Morgunblaðið - 10.10.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.10.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1990 21 Ráðstefna Samtaka heilbrigðisstétta UM 300 MANNS sóttu ráðstefnu sem Samtök heilbrigðisstétta stóðu fyrir undir fyrirsögninni „Æska án ofbeldis" sl. föstudag. A ráðstefn- unni voru flutt 13 erindi af fagfólki utan og innan samtakanna en 28 félög eiga aðild að samtökunum. Heilbrigðisráðherra, Guðmundur Bjarnason, flutti ávarp og í því kom fram vilji hans til að vinna að lausn þess vanda sem ofbeldi meðal barna og unglinga er. Ráðstefna sem þessi mætti ekki vera til þess eins að friða þá sem á hana mættu. í máli flestra fyrirlesara kom fram að víðtæk samvinna margra hópk og einstaklinga er nauðsynleg ef takast á að draga úr ofbeldi meðal æskufólks. Góður árangur slíks sam- starfs hafí komið í'ljós í fyrravetur þegar átak lögreglu og félagsmála- aðila sem beindist að því að fá ungl- inga til að taka afstöðu gegn ofbeldi varð til þess að ofbeldi minnkaði í miðbæ Reykjavíkur. Nú frá næstu áramótum mun sérstakur starfsmað- ur sinna málefnum barna og ungl- inga hjá lögreglunni í Reykjavík. Staða og hlutverk fjölskyldunnar sem mikilvægasta uppeldisaðila barna var viða reifuð af fyrirlesurum. Nauðsyn sé að styrkja þessa einingu bæði inn á við og tengsl hennar við þá aðila sem hafa með málefni barna og fjölskyldna að gera. Öryggi og virðing sé grundvallaratriði í uppeldi barna til þess að þau megi ná eðlileg- um þroska og öðlast sjálfsvirðingu. Agi sé einnig mikilvægur en þau börn sem beitt eru ofbeldi beiti því frekar sjálf. Mikið álag á fjölskyldur ungra barna vegna skorts á dagvistarrými skapi óöryggi og mikið álag sem komi ekki síst niður á börnunum. Þessar úrbætur ásamt samfelldum skóladegi skipti gríðarlega miklu. Hvað varðar-skólann þá þurfi að viðurkenna í verki sívaxandi mikil- vægi hans sem uppeldisstofnunar. Ofbeldi, ofbeldismenn og fórn- arlömb þeirra urðu öllum fyrirlesur- um að umtalsefni. Ofbeldi þurfi að uppræta strax og þess verði vart, bæði vegna fómarlambsins og þess sem ofbeldinu beitir. Það sé oftast afleiðing en ekki orsök og þeir sem því beita séu að hrópa á hjálp. ----------------------- ■ OG ENN BÍÐA BÖRNIN, er yfirskrift fundar um dagheimili, leikskóla, skóladagheimili og sam- felldan skóladag, sem Félag ein- stæðra foreldra stendur fýrir á morgun, fimmtudag. Á fundinum halda Svavar gestsson, mennta- málaráðherra, Birgir Isleifur Gunnarsson, alþingismaður, Krist- ín Á. Ólafsdóttir, og Anna K. Jónsdóttir, borgarfulltrúar, fram- söguerindi og þar verða einnig full- trúar frá Sókn og Fóstrufélagi íslands. Fundurinn verður í fundar- sal féalgsins að Skeljanesi 6 og hefst klukkan 20.30. ■ BUBBI Morthens heldur tón- leika á skemmtistaðnum Tveir vin- ir og annar i fríi í kvöld, miðviku- dag. Bubbi hefur nýlokið tónleika- ferð um landsbyggðina, auk þess sem hann var að ljúka upptökum á hljómplötu, sem er væntanleg fyrir jól. Sætafjöldi á tónleikunum er takmarkaður. V estmannaeyjar: Sveinn sýnir í Akóges-húsinu SVEINN Björnsson listmálari heldur málverkasýningu í Akog- es-húsinu í Vestmannaeyjum á morgun, fimmtudaginn 11. októ- ber. Þar sýnir hann 24 myndir, hluta af sýningu hans frá síðasta vori í Hafnarborg. Sveinn sagði í spjalli við Morgunblaðið að hann hefði tvisvar haldið sýningu í Vestmannaeyjum, árið 1954 og 1959. Sveinn ólst upp í Vestmannaeyjum og stundaði þar sjómennsku til tvítugsaldurs og segist eiga þar marga góða vini. Þijár stórar myndir verða á sýn- ingunni, þar á meðal Ægir konung- ur og Maðurinn og hafið. Auk þess sýnir Sveinn klippimyndir sem hann gerði árið 1985. Sýning Sveins er sölusýning og Morgunblaðið/Emilía Sveinn Björnsson listmálari. hefst hún kl. 17 á morgun og stendur fram á sunnudagskvöldið 14. október. Ljóðatónleikar í Gerðubergi LAUGARDAGINN 13. október kl. 17.00 heldur W. Keith Reed, baritónsöngvari, ljóðatónleika í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi, við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar, píanóleikara. Á efnisskrá eru Sechs Lieder von Gellert eftir Beethoven, enskar ballöður, íslensk lög eftir Jón Þórar- insson og Sigvalda Kaldalóns, sænsk lög eftir Sibelius og Vier Ernste Gesange eftir Johannes Brahms. W. Keith Reed lauk masters- námi í tónlist frá Indiana, Univers- ity í Bloomington vorið 1989 með söng sem aðalgrein. Síðan hefur Keith verið búsettur hér á landi ásamt fjölskyldu sinni. Hann kenn- ir söng við Söngskólann í Reykja- vík og kórstjórn við Kennarahá- skóla Islands en þar stjórnar hann einnig kór skólans. Síðastliðinn vetur söng hann með íslensku ópe- runni, fyrst hlutverk Almaviva greifa í „Brúðkaupi Fígarós“ eftir Mozart og síðan hlutverk Tonios í W. Keith Reed, baritónsöngvari. „1 Pagliacci" eftir Leoncavallo. Hann hefur einnig komið fram við ýmis tækifæri. gervihnattadiskana er hægt aö fá meb snúningstjakki sem skíptir sjálfvirkt á milli gervihnatta, til móttöku á enn fleiri sjónvarpsstöbvum. Allur okkar búnaöur eru viöurkenndur af Pósti og síma. Sækjum um öll leyfi! Muniö aö panta fyrir 10. október insi eba msm^ Ath. Engin afnotagjöld af gervihnattasjonvarpi CMC kerfl fyrir nl6urben||d lott, er úr galvanlseruöum mðlmi og eldþoliö. CMC kerfl er auóvelt I uppsetningu og mjög sterkt. CMC kerti er test msö stillanlegum upphengjum sem þola allt aö 50 kg þunga. CMC kerfi tæst I mörgum geröum bæöl sýnilegt og falió og veróió er ótrúlega lágt. CMC kerfi er serstaklegh hannad Hringiö ettir tyrir loftplötur fr* Armstrong Irekari upplýslngum. Einkaumboe é l.l.ndi £5 Þ. ÞORGRÍMSSON & CQ Ármúla 29 - Reykavík - sími 38640 rrt. Lt -AV Fngor LBOÐ YSTIKISTUR Tll FR MÁL H X B X D STÆRÐ GERÐ STAÐGR. VERÐ 90x73x65 1851 B20 31.950 90x98x65 2751 B 30 35.730 90x128x65 3801 B40 39.960 90x150x65 4601 B 50 43.470 ÁRATUCAREYNSLA DÖNSK GÆÐATÆKI A CÓÐU VERÐI é SAMBANDSINS VIÐ MIKLAGARÐ SÍMAR 68 55 50 - 6812 66 ÞÚ GETUR KOMIÐ Á FLOKKSÞING ALÞÝÐUFLOKKSINS NÚ UM HELGINA, KYNNT SJÓNARMIÐ ÞÍN OG LAGT FRAM TILLÖGUR. \ Nk. föstudag 12. OKTÓBER kl. 17.00 verður 45. FLOKKSÞING ALÞÝÐUFLOKKSINS sett í íþróttahúsinu við Strandgötu, Hafnarfirði. Auk setningarræðu formannsins JÓNS BALDVINS HANNIBALSSONAR hlýðum við á hafnfirskan ungmeyjasöng, lúðraþyt og slaghörpuleik, auk þess sem bæjarstjórinn, GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNSSON, og fleiri flytja ávörp. Við bjóðum alla íslenska jafnaðarmenn velkomna á setningarathöfnina hvar í flokki sem þeir standa. Auk þess hefur framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins samþykkt að leggja til þau nýmæli við þingsköp flokksþingsins, að til sjálfs þingsins, dagana 12., 13. og 14. október, verði boðið, með fullu málfrelsi og tillögurétti, öllu flokksbundnu Alþýðuflokksfólki. Þeir sem vilja taka þessu tilboði skulu tilkynna þátttöku á skrifstofu Alþýðuflokksins Hverfisgötu 8—10 Reykjavík, sími 29244, fyrir fimmtudagskvöldið 11. október. Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ VERÐUR FRAMREIDDUR GLÆSILEGUR KVÖLDVERÐUR OG BOÐIÐ UPP Á VANDAÐA HÁTÍÐARDAGSKRÁ MEÐ ÞEKKTUM SKEMMTIKRÖFTUM. Þinginu verður slitið kl. 16.00 á sunnudag 14. október. Liggðu ekki á liði þínu Vertu með í mótun fyrirmyndarsamfélags á Islandi. ALÞÝÐUFLOKKURINN FORYSTA TIL FRAMTÍÐAR Alþýðuflokkurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.