Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990 29 Morgunblaðið/Rúnar Þór Hólmfríður Ósk í íslenzka landsliðsbúningnum með verðlauna- peningana tvo. Hjá henni situr Guðrún Antonsdóttir, sem var helzta hjálparhella hennar á Ólympíuleikunum. Fékk tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum þroskaheftra: Gaman að vinna en skipt- ir mestu að vera með — segir Hólmfríður Ósk Jónsdóttir sundkona „Það var gaman að vinna, en það skiptir samt mestu máli að vera með,“ segir Hólmfríður Ósk Jónsdóttir, sem vann tU tvennra gullverðlauna í sundi á Ólympíuleikum þroskaheftra, sem fram fóru í Glasgow í Skotlandi fyrir skömmu. Hólmfríður býr ásamt eiginmanni sínum í sambýli þroskaheftra við Byggðaveg á Akur- eyri. Islendingar tóku nú þátt í Ólympíuleikum þroskaheftra í fyrsta sinn. Fjórtán keppendur fóru utan, en Hólmfríður var eini Akureyringurinn í hópnum. Guð- rún Antonsdóttir var henni til aðstoðar meðan á leikunum stóð. Guðrún segir að ferðin hafí verið erfið, en geysilega skemmtileg og gagnleg fyrir alla keppend- uma. íslendingarnir kepptu í sundi, fijálsum íþróttum og knattspyrnu. Alls tóku um 2.200 keppendur frá 30 löndum þátt í leikunum, en auk þeirra voru nokkur þúsund aðstoðarmenn, ættingjar og vinir þátttakenda í Glasgow meðan á leikunum stóð. Filippus Bretaprins setti Ólympíuleikana, auk þess sem . Don Johnson og fleiri stórstjörn- ur, auk fjölmargra frægra íþróttamanna, létu sjá sig. Hólmfríður segist hafa æft stíft fyrir Ólympíuleikana. Hún hafi farið á æfingar hjá íþróttafé- laginu Eik á hveijum degi eftir vinnu, en hún starfar á Iðju- lundi. Hún segir aðspurð að sér þyki ekki erfitt að þurfa að æfa sundið daglega eftir langan vinnudag. „Ég hef bara gaman af því,“ segir hún. „Ég keppti aðeins í sundi í Glasgow, en ég æfi líka boccia.“ Hólmfríður fór með sigur af hólmi í 25 og 50 metra bringu- sundi. Hún segir að auðvitað hafi verið skemmtilegt að vinna, en það skipti meira máli að vera með og gera sitt bezta. Hún seg- ir að allir sem fóru hafi haft gott af því og það hafi verið gaman að kynnast fólki frá öðr- um löndum. „Ég kynntist aðal- lega svertingja frá Frakklandi," segir hún. Hún segist hafa kunn- að vel við sig í Skotlandi og ef tækifæri gefist, þá muni hún örugglega taka þátt i íþróttamóti af þessu tagi aftur. Lögreglan: Einn á 156 km hraða annar á 138kmhraða LÖGREGLAN á Akureyri var á þriðjudag upptekin við radar- mælingar í kringum bæinn. Var einn ökumaður á mótorhjóli tekinn á 156 kílómetra hraða á Vaðlareit. Einnig var ökumaður bifreiðar tekinn á 138 kílómetra hraða fyrir norðan bæinn. Voru þeir báðir teknir á lögreglustöðina og sviptir þar ökuleyfi. Þá voru fjölmargir ökumenn stöðvaðir á 100-110 kíló- metra hraða að sögn lögreglunnar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fyrsti innfæddi Akureyr- ingurinn í bæjarstj órastól Skattskráin: Tekjuskattur áætl- aður á mörg fyrirtæki TEKJUSKATTUR allmargra fyrirtækja í Norðurlandsumdæmi eystra er áætlaður, vegna þess að fyrirtseki hafa ekki skilað inn skattframtali. Til að mynda var áætlað á Útgerðarfélag N-Þingey- inga, sem greiðir hæstan tekjuskatt í umdæminu í ár samkvæmt álagningarskrá, 62,5 milljónir króna. Hjá Útgerðarfélagi N-Þingey- inga fengust þær upplýsingar, að um einhvern misskilning virtist vera að ræða varðandi álagninguna, þar sem áætlaður tekjuskattur væri sama tala og tapið á félaginu. Að sögn Gunnars Rafns Einars- sonar, skattstjóra á Norðurlandi eystra, er talsvert um að fyrirtæki hafi ekki skilað inn skattframtali, en hann segir að ekki sé meira um það en venjulega. í hópi fyrirtækja, sem tekjuskattur er áætlaður á, eru Álafoss hf. og Hreifi á Húsavík. Heilsugæslustöðin: Á þriðja hundr- að kvefaðir KVEF, hálsbólga og bronkítis sótti nokkuð á Akureyringa í júní síðastliðnum. Þá skráði heilsugæslustöðin á Akureyri 245 tilfelli af þessum kvillum. Fimm leituðu til læknis með lungnabólgu, 16 með hálsbólgu af völdum streptókokka, fimm greind- ust með hlaupabólu, tveir með misl- inga og einn með hettusótt. Þá voru 36 með bráða magaveiki. MEIRA var haft við í níukaffinu hjá starfsfólki Akureyrarbæjar en vanalega í gærmorgun. Nýr bæjarsfjóri, Halldór Jónsson, var boðinn velkominn til starfa með stórri tertu og blómvendi. Halldór er sjöundi bæjarstjórinn á Akureyri frá því að bæjarstjóri var fyrst ráðinn 1919. Valgarður Baldvinsson bæjar- ritari, sem bauð Halldór velkominn fyrir hönd starfsfólks, sagði að það væri ánægjulegt að nú sæti inn- fæddur Akureyringur í fyrsta sinn í bæjarstjórastóli. Halldór sagði að hann vonaðist eftir góðu samstarfi við starfsfólk bæjarins, og sagðist myndu heim- -sækja það í vinnuna á næstu dög- um. Bleiki fíllinn gjaldþrota AKURINN hf., sem rekið hefur Bleika fílinn, skemmtistað við Hafnar- stræti á Akureyri, hefur verið úrskurðaður gjald- þrota og var skemmtistað- urinn innsiglaður á mánu- dagskvöld. Beiðni um gjaldþrotaskipti barst 'frá framkvæmdastjóra og stjórnarformanni Akursins hf. í hluta af húsnæði Bleika fílsins hefur verið rekinn veit- ingastaðurinn Pizza elefant. Sú starfsemi er óskyld rekstri Bleika fílsins. Eigend- ur Pizza elefants hyggjast nú flytja sig um set og opna veitingahúsið bráðlega á nýj- um stað, í Glerárgötu 20. Vel heppnuð jQölskyldu- hátíð Þórsara Þeir drógu ekki af sér í reiptoginu, pollarnir á fjöl- skylduhátíð íþróttafélagsins Mývatnssveit: Hlé gert á gjaldtöku í Höfða Horft til þess að gestir greiði kostnað í Dimmuborgum, segir sveitarstjóri EKKI verður krafizt aðgangseyris í sumar af ferðamönnum, sem skoða Höfða við Mývatn, en það hefur verið gert tvö síðastliðin sumur. Sig- urður Rúnar Ragnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi, segir að hér sé ekki um stefnubreytingu að ræða, heldur sé nú gert hlé á gjald- tökunni þar til búið verði að koma upp betri aðstöðu fýrir starfsmann og salernisaðstöðu fyrir gesti, en á það sé stefnt fyrir næsta sumar. Þórs, sem fram fór á vallar- svæði félagsins á laugardag- inn. Fjöldi barna, sem æfa íþróttir með félaginu, og for- eldrar margra þeirra komu saman og skemmtu sér frá klukkan eitt og fram undir kvöldmat. Meðal annars var farið í alls konar leiki, pylsur voru grillaðar og boðið upp á kaffi og kökur. Bikarleikur annars flokks Þórs og Fram var háður á vellinum, og höfðu gestirnir betur. Að sögn Gunn- ars Björnssonar, aðalstjórnar- manns í Þór, heppnaðist hát- íðin einstaklega vel og er stefnt að því að endurtaka hana að ári. Höfði er hrauntangi við Mývatn, í eign Skútustaðahrepps, og vinsæll af ferðamönnum vegna gróðursæld- ar og sérkennilegra hraunmyndana. Fyrir tveimur árum var farið að inn- heimta gjald af gestum til að draga úr kostnaði skattgreiðenda í hreppn- um við viðhald og snyrtingu svæðis- ins. Að sögn Sigurðar hefur gjald- takan í Höfða skilað launum starfs- manns, sem sér um innheimtu, og að auki um fjórðungi annars kostn- aðar. „Ég held að þetta sé það, sem koma skal víða í litlum sveitarfélög- um, þar sem ferðamannastraumur- inn er mikill og veldur beinum kostn- aði fyrir skattgreiðendur. Það liggur beint við að láta notendurna borga hluta af þeim kostnaði," sagði Sig- urður. Uppi hafa verið hugmyndir um að taka einnig gjald af ferðamönn- um, sem heimsækja Dimmuborgir í Mývatnssveit. Sigurður sagði að þær hugmyndir hefðu ekki verið ræddar ýtarlega. „Það liggur hins vegar fyrir að það verður að gera stórátak í Dimmuborgum í göngustígagerð, þannig að það sé betra að ganga á stígunum en utan við þá. Göngu- þunginn er svo mikill að það mynd- ast fljótt breiðir moldarstígar sem fara sífellt breikkandi," sagði hann.„Menn horfa til þess að þeir, sem koma þama til að njóta þessar- ar náttúrusmíðar taki einhvern þátt í kostnaðinum við að halda borgun- um í því horfi, að ekki sé til vansa. Það er ekki hægft að fresta því öllu lengur að taka á þessu vandamáli, og Skútustaðahreppur er það lítið sveitarfélag, að hann stendur ekki undir þeim kostnaði." Sigurður sagði að Skútustaða- hreppur hefði verið í samstarfi við Náttúruvemdarráð um landvörzlu í Dimmuborgum og landverðir hefðu byrjað að merkja stíga og gönguleið- ir. Landgræðsla ríkisins hefur hins vegar umráðarétt yfir svæðinu. Stef- án Sigfússon, fulltrúi landgræðslu- stjóra, sagði í samtali við Morgun- blaðið að Landgræðslan hefði vel getað hugsað sér gjaldtöku í Dimmu- borgum, en opinberir aðilar, sem þurft hefðu að gefa leyfi fyrir slíku, þar á meðal Ferðamálaráð, hefðu gefið neikvæða umsögn. Engin hreyfing væri því á málinu í bili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.