Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990 31 Athugasemd vegna skrifa Vík- verja laugardaginn 28. júlí 1990 Skrif Víkverja síðastliðinn laugar- dag voru um skilagjald á einnota drykkjarvöruumbúðir og Endur- vinnsluna hf., fyrirtæki sem var stofnað til umsýslu og endurgreiðslu skilagjaldsins. Pistillinn ber vott um mikið þekk- ingarleysi Víkveija á starfsemi og árangri Endurvinnslunnar hf. á því rúma ári sem liðið er frá stofnun fyrirtækisins. Fýrir hönd Endur- vinnslunnar hf. vil ég því leiðrétta skrif Víkveija og skýra lesendum Morgunblaðsins frá starfsemi og árangri fyrirtækisins og helstu markmiðum. Endurvinnslan hf. er hlutafélag með þátttöku 15 aðila. Aðalastjórn fyrirtækisins er skipuð 5 mönnum, einum frá hveijum eftirtaldra aðila: íslenskum gosdrykkjaframleiðend- um, íslenska álfélaginu hfy Kaup- mannasamtökum íslands, Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins og Iðnað- arráðuneytinu. Frá stofnun Endurvinnslunnar hf. í júní 1989 þar til móttaka og endur- greiðsla skilagjalds á einnota drykkj- arvöruumbúðir um allt land hófst, liðu aðeins 2 mánuðir. Á þessum stutta tíma var aðeins unnt að koma á bráðabirgða söfnunarkerfi sem m.a. byggist á 5 móttöku- og taln- ingarstöðum í gámum og skemmum á Stór-Reykjavíkursvæðinu og 6 á landsbyggðinni. Öll talning fór fram án véla og mjög fljótt kom í ljós að sú aðferð myndi ekki duga til fram- búðar. Handtalning var möguleg í stuttan tíma, en bæði starfsfólk og stjórnendur fyrirtækisins voni sam- mála um að hún gengi ekki til lengd- ar. Fyrirmynd að Endurvinnslunni hf. var m.a. sótt til Svíþjóðar þar sem skilagjald á áldósir var lagt á 1984. Mótttökukerfíð þar, sem og annars- staðar í heiminum þar sem skila- gjald er lagt á umbúðir, byggist að langmestu leyti á móttökuvélum í verslunum sem selja skilagjalds- skyldar umbúðir, en einnig eru smærri verslanir með handtalningu. í Svíþjóð taka allir söluaðilar skila- gjaldsskyldra áldósa við tómum umbúðum og er það lögbundið. Með slíku kerfi er reynt að nýta húsnæði og mannafla sem þegar er til staðar í verslunum þannig að kostnaður við móttökuna verði sem minnstur. Síðastliðið haust var ákveðið að leita samstarfs við kaupmenn og fljótlega hófu 13 stórmarkaðir og verslanir á höfuðborgarsvæðinu móttöku skila- gjaldskyldra umbúða í vélum. Kaup- menn eiga vélarnar en fá greidda þóknun fyrir hveija mótttekna um- búð. Endurvinnslan hf. stefnir að frek- ari samstarfi við kaupmenn og telur það mun vænlegri leið en að stað- setja sérstakar móttökustöðvar í hveiju hverfi á höfuðborgarsvæðinu með talningarfólki. Rekstur slíkra móttökustöðva yrði mjög dýr, og miðað við þá reynslu sem endur- vinnslan hf. fékk í byijun þá yrði erfitt að manna þær. Hins vegar fara flestir í verslun oft í viku og ef söluaðilar á gosi og öli tækju al- mennt á móti skilagjaldsskyldum umbúðum þá væri mjög auðvelt fyr- ir almenning að skila tómum umbúð- um. Rétt er að'landsmenn tóku álagn- ingu skilagjalds mjög vel og skila- prósentan árið 1989 var 68%, sem var mun meira en búist háfði verið við. Víkveiji heldur því fram að skil- in hafi versnað, fólk nenni ekki leng- ur að safna umbúum og áldósir og plastflöskur liggi út um allt. Raun- veruleikinn er allt annar, skilaprós- entan fyrstu 6 mánuði þessa árs er 73% og er það mjög góður árangur á fyrsta ári þegar tekið er tillit til að áætlað hafði verið að á fyrstu tveimur árum starfseminnar næðust 60% skil, eins og var í Svíþjóð. Víkveiji þarf ekki annað en fara á íþróttakappleik eða einhveija úti- samkomu til að sjá m.a. ástæðu þessara miklu skila. Þar sést ekki skilagjaldsskyld umbúð þegar kapp- leiknum er lokið því um leið og skil- in er eftir umbúð þá hefur einhver ákafur safnari tekið umbúðina í po- kann sinn. Þetta sama á við um umbúðir sem skildar eru eftir úti á víðavangi. Hvað það er síðan sem Víkveiji sér liggja út um allt og enginn nenn- ir að hirða er ekki ljóst, en víst er að það eru ekki skilagjaldsskyldar umbúðir. Víkveiji telur greinilega að ekkert söfnunarkerfi sé við lýði fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Þegar í upphafi var Endurvinnslan hf. með móttöku og endurgreiðslu skilagjalds í 7 kaupstöðum og bæjum á lands- byggðinni og 4 kauptúnum. Auk þess var samið við 37 fyrirtæki eða flutningaaðila um allt land um mót- töku poka með tómum umbúðum frá almenningi. Það hefur því verið kappkostað að sem flestir landsmenn hafi greiðan aðgang að endur- greiðslukerfi Endurvinnslunnar hf. Þetta kerfi hefur gengið mjög vel, en stöðugt hefur verið unnið að því að fjölga þeim stöðum þar sem greitt er út skilagjald og er það nú gert í 21 kaupstað eða kauptúni. Afram verður haldið á sömu braut. Á grein Víkveija má skilja að neytendur greiði 10 kr. skilagjald við kaup á bjórflösku. Hið rétta er að álagt skilagjald á allar einnota umbúðir er 5 kr. og neytendur frá greiddar 5 kr. þegar þeir skila um- búðunum. Ölflöskur frá Ölgerðinni ^ Agli Skallagrímssyni eru margnota og er greitt fyrir þær kr 10. Skilagjald er ekki skattur heldur tryggingarfé, sem neytendur fá að fullu greitt til baka við skil. Með von um að Víkveiji og aðrir íslendingar haldi áfram á þeirri braut að skila til Endui-vinnslunnar hf. þeim skilagjaldsskyldu umbúðum sem þeir kom höndum yfir. Gunnar Bragason, framkv.stjóri Endurvinnslunnar Wélagsúf Sl ÚTIVIST GRÓFIHNI1 • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVARI14604 Fjölbreytni f dagsferðum um verslunarmannahelgina - ferðir við allra hæfi. Sunnudagur 5. ágúst kl. 10.30: Prestastígur Gengin vörðuð leið frá Staöar- hverfi í Grindavík þvert yfir Reykjaneseldstöðvakerfið að Kalmanstjörnum í Höfnum. Verð kr. 1.000. Kl. 13.00: Tóastígur- Rauðasel Gengið eftir gönguslóða á milli sjö gróðurvinja í Afstapahrauni og síðan yfir að Rauöaseli. Stutt gönguferð um lyng- og kjarrivax- ið gróðurlendi með tilheyrandi blómskrúði. Brottför frá BSl - bensínsölu, og Sjóminjasafni Is- lands, Hafnarfirði. Verð kr. 1.000. Mánudagur 6. ágúst kl. 08.00: Básar í Goðalandi. Dagsferð á þennan rómaða stað á sérstöku tilboðsveröi. Aðeins kr. 1.500. Kaupstaðarferð kl. 08.00: Fljótshólar - Eyrarbakki Gengið verður frá Fljótshólum gengt Háfi við árósa Þjórsár og áfram með ströndinni um Baugastaði, Stokkseyri og út á „Bakka". Fylgt verður sem næst gömlu þjóðleiðinni og rifjað upp ýmislegt um kaupstaðarferðir á fyrri tíð. Fylgdarmenn sögu- og örnefnafróðir Árnesingar. Litið inn í Rjómabú Baugstaöa, Þurið- arbúð og Sjóminjasafniö á Eyrar- bakka. Göngunni lýkur þar sem gömlu verslunarhúsin stóðu á Eyrarbakka. Kl. 13.00: Þuríðarbúð - Eyrarbakki. Rjómabú Baugstaða skoðað. Sameinast síðan morgun- göngunni við Þuríöarbúð. Hægt að stytta gönguna og fara í stutta fjöruferð. Tilvalin ferð fyrir fjölskyldufólk. Kl. 13.00: Flóinn. Skoðunarferð i rútu um Flóann. Komið við á nokkrum sögustöð- um og söfnum á suðurströnd- inni. Fróðleg ferð fyrir þá, sem treysta sér ekki í gönguferöina. Brottför i kaupstaðarferðirnar 6/8 frá BSI’ - bensinsölu, Ár- bæjarsafni og Fossnesti á Sel- fossi, klukkust. síðár en frá BSÍ. Verð kr. 1.200, kr. 600 frá Fossnesti. Sjáumst! Útivist. fpt't QÚTIVIST GRÓFINNI l • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVARI1460« Um verslunarmanna- helgina 3.-6. ágúst Básar í Goðalandi Þaö eru rólegheit í Básum um verslunarmannahelgina jafnt sem aðrar helgar. Náttúrufegurð og fjallakyrrð, tilvalinn staður til þess að slappa af og safna orku til nýrra átaka. Fararstjóri Ingi- björg Ásgeirsdóttir. Verð kr. 5.500./6.000.- Fimmvörðuháls-Básar Fögur gönguleið upp með Skógaá, yfir Fimmvörðuháls, milli Mýrdalsjökuls og Eyjafjalla- jökuls, og niöur á Goðaland. Gist i Útvistarskálanum í Básum. Núpsstaðarskógar Gróðurvin i skjóli jökla i hliöum Eystrafjalls. Skemmtilegar gönguleiðir m.a. að Tvílitahyl. Fararstjóri Sigurður Sigurðar- son. Langisjór-Sveinstindur- Lakagígar Svefnpokagisting. Gengið um Lakagígasvæðið, farið í Eldgjá, og gengin fögur leið niður með Hellisá sem skartar ótal blæju- fossum. Fararstjóri Þorleifur Guðmundsson. Spennandi gönguskíðaferð Sólheimajökull - Mýrdaisjökull Farið upp Sólheimajökul með skiðalyftu, gengið vestur Mýr- dalsjökul og gist á Fimmvörðu- hálsi. Ferðinni lýkur að sjálf- sögðu í Básum. Dagskrá Samhjálpar um verslunarmannahelgina verður sem hér segir: Fimmtudagur 2. ágúst: Almenn samkoma í Þribúðum kl. 20.30. Mikill almennur söngur. Vitnis- burðir. Samhjálparkórinn tekur lagið. Ræðumaöur verður Gunn- björg Óladóttir. Laugardagur 4. ágúst: Opið hús i Þríbúðum kl. 14-17. Lítið inn og rabbiö um daginn og veginn. Heitt kaffi á könnunni. Einsöng syngur Gunnbjörg Óladóttir. Kl. 15.30 tökum við lagið saman og syngjum kóra. Takið með ykkur gesti. Sunnudagur 5. ágúst: Sam- hjálparsamkoma i Þríbúðum kl. 16. Fjölbreytt dagskrá með mikl- um söng og vitnisburðum Sam- hjálparvina. Barnagæsla. Ræðu- maður verður Óli Agústsson. Allir velkomnir í Þríbúðir, félag- smiðstöð Samhjálpar, Hverfis- götu 42, um verslunarmanna- helgina. Samhjálp. Skipholti 50b, 2. hæð Samkoma í kvöld kl. 20.30. Ásmundur Magnússon prédikar. Hópur frá Livets Ord í Uppsölum í heimsókn. Allir innilega vel- komnir. UTSALA - UTSALA \ Alltaé rO% afsláttur Opið föstudag til kl. 21.00 Lokad laugadaginn 4. ágúst og mánudaginn 6. ágúst HAGKAUP /íi£t í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.