Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990 Sjáifskipaður talsmað- ur Atlantal á Islandi Gróa á Leiti komin í almannatengslin eftir Björn Jósep Arnviðarson Umræðan um álver á Islandi hefur færst inn á mjög sérkenni- legar brautir, eftir að formaður starfshóps um stóriðju á Suður- nesjum, Oddur Einarsson, skrifaði grein í Morgunblaðið 26. júlí sl. Nú væru greinarskrif af þessu tagi ekki í frásögur færandi, ef þau hefðu ekki orðið tilefni um- fjöllunar í íjölmiðlum og undir- staða frétta í a.m.k. einni útvarps- stöð. Formaður starfshópsins greinir ekki milli raunveruleika og ósk- hyggju. Hann veit ekki hvort Atl- antal-hópurinn hefur tekið afstöðu til staðarvalsins eða ekki og viður- kennir það í upphafi Morgunblaðs- greinar sinnar: „Svo virðist sem hin erlendu fyrirtæki sem eru aðil- ar að Atlantal-hópnum svonefnda hafi lagt mat á hvar á íslandi hagkvæmast sé fyrir þau að reisa og reka slíkt iðjuver." En það tek- ur formanninn ekki nema örfáar línur að gleyma öllum fyrirvörum um traustleika heimildanna: „Allir vita nú að hagkvæmast er að byggja og reka nýtt álver á Keilis- nesi. Það er áberandi hagkvæmast fyrir Atlantal-fyrirtækin og það er einnig þjóðhagslega hagkvæm- ast.“ Þegar það tekur orðróminn ekki lengri tíma en þetta að breytast í staðreynd í augum formannsins er ekki að undra að peningamálin reynist honum auðveld viðfangs: „Traustar heimildir telja að mun- urinn [á stofn- og rekstrarkostn- aði álvers á Keilisnesi] sé ekki tveir heldur fimm milljarðar króna, og hver á að borga?“ Odd- ur Einarsson veit ekkert um þenn- an kostnaðarmun; en hann hefur fyrir honum „traustar heimildir"; heimildarmaður hans veit raunar ekkert heldur, en telur að kostnað- armunurinn sé fimm milljarðar. Það er raunar merkilegt að for- maðurinn skuli ekki einfaldlega taka sér í munn orðalag Gróu á Leiti og segja: „Ólyginn sagði mér að munurinn væri fimm milljarð- ar.“ Þegar hér er komið sögu í rít- smíð Odds Einarssonar eru fimm milljarðarnir orðnir að staðreynd. Nú fer hann að velta fyrir sér hver eigi að borga þá: „Atlantal fyrirtækin borga [muninn] ekki, svo mikið er víst, en hver þá?“ Þessi fróma niðurstaða stendur ekki lengi við því formaðurinn heldur áfram: „Væri ekki nær að leyfa Atlantal-fyrirtækjunum að velja sér þann stað sem er hag- kvæmastur fyrir þá og láta þá borga þennan mismun, en láta þessa milljarða króna síðan renna út á landsbyggðina til atvinnuupp- byggingar." Björn Jósep Arnviðarson „Oddur er nú orðinn heimildarmaður ís- lenskra Qölmiðla um það sem gerist innan Atlantal-hópsins. Og það verður að segjast eins og er að Gróa á Leiti hefði ekki gert betur í almannatengsl- um en formaður starfs- hóps um stóriðju á Suð- urnesjum.“ Manni sem býr til fimm millj- arða úr flugufregn verður ekki skotaskuld úr þvi að láta Atlantal reiða féð af hendi. Enda snýr Oddur sér til skattgreiðenda í trúnaði og segir: „Auðvitað mund- ir þú láta þá um stðarvalið og gera við þá góðan samning, hagn- ast strax um fimm milljarða og nota síðan arðinn til að styrkja starfsemi þína í Eyjafirði.“ Þegar formaður stóriðjustarfs- hópsins hefur nú búið til fimm milljarða og látið gefa þá lands- byggðinni, og alveg sérstaklega Eyfirðingum, fer hann heldur bet- ur út af sporinu: „Ljóst er að Atlantal-fyrirtækin hafa valið Keilisnes fyrir iðjuver, og það er ekki [les ekkert] sem fær þá til að brejÆa því nema pen- ingar sem koma úr vasa íslenskra skattborgara.“ Þótt Oddur sé nú horfinn frá því að sækja milljarð- ana í pyngju Atlantal og sé kom- inn ofan í vasa skattgreiðenda, þá eru milljarðarnir enn jafn raun- verulegir svo og örlæti formanns- 'ins í garð Reyðfirðinga og Eyfírð- inga: „Fyrir fímm þúsund milljónir króna væri hægt að reisa mörg stór iðjuver bæði á Reyðarfirði og i Eyjafirði, afskrifa þau strax og gefa heimamönnum, en þessi rök- semd dugir auðvitað ekki fremur en aðrar.“ Það er eðlilegt að rök- snillingurinn hafi af því áhyggjur að aðrir landsmenn fyígi honum ekki eftir á fluginu. Ég hugsa til þess með nokkrum kvíða hvað hefði gerst ef grein formannsins hefði verið lengri og honum hefði gefist rúm til að fara fleiri kollsteypur í röksemdafærsl- unum. Rétt er að geta þess, lesendum til glöggvunar, að kostnaður við jarðvinnslu, vegargerð og höfn fyrir álver í Eyjafirði er áætlaður tæpir tveir milljarðar. Væntanlega kostar bygging sjálfs iðjuversins svipaða upphæð, hvort sem það rís á Keilisnesi, fyrir austan eða fyrir norðan. Það er því með öllu óljóst hvar Oddur Einarsson finnur sín_a fimm milljarða. I sjávarútvegsmálum er hring- flug formannsins jafn hnitmiðað og í peningamálunum. Hann hefur af því miklar áhyggjur að stóriðja í Eyjafirði myndi setja vinnuveit- endur sem fyrir eru á svæðinu í stórkostleg vandræði vegna vinnu- aflsflótta, „Því vitað er að stóriðja getur borgað betur en sjávarát- vegurinn og sá iðnaður sem fyrir er.“ í hita leiksins gleymir formað- urinn hins vegar fljótt þessari lýs- ingu sinni á veikleikum sjávarút- vegsins í Eyjafirði, þegar hann fer að kvarta undan því að þessi sami sjávarútvegur hafi keypt kvóta af Suðurnesjum: „Á síðustu árum hafa fiskveiðiheimildir þurrkast upp af Suðurnesjum, og hverjir hafa keypt þær? Aðallega fjár- sterkir aðilar á Norðurlandi, en fyrir hvaða fé? Meðal annars beint eða óbeint fyrir fé okkar Reyknes- inga og Reykvíkinga í gegnum opinbera sjóði.“ Ég geri ráð fyrir því að Sam- heiji hf. og Útgerðarfélag Akur- eyringa hf. gangist við því að vera fjársterkir aðilar, en að þeir hafi keypt kvóta sína fyrir skattfé Reyknesinga eða Reykvíkinga í gegnum opinbera sjóði þætti ekki góð latína hér fyrir norðan. Það er svo sérstakt umhugsun- arefni, hvers vegna Oddur Einars- son hefur ekki áhyggjur af því hvernig sjávarútvegi á Suðurnesj- um vegni í samkeppni við álver á Keilisnesi, þegar hann gerir sér svo vel grein fyrir veikleikum út- gerðar á Suðurnesjum í saman- burði við hinar fjársterku útgerðir norðanlands. Landafræðin er Oddi Einarssyni jafnauðvelt viðfangsefni og fjár- mál og útgerð. Hann tekur það skýrt fram að Keilisnes sé ekki á höfuðborgarsvæðinu fremur en Selfoss og spyr: „Hvers eiga Suð- urnes að gjalda?“ Þá hefur hann væntanlega gleymt því að hann sjálfur hefur undirstrikað það að álver á Keilisnesi muni ekki valda byggðaröskun vegna þess að það sé á höfuðborgarsvæðinu og vinn- usóknarsvæði álversins við Keilis- nes_ nái til Reykjavíkur. Ég hygg að röksemdafærslur sem þær, sem Oddur Einarsson flytur í nafni starfshóps um stór- iðju á Suðurnesjum, séu nærri því að teljast einsdæmi í umræðu um almenn málefni hérlendis. Þau væru ekki tilefni annars en aðhlát- urs, ef fréttamenn íjölmiðla hefðu ekki sýnt Oddi sérstakan áhuga og básúni nú út „fréttir“ hans um að valið standi ekki um hvar á íslandi álver rísi heldur hvort það rísi á Keilisnesi eða í Kanada. Oddur er nú orðinn heimildarmað- ur íslenskra fjölmiðla um það sem gerist innan Atlantal-hópsins. Og það verður að segjast eins og er að Gróa á Leiti hefði ekki gert betur í almannatengslum en for- maður starfshóps um stóriðju á Suðurnesjum. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri. PHILIPS FYRIR AUGAÐ FYRIR FRAMTÍÐINA NYTT utasjónvarp frá phiups hilips hefur þróað nýtt sjónvarpstæki. Það gildir einu frá hvaða sjónarhorni þú skoðar þetta tæki; listrænu eða tæknilegu. Hugboðið, sem útlitið vekur, staðfesta einstakir eiginleikar þess við nánari kynni. Hvaðskalnefna?: Sannfærandi litaskil eða skýrleika myndarinnar, jafnvel við dagsbirtu. Philips er brautryðjandi NICAM kerfisins á norðurlöndum. - Með NICAM nálgast hljómgæðin diskaspilara. Næm og fjölþætt móttökutækni og stafrænt stýrikerfi frá Philips annast öll mynd- lit- og hljómskil með þeim hætti að unun er að horfa á og hlýða. Endahnúturinn er hér bundinn með svokallaðri DTI-tækni. (Digital Transient Improvement). DC2070er28 tommu tvímyndatæki (mynd í mynd). Hægt eraðhafalitlamynd í skjáhorninu af annarri útsendingu en verið er að fylgjast með, eða skoða þannig myndbánd. Ennfremur er tækið búið „Super VHS“ inngangi til að skila einstaklega vel vídeóupptökum sem gerðar eru með nýjustu tökuvélunum fyrir almenning. tt Heimilistæki hf Sætúni 8 SÍMI 69 15 15 . Kringlunni SÍMI 69 15 20 !/cd e/uwtSveújýCUtflegA ó SCUtauKgwtt/ □ Þú ert á grænni grein með Filman sem þú getur treyst-alltaf. Mundu aö 10 krónur af hverri Fuji filmu renna til Landgræðsluskóga - átak 1990.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.