Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990 43 Þessir hringdu . . Tapaði myndavél Rauð myndavél í rauðu rús- skinnshulstri tapaðist í Þórsmörk helgina 14. og 15. júlí. Finnandi hringi í síma 656213. Notalegt að vera í Bjarkarlundi Guðbjörg hringdi: „Við hjónin dvöldum í Bjarkar- lundi í nokkra daga fyrir skömmu. Það var alveg einstaklega notalegt og heimilislegt að vera þarna og kjörinn staður til að stansa og njóta þess sem nýtt starfsfólk hefur upp á að bjóða. Við höfum verið þarna oft áður en nú er komið nýtt og ungt fólk sem skapar sérstakt andrúmsloft þarna. Ef gesti langar í grillaðan mat slá þau upp grilli og leggja mikið á sig til að gera allt sem notalegast fyrir gestina." Enginn getur gert að því hvermg hann fæðist Þuríður Guðmundsdóttir hringdi: „Eg get ekki orða bundist leng- ur. Það hefur verið skrifað um ein- hverft fólk sem býr á Seltjarnar- nesi og sett út á veru þess þar. Ég bjó í miðbæ Reykjavíkur í tæp 18 ár og þar var fólk sem talið er alheilbrigt sem gerði þarfir sínar í kringum húsið sem ég bjó í og það var aldrei talað um það í fjölmiðl- um. Þetta var skólafólk og önnur ungmenni að skemmta sér. Mér finnst ekki hægt að vera að agnú- ast út af þessu fólki, það getur enginn gert að þvi hvemig hann fæðist.“ Nauðganir Kona hringdi: „Nú er verslunarmannahelgin að ganga í garð og mikið hefur verið rætt um nauðganir. En af hveiju er stúlkum ekki bent á það að sparka í klofið á nauðgaranum? Þær geta gert þetta með hnénu eða fætinum. Ég hef aldrei heyrt að þeim hafi verið ráðlagt þetta.“ Tapaði egypsku hálsmeni Ungur piltur tapaði egypsku hálsmeni í Laugardalssundlauginni. Menið var keypt í Egyptalandi og er nafn piltsins á arabísku. Finnandi vinsamlega hringi í síma 74166. Gulur jakki tapaðist Gulur jakki gleymdist úti í Flatey laugardaginn 30. júní þegar eigandi fór með Eyjaferðum út í eyna. Finnandi er beðinn að hringja í síma 656193. Vantar aðstöðu við Gullfoss Kona á ferðalagi hringdi: „Við hjónin vorum á ferðalagi og komum við hjá Gullfossi. Þar var verið að smíða þennan dýrindis- stiga sem kostar víst á þriðju millj- ón en þar er engin salernisaðstaða. Þarna voru tugir ferðafólks og finnst mér þetta mikil hneisa að hafa enga aðstöðu fyrir ferðamenn. Svo er verið að smíða þennan dýra stiga, mér hefði fundist nær að fóma einhverju af þeirri fjárhæð í smá afdrep fyrir ferðamenn.“ Gott framtak að hafa óáfeng vín á boðstólum Til Velvakanda. Mig langar að koma á framfæri þökkum til fjármálaráðherra fyrir framtakið um að flytja inn á vegum ÁTVR óáfeng vín og að hafa þau á boðstólum í öllum búðum verslun- arinnar og ég veit að forstjórinn, Höskuldur Jónsson, mun framfylgja þessu vel og drengilega, og að þetta verður gott spor í áttina að öðru betra. Og þá orð fjármálaráðherra um að séð verði til að nægar birgðir af þessum óáfengu drykkjum verði í öllum opinberum veislum, svo við reglumennirnir þurfum ekki að fara krókaleiðir til að fá í samkvæmum óáfenga drykki. Augun opnast smám saman fyrir því að drykkju- siðir eru ósiðir sem enginn hefír gott af heldur öfugt. Árni Helgason Þakkir fyrir skemmtilegar stundir Til Velvakanda. Við vonim tvær vinkonur sem fórum í sólarlandaferð til Benidorm 28, júní á vegum Ferða- miðstöðvarinnar Veröld. Okkur langar til að þakka fyrir frábæra þjónustu og skemmtilegar stundir. Færum þakkir til starfsfólksins á Benidorm, Céra, Steina, Stefáns, Bebbu, Halldóru og ekki síst Hörpu á Lagoleta. Kær kveðja, Dagmar og Unnur. Alúðarþakkir fyrir vinsemd, sœmd og listfengi á áttrœðisafmœli mínu 20. þessa mánaðar. Börnum mínum þakka ég góða veislu. Þakka þeim sem sýndu mér skilning á ritferli mínum, RÚV fyrir löng og góð samskipti. Bið Landa- kotsspítala blessunar í lœknislist og þakka starfsfólki sérhvert mannkœrleiksverk. Þórunn Elfa Magnúsdóttir, Landakotsspítala TILVALINN FYRIR SUMARBUSTAÐI FYRIRTÆKI SMÆRRIHEIMILI § ÞÚ GETUR TREYST PHILIPS Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 I/ið&unK,sveújfcm£egéi i saMtungutn, «01111 P9¥0tttlMlK^Íb Topp 20 ÁGÚSTÚTGÁFA ▲ 1 O LEAN 0N ME ▲ 2 e BACK T0 THE FUTURE 2 ■ 3 © J0HNNYHANDS0ME ▲ 4 © SEX, LIES AND VIDE0TAPE ▲ 5 © JANUARYMAN ▲ 6 e SAY ANYTHING... □ 7 © PINK CADILLAC RD 8 © FIGHTING JUSTICE □ 9 © DEAD P0ETS S0CIETY V 10 © THE ABYSS V 11 © CHILD’S PLAY V 12 © THEPACKAGE A 13 © ITTAKESTW0 A 14 0 Y0UNG EINSTEIN A 15 ® A SUMMER ST0RY A 16 0 PINK PANTHER "SAFNIÐ" V 17 © K 9000 V 18 © DEAD CALM A 19 © CLEAN AND SOBER I -v I 20 © GH0STBUSTERS2 Um leið og við bendum á fjölbreytta ágústútgáfu minnum við á troðfullar leiguraffrábæru efni í tækið. Láttuþér ekkileiðast þessa verslunarmannahelgi—GRIPTU MEÐ ÞÉR MYND. CAHL WEATHERS SECOND SIGHT A Útgáfa 20. ágúst ACTION JACKSON áfo Útáfa 14. ágúst WORTH WINNING Æk Útgáfa 8. ágúst THRILLKILL Útgáfa 2. ágúst SINGLE WOMEN A MARRIED MEN W Útgáfa 8. ágúst ^PENN&TELLER I GETKILLED * AX*«HlÍKBMíK!fw« FHSIia«G»l!*3fMÍ. m> wuitUifíimuj ’ ’SCiiSjI;; m «». ,>.-^..5» «*»•; -- :«.• itó'i-.JiCCI.x >.FíACHW»jt NIGHTWALK Útgáfa 14. ágúst PENN&TELLERGET KILLED Útgáfa 20. ágúst 0 SKIPHOLTI 9 s: 626171 - ÁLFABAKKA 14 MJÓDD S: 79050 KRINGLAN 4 s: 679015 - REYKJAVÍKURVEGUR 64 s: 651425 MONTY PYTHON ANDTHEHOLYGRAIL Útgáfa 27. ágúst ROADHOUSE £* Útgáfa 2. ágúst JABBERWOCKY A Útgáfa 27. ágúst ^5^ Þar sem myndirnar fást IVI Y-N-D hR myndbandaleigur T E I N A R

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.