila 26,00 26,00 26,00 0,141 3.666 Skata 33,00 33,00 33,00 0,026 858,00 Gellur 190,00 20,00 120,11 45,00 5.405 Blandað 34,00 34,00 34,00 ■ 0,041 1.394 Undirmál 62,00 20,00 20,00 0,021 420 Samtals 230,00 8,00 56,78 207,099 11.759.775 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 77,00 15,00 63,64 13,476 857.608 Ýsa 74,00 30,00 60,36 0,771 46.540 Karfi 26,00 15,00 23,24 23,080 536.347 Ufsi 50,00 16,00 32,89 8,925 293.563 Steinbítur 50,00 48,00 48,76 0,919 44.810 Langa 49,00 40,00 41,82 1,588 66.409 Lúða 290,00 30,00 148,28 0,376 55.755 Skarkoli 40,00 40,00 40,00 0,439 17.560 Sólkoli 68,00 ' 40,00 63,87 0,120 7.664 Keila 46,00 36,00 41,58 0,416 17.296 Skata 59,00 50,00 53,41 0,037 1.976 Skötuselur 400,00 94,00 335,45 0,138 46.292 Steinbítur 50,00 48,00 48,76 0,919 44.810 Langlura 28,00 28,00 28,00 0,174 4.872 Blálanga 46,00 46,00 46,00 0,150 6.900 Humar 1045,00 300,00 667,35 1.223 816.170 Blá & langa 45,00 45,00 ■ 45,00 0,438 19.710 Grálúða 48,00 48,00 48,00 0,182 8.736 Öfugkjafta 17,00 17,00 17,00 0,528 8.976 Blandað 30,00 20,00 26,04 0,053 1.380 Undirmál 42,00 42,00 42,00 0,174 7.308 Samtals 53,86 53,207 2.865.872 Fjölskylduhátíð flugáhugamanna verður haldin í Múlakoti um verslunarmannahelgi. Fj ölskyldu flugkoma í Múla- koti um verslunarmannahelgi FLUGÁHUGAMENN stefna að þvi að fjölmenna að Múlakoti í Fljótshlíð um verslunarmanna- helgi. Þetta verður í sjöunda sinn sem fjölskylduhátíð flugáhuga- manna er haldin í Múlakoti. Það eru Flugmálafélag íslands og aðilarfélög þess sem standa fyrir þessari hátíð, eða flugkomu eins og það heitir á máli flugmanna, sem er orðinn árlegur viðburður í sumarstarfi flugáhugamanna. Skipulagning og framkvæmd fjölskylduflugkomunnar er í höndum Flugklúbbs Reykjavík- ur. Ráðgert er að hafa fjölbreytta dagskrá fyrir allt flugáhugafólk í Múlakoti, m.a. verður listflug, fall- hlífarstökk, módelflug, keppni í hveitipokakasti úr flugvélum, flug- kennsla og margt fleira. Að venju verður sameiginleg grillveisla á laugardagskvöldið og að því loknu kvöldvaka með ýmsum uppákom- um. Meðal flugvélanna sem verða til sýnis í Múlakoti verður Douglas C-47 Dakota-vél Landgræðslu ríkisins, „Páll Sveinsson". Tilgang- urinn með veru „Páls Sveinssonar" í Múlakoti er að vekja athygli manna á því átaki sem þarf að gera í uppgræðslu landsins, en einmitt í Fljótshlíðinni sést verulegur árang- ur af starfi landgræðslunnar. Flugkoman í Múlakoti hefst strax á laugardaginn og stendur fram á mánudag. Næg tjaldstæði eru og einnig rými fyrir hjólhýsi og tjald- vagna. Nýöld ekki að Búðum Morgunblaðið/BAR Við opnun Sverrissalar í Hafnarborg flutti Bára Guðbjartsdóttir, formaður stjórnar stofnunarinnar, ávarp. Á veggnum eru málverk af hjónunum Sverri Magnússyni og Ingibjörgu Sigurjónsdóttur, en Sverrir var einn frumkvöðla að stofnun Hafnarborgar. Gunnar Sverrisson, sonur Sverris Magnússonar afhjúpaði minningar- skjöld um Sverri og konu hans Ingibjörgu Sigurjónsdóttur við opnun Sverrissalar i Hafnarborg. Skjöldinn gerði Gunnar Hjaltason, gull- smiður. Sverrissalur opn- aður í Hafnarborg NÝR salur var opnaður síðastliðinn laugardag í húsakynnum Hafnar- borgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar. Ber hann nafn- ið Sverrissalur, í virðingarskyni við Sverri Magnússon, frumkvöðul að stofnun Hafnarborgar, en hann lést 22. júní síðastliðinn. Við opnun Sverrissalar var af- hjúpaður minningarskjöldur eftir Gunnar Hjaltason, gullsmið í Hafn- arfirði, um Sverri Magnússon og konu hans Ingibjörgu Siguijóns- dóttur. Það var Gunnar, sonur Sverris, sem afhjúpaði skjöldinn. Við þetta tækifæri var jafnframt opnuð sýning á listaverkasafni, sem Sverrir og Ingibjörg gáfu við stofn- un Hafnarborgar 1983 og listaverk- um, sem Sverrir afhenti stofnuninni til eignar á síðasta ári. Hótelstjórinn að Búðum á Snæfellsnesi hafði samband við Morgunblaðið og óskaði eftir að koma því á framfæri að svo- kallað Nýaldarmót um verslun- armannahelgina væri ekki á vegum hótelsins. Hótelstjórinn sagði að að Búðum væru opin tjaldstæði um verslunar- mannahelgina, flutt yrði barnaleik- rit og ýmsar óvæntar uppákomur aðrar. Áð öðru leyti yrði starfsemin að Búðum með venjulegu sniði og ókeypis inn á tjaldstæðið. Athuga- semd vegna Húnavers- hátíðar VEGNA rangra upplýsinga til blaðsins, var rangt farið með þær hljómsveitir sem fram munu koma á Rokkhátíðinni í Hunaveri í umfjöllun um útihát- íðir um verslunarmannahelg- ina, og barst blaðinu athuga- semd frá aðstandendum hát- íðarinnar vegna þessa. Rétt er að Stuðmenn, Sykurmol- ar, Síðan skein sól, Sálin hans Jóns míns, Risaeðlan, Nýdönsk, Boot- legs, Exist, Blautir dropar, Sjálfs- fróun og Norðanpiltar auk þijátíu annarra hljómsveita munu koma fram í Húnaveri. i .4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.