Morgunblaðið - 10.10.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.10.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1990 19 myndböndunum í eigu stofnunar- innar væri erlent efni, sem hefði verið íslenskað, en hitt væri ís- lenskt. Tilfinnanlega vantaði kennsluefni í eðlis- og efnafræði og einnig í landafræði, en áform væru uppi um að gera átak í gerð efnis í landafræði á næstu árum. Karl sagði að það sé einnig á starfssviði fræðslumyndadeildar að þjónusta framhaldsskólanna. Það sé arfleifð frá fræðslumyndasafninu og reynt hafi verið að halda því við. Þar vantaði þó ýmiss konar kennsluefni á myndböndum eins og til dæmis í eðlisfræði, en það sé auðvelt að finna erlent efni í raun- greinum og nota það. Öðru máli gegni um fræðsluefni í mannkyns- sögu og ýmsum félagsgreinum. Þar sé oft erfitt að finna efni sem falli að íslenskum aðstæðum og svari kröfum íslenska skólakerfisins. Til að koma til móts við það sé nauð- synlegt að framleiða kennsluefni og sá hluti starfsemi fræðslu- myndadeildarinnar fari sífellt vax- andi. Bæði sjái deildin um að fram- leiða myndir frá grunni og einnig sé talsvert um að það sé gert í sam- vinnu við aðra aðila. Gott dæmi um það sé myndaflokkurinn Hvað viltu verða?, sem sé framleiddur í sam- vinnu við Stöð 2. Einnig sé í vinnslu myndaflokkur um landa- fræði íslands, sem sé unnin jafn- hliða nýjum kennslubókum í landa- fræði og tengist myndirnar ákveðn- um köflum í bókinni. Karl benti á að það væri miklu fjárfrekara að framleiða kennslu- myndirnar heldur en kaupa þær og fjárveitingamar hrökkvi því miður skammt. Gera megi ráð fyrir að erlend mynd kosti fullbúin og fjöl- földuð fyrir skólana á bilinu 250-300 þúsund krónur, en íslensk mynd kosti ekki undir 6-700 þús- undum. Peningaskortur hái í þess- um efnum og ekki hefði bætt úr skák að fjárframlagið til deildarinn- ar hefði rýrnað um 15-20% við upp- töku virðisaukskatts sem legðist á flesta liði framleiðslunnar. Karl sagði að við val á myndum væru ævinlega kallaðir til kennarar og aðrir sérmenntaðir aðilar til að fara yfir myndirnar og meta hveijar þeirra hæfi best. Hann segir að sér finnist skorta dálítið á samvinnuna við Ríkisútvarpið og taldi að fræðsl- umyndasafnið ætti að geta fengið meira af myndefni þaðan án þess að borga mjög mikið fyrir það. Það hafi verið það dýrt að safnið hafi ekki haft peninga til að kaupa það nema í einstaka tilfellum. „Við viljum einnig leggja áherslu á að hjálpa kennúrum að ná sem mestu út úr hveiju myndbandi og gefum út kennsluleiðbeiningar um möguleikana á því að vinna með það og hvernig það tengist öðru námsefni. Með því móti verður myndin gagnlegri en ella,“ sagði Karl ennfremur. Frá fræðslufundi kennara yngri barna í Kennslumiðstöðinni. ars vegar kannski af breyttum kennslufræðilegum viðhorfum, en ekki síður af því að það breytast þær áherslur, sem óskað er eftir að lagðar séu í skólanum. Ef við tökum til dæmis náttúrufræðina þá er umhverfisvernd nú mjög ofarlega á baugi og menn vilja gjarnan nálg- ast náttúrufræðina frá því sjónar- miðinu, en ekki eins og gert var fyrir 20-30 árum þegar börnin lærðu um hundinn og köttinn og svo framvegis. Annað dæmi um breytingar er tilkoma tölvanna og hvernig á að nýta þær til að koma námsefni á framfæri. Við erum í samvinnu við Reiknistofnun háskól- ans um gerð á kennsluforritum og erum að taka fyrstu skrefin á þeirri leið að finna út hvar og hvar ekki er skynsamlegt að nota þessi tæki til að koma námsefni á fram- færi.“ Hann segir ramma aðalnáms- skrár rúman og því hafi höfundar kennsluefnis nokkuð fijálsar hend- ur. Svo dæmi sé tekið af sögu- kennslu eigi að leggja meiri áherslu á að nemendur kunni svo og svo margar staðreyndir eða skilji fram- vindu sögunnar og orsakir og afleið- ingar þess sem gerist. Þannig sé sífellt að koma upp ný viðhorf og álitamál sem taka þurfí afstöðu til. Aðspurður um staðreyndasögu annars vegar og samfélagssögu hins vegar og deilur þar um, segir hann að ákvæði námsskrár séu rúm og námsefnishöfundar hafi því nokkuð fijálsar hendur hvað þetta snerti. „Almennt viðhorf í samtím- anum finnst mér vera að fólk hafi vandaðan þekkingargrundvöll að byggja á í sögu- og samfélagsgrein- um, en jafnframt einhveija þjálfun í því að draga ályktanir af þeirri þekkingu sem nemendur eru að afla sér. Slík kennsla er miklu tíma- frekari. Það er tímafrekara að byggja upp ályktunarhæfni barns og þjálfa það í að öðlast skilning á þekkingu, sem það aflar sér, heldur en að ganga úr skugga um hvort það hafi lagt eitthvað á minnið eða ekki. Þegar menn voru á tímabili að leitast við að leiðrétta það sem þeim fannst vera misvægi í stað- reyndanáminu öllu saman, var viss tilhneiging til að fara út í hinar öfgarnar, eins og þegar manni bregður við í akstri og rykkir stýr- inu til. Þá er viss hætta á að farið sé út af hinum megin og það kann vel að vera að það hafi gerst á ein- hveiju stigi málsins. Nú hygg ég hins vegar að jafnvægi hafi náðst og menn reyni og telji happadrýgst að halda sig einhvers staðar á miðj- um veginum." — Nú teljast saga og samfélags- fræði ekki nákvæm vísindi og mat manna oft mismunandi á því hvaða öfl eru að verki í sögunni til dæmis. Hvernig er hægt að svara gagnrýni af þessu tagi? „Það er hárrétt að það er verið að fást við efni innan skólans sem er ekki svo nákvæm vísindi að um álitamál geti ekki verið að ræða. Saga er þar á meðal. Það sem stofn- un eins og þessi getur best gert til að gefa á hveijum tíma út eins vandað efni og er mögulegt, er að leita álits sérfræðinga á þessu sviði og ef um álitamál er að ræða þá sérfræðinga með ólík viðhorf og reyna að hjálpa höfundum að ganga þannig frá námsefninu að sem flest- ir geti við unað,“ sagði Sigurður Pálsson. 600 myndbandstitlar í fræðslumyndasafninu Fræðslumyndasafnið hefur að geyma hátt í sex hundruð mynd- bandstitla, 650 16 mm kvikmyndir og sjötíu skyggnuflokka. Það hét áður Fræðslumyndasafn ríkisins, en sameinaðist Ríkisútgáfu náms- bóka og varð deild í Námsgagna- stofnun 1980. Þá voru í safninu nær eingöngu 16 millimetra kvikmyndir og engin myndbönd og voru flestar myndirnar komnar til ára sinna, allflestar með erlendu tali, að sögn Karls Jeppesen, deildarstjóra fræðslumyndadeildar. Hann segir að 1983 hafi verið hafin markviss uppbygging á myndbandeign deild- arinnar og nú séu titlarnir hátt á sjötta hundrað og allflestar mynd- irnar séu með íslensku tali. 30-35 eintök séu til af hverri mynd. 8-10 eintök séu til útláns á fræðslumynd- asafninu, en auk þess séu 2-3 ein- tök af flestum myndanna á fræðslu- skrifstofum umdæmanna, þar sem skólar út á landi geti nálgast þær. Lítil eftirspurn sé eftir kvikmyndaf- ilmunum, enda sé myndbandstækn- in svo miklu aðgengilegri. Okkar von að myndin verði eins sjálfsögð og bókin Karl sagði að næsta skref væri að skólarnir sjálfir kæmu sér upp söfnum á myndböndum. Við kaup á höfundarrétti erlendra mynda fylgi í mörgum tilfellum réttur til fjölföldunar í 250 eintökum og fræðslumyndadeildin bjóði skólun- um myndböndin til kaups á 1.300 krónur, sem sé útlagður kostnaður fyrir fjölfölduninni. Þegar sé orðið talsvert um að skólarnir notfæri sér þetta og kaupi inn myndbönd. „Það er okkar von að áður en langt um líður verði myndbandið talið eins nauðsynlegt við kennsluna og bókin og það verði eins sjálfsagt að eiga það í skólunum og bókina," sagði Karl. Hann sagði að meira en 60% af Ásgeir Guðmundsson stofnunar í framtíðinni? „Ég tel að hér sé búið að byggja upp mjög sterka stofnun til að sinna því hlutverki sem henni er ætlað. í áðurnefndri skýrslu um stofnunina var gerð tillaga um að auka fjárveitingar til hennar um rúmlega 50% í áföngum á næstu fimm árum einungis til þess að geta leyst þau lágmarksverkefni sem nefndin setti sem viðmiðun og er reyndar kveðið á um í lögum. Ég er sannfærður um að þetta litla þjóðfélag og sá litli markaður sem er fyrir námsefni og námsgögn af öllu tagi geri kröfu til'að hér sé starfrækt ábyrg stofnun sem sjái grunnskólakerfinu fyrir vönduðu og ódýru námsefni. Ég held líka að það sé mikilvægt að stofnuninni verði gert kleift að kaupa námsefni af öðrum útgáfum sem gæti komið í góðar þarfir í skólunum. Þar eru tvö meginatriði sem hyggja þarf að. Annars vegar þarf að tryggja að um faglega gott námsefni sé að ræða. Hins vegar þarf að vera hægt að kaupa það á hagkvæmu verði. Hugmyndir að samstarfi við erlenda aðila Framundan er mikil þróun í gerð námsefnis fyrir tölvur og þróun nýrrar tækni á þeim vettvangi, jafn- framt því sem gerð íslenskra fræðslumynda þarf að stórauka. Annað sem ég vil nefna til viðbótar er samstarf við aðra aðila, bæði hér innlands og erlendis. Það er þegar komið upp á borð hjá okkur hug- mynd um samstarf við útgáfur í mörgum löndum um gerð tiltekins námsefnis og mér þykir mjög lík- legt að aukið samstarf við útgefend- ur hér innanlands komi til greina í næstu framtíð,“ sagði hann enn-' fremur. Aðspurður um álitsgerð umboðs- manns Alþingis varðandi það að samkvæmt lögum beri nemendum grunnskóla að fá ókeypis námsefni segir Ásgeir að hann sé sammála þessu áliti umboðsmanns. „Náms- gagnastofnun hefur starfað í þeim anda, þótt hún hafí ekki haft mögu- leika á að koma til móts við kröfur og þarfir allra. Gagnrýni umboðs- manns beinist meðal annars að kaupum skóla á efni sem ekki er útvegað af Námsgagnastofnun. Það er rétt að taka fram að stofnunin hefur í mörg ár keypt efni frá öðr- um útgefendum og dreift til skóla í gegnum dreifikerfi sitt, nemendum að kostnaðarlausu. Er þetta fyrst og fremst bókmenntaefni til notk- unar í efstu bekkjum grunnskóla og námsefni í ensku. í sumum til- vikum hefur stófnunin ekki haft bolmagn til að kaupa námsefni sem sumir skólar og sumir kennarar hafa viljað nota í stað efnis frá Námsgagnastofnun og hafa þá skólar látið foreldra kaupa slíkt námsefni. Þar er helst um að ræða móðurmálsefni og dönskuefni í efstu bekkjum grunnskóla. Mats- nefnd um slíkt efni hefur ekki verið starfandi, eins og reyndar kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis. Ég tel mikilvægt að það námsefni eins og allt það sem stofnunin gef- ur út sé viðurkennt af sérfræðing- um. Eins og fyrr er það fjármagnið sem setur því skorður sem hægt er að gera í útgáfumálum. Tvisvar sinnum á þessum áratug hefur skól- askylda verið lengd, fyrst 1985 þegar 9. bekkur varð skylda og aftur nú 1990 þegar skólaskylda sex ára barna tók gildi. Þegar þetta gerðist í fyrra skiptið telur stofnun- in að hún hafi ekki fengið þær auknu fjárveitingar sem þurfti til og í ár er sömu sögu að segja. Við verðum að treysta því að fjármagn vegna sex ára nemenda komi með nýju fjárhagsári." Námsefni þarf að breytast í takt við breytingar á þjóðfélaginu — Nú hefur stofnunin stundum orðið fyrir gagnrýni. í hvaða ljósi sérðu þessa gagnrýni? „Gagnrýni er nauðsynleg og þarf að byggjast á þekkingu og sann- girni. Við erum byijuð að gera kannanir á notkun efnis í skóium og þá fáum við fram skoðanir kenn- ara á því. Að sjálfsögðu tökum við mjög alvarlega þeirri gagnrýni sem efnið fær. í sumum tilvikum höfum við verið gagnrýnd fyrir efni sem hefur ekki verið í endanlegri útgáfu heldur í tilrauna- eða bráðabirgða- útgáfu. Það er meðal annars í þeim tilvikum sem skólar láta nemendur kaupa efni. — Nú hafa líka verið gagnrýndar breyttar áherslur í kennslu og námsefnisgerð. Hvað er um það að segja? „Það er eðlilegt og sjálfsagt að við reynum að fylgjast með breytt- um áherslum í skólunum. Þær end- urspegla þær breytingar sem verða á þjóðfélaginu. Til dæmis eru marg- ar nýjar kennslugreinar komnar inn á síðustu árum sem gera kröfu um nýtt námsefni. I sambandi við út- gáfumál verður stofnunin auðvitað líka alltaf að hafa möguleika á ein- hverri áhættuútgáfu eða framúr- stefnuútgáfu. í raun þarf hún líka að hafa möguleika á að láta sér mistakast. Af mistökunum læra menn. Sagði ekki einhver: Þar sem engin mistök verða, þar verður eng- in þróun.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.