Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990
33
V er slunarmanna-
Verslunarmannahelgin er skemmti-
legasta ferða- og fríhelgi, sem við
íslendingar höfum komið okkur
upp. Öll náttúran skartar sínu feg-
ursta og oftast er skaplegt jafn
væti í lofthjúpnum á norðurslóð. Vegirnir, lífæð-
ar þjóðfélagsins hafa snarlagast og að lýsa
vegakerfinu eins og það var fyrir þijátíu árum
fyrir barnabörnunum er eins og að lýsa árunum
fyrir stríð fyrir eigin börnum. Þau ná ekki gripi
á þessu. Mér er minnisstætt á fyrstu búskapar-
árum mínum þegar við fórum í frí um verslunar-
mannahelgar á blöðruskódanum að við vorum
alltaf spennt yfir því, hvort hann skilaði okkur
heim aftur. Hann gerði það alltaf þótt oft
væri púströrið illa leikið og ýmislegt annað
laust. Eitt sinn hristust festingarnar sá bensín-
tanknum í sundur á þvottatbrettinu fyrir vestan
Vík í Mýrdal með þeim afleiðingum að tankur-
inn dróst eftir veginum. Það var alltaf væn
hönk af rafmagnsvír og snæri
höfð með og nú var brugðið á það
ráð að bregða þessum hjálpar-
tækjum ferðamannsins utan um
tankinn. Hann var hífður upp og
festur í skiptílykil, sem komið var
fyrir ofan á hjólaskálinni. Og í
bæinn komumst við heilu og
höldnu. Margir bílar traustari en
Skódinn okkar hafði gagnum árin
farið illa á malarvegunum og
margur bíllinn hefur dáið saddur
lífdaga eftir að hafa ekið mikið á
þeim vegum. Sem betur fer er
skilningur að aukast á því að
gott vegakerfi er okkar besta fjár-
festing og okkar besta byggða-
stefna. Það verður að segjast eins
og er, að þegar verið er að þeys-
ast um landið er notalegt að hafa
það i undirmeðvitundinni að ef
eitthvað óviðráðanlegt kemur upp
á, er þéttriðið net hjálparsveita
tilbúið að skunda til hjálpar. Hóp-
ar fólks ganga frá vinnu sinni eða
rífa sig upp á næturnar og fara
hraðfari langa vegu til þess að
ná manni úr hremmingunni, sem
maður hefur komist í og þeir
spyija ekki að öði-um launum en
þeim að fá að gleðjast með þér
yfir því, að þú komst heim á ný.
En nesti þarf til ferðalagsins og
það þarf að vera aðgengilegt og
gott.
Skonsur
2 egg
1 dl sykur
2'A bollar hveiti
'A bolli heilhveiti
2 ‘/ztsk. lyftiduft
'h lítri mjólk
1 'A msk. matarolía.
1. Setjið egg og sykur í hræri-
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
vél og hrærið vel saman.
2. Blandið saman hveiti, heil-
hveiti og lyftidufti.
3. Setjið mjöl og mjólk á víxl út
í og hrærið lauslega saman.
4. Setjið matarolíuna út í og
hrærið saman.
5. Hitið pönnukökupönnu og
bakið 6-7 skonsur úr deiginu.
Hafið meðalhita. Hæfilegur tími
er um 5 mínútur á hvorri hlið.
Pítubrauð
1 kg. hveiti
'h msk. salt
1 tsk sykur
1 msk. fínt þurrger
5 dl. ylvolgt vatn
1. Setjið hveiti, salt, sykur og
þurrger í skál.
2. Takið volgt vatn úr kranan-
um, það á að vera fingurvolgt,
alls ekki heitara. Setjið vatnið í
mjölið og hrærið vel saman. Best
er að nota hrærivél. Þetta á að
vera frekar lint deig.
3. Leggið stykki eða plastfilmu
yfír skálina og látið þetta lyfta
sér í 1-2 klst.
4. Takið deigið úr skálinni,
skiptið í 12 hluta. Mótið kúlu úr
hveijum hluta, fletjið síðan þykkt
út með kökukefli.
5. Leggið brauðin á bökunar-
pappír, setjið annan bökunar-
pappír ofan á og síðan stykki.
6. Látið brauðin lyfta sér á
meðalheitum stað í um klst.
7. Hitið bakaraofninn í 250-
270°C. Takið stykkið og bökunar-
pappírinn ofan af. Dragið bökun-
arpappírinn með brauðunum yfir
bökunarplötu, setjið í ofninn og
bakið í unl 8-10 mínútur. Fylgist
með hitanum. Þetta er fljótt að
brenna, en baka þarf brauðin við
mjög háan hita.
Athugið: Mjög gott er að baka
pítubrauð á útigrilli. Þá þarf að
vera álpappír undir því, þegar það
er sett á grindina. Síðan þarf að
snúa því við. Það er mjög einfalt
að hræra þetta deig í skál með
sleif, en gott er að deigið sé að-
eins linara. Kökukefiið er óþarft,
við getum mótað brauðið með
höndunum, sett það í annan lóf-
ann og þrýst hinum ofan á. Hita
þarf vatnið örlítið áður en það er
sett saman við mjölið. Brauðið
lyftir sér ágætlega í sólinni.
Rúgbrauð með sveppaosti,
sveppum og lauk
1 dós sveppasmurostur
100'%r ferskir sveppir eða
niðursoðnir
'A meðalstór hótellaukur
eða 1 salatlaukur, rúg-
brauð
1. Þerrið sveppina vel með eld-
húspappír, þvoið ekki. Skerið
síðan smátt.
2..Afhýðið lauk, saxið smátt.
3. Hrærið lauk og sveppi saman
við ostinn.
4. Smyijið brauðið þykkt með
ostinum, búið til samlokur.
Brauð með rækjuosti,
rækjum og ananas
1 dós rækjusmurostur
100 gr rækjur
1 smádós kurlaður ananas
brauð, gróft eða fínt
1. Afþíðið rækjurnar í kæli-
skáp. Hellið vökvanum af þeim,
saxið síðan.
2. Hellið ananasinum á sigti
óg látið renna af honum.
3. Hrærið rækjur og ananas
saman við ostinn.
4. Smyijið brauðið þykkt með
ostinum, búið til samlokur.
PETTA ER POTTÞÉTT
SUMARBÚSTAÐUR Á HJÓLUM
ÞÚGETUR
FARIÐ HVERT
á land sem er og tekið
öll þægindin með þér.
Þú reisir þér þinn eiginn
sumarbústað þar sem
þér hentar hverju sinni.
Vorum að fá aukasendingu
af MIDE vögnum.
FELLIHJÓLHÝSI
M.a. ísskápur, eldavél, vaskur, vatns-
pumpa,tvöf. rúður, einangraðir veggir, lokað
hitaloftkerfi, fullkomið, sjálfstætt rafkerfi
með hleðslu frá bílnum, hleðslu aukabúnað-
ur 220 volt. Sterk, galvanhúðuð stálgrind,
13 tommu dekk o.m.fl.
Reistur á 20 sek.
TJALDVAGNAR
Innifalið í verði vagnsins er stórt for-
tjald, botn í fortjaldið, borð, varadekk
og 3ja hellna gaseldavél.
Stgr. 297.620 kr.
Afb.verð 329.000 kr. í .allt að 20 mán.
Útborgun 90.000 kr.
KOMDU EÐA HRINGDU,
VIÐ VILJUM Þ JONA ÞER
HRINGDU OG VIÐ SENDUM
BÆKLING UM HÆL
SEGLAGERÐIN
ÆGIR
EYJARSLOÐ 7, SÍMI 621780